Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 67 1. grein Jafnvel í þessu fjarlæga landi er fullt af íslendingum. Haddý og Karl Friðriksson hafa búið í Kaliforníu í 15 ár. Bára og Ed Rogers fluttu út í fyrra ásamt dætrum sínum, Margréti og Kathy. sunnar verða að bíða næstu ferð- ar. Með lögregluna á hælunum Við ökum inn í úthverfi LA í myrkri, auðvitað á 90—100 km hraða, til að tefja ekki fyrir. Eftir klukkutíma akstur innan borgarinnar komum við að skilti merkt „airport". Þar beygjum við útaf, en eftir nærri klukkutíma hringsól uppgötvuðum við að við vorum í vitlausu úthverfi. Flug- völlurinn var John Wayne-flug- völlur í Orange County en við ætl- uðum að Long Beach-flugvelli. Eftir að hafa grandskoðað kortið var kúrsinn settur á ný og nú tókst okkur að komast í einum áfanga í rétta byggð. Við ókum Cherry Avenue frá ströndinni, en af ókunnugleika ókum við framhjá gatnamótum Willow Street og uppgötvaðist það ekki fyrr en nokkrum götum ofar. Þrátt fyrir alla tæknina í Bu- ick-num, s.s. sjálfvirk öryggis- belti, rafmagnsupphalara, velti- stýri, sjálfvirkan kælibúnað og fjögurra rása stereóið, var eitt sem ég gat alls ekki fundið, það var rofinn fyrir inniljósið á bíln- um. Ég varð því að opna hurð í hvert skipti sem ég þurfti að lesa á kortið. Og þar sem það er nú ekki mjög fýsilegt að opna hurðina úti á miðri umferðargötu í LA beygði ég inná plan hjá lokaðri bensín- stöð, opnaði hurðina og fór að skoða kortið. Það tók skamma stund, svo skellti ég hurðinni og bakkaði út á götuna. í baksýnis- speglinum sá ég hvar lögreglubíll stóð rétt ofar í götunni, en gaf því engan frekari gaum. Þegar ég hafði ekið eina 10—20 metra niður götuna, heyri ég allt í einu skerandi sírenuvæl og sé að lögreglubíllinn kemur á eftir mér með blikkandi rauð og blá ljós, svo ég beygi ut á kantinn til að hleypa honum framhjá, hélt það hefði orðið stórslys í nágrenninu. En bíllinn vildi ekkert fram úr og nú var tveim ljóskösturum beint að bíl mínum svo ég þykist vita að hann muni eiga erindi við mig. Ég stöðva bílinn og sé að lögreglu- maður kemur gangandi yfir. Þeg- ar hann kemur nær, sé ég að þetta er gullfalleg og íturvaxin stúlka. Ég opna rúðuna og brosi minu blíðasta til stúlkunnar, en brosið stirnaði á vörum mínum, þegar hún öskrar með frekjulegri járn- agarödd „upp með hendur", og beinir bjarma af sterku vasaljósi í augu mér. Ég rétti strax upp hendurnar, þá lýsir hún aftur í bílinn og sér Gísla hálfsofandi i aftursætinu. „Og þú líka,“ öskrar sú sæta. Ég sá í baksýnisspeglin- um að Gísli hafði breitt blússuna sína yfir sig og þar sem ég óttaðist svona miðað við aðstæður, að daman héldi að hann væri að fela hríðskotabyssu eða eitthvað þaðan af verra undir blússunni, þá bað ég hann í öllum guðanna bænum að rétta varlega upp hendurnar sem hann gerði, þótt hann vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið. „Ökuskírteinið," öskraði sú ítur- vaxna. Ég fór í vasann og rétti henni græna ökuskírteinið mitt, stimplað og undirritað af mínum ágæta bæjarfógeta á ísafirði, Þorvarði Kerúlf Þorsteinssyni. Hún velti því á alla kanta, gekk svo með það yfir að lögreglubíln- um og ráðfærði sig við félaga sinn, kom síðan aftur, rétti mér skír- teinið og spurði mig hvað ég væri að gera. Ég sagði henni eins og var að ég væri rammvilltur, en væri á leiðinni á Holiday Inn-hótelið við Long Beach-flugvöll. „Snúðu við, aktu þrjár götur til baka, beygðu til vinstri og aktu beint þar til þú kemur að hótelinu," sagði hún með sömu raddfegurðinni og í upphafi. Ég þakkaði henni fyrir. Þegar hún gekk til baka að bíl sínum sá ég hvar marghleypan dillaði ögrandi í 45° halla við lend hennar. Okkur Gísla þóttu þetta rosalegar aðfar- ir við langþreytt ferðafólk, norðan frá heimskautsbaug, en á síðasta degi ferðarinnar öðluðumst við nýjan skilning á störfum lögregl- unnar í LA, en við komum að því síðar. Tölva eða kona Aðalstöðvar Jet America eru í nýrri skrifstofublokk við Temple Avenue. í litlu anddyri situr ung og falleg stúlka af austurlenskum uppruna, svarar í síma og liðsinn- ir þeim sem erindi eiga við fyrir- tækið. Hún reyndi að hafa upp á einhverjum, sem kannaðist við fréttaritara Morgunblaðsins frá íslandi, en án árangurs. Mr. McKee blaðafulltrúi félagsins var ekki við og ekki var von á honum fyrr en síðdegis. Á meðan innri maskínan leitaði að einhverjum upplýsingum fyrir okkur, sátum við í anddyrinu og fylgdumst með störfum þeirrar austurlensku. Hún spilaði á takk- ana á skiptiborðinu af slíkri fimi að unun var á að líta. „Good morn- ing, Jet America, can I help you? Thank you.“ En þegar ég var búinn að heyra hana segja þessa sömu setningu u.þ.b. 100 sinnum á hálftíma og alltaf með sömu aðlaðandi áhersl- unum, fór ég að skoða stúlkuna nánar, svona útundan mér. Hún var dálítið mikið máluð og fing- urnir unnu með ótrúlegum hraða og nákvæmni á tökkunum. Gat verið að þetta væri tölva? Mitt í hugleiðingunum kom ungur og myndarlegur skrifstofumaður fram að borðinu og átti einhver. orðaskipti við dömuna. Þegar hún horfði á eftir honum ganga inn aftur sá ég í augum hennar að þetta var kona. Að lokum kom úrskurðurinn. Ekkert var hægt að gera í málim' fyrr en mr. McKee kæmi vorum kurteislega beðnir ac Koma aftur kl. 4 um daginn. Kvöldvaka med Asa í Bæ í Nor- ræna húsinu í TILEFNI sjötíu ára afmælis Ása í Bæ, mánudaginn 27. febrúar nk., efna Vísnavinir og aðrir vinir og vandamenn skáldsins til kvöldvöku með Ása í Bæ í Norræna húsinu sama kvöld. Hefst kvöldvakan kl. 20.30J>ar sem flutt verða lög og Ijóð eftir Asa í Bæ og lesið verður upp úr verkum hans. Á Ásakvöldinu mætir sjálfur höfuðpaurinn, afmælisbarnið Ási I Bæ, að sjálfsögðu með gítar sinn í annarri hendi og bækur í hinni. Auk hans koma fram á kvöldvök- unni Halldór Kristinsson, Haukur Morthens, Ólafur Gaukur og Svanhildur, Árni Johnsen, Gísli Helgason, Grettir Björnsson, Arn- þór Helgason, Andrés Sigurvins- son, Guðrún Hólmgeirsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson, Páll Stein- grímsson og fleiri. Ási í Bæ hefur gert fjöldann all- an af söngvísum og lögum og sum þeirra sem fyrst komu fram fyrir hálfri öld, eru sívinsæl. Af kunn- ustu lögum Ása má til dæmis nefna Vertu sæl mey, Undrahatt- urinn, í verum og Göllavísur, svo eitthvað sé nefnt. Um langt árabil var náið samstarf á tónlistarsvið- inu milli þeirra Ása og Oddgeirs Kristjánssonar og mörg þjóðhá- tíðarlögin sem þeir stóðu að eru löngu þjóðkunn. SCHIPH0L Besti f lugvöllur heims* Schiphol-flugvöllurinn við Amsterdam er ár eftir ár kjörinn besti flugvöllur veraldar af þeim sem best til þekkja - þeim sem stöðugt eru að ferðast um heiminn í viðskiptaerindum. Þeir eru ekki í vafa um það á hvaða flugvöll er best að koma, eins og kosningar margra virtra ferðatímarita sýna. Frábær staðsetning Schiphol í hjarta Evrópu, stórkostlegar samgöngur til og frá vellinum í lofti, á láði og legi, þaulskipulögð þjónusta 30 þúsund starfsmanna og stærsta fríhöfn heims, leggjast á eitt við að gera Schiphol að drauma- viðkomustað reyndra ferðalanga sem óreyndra. Þangað flýgur Arnarflug. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLLIG Lágmúla 7, sími 64477 BUSlNrSSTRAVI I I I R airports SFHIFMBKR IV8I Besi 1 Schiphol 2 Zunch ~ 3 l-nánkfurt 4 Pttiis C harteMlcCiaulW* Votes j Worst 1 1025 1 1 Heaihro m 708 2 JFKNerf 348 3 Milan V M | 4 0ut wh m 1 ^ondi on \Vf°. °'sl el de,"'e in 6 .s. vv«rsl V >\t'e *° Aesðe' V G»' ,v The Winner survcy ' ,v/ ig re«úers' resuhs ot the l fef«deG*ul'e-f,«hs ed v N«rTV 64A‘rP *ors‘°V<r A;rP0(‘S>°^ ' ■ . «oOS BEST-LIKED INTERNATIONAL “ll AIRPORT 1 Schlphol (Amstardaml 2 Changi (Singapore) 3 Zurlch Octobar 1982 EXECUTIVE TRAVEL °rth Ule nh*gcn; * Samkvæmt kosningum timaritanna BusinessTravellerog ExecutiveTravel um þjónustu á alþjóðlegum flugvöllum, staðsetningu, tímatöflur, samgöngumöguleika o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.