Morgunblaðið - 26.02.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.02.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 81 Fimmtugur: Reynir Karlsson íþróttafulltrúi I dag, sunnudaginn 26. febrúar, verður Reynir G. Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins 50 ára. Ég tel mér bæði ljúft og skylt að minnast þessa, svo ríkan þátt á Reynir G. Karlsson í starfi íþróttasamtakanna. Ungur að aldri hóf hann iðkun íþrótta og helgaði sig að mestu knattspyrnunni og náði þar svo langt að komast í meistaraflokk Knattspyrnufélagsins Fram og í landslið fslendinga á árunum 1956—1957. En Reynir lét sér ekki nægja að vera íþróttaiðkandi, hann var íþróttaþiálfari meistara- flokka Fram, Iþróttabandalags Akureyrar, íþróttabandalags Keflavíkur og landsliðs fslendinga í knattspyrnu á árunum 1954—1971. Hann var í stjórn Knattspyrnufélagsins Fram árin 1952—53 og 1962—63. Formaður Ungmennafélagsins Breiðabliks í Kópavogi var hann árið 1976—78. Reynir tók íþróttakennarapróf ár- ið 1956, en fór síðar til fram- haldsnáms erlendis og þá í fþróttakennaraskóiann í Köln. Þaðan brautskráðist hann árið 1960. Kunnugleiki Reynis af íþróttum og menntun hefur orðið þess vald- andi að á opinberum vettvangi hafa hlaðist á hann ýmis störf sem eigi verða tíunduð hér, en þó getið þess, að framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur var hann árin 1964—1971 og þegar stofnað var embætti æskulýðs- fulltrúa ríkisins árið 1971 var Reynir skipaður í það. Því emb- ætti gegndi hann til ársins 1981, að hann var skipaður íþrótta- fulltrúi ríkisins, en því starfi gegnir hann nú. Svo sem sjá má af ofanrituðu hefur Reynir G. Karlsson komið mjög við sögu íþrótta á íslandi, bæði hvað snertir hin frjálsu íþróttasamtök og hið opinbera. Reynir hefur hlotið margs kon- ar viðurkenningu fyrir störf sín, m.a. var hann sæmdur gullmerki ÍSf í tilefni 70 ára afmælis íþróttasambands íslands árið 1982. Ég sem línur þessar rita þakka Reyni áralanga góða samvinnu og LEIÐSLA sprakk er verið var að dæla úr spænsku skipi við Áburð- arverksmiðjuna í Gufunesi nýlega. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá vélstjóra í Áburð- arverksmiðjunni var kallað á færi honum og fjölskyldu hans bestu árnaðaróskir í tilefni þess- ara tímamóta. Vænti ég þess að íþróttahreyfingin megi njóta starfskrafta Reynis G. Karlssonar um langa ókomna framtíð. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ. sjúkrabíl til öryggis, en ekki reyndist þörf á sjúkraflutningi, því skipverjar gátu gert við leiðsluna án þess að slys yrðu á mönnum. Skipið var með 1040 tonn af ammoníaki til Áburðar- verksmiðjunnar. Ammoníaksleiðsla sprakk í spænsku skipi Reiði í röðum þingmanna vegna óeirðanna í Punjab Nýjy Deihl, 25. rebrúar. AP. SVEITUM varðliða var komið fyrir utan allraheilagasta musteri síka í óeirðahéraðinu Punjab á Indlandi í dag eftir að yfirvöld höfðu hótað, að gripið yrði til harðra aðgerða gegn uppreisnarmönnum úr röðum síka létu þeir ekki af aðgerðum sínum. Þrátt fyrir þessar hótanir stjórnvalda lét innanríkisráðherra landsins, P.C. Sethi, ekki sjá sig á þingfundi, sem sérstaklega var haldinn vegna ástandsins f Punj- ab-héraði. Fjarvera ráðherrans olli mikilli reiði í röðum þing- manna stjórnarandstöðunnar. Gengu margir þeirra af fundi í mótmælaskyni. Fregnir bárust af því í morgun, að einn óbreyttur borgari hefði látið lífið í átökum, sem urðu í Punjab í gær. Þar með er tala lát- inna í þessu ófriðsama héraði komin upp í 63 á undanförnum 11 dögum. Indira Gandhi, forsætisráð- herra landsins, hefur að undan- förnu sætt æ harðari gagnrýni vegna ástandsins í Punjab-héraði. Hefur stjórnarandstæðingum sér í lagi þótt forsætisráðherrann sýna linkind í málinu. Apple tölvukerfi Námskeið þessi eru ætluð Apple notendum og öðrum þeim sem vilja kynnast möguleikum Apple tölvunnar. Námskeiðin eru að langmestu leyti í formi verklegra æfmga þar sem farið er í helstu skipanir kerfanna og þær útskýrðar. Apple—Writer Apple-Writer er ritvinnslukerfi sem nota má við textavinnslu hvers- konar. Með því getur notandinn slegið inn, leiðrétt, prentað út og geymt skjöl á þægilegan og auðveldan hátt. Leiðbeinandi: Ragna S. Guðjohnsen. Tími: 5.-7. marskl. 13:30-17:30. Quick—file Quick-file er gagnasafnskerfi sem hentar vel fyrir listameðhöndlun hverskonar. Með því getur notandinn skilgreint, slegið inn, leiðrétt og prentað á margvíslegan hátt eigin gagnalista. Leiðbeinandi: Ragna S. Guðjohnsen. Tími: 8.-9. mars kl. 13:30-17:30. VisiCalc VisiCalc forritið olli byltingu á sínum tíma, sem fólst í því að notandinn gat nú í fyrsta sinn búið til og unnið með sín reiknilíkön sjálfur án að- stoðar sérfræðinga. Leiðbeinandi: Friðrik Sigurðsson Tími: 12.—13. marskl. 13:30—17:30. Staður: Síðumúli 23, 3. hæð. TILKYNNIÐ ÞATTTOKU í SÍMA 82930 ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags ríkisstofnana styrkir félaga sína á þetta námskeið og skal sækja um það til skrifstofu SFR. STJÓRNUNARFÉIAG ISLANDS !8»3 P/FCÖ/Hárkrumpan Hárliðunarjárnið sem gefur hárin hina nýtýskulegu og spennandi krumpuáferð. Verðkr. 1.195.- ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI.84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.