Morgunblaðið - 26.02.1984, Side 14

Morgunblaðið - 26.02.1984, Side 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 í engu landi gegna dagblöð jafn þýö- ingarmiklu hlutverki og í Bandaríkjunum: hvergi eru blöðin sjálfstæðari, hvergi koma þau jafn miklu til leiðar og hvergi í hinum frjálsa heimi geta blöðin verið háskalegri en einmitt í Bandaríkjunum. Conrad C. Fink, prófessor í blaðamennsku við Georgíu-háskóla í Bandaríkjunum, er fyrr- um varaforseti AP-fréttastofunnar. Hann gaf sig einkum að markaðsmálum í því starfi, ferðaðist um Bandaríkin þver og endilöng og gerði úttekt á bandarískri blaðaútgáfu. Greinarhöfundur átti eftirfar- andi samtal við Fink á liðnu sumri og fjallar það um bandarískan blaðaheim frá ýmsum hliðum. Þess skal getið til skýr- ingar að Georgíu-háskóli er í litlum bæ, Athens (skammt frá Atlanta í Georgíu- ríki), þar sem búa um 50 þúsund manns og á vetrum að auki 25 þúsund háskólastúd- entar. Rætt við Conrad C. Fink, prófessor í blaðamennsku og fyrrum vara- forseta AP VIÐTAL: JAKOB F. ÁSGEIRSSON Conrad C. Fink. Morgunblaðið/J.F.Á. Bandaríski blaðaheimurinn ('onrad Fink er mikill öndvegis- maður en harður í horn að taka. Fyrst segir hann dálítið af sjálfum sér: Ég fæddist í Marquette, Michig- an, rétt undan landamærum Kanada árið 1932. Faðir minn var bóndi og verkamaður og móðir mín kennari. Ég útskrifaðist í blaðamennsku frá háskólanum í Wisconsin 1954, kvæntist skóla- ástinni minni og gekk í sjóherinn. Eftir tveggja ára herþjónustu gerðist ég blaðamaður hjá smá- blaði einu í Illinois: ári síðar réðst ég til fréttastofu AP í Chicago og hjá AP vann ég næstu tuttugu ár- in. Árið 1960 skrifaði ég fréttir í erlendri fréttadeild AP í New York: ári síðar gerðist ég frétta- ritari AP í Tokyo og skrifaði um öll helstu stórmál í Norður-Asíu næstu þrjú árin. Á þeim árum fylgdist ég einnig með innrás Kínverja í Indland og kunni svo vel við mig í Indlandi, að þegar ég sneri aftur til Tokyo, bað ég um að vera fluttur til Indlands. Árið 1964 varð ég svo yfirmaður AP í Suð- austur-Asíu með aðsetur í Nýju- Dehlí. Þremur árum síðar gerðist ég forstjóri fyrir AP-Dow Jones Economics Report í London, sem AP og Dow Jones-fyrirtækið stofnuðu í þann mund og sendir fréttir úr fjármálaheiminum til blaða og fréttastofa um víða ver- öld. Árið 1970 sneri ég heim og var sérstakur ráðgjafi forseta ÁP í eitt ár og síðan einn af varaforset- um AP næstu sjö árin. Þá réðst ég til fyrirtækisins Park Communi- cation Group, sem á fjölda dag- blaða, sjónvarpsstöðva og útvarp- stöðva um Bandaríkin. Mér fannst kominn tími til að breyta til, auk þess sem fyrirsjáanlegt var að ég kæmist ekki hærra í stigann hjá AP næstu tíu árin eða svo. Árið 1982 var mér boðin prófessors- staða við Georgíu-háskóla hér í Athens og þar eð menn voru tekn- ir að eldast og þreytast eftir 25 ára þveiting, tók ég þessu boði — og hér er ég og get ekki annað. Hvernig líst þér á framtíð bandarísks blaðaheims? Framtíðin leggst ágætlega í mig. Enn um stundir munum við eiga í nokkrum erfiðleikum í stóru borgunum: sérílagi munu síðdegis- blöðin eiga erfitt uppdráttar næstu árin, svo sem undanfarin ár. Það stefnir allt í það, að það verði eitt stórt dablað í hverri borg, en ekki tvö eða mörg stór blöð eins og áður tíðkaðist — og fyrir því liggja margar ástæður. Éin er sú, að úthverfablöð eru tek- in að blómstra. Én dagblaðaiðnað- urinn í heild sinni mun dafna á næstu áratugum, með því að hann tekur sífellt nýjustu tækni í þjón- ustu sína og notfærir sér þá mögu- leika sem tæknin gefur. Sam- keppnin er sífellt að aukast, enda þótt stóru blöðunum fækki, og auglýsandinn spyr sjálfan sig hvort hann eigi fremur að auglýsa í 5 útvarpsstöðvum, eða 20—30 sjónvarpsstöðvum til að ná til neytandans, eða senda auglýsingu í pósti inná hvert heimili o.s.frv. — eða einfaldlega að auglýsa í hinu staðbundna dagblaði. Ég held að hann velji dagblaðið, en þá verður blaðið líka að geta sýnt fram á útbreiðslu og lesendahóp sem auglýsandanum finnst aðlað- andi. Það þrífast ekki lengur mörg stór blöð í einni borg, því ef það eru tvö stórblöð um hituna í einni borg og annað getur sýnt fram á, að það sé keypt af 55% heimila í borginni, en hitt einungis af 45% heimila, þá munu 70% auglýsinga birtast í því blaði sem hefur 55% hlutdeildina. Þess vegna hafa stór og rótgróin dagblöð verið að hverfa af sjónarsviðinu undanfar- in ár í Bandaríkjunum: ef út- breiðslan dregst saman, eða hlut- deild á tilteknu markaðssvæði, þá minnka auglýsingar í margföldu hlutfalli. Úthverfablöðunum hefur hins vegar fjölgað og útgefendur og ritstjórar munu leggja höfuð áhersluna á staðbundinn frétta- flutning á næstu áratugum, en reyna síðan að gera ólíkum lesend- um sínum að öðru leyti til hæfis. Auglýsandinn hefur fyrst og fremst áhuga á því, hvaða fólk les blaðið sem hann hyggst auglýsa í, því næst útbreiðslu blaðsins meðal þess fólks og þegar um venjuleg blöð er að ræða, spyr hann ein- faldlega: inná hve mörg heimili á tilteknu markaðssvæði fer blaðið? í framtíðinni ríður enn meir á því en nokkru sinni af dagblöðum verði stjórnað og ritstýrt af kost- gæfni. Þú óttast ekki að útbreiðsla dagblaða haldi áfram að dragast saman ? Nei. Fjöldi seldra eintaka hefur raunar ekki minnkað, heldur stað- ið í stað: um nokkur ár hafa dag- blöð verið gefin út í 62 milljónum eintaka í Bandaríkjunum. En á sama tíma hefur heimilum fjölg- að, svo hlutdeild dagblaða á mark- aðnum hefur minnkað. Árið 1950 samsvaraöi heildarútbreiðsla bandarískra dagblaða þvi að 1,24 blöð færi inná hvert heimili, en nú hefur sú tala lækkað niður í 0,77. Þetta er uggvænlegur samanburð- ur, en nýjustu upplýsingar benda til þess, að þetta horfi allt til betri vegar. En allt veltur það nú á því, að blaðaútgefendur standi sig, að þeir skilgreini lesendahóp blaðs- ins og vinni síðan markvisst að þvi að þjóna honum og auka út- breiðslu blaðsins innan hans en ekki útum allar trissur. Heildar- útbreiðsla dagblaða skiptir ekki öllu máli, heldur er mikilvægt að hafa 65—70% hlutdeild á ein- hverjum tilteknum markaði til að laða að þá auglýsendur sem selja vöru sína á þeim markaði, hvort sem um er að ræða bæjarhluta, heilar borgir, sýslur eða einstakar stéttir manna. Hér í þessum litla bæ, Athens, höfum við ágætt dæmi um mislukkaða blaðaútgáfu. Hér er eitt morgunblað og annað síðdegisblað en hvort um sig fara þessi blöð einungis inná ca. 42% heimila innan borgarmarkanna. Það er alltof lágt hlutfall til þess að almennilegt blað geti þrifist, enda eru þessi blöð ekki björguleg. Auglýsendur dreifa því auglýsingum sínum á blöðin, sjón- varp, útvarp eða hreinlega senda þær í pósti inn á heimilin. En geta svo lítil blöð orðið „góð blóð“ í samkeppni við stóru blöð- in? Já, því staðbundið dagblað hef- ur í hendi sér það sem er mikil- vægast í velgengni hvers dagblaðs — og það eru staðbundnar fréttir. The Atlanta Constitution (stærsta blaðið í Georgíu-ríki og löngum talið eitt af tíu bestu dagblöðum í Bandaríkjunum) mun ekki flytja staðbundnar fréttir frá Athens og því síður blöð á borð við New York Times og USA Today. Og enginn maður kaupir Athens-blöðin til að lesa um heimsmálin, heldur til þess að fræðast um það sem er að gerast í Athens og nágrenni þess. Þess vegna mun það aukast í framtíðinni, að ritstjórar leggi höfuð áhersluna á fréttaflutning frá útgáfusvæði blaðsins, þeir verða að skilgreina nákvæmlega. Nú hafa A thens-búar sína eigin sjónvarpsstöð ... Já, en sú sjónvarpsstöð hefur ekki mannafla til að sinna stað- bundnum fréttaflutningi og raun- ar gildir það um allar sjónvarps- stöðvar, að þær hafa ekki mann- afla á borð við blöðin. Þar að auki hafa dagblöðin svo margt fram yf- ir sjónvarpið, t.a.m. verður maður að vera fyrir framan skjáinn klukkan sjö — en ekki eins og Is- lendingurinn sem alltaf kemur tuttugu mínútum of seint í tíma til mín! Sjónvarpið getur aldrei leyst dagblaðið af hólmi sem fréttamiðill. Hvað um fréttaþjónustu í heim- ilistölvum ? Jú, sumir hafa haldið því fram að það væri framtíðin, en slíku kerfi fylgja margir ókostir, jafn- framt sem sá tækjabúnaður sem nú er völ á er mjög flókinn og kostnaðarsamur. Maður sem vill koma sér upp tækjum til að taka á móti slíkri þjónustu þarf að verja um 600 dollurum til tækjakaupa og síðan 25—40 dollurum á mán- uði fyrir áframhaldandi þjónustu. Það er spurning hvort hinn al- menni maður kæri sig um að leggja út í slíka fjárfestingu, til þess eins að komast að því hver vann leikinn í gær, þegar hann getur keypt dagblað með sömu upplýsingum á 20 sent, hlustað ókeypis á útvarp eða horft á sjón- varp. Það er enginn efi á því að í framtíðinni verður komið á ým- iskonar upplýsingaþjónustu frá tölvubönkum til heimilistölva, en þær upplýsingar verða á afmörk- uðum sviðum og ekki í almennri fjölmiðlun. Eigendur dagblaða og ritstjórar þeirra líta ekki á þessa þróun sem ógnun, heldur sem ný tækifæri í útgáfustarfsemi. Þeir munu ekki einskorða sig við dag- blaðaútgáfu, heldur taka upp al- hliða frétta- og upplýsingaþjón- ustu. Framtíðar blaðafyrirtæki gæti t.d. samanstaðið af dagblaði, vikulegu auglýsingablaði sem dreift yrði f verslanir, einstakar auglýsingar sem dreift yrði með blaðinu, kapal-sjónvarpsstöð, ým- inga- og auglýsingadreifingu í pósti og ýmsu fleiru. Alls kemur þetta til af því, að dagblaðið er mikið til eitt um það að flytja fréttir á hverjum stað: fréttastof- ur sjónvarps- og útvarpsstöðva hafa ekki roð við dagblöðunum, því þær eru svo fáliðaðar. Dag- blaðið ræður yfir miklum upplýs- ingum og útgefendur munu reyna að gera sér sem mestan mat úr þeim. Hin mikla tölvuvæðing er því ekki ógnun við dagblaðaút- gáfu, heldur gefur hún útgefend- unum nýja möguleika sem munu treysta dagblaðið í sessi. Þú telur það þá ekki vera ógnun við t.d. Wall Street Journal, ef menn geta fengið nýjustu fregnir og útskýringar af verðbréfamark- aðinum samstundis heim til sín ? Nei, það er ekki ógnun. Dow Jones býður nú þegar uppá slíka þjónustu og mörg fyrirtæki og ein- staklingar færa sér hana í nyt, án

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.