Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Calvin Klein fatahönnuður Þaö er liðin tíö aö litiö var á bandarískan fatnaö sem lítið annaö en skræpóttar sólskyrtur, Bermuda-stutt- buxur og „crimplene“-flíkur. Margir bandarískir fatahönn- uðir hafa unniö sér nafn í hinum stóra tískuheimi og flíkur þeirra seldar í glæsi- verslunum víöa um heim. Einn hinna þekktari tísku- hönnuða Bandaríkjanna er Calvin Klein, rúmlega fertug- ur maöur, innfæddur New York-búi, fæddur og uppal- inn í Bronx-hverfinu. Þaö hverfi hefur reyndar aliö af sér annan tískufrömuö, Ralp Laurent, sem einnig ólst upp í Bronx en er örlítið eldri. Calvin Klein fékk snemma áhuga fyrir litum og línum. Hann fór því strax út í nám á listasviðinu í gagnfræðaskóla og hélt síðan áfram námi í New York Fashion Institute of Technology. Að námi loknu hóf hann hönnunarstörf hjá öðrum, en gerði sér fljótt ljóst, að það væri ekki vænlegt til lengdar, hann hafði hug á að halda sjálf- ur um stjórnvölinn. Þegar hann var 26 ára gamall, hófusl þeir handa, hann og besti vinur hans, Barry Schwartz, við eigin framleiðslu. Barry vann við stórmarkaði föður síns og tókst að útvega peninga svo hægt væri að kaupa efni til að skapa „módel“ eftir forskrift Calvin Klein, sem hann vann við á kvöldin og um helgar. Þegar búið var að sauma dálítið af fatnaði sagði Calvin Klein upp vinnunni og þeir félagar tóku á leigu herbergi á hóteli, þar sem innkaupastjórar utan af landi vöndu komur sínar. Þeir hringdu í alla innkaupastjóra, sem þeir vissu einhver deili á, og buðu þeim að koma og skoða. Nokkrir þeirra komu til að iíta á, en eng- inn þeirra gerði pöntun. Það var svo dag nokkurn, að innkaupa- stjóri Bonwit Teller (sem er þekkt og dýr verslun) í New York, fór af misgáningi út úr lyftunni á þeirri hæð sem þeir félagar voru með sýningarher- bergi. Sú heimsókn endaði með því að þeir félagar fengu í hend- ur pöntun á kápum fyrir 50 þús- und dollara. Þá var að hefjast handa við framleiðsluna og til þess skorti fé. Calvin Klein, sem þá var klæddur gallabuxum og með hár ofan á herðar, fór til stærsta fyrirtækis í fataefnum, skýrði frá pöntuninni frá Bonwit Teller og fór fram á greiðslufrest vegna efniskaupa, svo hægt væri að hefja framleiðsluna. Forstjóra fyrirtækisins fannst víst ekki mikið til þessarar fata- framleiðslu koma, því hann svaraði: „Ef menn ætla sér að kaupa eitt pund af nöglum, fara þeir í venjulega járnvöruverzlun, þeir snúa sér ekki til U.S. Steel. Farðu og kauptu efni hjá kaup- mönnunum við Sjöunda stræti, sem selja efnin okkar." Ári síðar falaðist þetta sama fyrirtæki eftir viðskiptum við Calvin Klein. Ágóðinn af fyrsta árinu með eigin framleiðslu nam einni milljón dollara, eftir það var leiðin greið. Calvin Klein hafði tekist að sýna fram á og sanna, að það þurfti ekki að fara til Parísar til að kaupa þar „módel“-flíkur til að framleiða svo eftir fyrir bandarískar konur. Hönnuðinum hafði tekist að framleiða fatnað sem hentaði nútímakonum í Bandaríkjunum og bætti síðar um betur, hóf framleiðslu á karlmannafatnaði, gallabuxum á alla aldursflokka, skartgripum, snyrtivörum og skóm. Calvin Klein-fatnaður er nú seldur víða um heim, fyrsta verslunin með föt hans utan Bandaríkjanna var opnuð í London. Hönnuðurinn lítur svo á, að fatnaður eigi að vera einfaldur og samspil sé á milli efnis, lita og sniðs, taka þurfi mið af því að venjulegt fólk eigi að klæðast honum. Hann sér sjálfur um alla þætti framleiðslunnar, er þar ekkert óviðkomandi. Hönnuðurinn Calvin Klein er nú kominn á fimmtugsaldur. Hann er freknóttur í andliti, hár og grannur, þykir vera sérlega vel á sig kominn að sögn, og lítur út fyrir að vera tíu árum yngri en hann er. Að loknum vinnu- degi tekur hann til við líkamsæf- ingar í 1 'k klst. í æfingasal, sem búið er að koma upp á vinnustað. Hann er ákafur heilsuræktar- maður, neytir aðeins heilsusam- legs fæðis, þó ekki hafi hann sinnt þeim málum á yngri árum, þá kveðst hann aðallega hafa lif- að á svokölluðum rusl-mat eða „junk food“. Hann hefur þó ekki getað gefið reykingar upp á bát- inn og kveðst skammast sín fyrir. Calvin Klein á eitt hjónaband að baki. Það kveður hann hafa farið út um þúfur vegna þess að þau voru bæði of ung. Dóttirin Marci er á seytjánda ári og býr hjá móður sinni í íbúð á Man- hattan. Samkomulag og um- gangur er allur f mikilli vin- semd. Þegar hún var telpa var gerð tilraun til að ræna henni og átti að kúga út fé í skiptum fyrir hana. Hönnuðurinn telur það einhvern skelfilegasta atburð, sem hann getur hugsað sér. Honum hefur búnast vel pilt- inum unga úr Bronx-hverfinu, sem lagði út á braut fatahönn- unar þar sem samkeppni er hörð, margir eru þar kallaðir en fáir útvaldir. Hann á fullbúin heimili á þrem stöðum, eitt í New York, eitt á Fire Island og eitt í Conn- ecticut, hann er orðinn stórauð- ugur. Velgengni Calvin Klein í starfi sýnir, svo ekki verður um villst, að enn gerast ævintýrin í henni Ameríku. Hann taldi óplægðan þann akur, þar sem hugsað var fyrir fatnaði fyrir venjulegt fólk á viðráðanlegu verði. Viðtökurnar sýna að ungi maðurinn hafði rétt fyrir sér. Sjálfur segist hann mundu una við þau eftirmæli að hann hafi lagt sitt af mörkum til að bæta fatahönnun í Bandarikjunum. B.I. Þýtt og endursagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.