Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 34
82
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984
Járnsíðan/Friöþjófur Helgason
Dúkkulísurnar skunda um ganga MR í fullum skrúða. Frá vinstri: Erla Ragnarsdóttir/söngur, Erla Ingvadóttir/bassi, Hildur Viggósdóttir/hljómborð, Guðbjörg Pálsdóttir/trommur og Gréta
Sigurjónsdóttir/gítar. Fötin fengu þær að láni hjá verslununum Evu og Gallerí.
Fimm dúkkulísur að austan
„Það er loks búið að ákveöa að við höldum í hljóðver tvær síðustu
helgarnar í mars og tökum þá upp sex lög í Hljóðrita á fyrstu plötuna
okkar,“ sögðu stelpurnar fimm í hljómsveitinni Dúkkulísurnar er
Járnsíðan heimsótti þær í grenjandi slagviðri sl. miðvikudag.
Eins og komið hefur fram á
Járnsíðunni er það Skífan, sem
gefur þessa fyrstu plötu Dúkkulís-
anna út. Samningur hljómsveitar-
innar við útgefanda hefur enn ekki
verið undirritaöur, en samkvæmt
honum munu stelþurnar gera 3
þlötur fyrir Skífuna á næstu 2VÍ ár-
um ef allt fer að óskum. Ætla má
þó, að framhaldið ráðist nokkuð af
viðtökum fyrstu plötunnar.
Ekki verður neitf af því að Bubþi
Morthens stýri tökkunum á uþþ-
tökuborðinu á þessari fyrstu þlötu
Dúkkulísanna eins og látiö hafði
verið liggja að. Verða það að lík-
indum Siguröur Bjóla eöa Gunnar
Smári, sem fá þann starfa þegar
þar aö kemur.
Ferill Dúkkulísanna er ekki lang-
ur. Sveitin var formlega stofnuð
þann 10. októþer 1982 og þá að
sjálfsögðu í heimabænum, Egils-
stöðum. Aöeins þrír af núverandi
meðlimum sveitarinnar voru í uþþ-
runalegu útgáfunni. Þær Gréta,
gítarleikari, og Erla, söngvari,
bættust síðar í hóþinn.
Atlavík
í raun má segja, að sumarhátíð-
in í Atlavík i ágúst á síðasta ári hafi
verið. eldskirn Dúkkulísanna. Ef
marka má viötökurnar tókst þessi
frumraun frábærlega. Ekki leiö á
löngu þar til fregnir af „nýjum Grýl-
um“ bárust til höfuöborgarinnar og
það vakti að vonum verðskuldaða
athygli þegar Dúkkulísurnar
skráöu sig til þátttöku í Músíktil-
raunum Tónabæjar og SATT í
haust.
Ekki aðeins tóku Dúkkulísurnar
þátt í þessari stóru keppni ungu og
óþekktu hljómsveitanna, heldur
gerðu þær sér lítið fyrir og báru
sigur úr býtum á sjálfu úrslita-
kvöldinu, sem haldið var á Kjar-
valsstööum að a.m.k. 900 áhorf-
endum viöstöddum.
„Við vorum ferlega stressaðar
þetta kvöld og vorum eiginlega
búnar að gefa upþ alla von um
almennilegt gengi," sögöu stelþ-
urnar er ég bað þær að rifja þetta
uþþ sem snöggvast. „Skipulagið
var allt eitthvaö svo laust í reipun-
um og við fengum uppgefinn rang-
an tíma. Þegar við svo loksins
mættum á svið, síöastar allra, var
búiö að bíða eftir okkur í smátíma.
Við áttum reyndar ekki að vera
síöastar í röðinni af þeim 8 hljóm-
sveitum, sem tóku þátt, en okkur
var gefinn „séns“.“
Óhætt er að segja, að Dúkkulís-
urnar hafi nýtt þennan „séns“ til
hins ýtrasta. Þær létu ekkert segja
sér, að leika ætti bara þrjú lög,
heldur höfðu það fjórða fram með
hörkunni — vissu enda ekki fyrr en
átti að stöðva þær eftir þriðja lag-
ið, aö sveitunum var ekki ætlað aö
leika fleiri lög. Unglingarnir voru
ekki í nokkrum vafa eftir aö hafa
heyrt í stelpunum aö austan. Þær
sigruöu með geysilegum yfirburö-
um þegar atkvæöin höföu verið
talin.
Samningur
Eftir sigurgönguna í Músíktil-
raunum héldu allar austur að nýju
nema Erla, söngvari, sem stundaöi
þegar nám í MR. Eftir að stelpun-
um hafði hins vegar verið boðinn
plötusamningur varð að taka
ákvörðun um hvort áfram ætti aö
gera út frá Egilsstöðum eöa freista
gæfunnar í höfuöstaðnum. Síðari
valkosturinn varð ofan á. Tvær
stunda nú nám í Fjölbrautaskólan-
um við Ármúla, tvær vinna „bara“
eins og stundum er sagt.
Eins og títt er um hljómsveitir
voru í fyrstunni erfiðleikar meö að
finna æfingahúsnæði en að undan-
förnu hafa stelpurnar fengið að
nota hli ’a kjallarans í Tónabæ.
Æft hefur veriö stíft aö undanförnu
enda eins gott því framundan eru
margir tónleikar og svo plötuuþp-
takan í lok marsmánaðar. Höfuð-
borgarbúum hefur nokkrum sinn-
um gefist færi á að heyra í stelpun-
um til þessa, aðallega þó yngri
kynslóðinni, og ég sþuröi stelþurn-
ar hvernig þeim hefði veriö tekið.
„Móttökurnar hafa verið ágæt-
ar. Þó var dálítiö erfitt aö leika fyrir
krakkana i Tónabæ, þau viröast
vera svo diskó-sinnuð. Hins vegar
var okkur tekið með kostum og
kynjum í Þróttheimum. Kannski af
því við keyptum af þeim kókosþoll-
ur.“ Stelpurnar hlæja allar.
— Finnið þið mikið fyrir því, að
þið eruð kvennahljómsveit þegar
þið eruð á sviði?
„Já, stundum, það er ekki hægt
aö neita því. Annars fer nú yfirleitt
ekki mikið fyrir því. Það er helst,
aö áhorfendur glápi meira á okkur
en kannski strákahljómsveitirnar.
Þaó er nú kannski bara eðlilegt
þegar á allt er litið. Kvenna-
hljómsveitir eru miklu sjaldgæfari.
Ætli við myndum ekki sjálfar
standa okkur að því aö glápa fer-
lega ef viö værum að horfa á
kvennaband. Þannig var þaö
a.m.k. þegar við sáum Grýlurnar
fyrst.“
— Eru minni eöa meiri kröfur
gerðar til kvennahljómsveitar en
karlahljómsveitar?
„Jú, það eru minni kröfur,“ svar-
aði ein úr hópnum strax, en dró
svo í land. „Ja, kannski ekki minni
kröfur. Á ýmsan hátt eru þær jafn-
vel meiri. Öðruvísi skulum við
segja."
Nafnið
— Hvernig fékk hljómsveitin
þetta nafn?
„Þaö er nú smá saga á bak viö
það. Eftir að hljómsveitin var
stofnuð, fengum viö æfingahús-
næöi, sem reyndar var fremur
ósnyrtilegt á aö líta og ansi mikið
ryk þar inni. Viö vorum oft að
kvarta yfir þessu við eigandann, en
hann svaraði þá bara: „Þið eruð nú
meiri dúkkulísurnar." Þegar viö
fórum svo að leita að nafni á
hljómsveitina kom þetta upp,
Dúkkulísurnar. Einhvern veginn
sættum við okkur ekki almenni-
lega viö það, en þegar upþ var
staðið höföum viö ekki aðra betri
hugmynd og þetta varö ofan á.“
— Er fjörugt tónlistarlíf á Eg-
ilsstööum?
„Heldur betur, þaö eru sjö
hljómsveitir starfræktar í þessum
1.500 manna bæ, reyndar eru ekki
allir í þeim frá Egilsstööum, en sjö
hljómsveitir eru samt dálítiö."
— Hvernig tónlist hlustið þiö
sjálfar einkum á?
„Allrahanda rokk,“ var svariö.
Gréta tók reyndar fram, að hún
væri aðdáandi sveita á borö viö
Kinks og Pretenders. Allar frábáöu
þær sér Duran Duran og „þessa
Frankie Goes to Hollywood“ eins
og þaö var oröað.
— Hversu mörg lög eigið þið
núna tilbúin fyrir þlötuna?
„Við erum meö 11 fullunnin lög,
sem við veröum að velja úr. Nú,
svo erum við með eitthvað af
grunnum til viöbótar, en það verð-
ur ekki létt verk að velja lögin á
þlötuna."
— Hver semur lögin hjá ykkur?
„Gréta er nú aðallagasmiðurinn,
en síðan hjálpumst við að við út-
setningar."
— Hvaö með textana?
„Þeir eru líka oft á tíöum sam-
eiginleg smíö og fjalla um allt og
ekkert.“
— Hvaða skoöun hatio pio a
pólitískum textum?
„Þaö er ekkert aö því, að það sé
einhver þólitík í textum ef menn
telja sig þurfa að koma einhverju á
framfæri. Það verður hins vegar aö
gera það svo eitthvert vit sé í, ann-
að er út i hött.“
— Vel á minnst, hefur einhver
ykkar lært á hljóöfæri?
„Nei,“ var einróma svar. Gréta
kvaðst þó hafa fengið tilsögn á gít-
arinn hjá „strákunum“. Síðar kom í
Ijós, að hún hafði verið í hljómsveit
meö strákum áöur en hún gekk í
Dúkkulísurnar.
Samstarfið
Ég sþurði þær stöllur að því
undir lokin hvernig samstarfið
gengi á milli fimm kvenmanna í
hljómsveit og hvert væri þá um
leið helsta ágreiningsatriöiö.
„Ágreiningur hefur til þessa aö-
allega verið í tengslum viö of lélega
mætingu á æfingar. Þaö hefur
gerst að sumar okkar hafa komið
2 tímum of seint á æfingar og það
hleypir illu blóöi í hinar, sem taka
þá kannski upp á því aö mæta of
seint á næstu æfingu. Síðan sýöur
uþp úr þegar allar eru orðnar reið-
ar.“
— Eruð þið þá svona kæru-
lausar?
„Ja, erum og erum. Ætli þetta sé
nú ekki allt saman aö breytast. Við
vorum ferlega latar og kærulausar.
Æfðum t.d. ekkert almennilega allt
síöasta sumar, en tókum síðan
rosalega skorpu fyrir Atlavíkurhá-
tíðina. Nú er líka ekkert sem heitir,
við getum ekki leyft okkur aö vera
latar. Við erum aö fara aö taka upp
plötu og höfum flutt til Reykjavík-
ur. Það væri fáránlegt að leyfa
kæruleysinu að verða alvörunni yf-
irsterkari núna.“
— Hvaða vonir gerið þiö ykkur
með plötuna?
„Sannast sagna höfum við ekk-
ert pælt í því. Við gerum bara
okkar besta, meira getum viö ekki.
Svo veröum viö bara aö bíða og
sjá hvernig tekst til.“
— ssv.