Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 95 dæmi um endurreisn sovésku kvikmyndarinnar. Hún fjallar um fvan, tólf ára strák í seinni heimsstyrjöldinni, hvers móðir nasistar hafa drepið. fvan tekur þátt í baráttunni gegn innrásarliði Þjóðverja og gefur sig fram til allrahættulegustu fram- kvæmda. Eitt kvöldið leggur hann í eina ferðina af mörgum bak við víglínur óvinanna og snýr ekki aftur. Seinna finnur yfirmaður hans skýrslu í rústum Berlínar þar sem sagt er að ívan hafi verið dæmdur til dauða og hengdur. Heimspekingurinn Sartre lýsti söguhetjunni þannig: „ívan er brjálaður, hann er skrímsli. Hann er lítil hetja. f sannleika sagt er hann saklausasta fórnariamb stríðsins ...“ Sósíalískur súrreal- ismi,“ sagði hann um stíl myndar- innar. Næsta mynd Tarkowskys var um helgimyndamálarann André Rublev, sem uppi var á 16. öld. Hann gerði hana 1966 og með henni var hann að móta boðskap sinn, sem hann lýsti á eftirfarandi hátt í umfjöllun um myndina: „Hvort sem hann langar til að fljúga áður en hann er fær um það, eða móta bjöllu áður en hann hefur lært að gera það, eða mála helgimynd á þann hátt sem aldrei hefur sést áður — allt þetta krefst þess að maðurinn, sem hápunktur sköpunarinnar, sökkvi sér oní verk sitt, gefi sig allan ... Sköpun Atriði úr Solaris með Natalya Bondarchuk og Donatas Banionis. voru feikilega byltingakenndar fyrir sovéska áhorfendur. „Mynd- in er saga móður minnar og því hluti af mínu eigin lífi,“ sagði leik- stjórinn. Hún segir frá ungum strák og minningum hans frá liðn- um tíma og á myndin rætur að rekja til þess er foreldrar Tark- owskys skildu, árið 1935. Næsta mynd Tarkowskys var Stalker, og var hún sýnd hér á kvikmyndahátíð, „enda er kannski erfitt fyrir hálfringlaða ritskoð- endur, sem sjaldnast eru skarpir, að hafa hendur á svo torskilinni Tarkowsky leikstýrir Oleg Yankowsky í Nostalgíu, sem er að mestu Jeyti tekin á í t a I í u. heldur af einhverskonar exístensí- alískri heimspeki, sem fengist hef- ur í arf frá hefðbundnum rússneskum hugsunargangi, frá höfundum eins og Tolstoy og Dostoyevsky ... Tarkowsky krefst heilmikils af áhorfendum sínum, en ef hann neitar að breyta stíl og innihaldi mynda sinna til að gera þær auðmeltanlegri áhorfendum, er það vegna þess að hann virðir áhorfendur með því að trúa þeim til að taka þátt í myndum sínum og sýna þeim hluttekningu." Nýjasta mynd Tarkowskys, Nostalgía, var sýnd á kvikmynda- hátíðinni í Cannes eins og áður sagði. Það gekk ekki eins vel að fá hana hingað á Kvikmyndahátíð. „Þegar við fórum fram á það að fá Nostalgíu til sýningar, svöruðu hluta myndarinnar í Moskvu en það slitnaði upp úr viðræðum við Sovin Film um það mál, svo hann varð að sníða myndina eftir því. „Nostalgía er um ómöguleika þess að fólk búi saman án þess raunverulega að þekkja hvort annað, og um vandamálin sem upp koma.með þörfinni á að kynnast hvert öðru,“ segir Tarkowsky í Sight & Sound. Og seinna segir hann: „Hvað varðar áhrif Kuros- awas, Mizoguchis, Bressons, Bunu- els, Bergmans og Antonionis á verk mín, þá eru það ekki áhrif í merkingunni „að líkja eftir." Frá mínum sjónarhóli er það ómögu- legt því eftirlíkingar hafa ekkert að gera með markmið kvikmynda. Maður verður að finna eigið mál til að tjá sig með. Fyrir mér eru áhrif það að vera með í hópi fólks sem ég dái og virði. Án þessara leikstjóra sem ég nefndi og Dovzenko að auki, væru engar kvikmyndir. Allir leita auð- vitað að sínum eigin náttúrulega stíl, en án þessa leikstjóra, sem leggja til bakgrunninn, væru kvikmyndir ekki samar ... Það eru til tveir grundvallar- flokkar kvikmyndaleikstjóra. í öðrum eru þeir sem leitast við að líkja eftir þeim heimi sem þeir lifa í, hinir leitast við að skapa sér sinn eigin heim. f seinni flokknum eru skáld myndanna, Bresson, Dovzenko, Mizoguchi, Bergman, Bunuel og Kurosawa, mikilvæg- ustu nöfn kvikmyndanna. Verkum Ferdalangarnir í mynd Tarkowskys, Stalker. Úr myndinni André Rublev. krefst óskiptrar náðar tilverunn- ar.“ Með því að tala svona um per- sónur verksins var Tarkowsky auðvitað einnig að koma inn á sín persónulegu vandamál vegna myndarinnar. Hann lauk við að gera hana 1967 og hún var opin- berlega sýnd á Cannes 1969 (þar sem hún hlaut verðlaun) en hún var ekki sýnd í Moskvu fyrr en 1971. Þótti yfirvöldum sem sög- uskoðun Tarkowskys væri heldur „neikvæð". Undir þessum kring- umstæðum voru sovéskir kvik- myndagerðarmenn ógjarnir á að fara ótroðnar slóðir og þrátt fyrir orðróm um ýmsa nýbreytni í land- inu bárust umheiminum litlar sannanir um framsæknar sovésk- ar myndir í upphafi áttunda ára- tugarins. Næsta mynd Tarkowskys var í vísindaskáldskaparstíl, Solaris. Það er án efa sú mynd hans sem hvað verstar viðtökur hefur fengið og sú torskildasta af myndum hans. Hún olli ekki jafnhörðum viðbrögðum meðal sovéskra yfir- valda og mynd hans um Rublev, en þau gátu þó ekki stillt sig um að gagnrýna hana fyrir að vera of dularfulla og undarlega fyrir hinn almenna áhorfanda að skilja. Engu að síður vann hún til verð- launa á Cannes 1972. Hann varð víðkunnur sem óvenjulegasti kvikmyndagerðarmaður Sovét- ríkjanna, en myndir hans hlutu takmarkaða dreifingu í heima- landinu. Árið 1975 gerði Tarkowsky Zerkalo eða Spegill, og hafi fyrri myndir hans valdið deilum þá hneykslaði hann Moskvubúa með þessari, sem fól í sér mjög óvenju- lega kvikmyndatækni og frásagn- armáta, sem, þó áhorfendur á Vesturlöndum þekktu til slíks, mynd, miklu listaverki," eins og Thor Vilhjálmsson rithöfundur sagði í fyrrnefndri frétt Morgun- blaðsins, en Thor hefur haft mik- inn áhuga á Tarkowski og m.a. reynt að fá myndir eftir hann á fyrri Listahátíðir. Boðskapur myndarinnar, segir Martin í IFG, er að uppruni allra vona sé maðúr- inn en ekki eitthvert æðra vald. Síðan segir Martin: „Ef ákveðn- ar myndir Tarkowskys hafa orðið fórnarlömb hártogana frá hendi sovéskra yfirvalda, er það vegna þess að hugmyndafræði þeirra er ekki sprottin upp af marxisma, Sovétme'nn um hæl með þakkar- bréfi um að fá að taka þátt í Lista- hátíðinni, en minntust ekki einu orði á Nostalgíu eða Tarkowsky, heldur buðu okkur þrjár aðrar myndir," sagði Guðbrandur Gísla- son í samtali við Morgunblaðið. Tarkowsky lýsir Nostalgíu sem „einfaldri ástarsögu". Hún var tekin á Ítalíu með ítölsku tækni- liði, en aðalleikararnir eru Erland Josephson f rá Svíþjóð, Domiziana Girodano frá Italíu og Oleg Yank- owsky frá Sovétríkjunum sem lék í Spegli. Tarkowsky hafði upphaf- lega ætlað að taka þó nokkurn þessara kvikmyndagerðarmanna er erfitt að dreifa. Þau spegla þeirra innri langanir og slíkt gengur iðulega í þveröfuga átt við smekk almennings. Þetta þýðir ekki að kvikmyndagerðarmenn vilji ekki að áhorfendum þeirra skilji þá, heldur frekar að þeir reyni sjálfir að finna og skilja innri tilfinningar áhorfend- anna...“ í vestur-þýska vikuritinu Der Spiegel frá 20. janúar sl. segir að Tarkowsky dvelji á Ítalíu og vinni að handriti að nýrri kvikmynd. Samantekt: — ai. Blóðug átök á Filippseyjum /amboanga, Kilippseyjum, 25. febrúar. AP. HERLIÐ VAR flutt sérstaklega frá Manila til Maluso til að skakka blóðug átök pólitískra arma í dag. Fimm höfðu látist af skotsárum og tveir særst áður en tókst að koma kyrrð á á nýjan leik. Deiluaðilarnir eru borgarstjór- inn og fylgismenn hans annars vegar og varaborgarstjórinn og hans menn hins vegar. { átökunum féll m.a. bróðir varastjórans. Átök þessara aðila hófust fyrst í júlí á síðasta ári, þá laust flokkunum saman með þeim afleiðingum að annar bróðir varaborgarstjórans og fimm af mönnum hans féllu og 11 særðust. Spenna er mikil í Mal- uso og mikið hefur verið um fólks- flótta þaðan að undanförnu. Yfir 100 tilfelli AIDS í Frakklandi Genf, Sviss, 24. febrúar. AP. ALÞJÓÐA heilbrigðissamtökin skýrðu frá því í dag, að vitað væri um 63 tilfelli AIDS-sjúkdómsins, sem nefndur hefur verið áunnin ónæmisbæklun á íslensku, í Krakklandi á síðasta ári. Alls hafa 107 AIDS-tilfelli því verið skráð í landinu frá því fyrst varð vart við sjúkdóminn árið 1982. Yfirgnæfandi meirihluti skráðra tilfella hefur verið í París, eða um 90%. Flest hinna hafa verið skráð í Marseilles, Bordeaux og ýmsum öðrum minni borgum landsins. Að sögn heilbrigðisyfirvalda hefur sjúkdómurinn kallað fram svipuð einkenni á þeim sýktu í Frakklandi og vitað er um frá öðrum löndum. Alls hafa 44 þeirra 107, sem vitað er að hafi smitast af AIDS í Frakklandi, látið lífið. Eins og í öðrum löndum, þar sem sjúkdómsins hefur orðið vart, er meirihluti sjúkl- inganna kynvillingar. í 63 til- vikum hafa kynvillingar átt í hlut í AIDS-tilfellum í Frakk- landi. Einn hir.na 44, sem smit- ast höfðu af sjúkdómnum en voru ekki kynvilltir, var dreyrasjúkur en ógerningur var að skýra sýkingu 30 fórnar- lamba. Keppni um veggspjöld í „andófi gegn eiturlyfjum“ SAMKEPPNIN um gerð plakats undir kjörorðinu „Andóf gegn eitur- lyfjum", sem kynnt var í Stundinni okkar sunnudaginn 29. janúar sl„ stendur enn yfir. Skilafrestur er til 1. mars. Úrslitin verða kynnt í Stundinni okkar 11. mars. Besta plakatið verður svo hengt upp í strætisvögnum borgarinnar og víðar. JC Vík, Reykjavík, eina JC-fé- lagið á landinu eingöngu skipað konum, stendur fyrir þessari sam- keppni, sem er þáttur félagsins í landsverkefni JC-hreyfingarinnar þetta starfsár, „Andóf gegn eitur- lyfjum“. Félagið hefur unnið að undir- búningi verkefnisins með marg- víslegum hætti, m.a. með viðtölum við fjölda aðila, bæði börn og full- orðna og reynt að fá sem gleggsta mynd af ástandinu, sérstaklega um sniff unglinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.