Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Saltkjöt og baunir Sprengidagurinn er að þessu sinni 6. mars. „Þriðjudagurinn í föstuinngangi heitir á íslensku sprengidagur eða sprengikvöld. Þetta var síðasti dagurinn á katólskum tíma sem borða mátti kjöt, áður en langafasta skall yfir. Fyrr mun hafa verið algengast hér á landi að borða reykt kjöt á sprengidag, en í frá- sögn af lifnaðarháttum í Reykjavík á síðara helmingi 19. aldar hefur Þórbergur Þórðarson þetta eftir þrem Reykvíkingum, sem fæddir voru 1856,1863 og 1875. „Á sprengidag voru venjulega eldaðar heilbaunir með saltkjöti. Baunirnar voru hafðar svo þykkar, að þær voru sneiddar upp með hníf kaldar." Nafnið sprengikvöld bendir eindregið til þess, að þá hafi menn reynt að ryðja í sig eins miklu og þeir gátu torgað af keti, floti og öðru lostæti, sem forboðið var á föstunni. Mun þá margur hafa hesthúsað meira en hann hafði gott af eða étið sig í spreng. Eru af því ýmsar skrítnar sögur. Sagan segir einnig, að leifarnar væru settar í poka og hengdar upp í baðstofumæni fyrir rúmi hvers og eins. Þarna angaði freistingin fyrir aug- unum alla föstuna, en ekki mátti á snerta fyrr en aðfaranótt páskadags." Tekid upp úr ritum eftir Árna Björnxson, cand. mag. Þeir sem ætla að salta sér kjöt fyrir sprengidag- inn, geri það núna. Mjög auðvelt er að salta kjöt heima. Heimasaltað kjöt er yfirleitt mun betra en hið keypta. Með því að salta kjötið sjálf ráðið þið saltpétursmagninu, en ekki er hollt að mikið sé af honum í mat. Hægt er að sleppa saltpétrinum alveg, en kjötið verður þá leiðinlegt á litinn og ólystugt. Hægt er að komast af með mjög lítinn saltpétur til þess að gefa kjötinu fallegan lit. Heimasaltað súpukjöt 1 kg súpukjöt 'k dl gróft salt 1 tsk sykur V* tsk. saltpétur 1. Blandið saman salti, sykri og saltpétri. 2. Bleytið kjötið undir kalda krananum, veltið því síðan upp úr saltblöndunni og troðið þétt í tóma, hreina mjólkurfernu. 3. Látið kjötið pækla sig í 2 daga. 4. Sjóðið saltpækil úr 3 dl. af vatni, 2 msk. grófu salti, Vi tsk. sykri og Vs tsk. saltpétri. Kælið vel og hellið yfir kjötið í fernunni. 5. Geymið fernuna í kæliskáp í 5—10 daga. Sprengidagsbaunir 1 kg saltkjöt 250 g gular hálfbaunir 1 stór, þykk sneið reykt beikon 1 sellerístöngull (má sleppa) 1 meðalstór gulrót 2 lítrar vatn 2 stórar rófur Ef þið hafið saltað kjötið sjálf, þarf ekki að leggja það í bleyti, aðeins skola það vel. Ef þið kaupið kjötið í búð, þurfið þið að spyrja kaupmanninn, hvort þurfi að útvatna það. Sjóðið baunirnar ekki með kjötinu fyrr en þið hafið bragðað á kjötsoðinu til að athuga, hve salt það er. 1. Leggið baunirnar í bleyti í kalt vatn í 12 klst. 2. Hitið vatnið, skolið kjötið og setjið í vatnið. Látið sjóða í 20 mínútur. Bragðið þá á soðinu til að athuga saltmagnið. 3. Hellið vatninu af baununum, setjið síðan hluta af kjötsoðinu út í ásamt sellerístöngli og gulrót og sjóð- ið þannig um tíma. Skerið beikonið í smábita og sjóðið með. Fleytið froðuna ofan af og fleygið. 4. Sjóðið kjötið í 75 mínútur og baunirnar jafnlengi, eða þar til þær eru jafnar og engar örður í þeim. 5. Afhýðið rófurnar, skerið í bita og sjóðið í saltvatni í 15—20 mínútur. Það er misjafnt hve langa suðu rófur þurfa. 6. Bætið soði af kjötinu út í baunirnar þar til þær eru hæfilega þykkar og saltar. 7. Setjið kjötið á fat, skerið örlítið í sundur, raðið rófunum á fatið, en hellið baununum í skál. 8. Fjarlægið sellerístöngulinn og gulrótina. Athugið: Ef soðið af kjötinu er mjög salt og þar af leiðandi ekki hægt að nota mikið af því, er hægt að setja súputening út í baunirnar og bæta vatni í. Þessi bátur er til sölu vél 150 hestafla Volvo Penta-tæki, radar, lóran-tal- stöö, dýptarmælir og sjálfstýring, allt nýtt eöa nýlegt. Stærö 11,76 tonn, bátur aö mörgu leyti í sér flokki. Vantar 5—10 tonna báta og 20—130 tonna fyrir góöa kaupendur. Upplýsingar: Bátar og búnaður Skipasala, bátasala, útgerðarvörur. Sími 25554. Sölumaöur heima sími 75514.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.