Morgunblaðið - 26.02.1984, Síða 25

Morgunblaðið - 26.02.1984, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 73 Stalín á líkbörunum. Dauði hans bjargaði sumum, en útskúfaði öðrum. Frá vinstri: Molotov, Voroshilov, Bería og Malénkoff. Frá hægri: Mikojan, Kaganovitsj, Krúsjeff og Bulganin. og með deginum í dag. Miðstjórninni og ríkisstjórn- inni, öllum flokki okkar og allri sovétþjóðinni er Ijóst, hve mik- ið skarð verður fyrir skildi, ef félagi Stalín verður að láta af störfum í þágu flokks og stjórnar um skemmri eða lengri tíma. í fullu trausti þess, að flokkurinn og sovét- þjóðin muni á þessum erfiðu dögum sýna jafnvel enn meiri samheldni, einbeittari vilja og árvekni, þá skal skorað á hana að leggja enn harðar að sér við uppbyggingu kommúnismans og þjappa sér enn fastar um miðstjórn Kommúnistaflokks- ins og ríkisstjórnina. Þjóðviljinn birti einnig í heild fyrstu læknaskýrsluna um líðan einvaldsins. Var þar greint ná- kvæmlega frá hjartslætti hans og andardrætti. í lok skýrslunnar sagði: Sjúklingurinn hefur 38,2°C hita. Blætt hefur meira inn á heilann og sjúklingurinn þjáist af súrefnisskorti. Allar ráð- stafanir hafa verið gerðar til að gefa sjúklingnum heilsuna aftur. Þessi lokaorð skýrslunnar, ásamt vitneskjunni um að sjúkl- ingurinn væri „undir eftirliti mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna og ríkisstjórnarinnar" hljóta að hafa verið lesendum Þjóðviljans nokkur léttir eftir frásagnir blaðsins um „lækna- samsærið" mikla. Síðar urðu þessi einkennilegu ummæli reyndar til þess að auka á grunsemdir manna um, að Stalín hefði verið ráðinn af dögum af samstarfsmönnum sín- um. Góður vilji lækna og eftirlit miðstjórnar megnuðu ekki að gefa Stalín aftur heilsuna. Næsta dag sagði Þjóðviljinn í forsíðufrétt: „Stalín þyngir ískyggilega. Alvar- leg truflun á starfsemi hjartans bætist við afleiðingar heilablæð- ingarinnar". Birtar voru í heild tvær tilkynningar frá líflæknum Stalíns, og kom þar m.a. fram, að í þvagi einvaldsins hefði orðið „vart eggjahvítu og rauðra blóðkorna en eðlisþungi þess var eðlilegur". í fréttum blaðsins frá Moskvu sagði, að mikið fjölmenni væri í öllum kirkjum, fólk bæði fyrir heilsu Stalíns og kveikti til þess á kertum fyrir dýrlingamyndum. í annarri forsíðufrétt sagði, að Menningartengsl íslands og Ráð- stjórnarríkjanna (MÍR) ætluðu að efna til kvikmyndasýningar þenn- an sama dag til að sýna Reykvík- ingum, „hvað fólkið austan járn- tjaldsins aðhefst meðan vestan- tjaldsmenn reyna að egna til at- lögu við það“. Myndin var helguð hinum mikla sigri Stalíns í land- búnaðarmálum, en sá „sigur hefði aldrei unnist, ef ekki hefði verið beitt aðferðum sósíalismans í stað þeirrar hangandi handar, sem ein- kennir öll vinnubrögð hins opin- bera vestan tjalds við ræktunar- framkvæmdir". „Friðarsóknin", sem Stalín hafði byrjað fyrir einhliða afvopn- un Vesturlanda, var einnig kynnt Reykvíkingum þessa daga. Menn- ingar- og friðarsamtök íslenskra kvenna boðuðu til almenns fund- ar, og þrír prestar Þjóðkirkjunnar voru meðal framsögumanna. „Dáinn, horfinn! - Harmafregn!“ En nú dró endanlega fyrir sólu hjá liði Stalíns á íslandi. Þjóðvilj- inn flutti harmafregnina á forsíðu 7. mars 1953: „Jósef Stalín látinn. Milljón manna hefur streymt fram hjá líkbörum hans“. Fleiri vildu komast að, sagði blaðið, sextán kílómetra löng röð manna biði á snæviþöktum götum Moskvu til að votta minningu hins látna dýrðarmanns virðingu. Líkið hvíldi í opinni kistu í höll verka- lýðsfélaganna, uppljómað af kast- ljósum og umkringt blómum. Heiðursvörður hermanna hefði vaktaskipti á fimm mínútna fresti við kistuna og lúðrasveitir léku sorgarlög án afláts. í annarri frétt sagði, að mið- stjórn Sósíalistaflokksins íslenska hefði þegar í stað vottað rússn- eska sendiherranum í Reykjavík samúð sína og einnig sent samúð- arkveðjur til Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. íslenskir félagar Stalíns voru harmi slegnir, í röð- um þeirra vætti söknuður „nálega hverja brá“ eins og einn forystu- manna þeirra komst að orði í Nýja stúdentablaðinu. Einar Olgeirs- son, formaður Sósíalistaflokksins, minntist látins leiðtoga síns í for- ystugrein Þjóðviljans, sem bar heitið „Stalín" og var í svörtum sorgarramma. Þar sagði Einar: Stalín er látinn. Með honum hafa allir hinir fjórir miklu brautryðjendur og lærifeður sósíalismans: Marx, Engels, Lenín, Stalín, kvatt oss. Ein- hverri stórbrotnustu ævi, sem lifað hefur verið, er lokið. Með klökkum hug og djúpri I virðingu hugsa allir þeir, sem \ berjast fyrir sósíalisma á jörð- inni, til hins ógleymanlega, látna leiðtoga. Vér minnumst hins unga eldhuga, sem vakti undirokaða þjóð sír.a til baráttu fyrir frelsi og tendraði neista sósíalism- ans í brjósti kúgaðs verka- lýðs... Vér minnumst hugsuðarins, sem sjálfur fæddur af smárri þjóð, auðgaði sósíalismann með kenningunni um óafsal- anlegan rétt þjóðanna til sjálfstæðis... Vér minnumst hetjunnar, er stóð mitt meðal blæðandi þjóð- ar sinnar á grafhýsi Leníns í Moskvu 7. nóvember 1941, elsk- aður og dáður af öllum frelsis- unnandi mönnum heims... Vér minnumst þess að fram á siðustu stund hélt hann áfram að vísa veginn — þjóð- um sínum brautina til komm- únismans, mannkyninu öllu leiðina til friðar. Vér minnumst mannsins Stalíns, sem hefur verið elsk- aður og dáður meir en flestir menn í mannkynssögunni áður og naut slíks trúnaðartrausts sem fáir menn nokkru sinni hafa notið — en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höf- uðs, heldur var til síðustu stundar sami góði félaginn, sem mat manngildið ofar öllu öðru eins og þá er hann fyrst hóf starf sitt. Gagnvart mannlegum mik- illeik þessa látna baráttufélaga drúpum við höfði, — í þökk fyrir allt, sem hann vann fyrir verkalýðshreyfinguna og sósí- alismann, — / djúpri samúð við flokk hans og alþýðu Sovétríkj- anna. Meðan íslenskir sósíalistar treg- uðu goð sitt, sagði Þjóðviljinn nýj- ustu tíðindi frá Moskvu: „Lík Stal- íns verður smurt og lagt til hinstu • hvíldar við hlið Leníns í grafhýs- inu undir Kremlarmúrnum". Þar sem smyrðlingarnir voru nú orðn- ir tveir í ríki hinnar sögulegu efn- ishyggju, hafði verið ákveðið að reisa nýtt og rúmbetra grafhýsi eins og Þjóðviljinn skýrði frá. Blaðið sagði ennfremur, að enda- laus fólksstraumur héldi áfram að votta Stalín virðingu sína. Haft var eftir Prövdu, að málstaður hans væri nú „í tryggum og styrk- um höndum lærisveina hans og samstarfsmanna" og starfsmenn sovésku utanríkisþjónustunnar hefðu strengt þess heit að sækja ávallt „þrótt í fordæmi hins mikla Stalíns". Formaður útfararnefnd- ar var sagður félagi Nikíta Krús- jeff. Þegar hér var komið, höfðu sósí- alistar tekið það ráð að efna til kveðjuathafnar um Stalín í Reykjavík, þótt þeim væri tregt tungu að hræra. Athöfnin var auglýst á forsíðu Þjóðviljans: Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna boða til minningarfundar um Jósef Stalín í Austurbæjarbíói nk. þriðjudagskvöld kl. 9.30 e.h. Fundaratridi verða þessi: Hljómsreit leikur sorgarlag. Þórbergur Þórdarson flytur ávarp. Kristinn E. Andrésson flytur minningarrædu. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari syngur einsöng. Sverrir Kristjinsson flytur erindi um Stalín. Ottó N. Þorláksson flytur stutt ávarp. Þorsteinn Ö. Stephensen flytur ávarp. Söngkór verkalýðsfélaganna í Reykjavík syngur undir stjórn Sigursveins D. Kristinssonar. Kynnir verður Jón Múli Árna- son. Öllum er heimill aðgangur á minningarfundinn og verða að- göngumiðar til eftir hádegi i morgun í Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð KRON og í skrifstofu MÍR kl. 5—7. Mánudaginn 10. mars 1953 var Stalín „lagður til hinstu hvílu við hlið Leníns" eins og sagði í for- síðufrétt Þjóðviljans. „Vertu sæll kennari okkar og leiðtogi, kæri vinur og góði félagi!" voru loka- orðin í minningarræðu Malén- koffs, eftirmanns Stalíns sem for- sætisráðherra. Þau orð voru birt í undirfyrirsögn á forsíðu Þjóðvilj- ans, enda túlkuðu þau einkar vel tilfinningar ritstjórnarinnar. Blaðið birti einnig í heild líkræðu þess mæta alþýðuleiðtoga Lavr- entis Bería. Hann lagði eins og fé- lagi Malénkoff aðaláhersluna á hlutverk Stalíns sem friðflytj- anda. Bería sagði líka, að þeir óvildarmenn verkalýðsríkisins, sem vonuðust til að dauði Stalíns ylli sundrungu, mundu verða fyrir sárum vonbrigðum. „Það væru biindir menn sem sæju ekki, að allar þjóðir Sovétríkjanna þjöpp- uðu sér í einingu og bróðerni um- hverfis sovétstjórnina... í sæti Stalíns hefði sest lærisveinn Len- íns og náinn samverkamaður Stal- íns.“ Sósíalistar kvedja goðið Og nú var komið að „minn- ingarfundi reykvískrar alþýðu um Stalín, hinn mikla forustumann Sovétþjóðanna og leiðtoga hinnar sósíalistísku verkalýðsshreyfingar um allan heirn" eins og það var orðað í Þjóðviljanum. „Fundurinn allur var mótaður af virðuleik og djúpri alvöru." Þegar útvarps- hljómsveitin hafði leikið Largo eftir Hándel, flutti Þórbergur Þórðarson, varaforseti MÍR, ávarp „og minntist Stalíns sem eins mesta mikilmennis í sögu mann- kynsins". Síðan flutti Kristinn E. Andrésson, forvígismaður MÍR og framkvæmdastjóri Máls og menn- ingar, minningarorð sín og mælt- ist m.a. svo: Við andlát Stalíns hefur í svip siegið þögn á heiminn, og það er sem allir finni Ijóst eða leynt, hve hann er fátækari eftir... í Stalín rætist draum- ur fólksins um gleði og fegurð, kvað skáldið Dsjambúl. Frá þessu fólki, þessu þjóðfélagi fékk Stalín vald sitt. Hann var líf af lífi þess. Hann átti trún- að þess allan vegna þess að SJÁ NÆSTU SÍÐU. Lofað sé hans nafn! íslenskir sósíalistar völdu leiðtoga sínum, Jósef Stalín, mörg fögur nöfn. Hér skulu nokkur þeirra talin, en tekið fram, að listinn er hvergi nærri tæmandi, því að flest eru heitin úr tveimur tölublöðum Þjóðviljans og einu tölublaði MÍR og Nýja stúdentablaðsins 1953. Tvímælalaust ástsælasti foringi rússnesku byltingarinnar. Lærifaðir sósíalismans. Ógleymanlegur leiðtogi. Eldhugi. Hugsuður. Elskuð og dáð hetja. Góður félagi. Baráttufélagi. Hinn mikli forystumaður Sovétþjóðanna. Leiðtogi hinnar sósíalísku verkalýðshreyfingar um allan heim. Eitt mesta mikilmenni í sögu mannkynsins. Draumur fólksins um gleði og fegurð. Líf af lífi fólksins. Foringi fólksins. Foringi sovétalþýðunnar. Viti verkalýðshreyfingarinnar í heiminum. Vörður um líf alþýðumannsins, sósíalismans og friðarins. Hinn mikli foringi Stalín. Hinn mikli leiðtogi og lærimeistari. Hinn elskaði leiðtogi alþýðu Sovétríkjanna. Einhver göfugasti hugsjónamaður og mannvinur nútímans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.