Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 1
Bryan Robson 52 Mannanöfn 54/55 Um JFK 56/57/58 Duran Duran 60/61 Kalifornía 66/67 Matur og matgerð 70 Stalín 72/73/74 Einu sinni var eðla. Hún var til húsa í ónefndri gæludýraverslun í Reykjavík og hafði sér það helst til ágætis, að vera svo forljót að undr- um sætti. Marínó eðla — en það nafn gáfu aðdáendur hans honum — var u.þ.b. hnefastór, kubbslegur í vexti og á litinn eins og undanrenna með bleikri slikju. Þó var skrápur inn hálfglær, þannig að greina mátti helstu innyfli Marínós á færi. Hann var ráneðla og lifði í vatni, tálknin voru eldrauð og tenntur var hann svo vel, að helst minnti á hákarlshvoft þar sem hann glefsað- ist um búrið sitt með ygglibrún. l>ó að Marínó eðla hefði útlitið á móti sér, var eitthvað við hann. I»að sönnuðu vinsældir hans meðal viðskiptavina, sem margir hverjir gerðu sér sérstakar ferðir í versl- unina til þess eins að líta á gripinn. En enginn keypti Marínó. I>að virt- ust eiga að verða örlög hans að láta kindarlega krakka spyrja eftir sér, flissandi með tilheyrandi pískri og athugasemdum á borð við „bíddu bara þangað til þú sérð hann, alveg ferlegur, ef þú flettir orðinu Ijótur upp í orðabók sæirðu mynd af hon- um ...“ og svo var híað á Marinó. í þessu gæti skýringin á óblíðu við- móti Marínós legið. Honum kann að hafa leiðst að vera viðundur og ef til vill hefur hann saknað fyrri heimkynna og sinna líka þar. En af skiljanlegum ástæðum var Mar- ínó hafður einn og sér í búri. Dag einn, þegar vitja átti Marínós, var hann horfinn úr búðinni og það sem meira var, enginn vildi kann- ast við að hann hefði nokkurn tíma verið þar. „Eðla...? Hvaða eðla...?“ sagði starfsfólkið snúð- ugt þegar spurt var um hann og þar við sat. En vinir Marínós og viðhlæjendur gleymdu honum ekki og það eru ekki nema örfá ár síðan nafnið Marínó eðla sást síðast krotað á strætisvagnaskýli í Árbænum. Því er verið að rekja þessa rauna- sögu hér og nú, að það var eigin- lega minningin um Marínó, ásamt veikri von um að rekast ef til vill á hann sjálfan, sem varð til þess að ákveðið var að fara á fund nokk- urra einstaklinga, sem leggja stund á gæludýrabúskap í ýmsum myndum. Þess skal getið í upphafi, að Mar- ínó fannst ekki og að flest gælu- dýrin sem við sögu komu, voru honum alls ólík, þ.e. bæði fríð og skapgóð, að ekki sé talað um eig- endurna. Enda hefur það sem kunnugt er, afar mannbætandi áhrif að umgangast dýr, sé það gert með réttu hugarfari. Eins og sjá má á meðfylgjandi samantekt, er hún fyrst og fremst til gamans gerð. Þó fór ekki hjá því að nokkrir fróðleiksmolar slædd- ust með í leiðinni, m.a. um hugs- anlega ástæðu fyrir skyndilegu og dularfullu hvarfi Marínós; salmon- ellufárið mikla. Fyrir nokkrum ár- um komst upp um þann vonda sýk- il, salmonellu B, í nokkrum inn- fluttum skjaldbökum. Sýktu skjaldbökurnar voru ekki margar en tilfellin dugðu þó til þess, að boð voru látin út ganga á þá leið að skjaldbökur, froskar og sala- möndrur, að ekki sé talað um fyrir- bæri á borð við Marínó eðlu, skyldu réttdræp. Þótti mörgum eig- endanna þetta harðir kostir en fóru flestir eftir bókstafnum og dró þar með all verulega úr margbreytileik í gæludýraeign landsmanna. Ennfremur var bannaður innflutn- ingur á framangreindum dýrateg- undum og fer þeim því ört fækk- andi sem hafa þær í fórum sínum. Þó sagðist einn viðmælenda okkar þekkja mann, sem þekkti mann, sem fyrir skömmu hefði pantað sér krókódíl. En sá hefur hvorki gefið Sunnudagur 26. febrúar Lev Alburt 76/77 Járnsiða 82/83 Á drottins degi 84 Myndasogur 86 Á förnum vegi 87 Velvakandi 92/93 Tarkowsky 94/95 Texti: Hildur Helga Sigurðardóttir. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason, Kristján Einarsson, Ragnar Axelsson. sig fram við Félag skrautHskaeig- enda né landbúnaðarráðuneytið. Af dýrategundum sem hægt er að kaupa úti í búð um þessar mundir, eru fiskar vinsælastir, síðan koma fuglar og loks nagdýr; hamstrar, naggrísir og mýs, að ógleymdum kanínunum, að því er okkur var tjáð í versluninni Dýraríkinu. Að sögn Ulrichs Rirhter, sem ræktaði og seldi páfagauka um árabil, flutti Wilhelm Bernhöft fyrstu páfa- gaukana til landsins árið 1925. „Ég var þá strákur um fermingu," sagði Ulrich, “og það flaug um bæinn eins og eldur í sinu að þetta væri komið, enda fæstir séð svona fugla áður. Ég keypti strax nokkur stykki og fór að rækta, en þessu fylgdi mikill átroðningur og nú er ég bara í þessu fyrir sjálfan mig.“ Annar viðmælandi sagðist vita til þess, að fólk væri tilbúið til þess að borga 40.000 krónur fyrir einn páfagauk. Er þá um að ræða stóra páfagauka, af þeirri gerðinni sem er bæði málglöð og getur orðið fjörgömul. Þá þarf að panta frá út- löndum og mun næsta ógerlegt eins og er. Sami viðmælandi sagði að ódýrara og auðveldara væri hins vegar að verða sér úti um piranha-fiska, en þeir eru sem kunnugt er gefnir fyrir kjöt og ættu margir að kann- ast við þá úr James Bond-bíó- myndum, hvar þeir hafa oftar en ekki komið skúrkunum í góðar þarfir. Það fylgdi þó sögunni, að ekki tækist alltaf að ná þeim upp í rétta“ stærð á jafn norðlægum breiddargráðum og okkar. „Áhugi fólks á fiskabúrum er allt- af að aukast eins og sést á því hve vinsælt er orðið aö vera með þau á skrifstofum og veitingastööum,“ sögðu hjónin Edda Hólm og Hall- dór Óskarsson en þau eiga og reka Gullfiskabúðina í Fishersundi. „Hreinsiútbúnaðurinn er líka orð- inn svo fullkominn, að það er ekk- ert mál að hugsa um svona búr miðað við það sem áður var. Al- gengustu tegundir skrautfiska eru gúbbíar, gullfiskar, sverðdrekar, skalar og svokallaðir mollýar,“ segja þau og bæta því við að eigin- lega sé furða að hægt skuli vera að halda uppi dýrabúð þar sem nær allur innflutningur á dýrum er bannaður ef fiskar eru undanskild- ir og sá innflutningur afar ströng- um skilyrðum háður. Af fuglum segja þau selskapspáfagauka og finkur hvað vinsælasta. „Selskaps- páfagaukarnir verða u.þ.b. átta til tíu ára gamlir en þessi getur náð heilum mannsaldri,“ segja þau og benda á stóran, gráan fugl, sem heitir Jaco og er ekki til sölu. Búð- in er full af litlum strákum, sem sýna fiskabúrunum mestan áhuga, eru að bera sig saman og bæta við sig einum og einum, eftir því sem efnin leyfa. Þau Edda og Halldór segja að fiskaáhuginn eldist oft af fólki, en taki sig svo upp aftur seinna á ævinni. „Stundum taka foreldrarnir líka við, þegar krakk- arnir eru farin að hugsa um annað." GullHskabúðin er sennilega elsta gæludýrabúðin, sem starfrækt er í Reykjavík, en hún var stofnuð af Hans Hólm árið 1962. „Þetta er mikil vinna," segja eigendurnir þegar við kveðjum, „maður snýr ekki lyklinum í skránni um helgar, gleymir starfinu og kemur aftur á mánudagsmorgni." En það verður ekki á þeim Eddu og lialldóri séð, að þau telji alla fyrirhöfnina eftir sér og við höldum á vit annarra, sem gera það ekki heldur. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.