Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Þegar Stalín var kvadd- ur í Austurbæjarbíói hann var sjálfur trúr, trúr stefnu byltingarinnar, trúr hugsjón sósíalismans, trúr fólkinu sem hann var foringi fyrir. Þetta fólk, þetta þjóðfé- lag, gaf honum sitt afl, sinn mátt, sinn styrk, sína ást, sitt traust. Þess vegna var vald hans mikið. Stalín er sá er til þessa dags hefur borið lengst fram fána sósíalismans og alþýðunnar. Sem foringi sovétalþýðunnar var Stalín um leið viti verka- lýðshreyfingarinnar í heimin- um. Hann skildi við Sovétríkin sterk og traust, hugsjón sósíal- ismans skært lýsandi á jörðu. Festum í minni hinn einfald- asta sannleika: Stalín stóð vörð, trúan og hljóðlátan vörð, um Hf alþýðumannsins í heim- inum um sósíalismann, um friðinn. Rússneskt sorgarlag fylgdi á eftir þessum minningarorðum, en síðan tók Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur til við að rekja æviferil Stalíns eins og hann hafði verið skráður á sovéskar jarteina- bækur meðan dýrkunin á einvald- inum stóð sem hæst. Sennilega komst Sverrir næst raunveru- leikanum, þegar hann af róman- tískri eðlishvöt líkti hinum smurða ógnvaldi við „karlsoninn er erfði konungsríkið". Þetta hæfði vel hinni sögulegu efnis- hyggju eins og stalínistar, þar með taldir íslenskir sósíalistar, skildu þau fræði. Stalín hafði fengið það hlutverk á byltingarár- unum að drekkja í blóði öllum til- raunum smáþjóða til að slíta sig frá rússneska heimsveldinu, sem hann hafði að lokum erft. Um þetta sagði sagnfræðingurinn: Verkalýðurinn molaði hið gamla ríkisvald mélinu smærra, bændurnir fengu jörð- ina til að erja, hinar undirok- uðu þjóðir fengu frelsi sitt, og það féll í hlut Stalíns að leysa úr þjóðernisvandamálum bylt- ingarinnar. Hin mikla völund- arsmíð Ráðstjórnarsambands- ins, hið haglega kerfi sundur- leitra þjóða og þjóðabrota, er fyrst og fremst verk Stalíns, hugsað og framkvæmt af hon- um... Maxím Gorkí sagði einu sinni um Stalín: „Ég mundi kalla Stalín byggingarmeistar- ann, hinn mikla höfuðsmið... En reglulegur byggingarmeist- ari er jafnan brautryðjandi. Hann verður að halda inn á ókunn lönd. Hann verður að taka áhættum ... Stalín hefur tekið áhættum, en hann hefur aldrei misst fótanna ..." Þegar ævi Stalíns var að kvöldi kom- in endurtók hann þá játningu, að sósíalisminn væri fyrst og fremst til orðinn til þess að skapa manninum mannlegt þjóðfélag... Hann gerði drauminn að veruleika. Vilji mannsins er hans himnaríki, sagði Stalín einu sinni. MiIIi vilja og athafna Stalíns var að- eins stutt skref. Segja má, að Sverrir hafi kórón- að öfugmæli sín um „himnaríki" Stalíns með því að vitna í orð Maxíms Gorkís, því að nú er vitað, að Stalín lét myrða Gorkí með því að byrla skáldinu eitur. Arfur Stalíns Næst flutti ávarp Ottó N. Þor- iáksson, „fyrsti forseti Alþýðu- sambandsins og brautryðjandi ís- lenskrar verkalýðshreyfingar". Spáði Ottó því, að „margir ungir og upprennandi baráttumenn und- irstéttanna hér á landi og annars staðar" ættu „eftir að læra mikið" af Stalín, „þó hann sé nú ekki lengur meðal vor“. V7ð erum hér komin til þess að þakka hinum mikla foringja Stalín, fyrir starf hans og þann arf, sem hann eftirlætur oss öllum. Við drúpum höfði í sárri sorg yfir missi hins mikla leiðtoga og lærimeistara. Við munum minnast hans um ókomna tíma með því að halda á lofti merki hans hver eftir sinni getu. Nú var komið að upplestri. Þorsteinn 0. Stephensen las ræðu Stalíns á Rauða torginu 7. nóv. 1941 og nokkra aðra kafla úr rit- um hans. Hannes M. Stephensen, varafor- maður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, flutti síðan „minn- ingarorð frá íslenskri verka- lýðshreyfingu". Tók hann sér í munn þessi kveðjuorð íslenskrar verkamannasendinefndar, sem ferðast hafði um Sovétríkin 1952: „Mikil hamingja hefur fallið þjóð- um ykkar í skaut að eiga slíka leiðtoga sem þá félagana Lenín og Stalín." Hannes lauk þannig máli sínu: Verkalýðurinn (íslenski) minnist best hins látna leið- toga með því að vinna ötullega að þessum verkefnum (kjara- og „þjóðfrelsisbaráttu") og herða baráttuna fyrir því að koma hugsjónum Stalíns og annarra forystumanna sósíal- ismans í framkvæmd. Hug- sjónum friðar, manngildis og réttláts þjóðskipulags. Að svo mæltu steig söngkór verkalýðsfélaganna fram á sviðið og söng alþjóðasöng verkalýðsins og þjóðsöngva Sovétríkjanna og Islands undir stjórn Sigursveins D. Kristinssonar. Lauk þar með einni furðuleg- ustu uppákomu í stjórnmálasögu íslenska lýðveldisins. Eftirmál Um það bil mánuði eftir að sósí- alistar kvöddu Stalín í Austurbæj- arbíói, voru læknarnir, sem hand- teknir höfðu verið fyrir morð og aðra glæpi í ársbyrjun, látnir lausir. Voru mennirnir lýstir sak- lausir af þeim sakargiftum, sem þeir höfðu sjálfir játað á sig. Vegna dauða Stalíns hafði ekkert orðið úr fyrirhugaðri „hreinsun", hinni einu, sem íslenskir kommún- istar sluppu við að lofsyngja. Ekki hafði mátt tæpara standa. Þetta varð upphaf langrar raunasögu fyrir syrgjendur Stal- íns á íslandi. f júní 1953, þremur mánuðum eftir að Kremlverjar höfðu lýst yfir órjúfandi samstöðu við líkbörur einvaldsins, var Bería handtekinn í Moskvu. Var hann dæmdur til dauða, m.a. fyrir að hafa ætlað að ræna öllum völdum, fjöldamorð, pyntingar og kynferð- isafbrot gegn fjölda stúlkubarna. í febrúar 1956, tæpum þremur árum eftir kveðjuathöfnina í Austurbæjarbíói, fletti útfarar- stjórinn, Krúsjeff, ofan af nokkr- um glæpum síns kæra kennara, leiðtoga, vinar og góða félaga Jós- efs Stalíns í frægri ræðu á 20. flokksþingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. í júní sama ár voru alþingis- kosningar á íslandi og sósíalistar buðu í fyrsta sinn fram lista undir nýju nafni, Alþýðubandalagið. (Aðalheimildir: Þjóðviljinn, 5.-8. mars 1953. MÍK, 1. (bl. 1953, í minningu Jósep Viss- arionovitsj Stalíns. Robert ('onquest: The Great Terror.) I i lurgmtil N ið> a £ Gódcm doginn! BEINT FLUG I SOLINA ,FERDA AÆTLUN 1984 V FERÐAMIÐSTÖÐIN kynnirferöa- áætlun 1984 til BENIDORM, Costa Blanca strandarinnar á Suðausturströnd Spánar. Eins og áöur er aðeins flogiö leiguflug í góöa veörið. ^GÓÐ GISTING í ÍBÚDUM EÐA HÓTELUM Gististaöir eru allir fyrsta flokks: íbúöir með 1-2 svefnherbergjum, Studíó-íbúöir eöa hótel með fæöi. BENIDORM ferðirnar eru 2ja-3ja vikna og brottfarardagar eru: 18. apríl (2ja vikna páskaferö), 2. maí, 23. maí, 20. júní, 11. júlí, 1. ágúst, 22. ágúst, 12. sept. og 3. október. Dæmi: Hjón með 2 börn, 2ja til 11 ára í páskaferö, samtals kr. 61.100, - eöa kr. 15.400,- pr. farþega. Verðfyrir hjón í stúdíógistingu kr. 20.300,- pr. mann. FM-FERDALÁNIN Staöfestingargjald við pöntun kr. 2.500. Síðan mánaöarlegar greiöslur allt frá kr. 1.000 í 3-6 mánuöi fyrir brottför og lánar þá Feröamiöstööin allt aö sömu upphæö í jafn langan tíma, sem greiöist meö mánaðar legum afborgunum eftir heimkomu. Veröhækkanir sem veröa á sparnaðartímanum af völdum gegnisbreytinga ná ekki til þess hluta heildarverðsins sem greitt hefir verið. Dæmi: 4 mánaðarlegar greiðslur fyrir brottför kr. 2.000, — samtals kr. 8.000, -, lánar þá Feröamiðstööin þér allt aö sömu fjárhæö kr. 8.000, -, er greiðast til baka meö jöfnum mánaðarlegum greiðslum, eftir heim- komu á jafnlöngum tíma. FM greiðslukjör Staöfestingargjald kr. 2.500, - viö pöntun u.þ.b. helmingur af heildarverði greiöist 30 dögum fyrir brottför og eftirstöövar meö jöfnum afborgunum á 3 mánuðum eftir heimkomu. 50% afsl. á innanlandsflugi. Staðgr. afsl. 5%. Þeir, sem hafa dvaliö á BENIDORM ströndinni hrósa veörinu, verðlaginu, matnum, skemmtistööunum, skoöunarferðunum og traustri þjónustu FERÐAMIÐSTÖÐVARINNAR. Verölisti fyrirliggjandi BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.