Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Blóði drifinn ferill „farandmorðingjanna“ Tveir játa að hafa myrt meira en 200 konur og börn Theodore Bundy Wayne Williams Randy Kraft Kenneth Bianchi 36 morð 25 morð 16 morð 9 morð Angelo Buono Ottis Toole, Henry Lucas John Gacy 9 morð hafa játað á sig 200 morð. 33 morð. í Bandaríkjunum hafa menn lengi haft meira en nóg af alls kyns glæpaverk- um en nú er komin þar fram á sjónarsviðið ný tegund afbrotamanna, hinir svoköll- uðu „farandmorðingjar", menn, sem flækjast um land- ið, myrða fólk án augljósrar ástæðu og þess vegna oftast nær erfitt að hafa hendur í hári þeirra. „Allir hafa heyrt um Jack the Ripper, sem myrti fimm mann- eskjur og flestir muna eftir morðingjanum í Boston, sem kyrkti 13 manns," segir lögreglu- maðurinn Robert O. Heck. „Nú höfum við hins vegar hér í Bandaríkjunum menn, sem hafa 20 eða 30 mannslíf á samvisk- unni eða meira. Þetta eru menn, sem láta sér ekki nægja að drepa fórnariambið heldur kvelja þeir það og limlesta áður en það gef- ur upp öndina. Þessi morð nálg- ast það að vera farsótt í land- inu." Aðeins á siðustu fimm árum hefur lögreglan handtekið eða elst við 17 „farandmorðingja", sem hafa drepið a.m.k. 10 manns hver og níu þeirra raunar fleiri en 20. Einn þessara manna, sem enn er leitað er „Grænármorð- inginn" svokallaði, en á síðasta hálfu öðru ári hefur hann myrt 21 konu og unglingsstúlku i nágrenni borgarinnar Seattle. Flest líkin fundust á bökkum ár nokkurrar, sem rennur skammt frá borginni, og lögreglumenn hallast að því, að morðinginn hafi viðar látið til sín taka. Einn „farandmorðingjanna", Theodore Bundy, bíður nú dauða síns í fangelsi i Florida fyrir að hafa myrt tvær konur og 12 ára gamla stúlku en þar að auki þyk- ir ljóst, að Bundy hafi drepið 33 manneskjur aðrar í öðrum ríkj- um Bandaríkjanna. George E. Stano var einnig handtekinn í Flórida fyrir þrefalt morð og við yfirheyrslur játaði hann á sig 31 til viðbótar. „Farandmorðingjarnir" og flækingarnir Ottis E. Toole, 36 ára gamall, og Henry L. Lucas, 47 ára, eiga líklega viðbjóðsleg- astan feril að baki, en saman játuðu þeir á sig meira en 200 morð á konum og börnum. í viðtali við dagblaðið „New York Times“ sögðu lögreglu- mennirnir, sem vinna að rann- sókn þessara mála, að flestir „farandmorðingjanna" séu vel gefnir menn og eðlilegir við fyrstu kynni. Menn, sem falla inn i fjöldann og vekja að því er virðist ekki neinar sérstakar grunsemdir. Það var fyrir tæpum 20 árum, að lögreglan fékk fyrst veður af „farandmorðingjunum", sem drepa án þess að nokkur sjáan- leg ástæða sé fyrir því. Árið 1966 voru framin 11.000 morð í Bandaríkjunum og tókst lögregl- unni að upplýsa 89% þeirra. Hvað 5,9% morðanna (644 manns) varðaði virtist engin ástæða vera fyrir þeim. Árið 1982 höfðu morðin meira en tvö- faldast, 23.000 alls, 74% upplýst- ust en 17,8% (4.118 manns) ástæðulaus að sjá. Alls konar rannsóknir hafa farið fram á þessu fyrirbæri, sem „farandmorðingjarnir" eru, en enn sem komið er eru spurn- ingarnar fleiri en svörin. „Brenglað kynferðislíf virðist fremur öðru einkenna þessa morðingja," segir Robbin Robertson, lögreglumaður í Michigan, enda hefur mörgum fórnarlambanna verið nauðgað eða kynferðislega misþyrmt. Það vekur líka athygli hvað margir þessara morðingja eru kynvilltir og má í þvi sambandi benda á John W. Gacy, sem á ferðum sín- um myrti 33 unga drengi. Óþekktur fjöldi „farandmorð- ingja" leikur lausum hala i Bandaríkjunum og flakkar um landið i leit að næsta fórnar- lambi. Ekki er heldur annað að sjá en vel beri í veiði fyrir þá. „Bandaríska lögreglan býr ekki yfir miðstýrðu upplýsingakerfi. Þess vegna eiga þeir svona auð- veldan leik,“ segir Robert O. Heck, fyrrnefndur lögreglumað- ur. KAUPÞING HF Hvað bjóða bankarnir sparifjáreigendum? Margir möguleikar hafa opnastsparifjáreigendum á síðustu árum auk ninnar hefðbundnu sparisjóðsbókar svo sem: verðtryggðir reikningar, spariskírteini ríkissjóðs, veðskuldabréf o.fl. Nú hefur verdbólgan minnkað og þá vaknar hjá mörgum sparif járeigendum sú spurning hvað eigi að gera. Möguleikarnir eru margir og fjölbreyttir. Af því tilefni ætlar Kaupþing hf. að efna til fræðslufundar um efnið. Hvað bjóða bankarnir sparifjáreigendum og hvers eiga þeir úrkosta annars staðar; dr Pétur H. Blöndal, frkv.stj. Kaupþings flytur inngangsorð. Erindi flytja: Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Verslunarbanka íslands Samskipti banka og sparif járeigenda. - Borgar sig að leggja inn á sparisjóðsbók? - Mismunandi innlánsform - Hvaða ráðgjöf veitir bankinn sparifjáreigendum? - Ný innlánsform m.t.t. heimildar bankanna aðauglýsa önnur kjör en þau sem nú eru í boði á sparifé sem bundið er í minnst 6 mánuði. Guðmundur Arnaldsson, viðskiptafræðingur, fjármálastjóri Plastprents hf. Hagur sparifjáreigenda fyrr og nú - Hverjir hafa kostir sparifjáreigenda verið fyrrognú? - Staða sparifjáreigenda og þjóðarbúsins ef raunvextir hefðu verið greiddir á sparifé á íslandi Ari Arnalds verkfræðingur. Sparnaður: Hvað vildum við geta gert? — Helstu sparnaðarleiðir á íslandi-utan bankakerfisins kostir og gallar - Hvernig má fjölga sparnaðarleiðum? Fundurinn verður haldinn að Hótel Loftleiðum (Kristalsal) fimmtudaginn 1. mars og hefst kl. 20:30. Að loknum erindum verða frjálsar umræður og fyrirspurnum svarað. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir KAUPÞING HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.