Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Bryan Robson Hímn var nntaftur í allítr Hann var notaður í allar stöður nema markvarðarstöðuna Bryan Robson hefur verið mikið í fréttum að undan- förnu vegna áhuga ítalskra knattspyrnuliða á kappan- um en hér verður ekki leit- að svara við þeirri spurn- ingu hvort hann muni keppa á Ítalíu aö ári eður ei heldur er ætlunin að fara nokkrum orðum um Rob- son, en hann er bæði fyrir- liði Manchester United og enska landsliðsins. Bryan Robson fæddist þann 11. janúar árið 1957 í Chester-Ie- Street, sem er lítið þorp skammt fyrir sunnan Newcastle. Hann lék knattspyrnu með þorpsliðinu og skólaliðinu þar til West Bromwich Albion krækti í kappann aðeins 12 ára gamlan og gerði við hann samning sem átti að taka gildi strax og hann hefði lokið skóla- göngu sinni. Uppáhaldsleikmenn hans á yngri árum voru þeir Bobby Moore, West Ham, og Norman Hunter, Leeds, og er það ef til vill ástæða þess að á þessum árum lék Robson í stöðu „sweepers". Hann lék sjö landsleiki með unglinga- landsliðinu en þrátt fyrir það gekk honum ekki nógu vel að tryggja sér sæti í aðalliði WBA og voru tvær meginástæður fyrir því. Fyrri ástæðan var sú að hann var sífellt að slasa sig. Hann var ekki orðinn 21 árs þegar hann hafði fótbrotnað tvívegis á sama fæti og ökklabrotnað einu sinni á hinum fætinum. Hin ástæðan fyrir því að illa gekk að festa sig í sessi var sú að á þessum tíma störfuðu fjórir framkvæmdastjór- ar, hver og einn í stuttan tíma, og Robson þurfti að sannfæra hvern þeirra um sig að hann væri full- fær um að leika í aðalliðinu. Einnig var það að á þessum ár- um var hann notaður í allar stöð- ur á vellinum, nema markvarð- arstöðuna, og olli það honum miklum áhyggjum því hann taldi að verið væri að nota sig sem hvern annan aukamann en í dag er hann þakkiátur því þetta segir hann að hafi aukið fjölbreytni sína sem leikmanns. Síðastur þessara framkvæmdastjóra var Ron nokkur Atkinson og honum á Robson mikið að þakka því At- kinscn lét Robson leika á miðjunni í aðalliði WBA og taldi honum trú um að hann væri nógu góður leik- maður til að leika í landsliðinu og í febrúar 1980 lék hann í liðinu gegn írum og stóð sig það vel að síðan hefur hann verið fastamað- ur þar. Árið 1981 þegar Atkinson var orðinn framkvæmdastjóri hjá Manchester United vildi hann ólmur fá Robson til liðsins og hafði hann samband við Bill Shankly, reyndan framkvæmda- stjóra hjá Liverpool, til að fá hjá honum ráðleggingar um hversu mikið hann ætti að bjóða WBA fyrir Robson. Svar Shankly var stutt og laggott: „Eins mikið og þú telur að þér sé það nauðsynlegt að hafa hann í liði þínu.“ Það varð mikið tilstand þegar fréttist að Atkinson ætlaði að kaupa Robson og framkvæmda- Bryan ásamt fjölskyldu sinni, Den- ise og börnunum Claire, sem er þriggja ára, og Charlotte, sem er tveggja ára. stjóri WBA, Ronnie Allen, sagði að fyrr dræpist hann en að Robson yfirgæfi WBA. Frá samningunum var gengið 1. október 1981 og greiddi Manchester United 1,5 milljónir punda fyrir hann sem er hæsta verð á leikmanni í ensku knattspyrnunni og það sem meira var, Ronnie Allen lifði þessi kaup af. Þegar Atkinson var spurður að því hvers vegna hann legði svona geysilega mikið fé í aðeins einn mann, svaraði hann: „Vegna þess að hann getur allt.“ Fyrsti leikur Bryan Robson er fyrirliði enska landsliðsins. Hér er hann með hluta af þeim mörgu landsliðstreyjum sem hann hefur fengið eftir landsleiki. Robson með United var gegn Manchester City á Maine Road og lauk þeirri viðureign með marka- lausu jafntefli en þegar keppnis- tímabilið var búið hafði hann leik- ið 28 leiki fyrir United og þeir höfnuðu í þriðja sæti. Þrátt fyrir að Robson hafi verið óheppinn í leikjum og hlotið margvísleg meiðsl þá hefur hann alla tíð verið áberandi leikmaður hvort heldur er með United eða landsliðinu og síðasta stórvirki hans var þegar United sigraði í bikarnum í fyrra en þá lék hann svo vel í aukaúrslitaleiknum, sem þeir unnu 4—0, að AC Milan vildi fá hann til liðs við sig, sama hvað það kostaði, en Ron Atkinson sagði NEI og það stendur hjá hon- um enn þann dag í dag þrátt fyrir ævintýralegar upphæðir sem heyrst hafa. Nýlega lét hann hafa eftir sér að það væru ekki til nógir peningar á Ítalíu til að kaupa Robson þannig að Atkinson gamli virðist ákveðnari en nokkru sinni að láta Robson ekki til annarra félaga. Hér á eftir fara kaflar úr viðtali sem nýlega birtist við Bryan Robson í dönsku blaði. Hann var fyrst spurður að því hvaða afleið- ingar það hefði haft að Bobby Robson tók við sem framkvæmda- stjóri enska landsliðsins af Ron Greenwood. „Það er betri agi hjá Robson og einnig er það kostur við hann að hann velur liðsmenn eftir því hvernig knattspyrnu þeir leika en ekki eftir því hvað þeir heita. Hann gaf bæði Kevin Keegan og Trevor Brooking frí og hann hefur verið ófeiminn við að gefa ungu mönnunum möguleika á að spreyta sig og nægir þar að nefna hversu vel Sammy Lee hefur stað- ið sig.“ — Nú tókst þú vid sem fyrirliði United og landsliðsins af Ray Wilk- ins eftir að hann brotnaði árið 1982, og hefur síðan haldið þessum stöð- um. Hvernig er samband þitt og Ray? „Gott. Við erum góðir vinir og ég vil leggja áherslu á það ef ein- hver skyldi halda eitthvað annað. Þegar hann var fyrirliði studdi ég hann sem slíkan og núna þegar ég er fyrirliði gerir hann slíkt hið sama. Við leikum svipaða knatt- spyrnu og þegar hann var að ná sér eftir meiðslin taldi ég, og reyndar margir aðrir, að það væri ekki pláss fyrir okkur báða í Un- ited og þess vegna var ég hlynnt- ari Remi Moses í liðinu hjá okkur, en ég hafði engar óskir uppi um að Ray yrði seldur frá félaginu og ég er mjög feginn að hann hélt áfram hjá liðinu. Hann er mikill vinnu- hestur sem drífur menn áfram.“ — Nú sigruðuð þið í FA-bikarn- um í fyrra og þú skoraðir tvö af fjórum mörkum í 4—0 sigri yfir Brighton. Hvernig áhrif hafði það á þig? „Það var án efa hápunkturinn á ferli mínum til þessa. Þetta var fyrsti sigur minn með United í einhverju móti. En hvað varðar metnaðarmál mín þá hefur mig alltaf dreymt um að verða heims- meistari með landsliðinu. Mig hef- ur dreymt það alveg frá því ég var níu ára og sá Bobby Moore taka við bikarnum eftir að England vann Vestur-Þjóðverja í úrslita- leik á Wembley. Ég myndi þó sætta mig við eitthvað minna, eins og til dæmis að verða Evrópu- meistari með Manchester United. Flestir leikmenn hafa meistaratit- ilinn í Englandi sem æðstu ósk en ég set FA-bikarinn alveg jafn hátt.“ — Nú var Atkinson stjóri hjá þér þegar þú lékst með WBA og líka núna hjá United. Hvernig kanntu við hann? „Alveg ágætlega. Hann hefur lítið breyst. Hann vill sigra á öll- um vígstöðvum og hjá United hef- ur hann meiri möguleika en áður, að minnsta kosti til að komast nær því marki." — Hvaða áhrif hafði upphæðin sem þú varst keyptur fyrir til United áþig? „Hún hafði engin áhrif á mig og hefur aldrei gert. Ef til vill vegna þess að ég var ekki með í því að ákveða verðið. Ég vil líka að það komi fram hér að ég tel engan knattspyrnumann vera svona mik- illa peninga virði, sama hvað hann heitir.“ Þegar hann var að lokum spurð- ur að því hvað hann segði við þeirri staðhæfingu fólks að hann væri leikmaður á heimsmæli- kvarða svaraði hann því til að fólk væri þá að ýkja. Það væri ekki hægt að koma með svona staðhæf- ingar um hann þar sem hann hefði ekki átt marga stórleiki, hvorki í heimsmeistarakeppninni eða Evr- ópukeppninni. Þýtt og endursagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.