Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 61 Þar dvelur hann oft ásamt konu sinni, Tracy Wilson Taylor. Hann er að sjálfsögðu ekki sá éini í hljómsveitinni, sem býr ríkmann- lega. Simon Le Bon og unnusta hans, Claire, hafa nýverið fest kaup á íbúð í heimabæ hennar, Toronto í Kanada, auk þess sem þau eru að leita að íbúð í London. Þá á Nick Rhodes, hljómborðsleik- ari, glæsilega íbúð í einu af fínni hverfunum. Þeir John Taylor, bassaleikari, og Roger Taylor, trommari, búa enn í Birmingham en eru að leita sér að góðum ibúð- um í höfuðborginni. Gnægð fjár Fjármuni skortir þá fimm- menningana ekki beint. Til þessa hafa þeir aðallega notið góðs af fádæma vinsældum heima fyrir, þ.e. í Bretlandi, en undanfarið ár hefur sveitin átt miklum vinsæld- um að fagna í Bandaríkjunum. Ekki minnka tekjurnar við það. Það var ekki fyrr en snemma á síðasta ári, að hjólin tóku að snú- ast svo um munaði í Bandaríkjun- um. Ástæðan var fyrst og fremst MTV (MTV = Music Televison, sjónvarpsstöð, sem sendir út poppefni á myndböndum 24 tíma sólarhringsins og hefur átt ómetanlegan þátt í að kynna fjöl- margar ungar breskar sveitir fyrir Bandaríkjamönnum, innsk. þýð.). „Fyrir okkur er myndbandabylt- ingin jafnmerkileg og stereóið var fyrir Pink Floyd á sínum tíma,“ segir Nick Rhodes. Segja má með sanni, að strák- arnir í Duran Duran hafi lagt all- an sinn metnað í gerð myndbanda við tónlist sína. Á meðan flestar hljómsveitir létu sér nægja að taka myndir af tónleikum sínum, beittu kannski nokkrum tækni- brellum í ofanálag, létu Duran Duran-drengirnir sig ekki muna um að fljúga til fjarlægra landa á borð við Sri Lanka og Antigua til þess að ná áhrifaríkum myndum við lög sín. Þessi fyrirhöfn og kostnaður skilaði sér margfalt þegar upp var staðið. Ekki voru þó allir sáttir við þessi myndbönd frá fjarlægum stöðum. Hvað átti það sosum að þýða hjá þessum guttum að spranga um ókunnar sólarstrend- ur með fagurt kvenfólk upp á arm- inn á sama tíma og 3 milljónir landa þeirra gengu um atvinnu- lausar? Spurningar á borð við þessa og margar aðrar voru samt ekki verulega áleitnar hjá ungpíunum, sem sátu sem límdar við sjón- varpsskjáinn á meðan hetjurnar fimm úr Duran Duran spókuðu sig á ströndinni. Þetta voru sko draumadátar. Gullnáma Það tók plötufyrirtæki sveitar- innar í Bandaríkjunum, Capitol Records, ekki langan tíma að átta sig á þeirri gullnámu sem Duran Duran var. Með kænlegum brögð- um hóf Capitol að búa Bandaríkin undir annað Bítlaæði. Fregnir bárust af fáheyrðum viðtökum í Bretlandi og Capitol auglýsti komutíma flugs fimmmenning- anna er þeir komu vesturyfir haf. Þessi tiltekna brella skilaði ekki árangri. Aðeins sárafáir aðdáend- ur létu sjá sig á flugvellinum. En forráðamönnum Capitol féll ekki allur ketill í eld. Þeir héldu sig við sama heygarðshornið og áður en árið 1983 var liðið lá ljóst fyrir, að herferð þeirra hafði skil- að margföldum árangri. Báðar fyrri breiðskífurnar, „Rio“ og „Duran Duran“, náðu bæði inn á bandaríska listann yfir 10 vinsæl- ustu breiðskífurnar á síðasta ári, þótt gamlar væru, og sú nýjasta, „Seven and the Ragged Tiger", komst í 2. sæti listans strax þrem- ur vikum eftir útgáfu plötunnar. Ekki er of djúpt í árinni tekið þótt myndbandavæðingunni, „videó- inu“, sé þakkaður árangurinn að stórum hluta. Upphafiö Svo vikið sé eilítið að upphafi ferils Duran Duran hófst hann þegar þeir Nick Rhodes og Andy Taylor, sem báðir bjuggu í sama hverfi í Birmingham, stofnuðu hljómsveitina. Nafnið fengu þeir úr kvikmyndinni Barbarella. Ein söguhetjan þar hét þessu nafni. Báðir höfðu þeir félagar keimlíkan tóniistarsmekk og minnast þess, að þeir voru einu strákarnir í göt- unni, sem áttu á sínum tíma ein- tak af plötu David Bowie, The Rise and Fall of Ziggy Stardust. Rhodes gerði sér grein fyrir því strax í barnæsku, að hann langaði til að verða rokkari þegar hann yrði eldri. „Metnaður minn hefur alla tíð verið óþrjótandi," segir hann. Hann var sextán ára gamall þegar hann keypti sér fyrsta hljóðgervilinn (synthesizer) skömmu eftir að hann hafði sagt skilið við skólabekkinn. Andy Taylor keypti sér gítar og í sam- vinnu við tvo aðra upprennandi tónlistarmenn, Steve Duffy, söngvara og bassaleikara, og Sim- on Colley, sem lék á klarinett og einnig á bassa. Þessum flokki var svo gefið nafnið Duran Duran. Ekki sakar að geta þess, að Nick tók sér nafnið Rhodes. Fannst það eiga betur heima í poppbransan- um en skírnarnafnið Bates. Þessi upprunalega útgáfa hljómsveitarinnar varð ekki lang- líf, fremur en nokkrar aðrar er fylgdu í kjölfarið. Það var ekki fyrr en kom fram á árið 1980, að hljómsveitinni tókst að safna um sig einhverjum hópi aðdáenda svo orð væri á gerandi. Þegar hér var komið sögu hafði Andy Taylor sagt skilið við bassann og var tek- inn til við gítarleik. Þá hafði nýr meðlimur, trommarin Roger Tayl- or, bæst í hópinn. Nýtt andlit Þótt sveitin væri nú komin með „nýtt andlit" var hinn metnaðar- fulli Rhodes ekki ánægður með Dæmigerd mynd fyrir Duran Duran. Þannig koma fimmmenningarnir að- dáendum sínum fyrir sjónir. þróun mála. Hann tók sig því til og bókaði hljómsveitina á þekkt diskótek í Birmingham, Rum Runner. Staðurinn var í eigu tveggja bræðra og hafði orð á sér fyrir að vera „fínn“. Auk þess gerðu kaupsýslumenn sér tíðförult þangað. Eigendur staðarins voru álíka metnaðarfullir og Rhodes og vildu helst að Rum Runner yrði staður á borð við hið þekkta diskó- tek, Studio 54, í New York. En hvernig mátti svo verða? Áður en hægt væri að ganga frá samkomulaginu á milli beggja að- ila vantaði nýjan meðlim í sveit- ina. Annan gítarleikara. Berr- ows-bræðurnir, eigendur Rum Runner, gerðust umboðsmenn Duran Duran og auglýstu eftir gítarleikara. Andy Taylor, þriðji Taylor-inn, var einn þeirra, sem sóttu um stöðuna. Hann hafði ný- lokið herþjónustu og leit á þetta sem kjörið tækifæri. Hann var ráðinn og Duran Duran var óðum að taka á sig núverandi mynd. En það vantaði enn söngvara. Ein afgreiðslustúlknanna á einni vínstúkanna á Rum Runner frétti af leit fjórmenninganna og sagði þeim frá fyrrum unnusta sínum, sem hefði þótt liðtækur söngvari. Honum var boðið til Birmingham og hann beðinn að leggja hæfi- leika sína undir dóm. „Náunginn mætti í bleikum buxum, mynstruðum eins og hlé- barðaskinn, rúskinnsfrakka, mál- uðum stígvélum og með sólgler- augu,“ segir Rhodes. „Hann sagð- ist heita le Bon. Ég hugsaði með mér: fjandinn, hann getur ekki heitið le Bon.“ Svo var þó nafn hans og hann var ráðinn. Þótt hann væri ekki síður metn- aðarfullur en hinir fjórir segist hann aldrei hafa gert sér fulla grein fyrir hversu alvarlega þeir tóku tónlistina. „Ég leit bara á þetta sem tómstundagaman. Ég komst fljótt að því, að strákunum var alvara." Fyrsta tónleikaferðalagið Til þess að geta komið Duran Duran á tónleikaferðalag með söngkonunni Hazel O’Connor, sem þá naut frægðarinnar sem kvik- myndin og platan „Breaking Glass“ hafði fært henni, urðu þeir Berrows-bræður að selja húsið sitt. Tónleikaferðalagið hófst og Duran Duran „hitaði upp“ fyrir O’Connor. Frammistaða þeirra var þó slík, að plötufyrirtækin sperrtu strax eyrun. Um haustið 1980 bauð EMI- plötufyrirtækið hljómsveitinni samning. Fimm mánuðum síðar kom fyrsta smáskífan, „Planet Earth", út. Hún komst í 12. sæti breska vinsældalistans og eftir á að hyggja má fyrir víst ætla, að nýrómantíkurbylgjan, sem reið yfir Bretland á þessum tíma, hafi hjálpað til við vinsældirnar. Strax og vinsældanna varð vart var hafist handa við hönnun „ásýndar“ (image). Þessi ásýnd, ef svo má nefna, er enn í stöðugri þróun og tugum milljóna íslenskra króna h.efur verið varið til þessar- ar þróunar. Duran Duran er enda einhver fágaðasta poppsveitin í dag. Svo fáguð í allri framkomu, a.m.k. á myndböndum og ljós- myndum, að sumum þykir nóg um. „Sykursætir strákar í fínum föt- um og leika kúlutyggjópopp," sagði bassaleikari Motorhead, Lemmy Kilmister, eitt sinn um fimmmenningana og spáði þeim ekki langlifi. En reyndin hefur orðið önnur. Ferill Duran Duran hefur verið ein allsherjar, óslitin sigurganga og ekkert lát virðist á henni. (Ad mestu bygjjt á Kolling Stone, en einn- ig Reeord Mirror, Melody Maker og Sounds. I»ýtt og endursa^t — SSv.) Blaðburöarfólk óskast! Austurbær Hvassaleiti Nýttu hugann betur (Brain Manager) MARKMIÐ: Margir nota minnst 309t af tíma sínum til að safna upplýsingum við lestur og enn lengri tíma í að skoða og hlusta. 80fí af því sem við lesum og heyrum í dag er gleymt á morgun. Á námskeiðinu Nýttu hugann betur læra þátttakendur að: - Þekkja eig- inleika mannsheilans og mátt hans. - Margfalda lestrarhraða sinn og öðlast meiri skilning á því sem lesið er og muna það - Vinna betur undir álagi. - Temja sér skapandi hugsun og setja hugmyndir sínar fram á skipulegan hátt. - Skrá minnispunkta á fundum og námskeiðum. - Leysa verkefni skjótar og betur. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað öllum sem þurfa að lesa mikið, skrifa skýrslur og greinar, sitja oft fundi og þróa nýjar hugmyndir eða leysa ný verkefni. LEIÐBEINANDI: Anne Bögelund-Jensen, aðal- leiðbeinandi á námskeiðum Time Manager International. Námskeiðið fer fram á ensku. STAÐUR OG TIMI: Kristalssalur Hótels Loftleiða 8. og 9. mars 1984. kl. 8.30—18.00 hvorn dag. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 STJÓRNUNARFÉIAG Á ÍSLANDS £«23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.