Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 79 Bridgedeild Rangæingafélagins Sveitakeppninni lauk sl. mið- vikudag með sigri sveitar Hjart- ar Elíassonar sem hlaut 111 stig. Með honum í sveitinni eru: Þórð- ur Elíasson, Daníel Halldórsson, Guðjón Guðmundsson og Björn Kristjánsson. Sveit Sigurleifs Guðjónssonar varð í öðru sæti með 89 stig og sveit Gunnars Helgasonar þriðja með 81 stig. Næsta keppni verður baro- meter-tvímenningur. Spilað er í Domus Medica á miðvikudögum kl. 19.30. Tafl- og bridgeklúbburinn Eftir þrjár umferðir í aðal- sveitakeppni hjá TBK er staðan þessi: Gestur Jónsson 53 stig Auðunn Guðmundsson 44 stig Gunnlaugur Óskarsson 40 stig Anton Gunnarsson 40 stig Þórður Jónsson 39 stig Bernharð Guðmundsson 37 stig Sigríður Ottósdóttir 31 stig Bridgefélag Hveragerðis Lokið er 4 umferðum í sveita- keppninni og er sveit Guðmund- ar Jakobssonar í forystu með fullt hús stiga en röð sveitanna er nú þessi: Guðmundur Jakobsson 80 Einar Sigurðsson 62 Hans Gústafsson 56 Lars Nielsen 49 Þórður Snæbjörnsson 39 Birgir Bjarnason 28 Stefán Garðarsson 27 Einar Nielsen 27 Sturla Þórðarson 18 Sveinn Símonarson 14 Fimmta umferð verður spiluð í Félagsheimili Ölfusinga á fimmtudaginn kemur kl. 19.30. Bridgefélag Sauðárkróks Mánudaginn 13. febrúar var spilaður tvímenningur hjá félag- inu. Úrslit urðu þessi: A-riðill Geirlaugur Magnússon og Agnar Kristinsson 121 Agnar Sveinsson og Valgarð Valgarðsson 116 Garðar Guðjónsson og Gunnar Þórðarson 114 Geir Eyjólfsson og Kristinn ólafsson 112 B-riðill Skúli Jónsson og Einar Svansson 128 Björn Guðnason og Margrét Guðvinsdóttir 118 Stefán Skarphéðinsson og Kristján Sölvason 116 Jón Dalman og Sigrún Angantýsdóttir 114 Bridgedeild Skagfiröinga Þriðjudaginn 21. febrúar var spiluð síðasta umferð í aðalsveitakeppni deildarinnar og lauk með sigri sveitar Magnúsar Torfasonar, með Magnúsi spil- uðu Guðni Kolbeinsson og Kefl- víkingarnir Jóhannes Sigurðs- son, Gísli Torfason, Guðmundur Ingólfsson og Karl Hermanns- son. Sv. Magnúsar Torfasonar 125 Sv. Sigmars Jónssonar 119 Sv. Guðm. Theodórssonar 113 Sv. Guðrúnar Hinriksdóttur 104 Sv. Björns Hermannssonar 103 Þá var einnig spiluð Board and Match-sveitakeppni sem sveit Sigmars Jónssonar vann með 24 stigum. Sveit Sverris Kristins- sonar varð önnur með 23 stig. Næsta þriðjudag hefst ný keppni, spiluð verður Board and Match-sveitakeppni og verða veitt 1. og 2. verðlaun (peningar). Skráning er þegar hafin hjá Sig- mari Jónssyni í síma 687070 eða 35271, og hjá Guðmundi Kr. í síma 21051. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35, kl. 19.30 stundvíslega. Undirbúa stofnun iðnþróunarfélags á Suðurnesjum Vogum, 21. febrúar. „HINGAÐ kemur fólk með alls konar erindi. Að jafnaði kemur einn aðili í viku hverri með ein- hvers konar nýiðnaðarhugmyndir. í vaxandi mæli spyrst fólk fyrir um loðdýrarækt og alls konar fiskeldi, enda margir hagkvæmir staðir til þess á svæðinu. Fólk spyrst fyrir um sjóðakcrfi, óskar aðstoðar við einkaleyfisumsóknir, frumrann- sóknir og vöruþróun," sagði Jón E. Unndórsson, iðnráðgjafi Suður- nesja, um iðnráðgjafastarfsemi á Suðurncsjum. Iðnráðgjafi hefur unnið með ýmsum hugvitsmönnum á Suður- nesjum og veitt aðstoð t.d. við öflun einkaleyfisumsókna, tæknilegra útreikninga og skýrslu- og áætlunargerða. Þá hafði iðnráðgjafi umsjón með að framleiðslufyrirtæki af Suður- nesjum stæðu saman að sameig- inlegu sýningarsvæði á iðnsýn- ingu á sl. ári. f vetur var haldið í Grindavík námskeið með fólki sem vildi stofna smáfyrirtæki. Tvö samskonar námskeið verða haldin í Njarðvík, þar sem þrjá- tíu hafa tilkynnt þátttöku, eftir aðeins eina auglýsingu, en iðn- ráðgjafi Suðurnesja mun eini að- ilinn á landinu, sem heldur slík námskeið. Að undanförnu hefur mikill tími iðnráðgjafa farið í undir- búning að stofnun iðnþróunarfé- lags fyrir Suðurnes. Iðnþróunarfélaginu er ætlað að vera félag sveitarfélaga, fé- lagasamtaka, fyrirtækja og ein- staklinga í sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Markmið félagsins verði að efla iðnþróun á sínu fé- lagssvæði. Með því að hafa félag- ið opið, að allir sem hagsmuna eiga að gæta, geti orðið félagar, er ætlunin að tryggja sjálfstæði þess gagnvart einstökum hags- munaaðilum, bæði einkaðilum og opinberum, svo treysta megi því, að áhugamál þess sé fyrst og fremst að stuðla að sem bestri lausn á vandamálum þeirra fyrirtækja sem til þess leita. Þau verða að geta treyst því að iðn- þróunarfélagið sé ekki til eftir- lits fyrir yfirvöld, heldur aðili, sem þau geta leitað til og rætt við í fyllsta trúnaði. Mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins verð- ur að skapa greiðan aðgang að upplýsingaforða heimsins. Þá stuðli félagið að hagnýtum rann- sóknum á gæðum Suðurnesja- svæðisins o.fl. Jón E. Unndórsson sagði í samtali við Mbl. að vafalaust yrðu þeir stórkostlegu möguleik- ar sem eru fyrir hendi við Bláa lónið og rannsóknir á svæðinu með fyrstu verkefnum iðnþróun- arfélags. Þá sagði hann iðn- þróunarfélag heppilegan aðila fyrir fólk sem þarf að koma nýiðnaðarhugmyndum á fram- færi, en margir kæmu til sín með hugmyndir sem þeir vildu ekki framleiða sjálfir, heldur selja hugmyndirnar. TILBOÐ 01/03 TILBOÐ I “S^0'2E Lyklasett S—51 Verð 6.782 = 5.950. mmmnI Gerð: CSB 680-2E Stigalaus hraðastillir Mótorstærð: 680 wött Stærð patrónu: 13 mm, Vt" Snúningshraði: 1. gir 0—1100 1. glr 0—3200 Tvöföld einangrun Útsláttarrofi Höggtlðni: 51.220 pr. m(n. X Ifel' TILBOÐ II Borvél CSB 500 -2-E Hjólsög S—33 Lyklasett S-51 Verð 6.425 = 5.500 Geró: CSB 500-2E Stiglaus hraðastillir Mótorstærð: 500 wött Stærð patrónu: 13 mm, Vi" Snúningshraði: /1. glr 0—1000 1. glr 0—3300 Tvöföld einangrun Útsláttarrofi é Höggtlðni: 54.400 pr. mln. FTIJR fl$Siæ& QMQ3 nazrwm gsáfri'ii mt IPJ03 se> (A Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Sími 91 35200 G. A. Böövarsson, Selfossi Málningarþjónustan, Akranesi Bókaverslun Þ. Stefánsson, Húsavlk O. Ellingsen, Reykjavlk Húsasmiðjan, Reykjavlk Stapafell, Keflavfk Póllinn, Isafirði Vlk, Ólafsvlk Akurvlk, Akureyri Valberg, Ólafsfiró

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.