Morgunblaðið - 26.02.1984, Page 5

Morgunblaðið - 26.02.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 53 Athugasemd frá Bolungarvík Bolungarvík, 22. febrúar. Föstudaginn 17. febrúar sl. birt- ist svar fréttaritara Mbl. við at- hugasemd, sem ég gerði við frétt hans frá 8. febrúar. Þar sem fréttaritarinn er enn við sama heygarðshornið er nauðsynlegt að leiðrétta nokkur atriði í svari hans: 1. í svari fréttaritara Mbl. stendur: „Ég vil í því sambandi benda á að greinargerð Kristins var meira en ein vélrituð síða, það geta menn kynnt sér í fundar- gerðabók bæjarstjórnar." Fundar- gerð er handrituð inn í fund- argerðabók, ekki vélrituð. Grein- argerðina á ég vélritaða og dugði ein síða undir hana. 2. Fréttaritarinn heldur því enn fram að tekið hafi tæpar 2 klst. að færa greinargerðina til bókar. Það er augljóslega rangt eins og hver og einn getur sannfærst um. 3. Þá stendur í svarinu: „Þó er þess ekki getið að Kristinn greiddi þessari tillögu atkvæði sitt og samþykkti ásamt meirihluta bæj- arstjórnar að aðeins yrði sent út með fundarboði það sem í gerða- bók er skráð." Rangt er að ég hafi greitt at- kvæði með tillögu þessari. Ég greiddi atkvæði gegn henni, en hún var samþykkt 7:1. Ennfremur er rangt „að aðeins yrði sent út með fundarboði það sem í gerða- bók er skráð", því tillagan fól í sér að fellt var út megnið af því sem þá var búið að færa til bókar. í tillögunni stendur: „Verði ofan- greint samþykkt skal ekki senda út greinargerðir þær og þann hluta breytingartillagna sem nú þegar hafa verið færðar til bókar.“ Þessi tillaga gekk mun lengra en hægt er að fella sig við. Reyndar gengur hún þvert á 5. gr. málefnasamn- ings meirihlutans, sem kveður á um, að koma á reglubundnu sam- starfi stjórnenda bæjarfélagsins og íbúanna, m.a. með bættri upp- lýsingamiðlun. 4. Þá reynir fréttaritari Mbl. að bera af sér þá athugasemd mína að hann geti að engu klofnings meirihlutans um tillögu um fækk- un bæjarfulltrúa og telur það ekki fréttnæmt að menn hafi sjálf- stæðar skoðanir. í upphafi fréttar hans frá 8. febrúar sl. segir: „Var meðal annars efnis til seinni um- ræðu og atkvæðagreiðslu tillaga meirihluta bæjarstjórnar um breytingar á bæjarmálasam- þykkt" og síðar í sömu frétt: „Minnihluti bæjarstjórnar, sem skipaður er einum fulltrúa af G-lista mótmæli þessari tillögu." Það er berlegt að fréttaritari Mbl. reynir að breiða yfir ágreining innan meirihlutans um tillöguna. Það er rangt mat hjá fréttaritara Mbl. að ekki sé fréttnæmt að inn- an meirihlutans hafi menn sjálf- stæðar skoðanir. Umburðarlyndið á þeim bæ er ekki meira en það að á sínum tíma var tveimur bæjarfulltrúum hótað brottvísun úr meirihlutanum, ef þeir styddu ekki ákveðna tillögu. Það er því meiriháttar frétt þegar menn rísa upp. Ég get verið sammála fréttarit- ara Mbl. um það að tima hans er betur varið til að sinna frétta- flutningi úr byggðarlaginu og ætti hann að snúa sér að því. Kristinn H. Gunnarsson. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! SUMARAÆTLUN Majorka — Kanaríeyjar — Grikkland Sólarlandaferðir allan ársins hring. Brottför alla föstudaga 10,17, 24, eöa 31 dags feröir eða lengri. 2'/j dagur í London á heimleiðinni í kaupbæti án aukakostnaðar. Majorka. Fjölsóttasta sólsklnsparadís Evrópu. Glæsilegar ibúðir og hótel á eftirsóttustu stöðunum, Magaluf, Santa Ponsa og Arenal. Kanaríeyjar — Tenerife. — Fögur sólskinsparadis. Glæsileg hótel og íbúðir. Grikkland — Aþenustrendur. Hótel og íbúöir á eftirsóttustu stööunum. Malta, sögufræg sólskinsparadís. Athugið: Hagstæð fjölskyldukjör. Krakkarnir borga bara helming. Pantið snemma því plássið er takmarkaö. Og þeir sem til þekkja panta snemma hjá okkur, enda veröiö ótrúlega hagstætt, lægra en í fyrra. Flugferðir — Sólarflug Vesturgata 17, símar 10661, 15331 og 22100 dppkz computer Stórkostícg verðlækkim! Nú geta allir fengið sér alvöru tölvu Nú hafa verið felldir niöur tollar og söluskattur af tölvubúnaði. Þetta gerir íslendingum kleift aö tölvuvæöast í samræmi viö kröfur nútímans. Nú átt þú næsta leik! Nú getum viö boöiö þér vinsælustu alvöru einkatölvu í heimi, Apple / / e, en hún hefur nú selst í 1.500.000 eintökum. Meira en 20.000 forrit eru fáanleg á Apple / / e, en þaö er mun meira en nokkur önnur tölva getur státaö af. Mörg íslensk forrit eru fáanleg á vélina, t.d. fjárhagsbókhald, viöskiptamannabókhald, lagerbókhald, launabókhald, tollvörugeymsluforrit, veröútreikn- ingar o.fl. Mundu þaö, aö án forrita er tölva eins og bensínlaus bíll. Á Apple / / e er staðlað íslenskt lyklaborö, og hentar hún því einkar vel til ritvinnslu. Notendaminni vélarinnar er 64K, en þaö er stækkanlegt í 128K og ætti þaö aö vera nægilegt fyrir flesta. Apple tölvur eru notaöar hjá skólum, bönkum, opinberum stofnunum, einkafyrirtækjum, skipafélögum, flugfélögum, verk- fræðistofum, læknastofum, rannsóknarstofum, lögfræðistof- um, endurskoöendum, vélsmiöjum, fataframleiöendum, ráö- gjafarfyrirtækjum, verktökum, útgáfufyrirtækjum, prentsmiöj- um og þannig mætti lengi telja. Fjölmargir einstaklingar nota Apple, svo sem kennarar, rithöfundar, vísindamenn, forritarar, rafeindavirkjar, radioamatörar, stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana, læknar, verkfræöingar, þýðendur og blaöamenn, og eru þá aðeins tekin örfá dæmi. Tilboð: Kr. 63.990,-, nú aöeins kr. 49.990,- Útborgun kr. 10.000,- og eftirstöðvar á 10 mánuðum! r Skipholti 19, sími 29800.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.