Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRCAR 1984
77
manna gagnvart samstarfinu og
samskiptunum við sovéska skák-
sambandið séu tekin til algerrar
endurskoðunar. Með þessu vill Al-
burt segja að samskiptin halli á
okkur, Sovétmennirnir hafi náð að
skapa sér sérstöðu í skákheimin-
um, þeirra vilji ráði of miklu um
þróunina og sá vilji sé alis ekki
alltaf í samræmi við hagsmuni
okkar. „Það eru einkum tvær
veigamiklar ástæður, að ég tel,
fyrir því að vestrænir áhugamenn
um skák eiga að leggja á það
áherslu að áhrif Sovétmanna inn-
an skákhreyfingarinnar minnki,"
segir Alburt.
Hin fyrri er sú, sem snertir
beint stjórnmál. Það er vitað mál,
að Sovétmenn leyfa enga þá starf-
semi sem ekki veitir þeim beinan
ávinning, á einn eða annan hátt.
Þannig heyra skákmálin undir
áróðursdeildina á sama hátt og
íþróttir, listir o.fl. Markmiðið er
því ekki skákin sjálf heldur það,
að þjóna pólitískum hagsmunum
Sovétríkjanna á erlendri grund,
sýna fram á yfirburði Sovétkerfis-
ins. Með þessu er verið að segja, að
þótt þeir í orði kveðnu vilji veg
skákarinnar sem mestan, þá er
markmiðið með skákinni pólitísks
eðlis. Við höfum oft orðið vitni að
því hvernig framferði Sovétmanna
innan skákhreyfingarinnar er
beinn dragbítur á framfarir og
þróun. Síðari ástæðan tengist
skipulagi skákmála í heiminum og
alþjóðlegum samtökum eins og
FIDE. Eins og málum er háttað,
þá býður núverandi kerfi ekki upp
á það, að skákiðkun á Vesturlönd-
um sé eins hátt metin og efni
standa til. Skákmót án sovéskra
keppenda fá minni umfjöllun og
vekja ekki sama áhuga og ef Sov-
étmenn eru með. Öll helstu skák-
mót og keppnir eru skipulögð af
FIDE, alþjóðasamtökunum, en
þar eru Sovétmenn mjög áhrifa-
miklir. Af þessu leiðir að sjálf-
sögðu það að þar sem áhugi al-
mennings og skipuleggjenda er
meiri ef sovéskir þátttakendur eru
með, þá eru verðlaunin hærri. „í
því sjónarmiði, þá þjónar það
hagsmunum flestra að hafa þá
með og geri ég ekki ágreining um
það,“ segir Alburt, en áherslurnar
eru rangar. Með því að gera það að
úrslitaatriði hvort Sovétmenn taki
þátt í keppni eða ekki er þeim gert
of hátt undir höfði. Þeirra mark-
miðum er þjónað, en eins og áður
sagði, þurfa þau ekki endilega að
vera viðgangur skákíþróttarinnar.
En hvað er til ráða að mati Al-
burts?
— Ef staðan er í raun þessi sem
lauslega hefur verið lýst, þá telur
Alburt, að skipulag skákmálanna
sé Sovétmönnum mjög í hag. Þar
af leiðandi muni þeir beita sér
mjög gegn öllum breytingum,
t.a.m. í þá veru að auka vinsældir
skákarinnar meðal almennings á
Vesturlöndum. Nefnir hann sem
dæmi þegar Sovétmenn höfnuðu
kröfu Fishers á sínum tíma um
fjörugra einvígisform, þ.e. þegar
óvíst var hvort Fisher myndi verja
titil sinn sem heimsmeistari í
skák.
Þá nefndi Alburt, að Sovét-
mennirnir hefðu sýnt lítinn áhuga
hugmyndum Friðriks ólafssonar,
fyrrv. forseta FIDE, um svokall-
aða „Grand Prix“-keppni eða
heimsbikar. Þeirra markmiðum
væri því best þjónað með því að
hafa skipulagið óbreytt. Alburt
vill hins vegar brjóta þetta upp,
skipuleggja mót til hliðar við
FIDE, t.d. heimsbikarkeppni, með
það fyrir augum að styrkja stöðu
vestrænna skákiðkenda og skák-
unnenda gagnvart Sovétmönnum
og auka vinsældir íþróttarinnar.
Alburt bendir á að þær íþrótta-
greinar sem vinsælastar eru í
Bandaríkjunum, hafi þróast á allt
annan veg en t.a.m. skákin. Nefnir
hann þar sem dæmi hokkí, golf,
tennis, amerískan fótbolta — allt
íþróttir sem iðkaðar eru af
atvinnumönnum, í keppnum sem
tengjast aðeins óbeint, — eru ekki
undir hatti einhvers alþjóðasam-
bands. Til að mynda tennis, þá er
keppt á Wimbledon, „US-Open“,
„French-Open“, „Australian-
Open“ og miklu fleiri mótum, en
myndast hefur sú hefð að þessi
fjögur fyrrnefndu séu aðalmótin,
þar eru bestu verðlaunin, þeim
fylgir mesta vegsemdin. En þau
tengjast aðeins óbeint. Og það,
sem athygli vekur varðandi tenn-
is, golf og fleiri íþróttir sem iðkað-
ar eru með þessum hætti, er að
þar eru Sovétmenn ekki á toppn-
um. Ef til vill má segja, að þessar
íþróttir séu ekki háðar eftir leik-
reglum sem þjóna Sovétmönnum.
Það er skipulag í þessum anda
sem Alburt hefur í huga fyrir
framtíðina. Hann leggur það til,
að nokkrir mótshaldarar taki sig
saman og byrji að mynda hefð í
kringum nokkur sterk skákmót,
sem með tímanum gætu orðið
nokkurs konar „Grand-Slam“, eins
og kallað er. Eitt þessara móta
gæti verið Reykjavíkurskákmótið,
segir Alburt. „New York Inter-
nation“-skákmótið, sem nú stend-
ur fyrir dyrum gæti verið annað,
eða „New York-Open“, „Hastings"
enn annað o.s.frv. Tækist að
mynda einhvers konar hring
sterkra skákmóta ynnist ýmislegt.
Auðveldara yrði að fjármagna
hvert skákmót um sig, verðlaunin
gætu hækkað, betri skákmenn
kæmu á mótin, áhuginn á meðal
almennings ykist o.s.frv.
Ný samtök til
hliðar við FIDE
En hvað merkir þetta í raun, er
Alburt að boða að leggja verði
FIDE niður?
— Hann svarar því til að það sé
ekki hugmyndin, þau samtök hafi
sem fyrr hlutverki að gegna,
skipulag heimsmeistarakeppninn-
ar o.s.frv. Alburt vill hins vegar að
nokkur lönd taki sig saman og
stofni önnur samtök, t.d. ísland,
Bandaríkin, Vestur-Þýskaland,
Sviss og Bretland. Þau yrðu þó
opin öllum sem vildu vera með.
Markmiðið yrði fyrst og fremst
það að þar með væri hægt að
koma á vísi að svonefndum „Pro-
Tour“, — atvinnumannahring
skákmanna. Það er að mótshald-
arar frá nokkrum löndum tækju
höndum saman til að mynda net
nokkurra skákkeppna á hverju ári
og bestur árangur í þeim saman-
lagt færði viðkomandi góð verð-
laun, svokölluð „Grand Prix“.
Alburt sér í raun litla örðug-
leika við að hrinda þessu í fram-
kvæmd, þar sem engan þarf í raun
að spyrja leyfis, þetta snýst um
vilja og framtak nokkurra manna.
Alburt lét að því liggja að hann
þekkti engan mann betri til að
vinna nánar úr þessari hugmynd
og hrinda henni í framkvæmd en
Friðrik ólafsson. Hann þekkti
bæði skipulagið eins og það er í
dag, skákmennina og mótshaldara
um allan heim.
En er þetta raunhæfur mögu-
leiki?
— Því svaraði Alburt strax ját-
andi. Bæði væri að í raun væri
ekki verið að leggja neitt niður
heldur einungis að bæta við. Hitt
atriðið tengdist því svo að engan
þarf að spyrja leyfis. Það sem
þyrfti væri fyrst og fremst við-
horfsbreyting hjá okkur sjálfum,
skákmönnum, þeim sem skrifa um
skák og kynna hana, ásamt móts-
höldurum í þá veru að trúa því að
mögulegt sé að gera miklu meira
fyrir skákina til þess að auka vin-
sældir hennar á Vesturlöndum,
með eða án liðsinnis Sovétmanna.
Sú spurning hlýtur að vakna
hvernig Sovétmenn muni bregðast
við þessum breytingum ef af yrði.
— Alburt taldi víst að þeir
myndu eftir megni reyna að koma
í veg fyrir að úr yrði eitthvað gott,
I fullu samræmi við það að óbreytt
ástand þjóni þeirra hagsmunum
best. Hefðbundnar aðferðir yrðu
reyndar, með því að Sovétmenn
myndu ekki í upphafi sækja þessi
skákmót sem þannig yrðu skipu-
lögð sem „hringur", í þeirri við-
leitni að kæfa þau í fæðingu. Ef
hins vegar allir tækju höndum
saman, ekki síst „skákskríbentar",
um að sýna þessum mótum áhuga
og gera þeim hátt undir höfði,
hvað sem tautar og raular, þá
yrðu Sovétmenn að koma inn í
dæmið. Annars dæmdu þeir sjálfa
sig til einangrunar.
í stuttu máli má því segja að
þessar hugmyndir um breytingar
á fyrirkomulagi skákmálanna
snúist um tvö atriði öðrum frem-
ur:
— Viðhorfsbreytingu í þá veru
að leggja meiri rækt við og sýna
aukinn áhuga á viðleitni til að
gera veg skákarinnar meiri á
Vesturlöndum, með eða án lið-
styrks Sovétmanna.
— Breytingum á skipulagi,
þannig að til hliðar við FIDE verði
til samtök nokkurra þjóða sem
hafi það að meginmarkmiði að
mynda nokkurs konar hring skák-
móta, sem yki samkeppnina,
áhuga keppenda og almennings og
þar með peningana í spilinu.
Myndi þessi breyting leiða til
þess að fleiri góðir skákmenn
kæmu fram á Vesturlöndum?
— Því svaraði Alburt játandi.
Eins og nú væri málum háttað,
t.a.m. í Bandaríkjunum, væri það
ekki mjög vænlegur kostur fyrir
ungan mann að leggja fyrir sig
skák. Með breyttri skipan myndi
þetta eflaust batna. Varðandi
þessar mögulegu breytingar vildi
Alburt að lokum leggja áherslu á
að þær yrðu gerðar með hægðinni
og þess gætt að ekki yrði efnt til
átaka við forystumenn skákmála
— að breyting verði friðsamleg.
Andófsmenn og
„virkar aðgerðir“
Nú barst talið að andófs-
mönnum í Sovétríkjunum. Lev Al-
burt þekkti marga þeirra, flesta í
hópi þeirra sem tengjast skákinni.
Alburt hefur um alllangt skeið
tekið þátt í baráttunni fyrir því að
Boris Gulko, skákmeistari frá
Sovétríkjunum, og kona hans, fái
að flytja frá Sovétríkjunum. 1979
sótti Gulko um brottfararleyfi frá
Sovétríkjunum, honum var synjað
og í kjölfarið missti hann vinnuna
sem atvinnuskákmaður í fremstu
röð. Á meðan á síðasta Reykjavík-
urskákmóti stóð fyrir tveimur ár-
um birtist í Morgunblaðinu opið
bréf frá Boris Gulko, sem smyglað
var frá Sovétríkjunum og snúið á
ensku af Lev Alburt.
í þessu bréfi er því lýst hvernig
alræðisvaldið svipti Gulko lífsvið-
urværinu um leið og hann bað um
að fá að flytjast á brott. Blaða-
maður bað Alburt að lýsa því
hvers vegna svo mikilvægt væri að
halda málinu gangandi í fjölmiðl-
um, en hann hvetur fjölmiðla ein-
dregið til þess að minnast á
Gulko-málið, nú á meðan á
Reykjavíkurskákmótinu stendur.
Alburt benti á það, að sú ákvörðun
hvort einstaklingi væri leyft að
fara frá Sovétríkjunum réðist ekki
síst af því mati Sovétmanna hve
óþægilegt málið væri fyrir þá, í
áróðurslegu tilliti. Það er, að það
ýfir slétt yfirbragð á skákmótinu
nú, þar sem Sovétmenn eiga sína
fulltrúa, ef minnt er á að Gulko-
málið sé enn óleyst. Alburt kvaðst
sannfærður um það, og byggði að
sjálfsögðu á eigin reynslu, að ef
Boris Gulko yrði leyft að fara, þá
væri það ekki síst vegna þess að
fjölmiðlar héldu málinu gangandi
sem lengst, þrýstu á Sovétmenn.
Það væri tungumálið sem skildist
á þeim bæ.
Alburt nefndi ennfremur, að
þetta gilti að sjálfsögðu um mörg
fleiri óleyst mál af sama toga.
Gallinn væri m.a. sá, að of margir
vestrænir menn gæfu sér rangar
forsendur um Sovétskipulagið,
stjórnvöld og þar af leiðandi
áhrifaríkustu leiðirnar til að fá
fram breytingar. Þessar röngu
forsendur kæmu einna helst fram
í þvi, að menn héldu að með þvi að
vera huggulegir við Sovétmenn,
vekja ekki upp leiðindamál eins og
Gulko-málið, þá muni Sovétmenn
gefa eftir. „Þetta er grundvall-
armisskilningur," segir Lev Al-
burt. Mun árangursríkara væri,
t.a.m. varðandi skákina, að skilja
áróðurslegt markmið með skák-
iðkun af hálfu Sovétmenna á er-
lendri grund. Ef þeir meti það
þannig að það markmið náist auð-
veldlega með því að leyfa Gulko að
fara, þá muni þeir leyfa honum að
fara. Umfjöllun blaða og pressa
frá skákunnendum hjálpar því
vissulega mikið til að fá Gulko
lausan. Victor Korchnoi tókst með
hjálp margra að skaða svo áróð-
ursstöðu Sovétmanna hvað snerti
fjölskyldu hans sjálfs að henni var
að endingu leyft að flytjast úr
landi.
Þessa dagana er mikið rætt í
fjölmiðlum um svonefnda virka
starfsemi, „active measures", Sov-
étmanna. Blaðamanni lék hugur á
að vita hvernig sovéskir skákmenn
komi inn í þá mynd.
— Alburt svaraði því til að virk
starfsemi skákmanna væri að
sjálfsögðu mjög mismunandi og
einstaklingsbundin. Þó væri það
alveg Ijóst að þar sem skákmálin
heyrðu undir áróðursdeildina og
þar með KGB, þá væru allir skák-
menn, sem t.a.m. keppa á erlendri
grund, beðnir um skýrslu við
heimkomuna og þeir væru notaðir
þegar það þætti henta. Margir
væru í því hlutverki að dreifa
áróðri um Sovétríkin og andróðri
um Bandaríkin, gjarnan í ríkjum
þriðja heimsins þar sem Sovét-
menn væru að reyna að auka áhrif
sín. Aðrir væru í beinum verkefn-
um, njósnum o.fl., að sjálfsögðu í
mjög mismunandi mæli.
Blaðamaður bað þá Alburt að
nefna einhver dæmi sem hann
þekkti af eigin raun, á meðan
hann ferðaðist á erlendri grund
sem sovéskur skákmaður.
— Lev Alburt sagðist eitt sinn
hafa verið sendur til að kenna
skák á Kýpur og þar hefðu tvö
tilvik um virka starfsemi komið
upp, bæði tiltölulega saklaus, en
skýrðu hvað í þessu fælist al-
mennt séð. í fyrra dæminu var
annar sovéskur skákmaður á Kýp-
ur beðinn að færa skákklukkur að
gjöf til skákklúbbs á staðnum, en
klukkurnar voru að sjálfsögðu
sovéskar. Skákmaðurinn var síðan
beðinn að koma þeim skilaboðum
til stjórnar skákklúbbsins að það
yrði vel séð ef frétt um gjöfina
yrði birt í dagblöðum, þar sem
sérstaklega kæmi fram hversu vel
sovésku skákklukkurnar virkuðu,
t.a.m. í samanburði við gömlu
bresku klukkurnar. Það sem hékk
á spýtunni var það, að á sama
tíma voru Sovétmenn að selja til-
tekinn tæknibúnað til Kýpur og
þeim var því mjög í mun að í blöð-
um birtust fréttir um áreiðanleika
sovéskrar tækni og hönnunar.
í síðara dæminu átti Alburt
sjálfur hlut að máli. Þannig var
mál með vexti að hann hugðist
tefla fjöltefli á Kýpur. Honum var
tjáð fyrir taflið, af sendiráðinu, að
á meðal þátttakenda væri auðugur
athafnamaður, með mikinn skák-
áhuga, sem Sovétmenn vildu
gjarnan eiga viðskipti við. Báðu
sendiráðsstarfsmennirnir Alburt
að hrósa leik athafnamannsins og
bjóða honum eftir keppnina í
minna fjöltefli nokkrum dögum
síðar. Það skyldi háð í sovéska
sendiráðinu. Allt fór þetta að
settu ráði og að loknu fjölteflinu i
sendiráðinu voru bornar fram
veitingar, vodka og kavíar. Lyftist
skap manna nokkuð við þetta, ekki
síst athafnamannsins með skák-
áhugann. Þegar nú var komið sögu
var hlutverki Alburts lokið og
sendiráðsmenn fóru að brydda
upp á sínu hugðarefni, viðskiptum,
sem „plottið“ snerist allt um.
Þannig væri skákin á sama hátt
og íþróttir og listir óaðskiljanlega
tengd stjórnmálum í atræðisríki.
Lev Alburt fylgdu góðar óskir
um velgengni er blaðamaður hélt
á braut eftir fróðlegt samtal.
Arftaki
Kiesslings
skipaður
('astreau, Belgíu, 24. febrúar. Al*.
V-ÞÝSKI hershöfðinginn Hans-
Joarhim Mack, 55 ára að aldri, var í
dag skipðaður arftaki Giinther
Kiesslings, sem vikið var úr embætti
ura áramótin vegna gruns um kyn-
villu. Skipan Mack var tilkynnt í
höfuðstöðvum NATO í dag. Hann
tekur formlega við embætti 1. apríl
nk.
Kúbani biðst
hælis í Osló
Osló, 24. febrúar.
KÚBANSKUR sendifulltrúi sem
staðsettur var { einni af höfuðborg-
um Norðurlandanna, lét sig hverfa í
vikunni, skaut upp kollinum í Osló í
gær og baðst hælis sem pólitískur
flóttamaður.
Lítið hefur lekið út um málið, en
þó er sagt að Kúbaninn hafi verið
búinn að fá sig fullsaddan af
stjórnkerfinu í landi sínu en siglt
undir fölsku flaggi uns flótta-
möguleika rak á fjörur hjá honum.
Kúbumaðurinn er í gæslu meðan
mál hans er rannsakað.
í STI TTI VIÁLI
Sex kolanáma-
menn farast
(■elsenkirrhen, 23. febrúar. AP.
SEX námaverkamenn hafa
týnt lífi á innan við viku í
námaslysum á kolasvæðinu
nærri Gelsenkirchen í Ruhr-
héraðinu. Einn maður fórst í
gær er hann klemmdist milli
flutningavagna, og í síðustu
viku grófust 10 menn er göng,
sem þeir voru við vinnu í,
hrundu. Tókst að bjarga fimm
þeirra.
Viðræðum um
Hong Kong flýtt
Peking, 23. febrúar. AP.
NÍUNDU lotu viðræðna um fram-
tíð Hong Kong lauk í dag og sæt-
ir það tíðindum að næsta lota hef-
ur verið ákveðin eftir þrjár vikur,
en hingað til hefur a.m.k. mánuð-
ur liðið á milli þessara viðræöna.
í sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu, sem birt var samtímis af
brezka sendiráðinu og Xinhua-
fréttastofunni, var sagt að við-
ræðurnar hefðu farið vinsamlega
fram og verið árangursríkar.
Nánar hefur ekki verið skýrt frá
gangi mála.
esió
reglulega af
öllum
fjöldanum!
2tt*r£nnI>Iofoi5)