Morgunblaðið - 26.02.1984, Síða 39

Morgunblaðið - 26.02.1984, Síða 39
... og aðrir fengu sér „saltað poppkorn og kalda kók ... Leikið af fingrum fram. 1 Nokkrir spiluðu rúllettu uppá menthol-brjóstsykur ... Litið inn á lagningardaga íMH Lagningardagar stóðu yfir í Menntaskólanum við Hamrahlíð í síðustu viku, nánar tiltekið frá þriðjudegi til föstudags, en að kvöldi föstudagsins var punkturinn settur yf- ir i-ið með því að halda dansleik í skólanum þar sem hljómsveit skólans lék fyrir dansi. Margt var gert til skemmtunar og fróðleiks á lagningardögunum, meðal annars voru sýnd leikrit, haldnir voru fund- ir, fyrirlestrar og tónleik- ar, en þessar myndir tók Hilmar Skúlason einmitt á tónleikum sem haldnir voru í „Miklagarði", há- tíðarsal skólans, síðast- liðið þriðjudagskvöld. Á tónleikana voru mættir hátt á annað hundrað áheyr- og -horf- endur og virtust þeir allir skemmta sér konunglega við undirleik hljómsveit- anna þriggja sem tróðu upp; Icelandic Seafunk Corporation, Singultus og Pax Vobis, en myndirnar tala sínu máli. Einnig var í gangi, í hléi tónleikanna, spilavíti þar sem menn spiluðu rúllettu uppá menthol- brjóstsykur, enda bannað með lögum að spila rúll- ettu og þess háttar uppá peninga... Kammermúsikhljómsveit Hornafjarðar, f.v. Anton Bragason, Jón Guómunds- son, Geir Björnsson og Karl Eysteinn Kafnsson. á Enginn kvóti veizluföngum SJÖTTA þorrablót Horn- firðinga á höfuðborgar- svæðinu var haldið í félags- heimili Kópavogs 11. febrú- ar síðastliðinn. Heiðurs- gestur að þessu sinni var Sigrún Eiríksdóttir, betur þekkt undir nafninu Rúna í Dvergasteini. Rúmlega 170 fyrrverandi og núverandi Hornfirðingar mættu á blótið og hefur það verið þannig undanfarin ár að færri hafa komist að en viljað hafa. Kammermúsikhljómsveit Hornafjarðar lék nokkur Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, var blótsgoði. Morgunblaðið/Steinar. lög í fyrsta og síðasta skipti. Hjá hljómsveitinni mátti heyra marga góða texta, sem gjarnan mættu heyrast annars staðar. Var þar meðal annars sungið um veizlustjórann, Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, og kvótakerfið, en ráðherrann tók það skýrt fram að ekkert kvótakerfi yrði haft á mat- og vínföng- um þetta kvöld. Einn text- inn tilheyrði Albert Guð- mundssyni fjármálaráð- herra og tíkinni Lucy. Mörg önnur góð skemmtiatriði voru á dagskránni og að þeim loknum lék hljómsveitin Alfa Beta fyrir dansi. Brynjar Éymundsson mat- reiðslumaður sá um þorra- borðið. óhætt er að segja að þorrablótið hafi tekist vel I alla staði. — Steinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.