Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984
93
* » ~ Ai
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
lyMíiTWVll
Mikil umræða um kirkjumál í Noregi:
Verður séra Hognestad
sviptur kjóli og kalli?
Kristján Baldursson skrifar:
„Til Velvakanda!
í Ósló er um þessar mundir
mikið rætt um kirkjunnar mál.
Hefur umræða þessi spunnist út
af presti nokkrum að nafni Helge
Hognestad, sem síðastliðin fjögur
ár hefur þjónað söfnuði hér á
Óslóarsvæðinu.
Hognestad hefur verið umdeild-
ur síðan hann varði doktorsritgerð
sína 1978. Hann er umdeildur
vegna skoðana sinna um kenning-
ar kirkjunnar. Hann hefur risið
gegn friðþægingarkenningunni og
heldur því fram, að kirkjan við-
haldi alltof neikvæðu áliti um
mannlegt eðli. Hann sendi frá sér
bók 1982 „En Kirke For Folket".
Þar segir hann meðal annars:
„Kirken holder ved like en lögn om
mennesket." Hann heldur því
fram að kirkjan eins og hún er
rekin í dag, komi of lítið til móts
við fólkið og leggi of miká áherslu
á bókstafstrú, og það neikvæða og
synduga í manninum.
Hognestad heldur því fram, að
Biblían eigi ekki að setja hugsun
vorri fastar skorður, Biblían sé
skrifuð út frá reynslu þátíma
manna um guð, kenningin eigi því
að byggjast á reynslunni sem ligg-
ur að baki orðunum og Biblian eigi
að vera uppspretta til uppbyggj-
andi hugsunar. Ennfremur telur
hann að Biblían sé ekki ævarandi
sannleikur sem hægt sé að tyggja
uppúr og trúa á í bókstaflegum
skilningi.
Hognestad leggur mikla áherslu
á að í hverju mannsbarni finnist
bæði gott og illt, hann telur kirkj-
una vera of upptekna með það
neikvæða, erfðasyndina. Þetta tel-
ur hann að haldi til baka upp-
byggjandi kærleiksríku afli sem
finnist í öllum mönnum og Jesús
var fyrirmyndin að. Hognestad
verður tíðrætt um Jesú líf og Jesú
takmarkalausa kærleika og trú á
það góða í öllum. Hann leggur
áherslu á það hvernig Jesús braut
gegn ríkjandi venjum í þjóðfélag-
inu og gerði aldrei mannamun
með kærleiksverkum sínum.
Hognestad telur kirkjuna í dag
vera of eintrjáningslega í kenn-
ingu sinni, hann vill láta ræða um
kenningarnar og láta þær þróast
með öðrum straumum í þjóðfélag-
inu. Hann vill að kirkjan verði
opnari og reynsla fólksins og upp-
byggjandi öflin fái að njóta sín
innan veggja kirkjunnar.
Hognestad hefur nú komið með
aðra bók um hugmyndir sínar,
„Tro Underveis", útgefin af Capp-
elen, jan. ’84.
Biskupum norsku kirkjunnar og
„rétttrúuðum" hefur Hognestad
verið erfiður ljár í þúfu. Eftir
langvarandi samtöl milli Óslóar-
biskups, Andreas Aarflot, og
Hognestad, varð það úr að biskup-
inn setti Hognestad í fjögurra
mánaða leyfi, til að hann gæti
hugsað sig um og séð villu síns
vegar. Að öðrum kosti var haft í
hótunum að Hognestad yrði svipt-
ur kjól og kalli að leyfi loknu.
Mál þettá hefur vakið miklar
umræður um það hversu hátt sé
til lofts í norsku kirkjunni og
hvort kirkjan eigi að vera fyrir
alla eða aðeins fyrir rétttrúaða.
Hvort prestur með frjálslyndar
nýjar hugmyndir um kenningar og
störf kirkjunnar eigi að fá að vera
þjónandi prestur innan kirkjunn-
ar áfram eða ekki.
Samkvæmt skoðanakönnun sem
gerð var af einu dagblaðanna hér,
er mikill meirihluti almennings
fylgjandi Hognestad og að hann
fái að halda áfram sínu prest-
starfi. Það er mikið skrifað í blöð-
in hér, bæði með og á móti, og
virðist þetta vera mál sem leysir
úr læðingi ólgu og mikinn áhuga
meðal fólks.
Mörgum finnst að þeir eigi ekki
lengur heima í þjóðkirkjunni ef
þessi frábæri prestur, hámenntaði
teolog og veltalandi kærleiksríki
kennimaður fær ekki lengur að
þjóna sóknarbörnum sínum sem
prestur í Hövik.
Það er allt sem bendir til að
honum verði fórnað á altari erfi-
kenninganna af biblíuföstum
kirkjumáttarvöldum."
Þessir hringdu
Athugasemd
frá Austurleið
Óskar Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Austurleið hf.,
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: „Mig langar til að gera at-
hugasemd við það sem Jóhann
Þórhallsson lætur hafa eftir sér
í Velvakanda sl. miðvikudag. Vil
ég biðjast afsökunar á því að
hann hefur verið látinn borga
meira en honum bar. Þetta er þó
ekki eins einfalt og Jóhann lætur
á sér skilja, en það er eins og
hann sé að að gefa í skyn að við
höfum verið að draga okkur fé
sem okkur bar ekki með réttu.
Hann segir, að ferðin hafi fallið
niður á sunnudeginum, vegna
þess að veginn tók af við Mark-
arfljót, en bíllinn kom frá
Hornafirði og víðar var slæmt
en við Markarfljót, og komst
bíllinn ekki fyrr en á mánudag,
þó fjórhjóladrifinn væri. Þegar
bíllinn kom, voru margir farþeg-
ar komnir að Markarfljóti á
einkabílum og eins var einn tutt-
ugu manna bíll frá okkur í því að
ferja fólkið. Bílstjórinn rukkaði
hins vegar ekki fyrr en komið
var á Hvolsvöll, og spurði hann
að bdfc*
fyrir rútuferð sem
maður notar ekkia
éakmti iHnw cMrfMiiitÉ'
— „F< wtlaöi aft Uk» mér far
með nSta frá Ansturleið frá Stein-
um undir Eyjafjöllum til Reykj*-
vflcur fyrir nokkru. En vegna þess
sð vegur vsr I sundor rið Mark-
arfljót féll rútuferð niður og kom
rútan ekki fyrr en daginn eftír. Ég
þá fólkið hvar það hefði komið í
rútuna. Jóhann hefði einfaldlega
átt að segja að hann hefði komið
i við Markarfljót, en hann hefur
sagst koma frá Steinum og verið
rukkaður samkvæmt því.
Mér finnst hálffurðulegt af
manninum að hlaupa með þetta í
blöð, án þess að hafa samband
við bílstjórann eða fyrirtækið
fyrst. Þá hefði mér fundist eðli-
legra að hann hefði orðað erindi
sitt þannig, að hann hefði verið
ánægður yfir að komast þegar
allt var ófært. Þarna var allt
gert fyrir farþegana sem hægt
var. Að lokum vil ég geta þess að
þessar 35 kr. bíða Jóhanns í af-
greiðslu BSÍ og getur hann sótt
þær hvenær sem er.“
Má geyma mat í
nidursuðudósum?
Ilúsmóðir í Breiðholti hringdi:
Ég og vinkona mín höfum átt í
þrætu varðandi það hvort óhætt
sé að geyma niðursuðumat í dós-
um eftir að búið er að opna þær.
Ég hef alltaf heyrt að matur sem
geymdur er í opnum niðursuðu-
dósum yrði eitraður. Vinkona
mín heldur því hins vegar fram,
að það sé alveg óhætt að geyma
matinn í opnum dósunum í s.s.
sólarhring. Hvers vegna stendur
ekkert utaná niðursuðudósum
um þetta? Vonandi sér einhver
sér fært að upplýsa okkur um
þetta.
0'ZF3 SlGGA V/öGA i ItlVtmJ
Islenzkur heimilisiðnaður
Viö bjóöum aðstoð og leiöbeiningar í prjóni á
hosum og sokkum.
Kristín Jónsdóttir, handmenntakennari, veitir
tilsögn þriðjudaginn 28. febrúar kl. 10—12.
Innritun og upplýsingar í síma 11784 mánud.
27. febrúar kl. 9—11.
íslenzkur heimilisiönaöur
27. febrúar 1984
SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengi miiai vii 5,3% vexti umlram verilr. pr. 100 kr.
1. FLOKKUR 2. FLOKKUR
Útg. Sölugengi pr. 100 kr. 5,3% vextir gilda til SöTugengi pr. 100kr. 5.3% vextirgildatil
1970 1971 15.345 15.09.1985 1)
1972 13.783 25.01.1986 11.415 15.09.1986
1973 8.680 15.09.1987 8.210 25.01.1988
1974 5.450 15.09.1988 - -
1975 4.0502’ 10.01.1985 3.02131 25.01.1985
1976 2.819 10.03.1984 2.2704' 25.01.1985
1977 2.055 25.03.1984 1.720 10.09.1984
1978 1.393 25.03.1984 1.099 10.09.1984
1979 9285’ 25.02.1985 713 15.09. 1984
1980 604 15.04.1985 468 25.10.1985
1981 401 25.01.1986 296 15.10.1986
1982 278 01.03.1985 206 01.10 1985
1983 159 01.03.1986 102 01.11.1986
1) Innlausnarverð Sedlabankans 5. teDruar 1984 17.415.64
2) InnlausnarverðSeðlabankanslO.ianúar 1984 4.002,39
3) Innlausnarverð Seðlabankans 25 janúar 1984 3.021,25
4) Innlausnarverð Seðlabankans 25. janúar 1984 2.273.74
5) InnlausnarverðSeðlabankans25 lebrúar 1984 951.45
Eldri Spariskírteini
Ríkissjóðs gefa nú
5,3% vexti umfram
verðtryggingu sem
þýðir að þú tvöfaldar
höfuðstól þinn á »
rúmlega 13 árum.
VEÐSKULDABREF
VERÐTRYGGÐ
ÓVERÐTRYGGÐ
Með 2 gjalddögum á ári
Láns- tlmi ár: Sölu- gengi Vextir Avðxtun umfram verðtr. Sötuqerx lL Sölúqerx i
18% ársvextir 20% ársvextir HLV” 18% ársvextir 20% ársvextir HLV" |
1 95,54 21/2 9 94 95 96 91 92 93 I
2 92,76 21/2 9 83 85 86 79 81 82
3 91,71 31/2 9 73 75 76 68 70 71
4 89,62 31/2 9 65 68 69 60 63 64
5 88,41 4 9 59 62 63 54 56 57
6 86,67 4 91/4
7 84,26 4 91/4 Athugið að sölugengi veðskuldabréfa er háð
8 82,64 4 91/2 gjalddögum þeirra og er sérstaklega reiknað út
9 81,10 4 91/2 fyrir hvert bréf sem tekið er i umboðssölu.
10 78,13 4 10 1) Hæstu leyfilegu vextir
Með 1 gjalddaga á ári
Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega
KAUPÞING HF\
Husi Verzlunarinnar, 3. hæð simi 86988
s.86988