Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 íslenzk mannanöfii Enginn er svo fátskur ad hann eigi sér ekki nafn. í öllum löndum og með öllum þjóöum bera menn nöfn og munu varla vera til svo miklir skrselingjar, að hjá þeim tíðk- ist ekki nafngiftir eftir einhverjum reglum. Löngu áður en sögur hófust báru menn nöfn og gildir það jafnt um allar heimsálfur, en flest þessara nafna eru sjálfsagt aflögð og gleymd. lim íslenzk mannanöfn eru hins vegar góðar heimildir þar sem eru fornsögur og annálar. Þá var tekið hér allsherjarmanntal 1703, eitt hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum, og er það enn til. Þar er að finna margvíslega fræðslu um ýmsa þjóðhagi á þeim tíma — m.a. nöfn allra íslendinga er á lífi voru páskadag það ár og dvöldu hér á landi. Allur þorri nafna norrænn „Mér telst svo til, að karl- mannanöfnin hafi verið 387, en kvennanöfnin 338,“ segir Ólafur Lárusson prófessor í formála bók- ar sinnar „Nöfn íslendinga árið 1703“. „Þess skal getið, að þá (1703) var það nálega óþekkt, að börn væru skírð fleiri nöfnum en einu. í manntalinu eru ... aðeins ein systkin, sem hétu fleiri nöfn- um en einu, þau Axel Friðrik Jónsson, bóndi á Hömrum í Grímsnesi, og Sesselja Kristín Jónsdóttir, umboðsstúlka í Saurbæ á Kjalarnesi, þau voru börn Jóns Sigurðssonar frá Ein- arsnesi ... Fyrir kemur það, að fólk er nefnt í manntalinu gælunöfnum einum, svo sem Borga, Gunna, Lauga, Odda, Ranka, Steinka, Vigga, Þrúða. Eru það einkum stúlkubörn og unglingsstúlkur, sem eru á sveit, sem svo eru nefndar, og er augljóst, að ekki eru þetta skírnarnöfn þeirra. ‘ Karlmannsnafnið Fúsi kemur og fyrir í manntalinu ... f manntalinu eru skráðir tveir menn með nafninu Kálfur, annar í Kjósarsýslu og hinn í ísafjarðar- sýslu. Mér þykir nafn þetta tor- tryggilegt og grunar að það sé rit- villa fyrir Kálfar. Vitað er, að nafnið Kálfar tíðkaðist í fsafjarð- arsýslu bæði fyrir og eftir 1703, allt fram á 19. öld, og vottur þess að það hafi tíðkazt í Kjósarsýslu, er bæjarnafnið Kálfarsstaðir í Mosfellssveit, er seinna varð Kálfakot... Tvö nöfn önnur vil ég minnast á, sem bæði eru þannig vaxin, að ólíklegt má telja að nokkrir for- eldrar hafi gefið þau börnum sín- um. í Grímsey var kona, sem nefnd var Hugraun. Sennilegt þykir mér, að nafn þetta hafi mis- ritazt, og hið rétta nafn verið Hugrún, sem er gott og gilt nor- rænt nafn. Vestur í Furufirði er maður skráður Helvítus. Elnhvers konar misritun mun hér vera á ferðinni, en ekki kann ég að færa það til betri vegar. Það er skemmtilegt, að vér skul- um kunna grein á nöfnum allra landa vorra fyrir hálfri þriðju öld, og mun engin þjóð önnur eiga slíka heimild jafngamla ... Allur þorri nafnanna 1703 var norræn nöfn, sem tíðkazt höfðu hér um landan aldur. Þá gætti og nokkuð nafna, er stöfuðu frá kristindómi og þá einkum þeirra kristnu ; nafna, er upp munu hafa verið tekin snemma á dögum kristninn- ar, svo sem Andrés, Filippus, Páll, Pétur, Tómas og Anna, Agnes, El- ísabet, Katrín, Margrét. Máttu þessi nöfn heita að hafa þá þegar unnið sér borgararétt hér á landi, en annars var tiltölulega fátt af ■ biblíunöfnum. Til dæmis var þá enginn Jónas hér á landi, aðeins , einn Jóhannes og aðeins ellefu Jó- hannar. Guðrún og Jón Nafnið Jón hafði sérstöðu meðal karlmannsnafnanna. Hétu því nafni ekki færri en 5363 menn, eða um það bil fjórði hver karlmaður í landinu, og var það því langtíðasta nafnið, enda stóðu að því þrír dýrlingar, Jón postuli, Jón skírari og hinn heilagi Jón Ögmundsson Hólabiskup, og er þessi háa tala væntanlega vottur þess, að helgi þessara manna hefur verið mikil í hugum landsmanna. Auk þessara tveggja nafna- flokka, var hér slangur af þýzkum eða dönskum nöfnum, t.d. Jens, Jessi, Jóakim, Jóst, Jurin, Kastian, Kláus, en þó miklu færri en síðar varð, og loks eru nokkur nöfn sem óvíst er hvaðan komin eru ... Nafngiftir og konungshollusta Ef það væri ótvíræður mæli- í kvarði á konungshollustu manna, j hversu tamt þeim væri að gefa börnum sínum nöfn þjóðhöfðingja I sinna, þá hefur konungshollusta | íslendinga um árið 1700 ekki verið upp á marga fiska. Þá voru aðeins þrír Friðrikar í landinu og níu Kristjánar. Verður ekki sagt, að landar vorir hafi verið örlátir á nöfn Aldinborgaranna. En þetta breyttist. 1855 voru Friðrikarnir orðnir 202 og Kristjánarnir 627. Á síðustu mannsöldrum hafa verið tekin upp ýmis forn nöfn, sem eigi er vitað að notuð hafi verið öldum saman. Aukin kynni fólks af fornbókmenntunum, þar sem nöfn þessi hafa geymzt, hafa ráðið þessu, og er eigi nema gott um það að segja. Sum þessara fornu nafna hafa orðið alltíð. Af manntalinu 1703 sést eigi, að áhrifa frá fornbókmenntunum um nafnaval hafi gætt að nokkru ráði. Nafnið Ingólfur er t.d. mjög al- gengt nú orðið. Árið 1703 bar eng- inn maður þetta nafn. Árið 1855 School of English Studies í Folkstone er frábær enskuskóli viö baöströnd á Suður-Englandi. Vorönn hefst 1. apríl, sumarönn 1. júlí og aftur 29. júlí. Viö afgreiðum pantanir í marz- mánuði. Hringiö sem fyrst og afliö upplýsinga. Mímir, Brautarholti 4, sími 10004 kl. 1—5 e.h. Island — Noregur Þeir aðilar, sem áhuga hafa á viöskiptum eöa hvers kyns samskiptum viö Noreg, vinsamlega hafiö samband viö undirritaöan. Kjartan Trausti Sigurðsson, Box 32, 7720 Malm, NORGE. Símar 077-57777 eða 077-57794. _ Gram Tæpper Teflonhúð Afrafmagnað Poliamid Ullarteppi Greiösluskilmálar Stuttur afgr.tími Komið og skoðið _ Gram Tæpper Teppaverzlun Fríörik Bertelsen h.f., Síðumúla 23, R. Sími: 86266. Þú svalar lestrarþörf dagsins Málverkauppboð verður aö Hótel Sögu mánudaginn 5. mars nk. kl. 20.30. Myndirnar verða til sýnis sunnudag 4. mars í Breiðfirðingabúð v. Skólavörðu- stíg 6, frá kl. 14—18 og aö Hótel Sögu mánudaginn 5. mars frá kl. 13—18. Kaffihlaðborð Stórglæsilegt kaffihlaöborö hjá Fákskonum í félags- heimilinu viö Bústaöaveg í dag. Hefst kl. 14.30. Allir hjartanlega velkomnir. Fákskonur. Reiðskóli Fáks Reiöskólinn tekur til starfa 5. mars nk. Innritun og nánari uppl. á skrifstofu félagsins í síma 30178 frá kl. 13.00—17.00 mánudaga til föstudaga. Hestamannafélagið Fákur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.