Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 75 Skóli fyrir vínsmakkara Fyrir tíu árum var stofnaður í París fyrsti skólinn fyrir „smakkara“ til að meta gæði vína. Það er Steven Spurrier, sem á heiðurinn af stofnun skól- ans og er aðsókn svo mikil að færri komast að en vilja. Nokkrar af víntegundunum sem boðið er upp á í verslun Stevens. Tveimur árum áður en Steven stofnaði skólann, opnaði hann litla vínbúð í París, sem fljótlega gat sér góðan orðstír og varð vinsæl af borgarbúum. Þar hefur Steven sinn einkavínkjallara sem nefnist „Caves de la Madeleine". í búðinni selur hann víntegundir á viðráðanlegu verði, og getur kaupandinn verið nokkuð viss með að hjá Steven kaupir hann ekki köttinn í sekknum, heldur úrvals rauðvín í flösku. Fyrir þá sem vilja eitthvað sérstaklega gott hefur hann á boðstólum gæðavín á borð við „Chateau Margaux 1979“, á 330 franka, sem er ekki lítið fyrir eina rauð- vínsflösku, hvað þá fyrsta flokks koníak „Grande Champagne" frá Raymond Ragnaud Heritage (45%), en flaskan af því kostar þúsund franka. Smakkskólinn er við hliðina á vínbúðinni og er opinn alla daga vikunnar nema sunnudaga. Fólk sem lýkur námi í skóla Sperrier á yfirleitt auðvelt með að fá vinnu hjá stórum vínframleið- endum. Skólinn býður einnig upp á kennslu fyrir fólk, sem vill læra meðhöndlun víns í matargerð, eða bara sjálfum sér til skemmt- unar. Skólinn býður einnig upp á hópnámskeið og einkatíma og nú er í ráði að færa út kvíarnar og opna skóla í New York. Steven sagði, að yfir vínsmökkun hefði alltaf hvílt mikil leynd og hefði listin verið til skamms tíma lok- uð nema þröngum hópi manna. Með tilkomu skólans hefði þetta breyst og nú gætu allir, sem áhuga hafa á að kynna sér leynd- ardóma vínsins, fengið aðgang að fræðslu um þau mál. (Frá Önnu Nissels í París) Skólinn og vínbúðin. Félagsfundur blaðamanna ALMENNUR félagsfundur Blaða- raannafélags íslands verður haldinn í hádeginu á morgun, mánudaginn 27. febrúar í húsnæði félagsins í Síðumúla 23. Fundarefni: Samninga- málin. Stjórn BÍ hvetur alla félaga til að mæta og ræða alvarlega stöðu í samningaviðræðunum. Sovéskir stór- meistarar í MÍR-salnum Stórmeistararnir sovésku Efím Geller og Júrí Balashov tefla fjöltefli í MÍR-salnum nk. mánudagskvöld við alla þá sem koma með taflmenn og skákborð með sér. Stórmeistararnir, sem eru þáttak- endur í Reykjavíkurmótinu, munu einnig spjalla við viðstadda um skákmál og svara fyrirspurnum. Fjölteflið hefst kl. 20.30. (Or fréttatilkynningu.) Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! á Philco W451 þvottavél. Verð aðeins kr. 16.100.- Staðgreitt Við bjóðum nú Philco þvottavélarnará stórlækkuðu verði. Philco W 451 tekur 5 kg af þurrþvotti, hún hefur mjög stóran þvottabelg og vindur með allt að 800 snúninga hraða á mínútu. Hún tekur inn á sig bæði heitt ogkalt vatn og sparar þannig verulega orku. Þjónustan hjá Heimilistækjum er sú traustasta í bænum og það hefur ekki lítið að segja við val á þvottavél. Vertu öruggur - veldu Philco. Við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 QOTT 7ÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.