Morgunblaðið - 25.07.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984
Ljósm./ FriÖþjófur.
Þrjár af fjórum flugvélum sem lentu á Akureyrarflugvelli vegna þoku í Reykjavík og Keflavík á mánudagskvöld.
Þröng á þingi á Akureyri
Viðeyjarhátíð:
Endanlegt leyfi
gefíð út í dag
ÞOKA varð þess valdandi að flug-
vellirnir í Reykjavík og Keflavík lok-
uðust á mánudagskvöldið og var
allri flugumferð beint til Akureyrar.
Þangað komu 4 flugvélar, tvær
Boeing-þotur og tvær F-27 vélar. Ein
þessara véla var kvöldvélin frá Ak-
ureyri, sem þurfti að snúa við og
lenti hún aftur á Akureyri um kl.
22.30. í þessari vél voru margir Ak-
ureyringar sem gátu farið inn í bæ,
þegar séð var að ekki yrði reynt að
fljúga fyrr en í gærmorgun. Stuttu
seinna lenti Boeing-þota Flugleiða
frá Narssarssuaq með um 70 farþega
og rétt fyrir kl. 23.00 lenti F-27 vél
sem var að koma frá Kulusuk með
40 farþega.
Að sögn Gunnars Odds Sigurðs-
sonar stöðvarstjóra Flugleiða á
Akureyri var orðin þröng á þingi
þegar hér var komið sögu vegna
þess að fyrir voru á vellinum vélar
frá Flugvélagi Norðurlands og ein
erlend þota. Síðasta flugvélin,
áætlunarflugvél frá Kaupmanna-
höfn og Osló, lenti um kl. 1 eftir
miðnætti. I henni voru 65 farþegar
og varð að leggja henni utarlega
LANDSVIRKJUN hefur tekið 622
milljóna króna lán í Japan til að
greiða upp eldri og óhagstæðari
lán vegna virkjunarframkvæmda
Landsvirkjunar. Samningurinn
var undirritaður í London milli
Landsvirkjunar og Mitsui Trust &
Ranking Co. Ltd., og ellefu ann-
arra japanskra banka og lána-
stofnana. í japönskum yenum er
lánið að fjárhæð 5 milljarðar.
Af hálfu Landsvirkjunar und-
irrituðu samninginn Halldór
Jónatansson, forstjóri fyrirtæk-
isins, og Árni Grétar Finnsson,
hrl., sem situr í stjórn Lands-
Hafnarfjörður:
Alvarlegt
umferðarslys
ALVARLEGT umferðarslys varð um
kl. 10.30 í gærmorgun þegar bifreið,
sem ekið var norður Reykjanesbraut,
var ekið á Ijósastaur á móts við Víði-
dal. Eftir að hafa ekiö á staurinn fór
bifreiðin yfir nokkurt stórgrýti áður en
hún féll hálfan fimmta metra ofan í
húsagarð.
Ökumaðurinn, 57 ára gömul kona,
sem var ein í bifreiðinni, slasaðist
mikið. Hlaut m.a. skurði í andliti
auk þess sem bringubein brotnaði.
Konan var flutt rakleiðis á slysa-
deild. Tildrög slyssins eru óljós en
bifreiðin er talin vera gerónýt.
við flugbrautina, því ekki var
pláss við flustöðvarbygginguna.
„Starfsfólk Flugleiða á Akur-
eyrarflugvelli var á vakt í alla
nótt og reyndi eftir megni að gera
dvöl farþegana þægilega og veita
mat og drykk að vissu marki. Ekk-
ert pláss var á hótelunum á Akur-
eyri svo farþegarnir urðu að
dvelja annað hvort í flugstöðvar-
virkjunar. Lánstíminn er tíu ár
og vextir 8,1% á ári.
byggingunni eða i þotunum. Það
var lán í óláni að þoturnar voru
ekki fullsetnar og gátu því flestir
farþegarnir fengið eina sætaröð
og lagt sig,“ sagði Gunnar Oddur
Sigurðsson. „Fólkið tók þessu vel,
enda er það svo að þegar um veður
er að ræða skilur fólk að það er
ekkert í okkar valdi, sem hægt er
að gera til þess að breyta því.“
Á árinu 1983 voru rúmlega 77
þúsund tonn af fljótandi áli fram-
leidd i kerskálunum, en það er
87,5% af afkastagetu. Steypuskál-
inn framleiddi rúmlega 44 þúsund
tonn af hleifum og tæplega 32 þús-
und tonn af börrum eða samtals
76.077 tonn af söluframleiðslu.
Heildarsölur áls námu 82.523
tonnum. Útskipað var tæpum 107
þúsund tonnum, þar af voru 66,8%
flutt út til landa Efnahagsbanda-
lagsins, 27,4% til EFTA-landa og
5,8% til annarra landa. Skipað var
út um 30 þúsund tonnum af áli
sem safnast höfðu upp og að
mestu verið seld á undanförnum
tveimur árum. Hreinar sölutekjur
GERT er ráð fyrir að lógreglan í
Reykjavík gefi í dag út formlegt og
endanlegt leyfi til skemmtanahaldsins
í Viðey um verslunarmannahelgina.
Mótshaldararnir, Magnús Kjartans-
son og Eggert Sveinbjörnsson, munu
fyrir hádegið í dag leggja fram þá 200
þúsund króna tryggingu fyrir lög-
gæslukostnaði, sem embætti lög-
reglustjóra hefur gert að skilyrði fyrir
leyfisveitingunni, að því er þeir sögðu í
samtali við blaðamann Mbl. í gær-
kvöld.
Hátíðargestir munu væntanlega
byrja að koma í eyjuna upp úr há-
degi á föstudaginn 3. ágúst. Þá um
kvöldið verður dansleikur fram eftir
nóttu. Á laugardaginn verða sam-
felldir tónleikar allan daginn,
skrykkdansarar keppa sín á milli og
um kvöldið verður varðeldur, flug-
eldasýning og dansleikur. Á sunnu-
daginn er fyrirhugað að hafa sér-
staka hátíðardagskrá og þá geta
gestir fylgst með hópsiglingu smá-
báta, seglbrettamenn sýna kunnáttu
sína og sjóskíðamenn bregða á leik.
Verið er að byggja skemmtipalla
námu tæpum 2,6 milljörðum ís-
lenskra króna. Rekstrarreikning-
ur fyrir allt árið 1983 sýnir rúm-
lega 325 milljóna króna tap eftir
gjaldfærslu framleiðslugjalds. Af-
skriftir nema rúmum 533 milljón-
um króna og launakostnaður er
tæplega 304 milljónir króna.
I árslok 1983 voru starfsmenn
ÍSAL 609 talsins, þar af 109 við
stjórnun og skrifstofustörf, 482
fastráðnir í verksmiðju, 5 nemar
og 13 ráðnir tímabundið.
Á aðalfundi íslenska álfélags-
ins, sem haldinn var 27. júlí 1983,
sagði dr. Paul H. Miiller sig úr
stjórn félagsins. í stað hans var
dr. Dietrich N. Ernst skipaður í
stjórnina. Dr. Ernst Bosshard var
skipaður stjórnarmaður í stað
Wolfgang Capitaine sem lést á ár-
inu. A aðalfundinum rann út um-
boð Ragnars Árnasonar, en í hans
stað skipaði iðnaðarráðuneytið
Magnús Oskarsson.
á austanverðri eynni og merkja
tjaldstæði, að því er Magnús Kjart-
ansson sagði í gær. „Við eigum að
geta tekið á móti allt að þúsund
tjöldum en vegna þess hve hátíð-
arsvæðið er skammt frá borginni og
samgöngur verða tíðar teljum við
ekki ólíklegt að ýmsir muni gista
heima og vera í Viðey á daginn,“
sagði hann.
Magnús sagði að svo að hátíðin
stæði undir sér þyrftu gestir að
verða um tvö þúsund. Aðgöngu-
miðaverð fyrir alla dagana verður
1200—1400 krónur.
Iðnaðarbankinn:
Ragnar Önund-
arson ráðinn
bankastjóri
BANKARÁÐ Iðnaðarbanka íslands
hf. ákvað á fundi sínum síðastliðinn
föstudag að ráða Ragnar Önundar-
son í stöðu bankastjóra frá fyrsta
ágúst næstkomandi. í frétt frá Iðn-
aðarbankanum segir, að ákvörðun
þessi sé undanfari frekari skipu-
lagsbreytinga hjá Iðnaðarbankan-
um, sem aukning umsvifa bankans
síðustu misserin kalli á.
Þá segir í frétt bankans, að
Ragnar hafi hafið störf í hagdeild
bankans 1976 að loknu námi í
viðskiptadeild Háskóla íslands.
Hann hafi verið ráðinn aðstoðar-
bankastjóri Iðnaðarbankans árið
1979. Ragnar er 31 árs, kvæntur
Áslaugu Þorgeirsdóttur og eiga
þau tvo syni.
Náttúruvemdarráð:
Samstarf um málefni friðlands
Hornstranda ávallt verið gott
Athugasemd vegna ályktunar sýslunefndar N-ísafjarðarsýslu
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur sent Mbl. athugasemd vegna ályktunar
sýslunefndar N-ísafjarðarsýslu. Náttúruverndarráð bendir á að sam-
kvæmt lögum nr. 47/1971 um náttúruvernd getur Náttúruverndarráð
ekki friðlýst landsvæði einhliða né breytt reglum um friðlýst svæði nema
í samráði og með samþykki landeigenda og annarra rétthafa viðkomandi
landsvæðis.
Þegar Hornstrandafriðland
var stofnað 1975 höfðu því farið
fram ítarlegar viðræður við
landeigendur, sem stofnuðu m.a.
með sér félagsskap, Land-
eigendafélag Sléttu- og Grunna-
vikurhrepps (LSG), til viðræðna
við Náttúruverndarráð um und-
irbúning að stofnun friðlands.
Allt frá stofnun friðlandsins
hefur ávallt verið gott samstarf
milli þessara aðila um málefni
friðlandsins.
Á sameiginlegum fundi Nátt-
úruverndarráðs og stjórnar LSG
1983 var samþykkt að taka regl-
ur friðlandsins til endurskoðun-
ar m.a. í ljósi síaukins ferða-
mannastraums um svæðið og til
að tryggja enn betur en verið
hefur virkt samband þessara að-
ila og rétt landeigenda. Var sam-
þykkt að auglýsa eftir athuga-
semdum í Lögbirtingablaðinu og
birtist auglýsingin þann 4. apríl
sl. f niðurlagi hennar segir orð-
rétt: „Samkvæmt 36. gr. náttúru-
verndarlaga er hverjum þeim,
sem verður fyrir fjárhagstjóni
vegna náttúruverndaraðgerða,
veittur réttur til skaðabóta.
Náttúruverndarráði er jafn-
framt, samkvæmt 30. og 31. gr.
laganna, skylt að gefa landeig-
endum, ábúendum og öðrum
rétthöfum kost á að kynna sér
friðlýsingu, og koma á framfæri
mótmælum eða gera bótakröfur.
Er það nú gert með þessari aug-
lýsingu og skulu kröfur hugsan-
legra rétthafa berast skrifstofu
Náttúruverndarráðs innan fjög-
urra mánaða frá birtingu aug-
lýsingar þessarar."
Tími til að skila inn athuga-
semdum rennur því út 4. ágúst
nk. og mun Náttúruverndarráð í
samráði við stjórn LSG fara yfir
þær athugasemdir sem borist
hafa. Þá er hugsanlegt að regl-
urnar breytist í samræmi við
óskir landeigenda eða vegna þess
að sýnt þyki að þær muni á ein-
hvern hátt ganga á eignarrétt
manna umfram þeirra eigin
óskir.
Ljóst er að það er þessi aug-
lýsing sem er undirrótin að fyrr-
nefndri ályktun sýslunefndar
N-Isafjarðarsýslu. Náttúru-
verndarráð leyfir sér hins vegar
að láta öðrum eftir að dæma um
réttmæti hennar og hvort i
henni felist „Ofstjórnartilhneig-
ing , heimild um „nánast
óbundnar hendur um setningu
reglna" eða að Náttúruverndar-
ráð hafi „óhæfilegt vald“.
Tap ÍSAL 1983
rúmlega 325 millj.
ÁSTAND á álmarkaði batnaði verulega á árinu 1983 og mark-
aðsverð áls, sem fallið hafði stöðugt frá 1980, hækkaði ört á
fyrsta ársfjórðungi, en náði þó ekki hæsta verði ársins 1980.
Þetta kemur m.a. fram í ársskýrslu íslenska álfélagsins hf. fyrir
árið 1983 og ennfremur kemur fram, að tap félagsins það ár,
samkvæmt rekstrarreikningi, var rúmlega 325 milljónir króna.
622 milljóna
kr. lán til að
borga skuldir