Morgunblaðið - 10.11.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 10.11.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 3 Séð í glugga verslunarinnar Sviss. Morgunblaðið/Emilia Súkkulaði flug- leiðis frá Sviss „f MÖRG ár hef ég feröast mikið og ávallt reynt að koma þvi þannig fyrir að ég gæti millilent í Sviss, til að geta keypt mér rómaða handunna súkkulaðið þeirra," sagði Freygerður Kristjánsdóttir, einn af eigendum verslunarinnar Sviss, sem opnuð hefur verið að Laugavegi 8. Þar er eingöngu selt svissneskt handunnið súkkulaði. Eigandi verslunarinnar er fyrirtækið Súkkulaði hf. sem rekið er af Freygerði, Ingibergi Þorkelssyni, Sigurbjörgu Kristjánsdóttur og Ástu Dan Ingibergsdóttur. t versluninni Sviss eru seldir Freygerður sagði að ekki væri konfektmolar og „truffles" ætlunin að láta staðar numið með (súkkulaðikúlur) með mismunadi opnun Sviss og væri verið að bragði. Sætindin koma vikulega ganga frá samningum fyrir fleiri að utan þannig að það er aldrei versíanir. Súkkulaði hf. mun eldra en 2 til 3 vikna gamalt í næsta vor opna „konditorí" ofar á versluninni. Súkkulaðið er selt Laugaveginum þar sem hægt eftir vigt og er öllu pakkað inn i verður að setjast niður og snæða gjafapakkningar. svissnesk sætindi af ýmsu tagi. Óskar Magnússon AK-177 sleginn Krossvík hf. á nauðungaruppboði: Heimamönnum kapps- mál að halda í skipið — segir Guðjón Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Akraness Morgunblaðid/Jón Gunnlauþ won. Hluti þeirra sem viðstaddir voni uppboðið á togaranum Óskari Magnússyni AK-177 í þingsal bæjarfógetaembættisins á Akranesi f gær. Lengst til vinstri er Guðjón Guðmundsson forseti bæjarstjórnar. Sitjandi næst honum er Valdimar lndriðason alþingismaður og bæjarfulltrúi. f dyrunum má m.a. sjá Harald Sturlaugsson, forstjóra Haralds Böðvarssonar, og lengst til hægri stendur Er- lendur Markússon hdl., sem bauð í togarann fyrir hönd Krossvíkur. „Ég er mjög ánægður með að togar- inn verður hér áfram. Það var kappsmál allra heimamanna að halda í skipið," sagði Guðjón Guðmunds- son, forseti bæjarstjórnar Akraness, f samtali við Mbl. eftir að skuttogarinn Óskar Magnússon AK-177 var sleginn útgerðarfélaginu Krossvík hf. á Akra- nesi með tilheyrandi vél, rá og reiða fyrir 98,5 milljónir króna á nauðung- aruppboði. Auk Krossavíkur bauð Fiskveiðasjóður fslands í togarann. Uppboðið fór fram í þingsal bæj- arfógetaembættisins á Akranesi þar sem togarinn var á veiðum. Viðstaddir voru fulltrúar ýmissa kröfuhafa og frammámenn bæjar- félagsins og atvinnulífs þar. Stýrði Björgvin Bjarnason bæjarfógeti nauðungaruppboðinu. Fógeti óskaði eftir boðum f skipið er hann hafði sett réttinn. Fyrsta boð kom frá ólafi Stefánssyni hdl. fyrir hönd Fiskveiðasjóðs, að upp- hæð 98,4 milljónir króna, eða sömu upphæð og kröfur sjóðsins í skipið námu. Að vörmu spori kvaðst Guð- mundur Markússon hdl. svo vera með boð fyrir hönd Krossvíkur að upphæð 98,5 milljónir, eða 100 þús- undum hærra en Fiskveiðasjóður. Fógeti lýsti eftir fleiri boðum en þau komu engin og tók hann sér þá frest til að athuga boðin. Að Krossvfk hf. standa Akranes- kaupstaður, Haraldur Böðvarsson hf., Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an hf. og Haförninn hf. Sfðast- nefnda fyrirtækið var aðili að Út- gerðarfélagi Vesturlands hf., sem áður gerði togarann út, ásamt Þórði Óskarssyni hf. á Akranesi og Agli hf. í Borgarnesi, sem 50 einstakl- ingar þar f bæ stóðu að. Samkvæmt uppboðsskilmálum ber Krossvfk hf. að borga fjórðungshluta uppboðs- andvirðis um ieið og boðið er sam- þykkt. Togarinn Óskar Magnússon var smíðaður hjá Slippstöðinni á Akur- eyri fyrir útgerðarfélag Vestur- lands og hóf róðra 1978. Undanfarin ár hafa ýmsir erfiðleikar steðjað að útgerðinni og í fyrra hrundi aðalvél skipsins með þeim afleiðingum að skipta varð um hana. Skipið er met- ið á um 100 milljónir, en skuldir útgerðarinnar voru á annað hundr- að milljónir, mest við Fiskveiðasjóð og Byggðasjóð. Banabiti aö missa skipiö „Það er bráðnauðsynlegt að halda í skipið, hér byggist svo margt á togaraútgerð," sagði Guðjón Guð- mundsson. „Rúmlega þriðjungur bæjarbúa hefur atvinnu af sjávar- útvegi. Hér eru fjórir togarar og máttum við ekki missa þennan, helzt þurfum við einn f viðbót, ekki sízt þar sem bátaútgerðin virðist vera að lfða undir lok. Þetta er mjög gott skip með ársgamla vél og kaup- in því ekki út í hött. Eg vil taka það sérstaklega fram að það er mikil eftirsjá f því ágæta fyrirtæki, Þórði óskarssyni hf., sem starfað hefur hér af miklum mynd- arskap í um 20 ár,“ sagði Guðjón. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu, þetta er mikill sigur," sagði Valdimar Indriðason alþing- ismaður og bæjarfulltrúi við Mbl. „Við vildum freista þess að gera togarann út. Það hefði verið mikið áfall að missa skipið héðan. Það lá fyrir að hraðfrystihús Hafarnarins hefði hætt starfsemi og lokað 1. desember ef togarinn hefði verið seldur héðan. Búið var að segja upp öllu starfsfólki frá þeim tíma, um eitt hundrað manns. Það hefði þvf verið algjör banabiti að missa skip- ið,“ sagði Valdimar. Til sölu eru: tvær 40.8m2 einstaklingsíbúðir tvær 60. lm2 2ja herbergja íbúðir fjórar 66.4m2 2ja herbergja íbúðir þrjátíu 70.Om2 2ja herbergja íbúðir sex 89.Om2 3ja herbergja íbúðir tíu 98.6m2 3ja herbergja íbúðir sex 99.3m2 3ja herbergja íbúðir Hér er um að ræða netto stærðir íbúða, án hlutdeildar í sameign. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur auglýsir: Til sölu 60 íbúðir fyrir aldraða félagsmenn VR við Hvassaleiti 56-58. Þeir félagsmenn VR sem orðnir eru 63 ára eiga rétt á að kaupa íbúð, þó þannig að fé- lagar 67 ára og eldri eiga forgangsrétt á íbúðunum. Miðað er við að þessum aldurs- mörkum sé náð um áramótin 1985/1986. Þeim félagsmönnum, sem áhuga hafa á að kaupa þessar íbúðir, er bent á að koma á skrifstofu félagsins, í Húsi verslunarinnar 8. hæð, og kynna sér teikningar og fá upp- lýsingar um verð íbúðanna. Skilafrestur umsókna ertil 7. desembern.k. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.