Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
2000 fleiri bíl-
ar fluttir inn í
ár en í fyrra
LIÐLEGA tvö þúsund fleiri bifreidir
voru fluttar til landmns fyrstu níu
mánuði irsins en fyrstu níu mánuði
síðasta árs, skv. upplýsingum Hag-
stofu íslands. Mest var flutt inn af
nýjum fólksbifreiðum, samtals 5.348
en á sama tímabili í fyrra samtals
3.701. Langflestar bifreiðirnar eru
búnar bensínvélum — í ár hafa verið
fluttar inn 284 diesel-bifreiðir en
249 í fyrra.
Nokkru fleiri notaðar fólksbif-
reiðir voru fluttar inn á þessu ári.
Forseti íslands;
Erlendis í
einkaerindum
FORSFÍTI íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, hélt ( morgun utan til
Lundúna og Parísar í einkaerind-
um. Forseti kemur aftur heim
föstudaginn 23. nóvember.
fFrétUtilkyooillg-)
293 á móti 224 í fyrra. Nýir sendi-
bílar voru alls 322 fyrstu níu mán-
uði þessa árs en voru 286 í fyrra.
Notaðir sendibílar voru 11 í ár en
17 á sama tíma í fyrra. í ár hafa
verið fluttir inn 286 nýir vörubílar
en voru 264 í fyrra. Notaðir vöru-
bílar í ár eru orðnir 43 en voru 55
á sama tíma í fyrra.
Af einstökum tegundum má
nefna að fluttar hafa verið inn 483
Fiat Uno bifreiðir frá Ítalíu. Næst
kemur Subaru frá Japan, alls 368
bílar, þá Daihatsu Charade frá
Japan, alls 322. í fjórða sæti er
Lada 2107 frá Sovétríkjunum, alls
319, og í fimmta sæti er Skoda
105/120/Rapid frá Tékkóslóvakíu,
alls 286 bifreiðir.
INNLENT
Kristjana P. Helga-
dóttir lœknir látin
Kri-stjana P. Helgadóttir læknir
lézt í Landspítalanum fimmtu-
dagskvöldið 8. nóvember sl. Krist-
jana var fædd í Hafnarfirði 5. ágúst
1921 og því 63 ára er hún lézt.
Foreldrar hennar voru þau
Helgi ólafsson trésmíðameistari
og kona hans Þóra Guðrún Krist-
jánsdóttir í Hafnarfirði. Kristjana
lauk stúdentsprófi í Reykjavík ár-
ið 1940 og læknaprófi frá Háskóla
fslands 1948. Hún starfaði fyrst á
Vífilsstaðaspítala, en síðar á
Landspítalanum. Við Grace
Hospital í Winnipeg starfaði hún
sem námskandidat og einnig við
barnaspítala i Winnipeg, auk
fleiri spítala í Bandaríkjunum, en
þar lauk hún sérfræðinámi i
barnasjúkdómum. Hún var starf-
andi læknir á höfuðborgarsvæðinu
frá árinu 1952.
Eftirlifandi eiginmaður Krist-
jönu er Finnbogi Guðmundsson
Kristjana P. Helgadóttir læknir.
landsbókavörður i Reykjavík. Þau
eignuðust eina dóttur, Helgu
Laufeyju.
Þorsteinn Ölafsson
tannlæknir látinn
Síðastliðinn þriðjudag varð Þor-
steinn Ólafsson tannlæknir bráð-
kvaddur á heimili sínu hér í Reykja-
vík, Laufásvegi 42. Hann var 63ja
ára, fæddur 21. desember árið 1920.
Þorsteinn var borinn og
barnfæddur Reykvíkingur. For-
eldrar hans voru Kristín Guð-
mundsdóttir og ólafur Þorsteins-
son háls- nef- og eyrnalæknir. Að
loknu stúdentsprófi frá MR vorið
1940 hóf hann tannlækninganám
við Háskóla fslands. Er hann lauk
því, árið 1947, opnaði hann tann-
lækningastofu sína á Skólabrú 2
og rak hana til dauðadags.
Á skólaárum sínum lék Þor-
steinn í knattspyrnuflokkum Vík-
ings um árabil. Var ætið mikill og
sannur Víkingur. Hann átti sæti í
stjórn Reykvíkingafélagsins. Geta
má þess að Þorsteinn átti merki-
legt ljósmyndasafn Reykjavík-
urmynda frá ýmsum tímum og af
fjölda einstaklinga, sem á sinum
tíma settu svip sinn á bæinn.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Ólöf Vilmundardóttir landlæknis
Þorsteinn Ólafsson tannlæknir.
Jónssonar. Börn þeirra eru ólafur
viðskiptafræðingur og Kristín
blaðamaður.
Hafskip hefur beinar
áætlunarferðir milli
Evrópu og Bandaríkjanna
HAFSKIP hf. hóf reglubundnar
áætlunarsiglingar milli meginlands
Evrópu og Bandaríkjanna í byrjun
október sl. Til siglinganna eru notuð
tvö tæplega 600 gáma leiguskip, sem
eru það stór að þau komast ekki inn
í Keykjavíkurhöfn. Er því siglt á
milli heimsálfanna án viðkomu á fs-
landi. Annað skipanna er níu þús-
und tonn og hitt er 12 þúsund tonn.
Ferðir eru hálfsmánaðarlega.
Þetta er i fyrsta sinn sem ís-
lenskt skipafélag hefur reglu-
bundnar áætlunarsiglingar er-
lendis án viðkomu á fslandi. Und-
irbúningur fyrir þessa starfsemi
erlendis hefur staðið frá því á sl.
ári og hefur heildarskipulag og
framkvæmd verið í höndum
Björgólfs Guðmundssonar, for-
stjóra Hafskips.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Björgólf og var hann
spurður hvernig staðið hefði verið
að undirbúningi fyrir þessar sigl-
ingar.
„Stjórn félagsins ákvað á sínum
tíma að stórauka starfsemi félags-
ins erlendis. Fyrst voru opnaðar
svæðisskrifstofur Hafskips í
Hamborg, Kaupmannahöfn, Ips-
wich, New York, Rotterdam og nú
síðast í Varberg i Svíþjóð. Þvi
næst var fest kaup á bandariska
flutningsmiðlunarfyrirtækinu
Cosmos Shipping Co., sem rekur 5
skrifstofur þar í landi. Auk þess
eru nú Cosmos-skrifstofur i
Reykjavík og Rotterdam. Þriðja
skref stjórnaráætlunarinnar eru
umræddar siglingar milli Evrópu
og Ameríku.“
Eru þið ekkert hræddir við sam-
keppnina úti i hinum stóra heimi?
nVið vitum að samkeppni á
þessari siglingaleið er bæði hörð
og ströng,“ sagði Björgólfur.
„Risastór skip og öflug skipafélög
eru þegar á þessum markaði og
eru þau hættulegir keppinautar.
En ef vel tekst til, er ljóst að velta
félagsins vegna þessara siglinga
verður meiri en heildarvelta Haf-
skips hf. er nú. Bersýnilegt er að
íslendingar geta ekki öllu lengur
lifað hver á öðrum og fréttir af
Fiskiþingi sýna, að sjávarútvegur-
inn einn getur ekki lengur staðið
undir velferð þjóðarinnar. Þess
vegna þurfa íslensk fyrirtæki,
þ.m.t. skipa- og flugfélög að ryðj-
ast út á erlenda markaði og skapa
gjaldeyristekjur af sölu þjónustu
og hugvits. Að sjálfsögðu ber að
hafa í huga að hér er um algjöra
tilraun að ræða, sem miðast við
fjóra mánuði i senn, en við stefn-
um að því að hér verði um fram-
tíðarverkefni að ræða.“
Eruð þið sem sagt að sýna bæði
ykkur sjálfum og öðrum íslend-
ingum fram á að þessi þjóð sé
samkeppnisfær erlendis?
„Já, það er eitt af markmiðum
félagsins,“ sagði Björgólfur. „Það
eru allt of margir sem draga í efa
getu okkar á erlendum vettvangi
og of margir sem reyna nú að
draga úr okkur kjarkinn. Ef þess-
ar siglingar takast vel, þá höfum
„Islenzk fyrirtæki
verða að ryðjast á
erienda markaði,“
segir Björgólfur
Guðmundsson,
forstjóri Hafskips
við sýnt a.m.k. að við þorum að
takast á við okkur stærri og
sterkari samkeppnisaðila erlendis.
Ef ekki, þá verðum við reynslunni
rikari. Einnig er markmið okkar
það að sækja tekjur og gjaldeyri
til útlanda, skapa möguleika á
hraðari endurnýjun skipastóls fé-
lagsins, að fjölga atvinnutækifær-
um íslenskra farmanna, þegar
ljóst verður að þessar siglingar
sanna gildi sitt og félagið hefur
tekið umrædd skip á þurrleigu eða
eignast þau. Einnig viljum við
auka og víkka verksvið svæðis-
skrifstofa Hafskips og gefa stærri
hóp starfsmanna kost á a.m.k.
2—4 ára starfsreynslu erlendis og
auka verkefni og flutningsgetu ís-
lenska kaupskipastólsins."
Hvert sigla Ms. Carlotta og Ms.
Húsá?
„Þau sigla til Hamborgar,
Antwerpen, Tilbury við London og
til New York og Norfolk. Ms. Car-
lotta er þegar búin að fara eina
hringferð og er nú að lesta vörur í
Evrópu. Ms. Húsá er aftur á móti
komin vestur til Bandaríkjanna og
losar þar og verður komin til baka
UNGUR maður slasaðist alvarlega
aðfaranótt föstudagsins þegar hann
ók bfl sínum aftan á kyrrstæðan vöru-
flutningabíl við Bólstaðarhlíð í
Reykjavík.
Slysið varð um kl. hálftvö um
nóttina og var maðurinn einn í
bilnum. Vöruflutningabilnum hafði
verið lagt við vegarbrúnina og mun
ökumaður fólksbílsins, sem var af
gerðinni Mazda 323, ekki hafa séð
26. þ.m. Skipin hafa verið nálægt
því fulllestuð til Bandarikjanna,
en minna er um flutninga þaðan
meðan gengi dalsins gagnvart öðr-
um vestrænum gjaldmiðlum helst
eins hátt og það er nú. Við stefn-
um að því að taka þessi eða sam-
bærileg skip á þurrleigu í náinni
framtíð og manna þau með is-
lenskum sjómönnum. Það er staö-
reynd að íslenskir starfsmenn
Hafskipsskrifstofanna erlendis
hafa staðið sig sérstaklega vel og
hafa sýnt og sannað að þeir gefa
kollegum sínum erlendum ekkert
eftir i sölustarfseminni og af-
greiðslu í erlendum höfnum.“
Má búast við fleiri breytingum á
starfsemi Hafskips á næstunni?
„í framhaldi af þessum sigling-
um mun Hafskip hf. hefja reglu-
bundnar hálfsmánaðar áætlunar-
siglingar frá Norðurlöndunum til
N-Ameríku og verða notuð i það
400—500 gáma leiguskip til að
byrja með. Um er að ræða tvö skip
og mun það fyrra hefja siglingar í
kringum 17. desember, en hitt í
janúar 1985. Þessi skip munu
koma við í Reykjavík á austurleið
með vörur frá Ameriku og taka
hér varning vestur. Þetta þýðir að
við verðum með vikulega viðkomu
í New York og Norfolk, a.m.k.
meðan á þessum reynslutíma
stendur.“
Að lokum vildi Björgólfur Guð-
mundsson að það kæmi fram að
þótt hér væri um að ræða fyrstu
tilraun íslensks skipafélags í áætl-
unarsiglingum erlendis, þá hafa
a.m.k. tvö skipafélög, Nesskip og
Víkurskip, stundað leiguflutninga
erlendis og náð ágætum árangri.
tengivagn hans fyrr en það var orð-
ið um seinan. Hann slasaðist mikið
á höfði og hlaut auk þess innvortis
meiðsli. Hann notaði ekki í bilbelti.
Maðurinn var fluttur i sjúkrahús
en var ekki lengur i lifshættu sið-
degis i gær, skv. upplýsingum
slysarannsóknardeildar lögregl-
unnar í Reykjavík.
Myndin var tekin á slysstaðnum
skömmu eftir atburðinn.
Mbl./Júllus.
Slasaðist mikið
í aftanákeyrslu