Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 47 Snyrtivöruyerzlunin Sara í Bankastræti Snyrtivöruverzlunin Sara opnaði nýja verzlun í Bankastræti 8 4. október síðastliðinn. Verzlunin leggur áherzlu á fjölbreytt vöruúrval. Snyrtisér- fræðingur er á staðnum til leiðbeininga. Eigendur verzlunarinnar eru Dóra Petersen og Hanna Hofsdal. Syndin er lævís og lipur Bók Jónasar Árnasonar um Jón Kristófer endurútgefin „SYNDIN er lævís og lipur“ er heiti á bók Jónasar Árnasonar um Jón Kristófer, sem endurútgefin hefur verið af Reykjaforlaginu, en hún kom fyrst út haustið 1962 og hefur verið ófáanleg. Bókin fjallar um Jón Sigurðs- son, sem einnig er kunnur undir nafninu Jón Kristófer kadett, og ævintýralegan æviferil hans. Jón- as Árnason las bókina í útvarpi á sl. vetri og er bókin nú endurút- gefin vegna fjölda áskorana, segir í fréttatilkynningu frá útgáfunni. í fréttatilkynningunni er einnig vitnað í blaðadóma um bókina, þegar hún kom út í fyrsta sinn: „Stefán Jónsson rithöfundur sagði þá m.a.: „Þessi saga af Jóni Kristófer er skemmtilegasta ævi- sagan, sem ég hef lesið... Nú nema hvað? Það er Jónas Árnason sem skrifar söguna um þennan gáfaða og gáskafulla pinna- og skapraunamann; rófuþjófnað af pólitísku ofstæki; trúnað á háska- stund við ömmu gömlu og kýrnar í Fagurey; ofurmannlegar dáðir Ólafsvíkur-Kalla hins hjarta- prúða; Óskapagöngu í hjálpræð- isher og brezkum her um hafnar- knæpur þúsund borga og yfir tundurduflasvæði trítilóðrar heimsstyrjaldar á drykkjusárum fótum ... “ Bókin er 236 bls. að stærð, prentuð hjá Prentrúnu, kápumynd I eftir Hilmar Helgason. HÖFUM OPNAÐ gjafavöruverslunina Kendal í nýju húsnæöi aö Laugavegi 61—63. Viö sérhæfum okkur í enskum postulíns- og kristalsvörum. Glæsilegt úrval af gjafavörum, matar og kaffistell- um frá Wedgwood, Aynsley, Spooe og öörum þekktum enskum postulíns- og kristalsframleiö- endum. Kentöal LAUi^l? Sími 26360 Kammertónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar Tónlist Guðríður St. Sigurðardóttir og Páll Pálsson. Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Pachelbel: Þriggja radda keðjulag yfir þrástef. Hindemith: Konsert fyrir píanó, málmblásara og hörpu. Mozart: Linz-sinfónían K.425. Einleikari: Guðríður St. Sigurðar- dóttir. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Fyrstu kammertónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands voru haldnir í Bústaðakirkju sl. fimmtudagskvökd, fyrir nær fullu húsi. Tónleikarnir hófust á sérkennilegu verki eftir orgel- snillinginn Johann Pachelbel (sonur hans, Charles Theodore, var orgelleikari í Ameríku og dó sama ár og J.S.Bach, 1750) og nefnist verkið Kanon. Verkið er í raun röð af þriggja radda keðju- lögum, sem unnin eru yfir ein- falda og síleikna bassalaglínu. (mýnd 1) Fyrsta keðjan hefst á einfaldri fallandi línu sem að nokkru er notuð seinna í verkinu í skreyttu formi (mynd 2). Ann- að verkið var svo konsertmúsík eftir Hindemith, fyrir málm- blásara og hörpu ásamt píanói. Þetta verk er í raun stuttur pí- anókonsert, skemmtilega unnið, bæði fyrir pianóið og blásarana. Guðríður St. Sigurðardóttir lék á píanóið og flutti verkið mjög fallega. Guðríður hefur mjúka tækni, sem nýttist henni ekki til fullnustu, þar sem Hindemith hefði þolað kraftmeiri átök. í einleiksköflunum komu fram kostir Guðríðar og í hæga þætt- inum lék hún oftlega mjög fal- lega. Þau fáu skipti sem undir- ritaður hefur heyrt Guðríði leika, aðallega sem undirleikari hjá söngvurum, hefur hún ávallt komið á óvart fyrir fallegan og ljúflegan leik. Síðasta verkið var Linz-sin- fónían eftir Mozart. Verkið er undurfallegt og var leikur hljómsveitarinnar á stöku stað mjög góður, einkum i síðasta kaflanum, sem var mjög lifandi. Það kann að vera, að það sé eins og að bera í bakkafullan lækinn, að tala um styrkleikaviðmiðun- ina í hljómsveitinni, en á köflum var sem svonefnt p (pianó = veikt) væri leikið mf (mezzoforte = meðalsterkt) en f (forte = sterkt) leikið ff (fortissimo = mjög sterkt). Nú voru það strengirnir sem voru í það sterkasta og var í leik þeirra hvergi að heyra virkilega veika tónmyndun. Hvað sem þessu naggi líður, þá var leikur sveit- arinnar í heild góður; Jón Ásgeirsson ^.ll..O l T- - w I JHi K. A / -«<j i 1* jil j l Mynd 1. * 11J14 f m -f lVr 1 M. J | \ h—r ^ 1 1 4 v1!.- i- H=1 Mynd 2. Hárgreiðslunámskeið Dr. Peter Gress, hárgreiöslumeistari frá Hans Schwarzkopf, Þýzkalandi, veröur meö kennslu í hárgreiöslutækni og nýjustu hárgreiöslum á Hótel Esju mánudaginn 12. nóv., þriðjudaginn 13. nóv., miövikudaginn 14. nóv. Model óskast. Allar nánari uppl. gefa Fríöa í síma 33968, Dórothea í síma 17144, Gunna í síma 51434. Vinsamlegast tilkynniö þátttöku sem allra fyrst. Hárgreiðslumeistarafélag íslands, Heildverslun Péturs Péturssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.