Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
230. tbl. 71. árg._________________________________FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bretar hyggjast hætta
aðild sinni að UNESCO
London, 22. nÓTember. AP.
SIR Geoffrey Howe, utanríkisráö- i ar- og vísindastofnun Sameinuðu
herra Bretlands, tilkynnti í dag, að þjóðanna (UNESCO) í lok næsta árs.
gia sig úr Menning- I apríl sl. varaði brez
Bretar myndu segja sig úr Menning-
brezka stjórnin við
Noregur:
Eldislax fyrir
4,5 milljarða
OM, 22. núr. Frá fréturitara Morgnnblateina,
FRAMLEIÐSLA á norskum eldis-
laxi ætti að geta aukizt upp í 30.000
Mótmæla
sovézkum
kjarnorku-
flaugum
Vfnarborg, 22. nérember. AP.
FORYSTUMEN N óopinberra
friðarhreyfinga f Austur-Þýzka-
landi og Tékkóslóvakíu gáfu f dag
út sameiginlega yfirlýsingu, þar
sem þeir mótmæltu uppsetningu
nýrra kjarnorkuflauga Sovét-
manna í löndum sfnum. Jafn-
framt kröfðust þeir aukinna
mannréttinda. Var þetta fyrsta
sameiginlega yfirlýsing slíkra
friðarhreyfinga í tveimur Austur-
Evrópuríkjum.
Yfirlýsing þessi er undirrituð
af 16 Tékkum og 13 Austur-
Þjóðverjum og eru í þessum
hópi ýmsir kunnir baráttumenn
fyrir mannréttindum og aðrir,
sem kunnir 'eru fyrir gagnrýni
sína á stjórnvöld i þessum lönd-
um. Tilefni þessara mótmæla
nú er uppsetning nýrra kjarn-
orkuflauga f Tékkóslóvakíu og
Austur-Þýzkalandi.
„Friður er óaðskiljanlega
tengdur mannréttindum," segir
f yfirlýsingunni. „Við viljum fá
að lifa í þjóðfélagi, þar sem
réttindi einstaklingsins eru
virt.“ Þá er þess krafizt, að eng-
ar eldflaugar verði í Evrópu
„allt frá Uralfjöllum til Atl-
antshafs". Yfirlýsingin er m.a.
undirrituð af tékkneska leik-
ritaskáldinu Vaclav Havel og
Katja Havemann, konu heim-
spekingsins Roberts Have-
Ju Erik Laure.
tonn á næsta ári og upp í 40.000
tonn árið 1986. Á þessu ári verður
hún um 22.000 tonn, að verðmæti
um einn milljarður n.kr. (um 4,5
milljarðar ísl. kr.). Skýrði Odd
Berg, forstjóri Sölusambands fram-
leiðenda á eldisfiski í Noregi, frá
þessu í dag.
Norðmenn framleiða nú fjór-
um sinnum meira af laxi en allt
það magn, sem veiðist í öllu
Norður-Atíantshafi. Um 85% af
öllum eldislaxi í heiminum eru
framleidd í Noregi, en nú verður
vart æ meiri samkeppni um
markaðinn frá öðrum löndum.
Odd Berg sagði ennfremur, að
ekki mætti einblína á fram-
leiðslumagn, heldur yrði einnig
að leggja mikla áherzlu á gæði
eldisfisksins. Þá skipti eldi á öðr-
um fisktegendum en laxi og sil-
ungi miklu máli.
því, að Bretar hygðust hætta aðild
sinni að stofnuninni, ef ekki yrðu
gerðar verulegar umbætur á starf-
semi hennar. Var þvf haldið fram, að
allt of miklu af fjármunum stofnun-
arinnar væri eytt í óhóf og til veizlu-
halda í aðalstöðvum stofnunarinnar
í París. Þá væri stofnunin orðin hlut-
dræg og oft beinlínis andvíg vest-
rænum ríkjum.
í desember í fyrra tilkynntu
Bandaríkjamenn, að þeir myndu
hætta aðild sinni að UNESCO í
lok þessa árs, ef engar umbætur
færu fram á starfsemi stofnunar-
innar. Allt virðist benda til þess
nú, að Bandaríkjamenn fram-
kvæmi þessa ákvörðun sina.
Enda þótt langt sé sfðan búizt
var við þessari ákvörðun brezku
stjórnarinnar, vakti hún mikla
andstöðu í dag. Urðu margir þing-
menn stjórnarandstöðunnar til
þess að gagnrýna stjórnina harð-
lega í umræðum í neðri deild
brezka þingsins. Ýmsir stuðn-
ingsmenn stjórnarinnar tóku
einnig undir þessa gagnrýni.
Þannig sagði Edward Heath, fyrr-
um forsætisráðherra, að ákvörð-
unina „bæri að harma" og að hún
myndi draga stórlega úr áhrifum
Breta í heiminum.
Þá kom einnig fram mikil gagn-
rýni af hálfu margra samveldis-
ríkja og aðildarríkja Evrópu-
bandalagsins. Var þvf haldið fram,
að Bretar gætu frekar komið fram
umbótum á starfsemi UNESCO
með áframhaldandi aðild sinni
þar.
Stærsti maður heims
Símamynd/AP.
Bandaríkjamaóurinn Albert Jackson sést hér I farangursvagni á flug-
velli í Flórída. Jackson, sem er 42 ára, er 436 kg á þyngd og tæpir tveir
metrar á hæð. Hann var á leið til Nassau á Bahama-eyjum, er þessi
mynd var tekin af honum. Hann heldur því fram, að hann sé „stærsti"
maður heims.
Nýjar afvopnunarviðræður
milli stórveldanna í Genf
Shultz og Gromyko koma saman til fundar snemma í janúar
Washin^ton, 22. nóvember. AP.
GEORGE P. Shultz, utanrikisráð-
herra Bandaríkjanna, og Andrei
Gromyko, utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, munu koma saman til fund-
ar í Genf snemma á næsta ári til
viðræðna um mörg ágreiningsefni,
þar á meðal afvopnun. Var skýrt frá
þessu bæði í Washington og Moskvu
ídag.
Áformað er, að fundurinn fari
fram 7. til 8. janúar nk. og að þar
verði fjallað um öll atriði, sem
snerta kjarnorkuvopn og geim-
ShuRz
Gromyko
Enn flýja 17 Pólveriar
Fleuborg, Vestur-Þýzkabuidi, 22. bút. AP.
ENN HAFA 17 Pólverjar flúið frá
borði, er skip þeirra kom til hafnar
í Vestur-Þýzkalandi. Hafa nú yfir
300 Pólverjar yfirgefið skip sín og
flúið í land í vestur-þýzkum höfn-
um á minna en einni viku.
Er m/s Rogalin kom til hafnar
í Travemunde nærri austur-
þýzku landamærunum á leið til
heimahafnar sinnar I Szczecin,
hurfu 17 manns af skipinu. Áður
höfðu 93 menn yfirgefið skipið.
Yfirvöld í Hamborg hafa skýrt
svo frá, að 192 Pólverjar hefðu
flúið af farþegaskipinu Stefan
Batory, er skipið kom til hafnar
i Hamborg á mánudag. Hafa 134
þeirra beðið þar um pólitískt
hæli nú þegar, en hinir munu
hafa farið til vina og ættingja i
nærliggjandi borgum.
vopn. Gerði Robert McFarlane, ör-
yggismálaráðgjafi Reagans for-
seta, grein fyrir þessum fyrirhug-
uðum viðræðum í dag og sagði, að
þar yrði m.a. rætt um eftirlit með
kjarnorkuvopnum, en um þessar
mundir er ár liðið sfðan viðræður
milli risaveldanna um þessi vopn
sigldu í strand.
Er Reagan forseta var skýrt frá
samkomulaginu um þennan fyrir-
hugaða fund þeirra Shultz og
Gromykos, svaraði hann: „Þetta
eru góðar fréttir. Þetta er fyrsta
skrefið á langri og erfiðri leið.“
Samkomulag um að halda þenn-
an fund náðist eftir að Konstantin
Chernenko, forseti Sovétrikjanna
sendi bandariska utanrikisráðu-
neytinu orðsendingu um siðustu
helgi, þar sem látinn var i ljós
áhugi á slíkum viðræðum með þátt-
töku háttsettra ráðamanna. í þess-
ari orðsendingu var þess ekki kraf-
izt, að meðaldrægar eldflaugar
Bandaríkjamanna í Vestur-Evrópu
yrðu fluttar burt né heldur sett
nein skilyrði fyrir fundi þeirra
Shultz og Gromykos.
I fyrra slitnaði upp úr afvopnun-
arviðræðum milli risaveldanna,
sem fram höfðu farið i Genf, eftir
að Bandaríkjastjórn neitaði að
falla frá þeirri ákvörðun Atlants-
hafsbandalagsins að setja upp nýj-
ar bandariskar eldflaugar í Vest-
ur-Evrópu.
Vladimir Lomeiko, talsmaður so-
vézku stjórnarinnar sagði í dag, að
hér yrði um „alveg nýjar" viðræður
að ræða. Sovétstjórnin liti ekki svo
á, að viðræður þeirra Shultz og
Gromykos yrðu framhald þeirra
viðræðna, sem slitnaði upp úr i
Genf í fyrra.
Dollari lækkar
London, 22. MTembor. AP.
GENGI Bandaríkjadollars lækkaði í
dag gagnvart öllum helztu gjaldmiðl-
um heims. Gerðist þetta f kjölfar til-
kynningar bandaríska seðlabankans
á miðvikudag um, að hann hefði
lækkað forvexti um 0,5% eða úr 9% í
8,5%
Þrír af helztu bönkunum í Lond-
on lækkuðu vexti sina í dag úr 10%
í 9,5%. Þessir bankar voru Nation-
al Westminster, Lloyd’s og Mid-
land. Fyrr í vikunni hafði Barclay’s
lækkaði vexti úr 10% i 9,75%.