Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 230. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretar hyggjast hætta aðild sinni að UNESCO Lmoob, 22. BÓrembrr. AP. SIR Geoffrey Howe, uUnríkisráð- herra Bretlands, tilkynnti f dag, að Bretar myndu segja sig úr Menning- ar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í lok næsU ars. I aprfl sl. varaði brezka stjórnin við Noregun Eldislax fyrir 4,5 milljarða Odo, 22. aót. Kré frrturiuri MorgMbbMin, FRAMLEIÐSLA i norskum eldis- laxi ætti að geU aukizt upp í 30.000 Mótmæla sovézkum kjarnorku- flaugum Víaarborg, 22. ¦ovember. AP. FORYSTUMENN óopinberra fríðarhreyfinga í Austur-Þýzka- landi og Tékkósróvakíu gáfu í dag út sameiginlega yfirrýsingu, þar sem þeir mótmæltu uppsetningu nýrra kjarnorkuflauga Sovét- manna í löndum sfnum. Jafn- framt krðfðust peir aukinna mannréttinda. Var þetU fyrsU sameiginlega yfiríysing slíkra frjðarhreyfinga í tveimur Austur- Evrópuríkjum. Yfirlýsing þessi er undirrituð af 16 Tékkum og 13 Austur- Þjóðverjum og eru í þessum hópi ýmsir kunnir baráttumenn fyrir mannréttindum og aðrir, sem kunnir'eru fyrir gagnrýni sína á stjórnvöld í þessum lönd- um. Tilefni þessara mótmæla nú er uppsetning nýrra kjarn- orkuflauga í Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalandi. „Friður er óaðskiljanlega tengdur mannréttindum," segir í yfirlýsingunni. „Við viljum fá að lifa í þjóðfélagi, þar sem réttindi einstaklingsins eru virt." Þá er þess krafizt, að eng- ar eldflaugar verði í Evrópu „allt frá TJralfjöllum til Atl- antehafs". Yfirlýsingin er m.a. undirrituð af tékkneska leik- ritaskáldinu Vaclav Havel og Katja Havemann, konu heim- spekingsins Roberts Have- J«» Erik Uare. tonn á næsU ári og upp í 40.000 tonn árið 1986. Á þessu ári verður hún um 22.000 tonn, að verðmæti um einn milljarður n.kr. (um 4,5 milljarðar ísl. kr.). Skýrði Odd Berg, forstjóri Sðlusambands fram- leiðenda á eldisfiski í Noregi, frá þessu ídag. Norðmenn framleiða nú fjór- um sinnum meira af laxi en allt þad magn, sem veiðist í öllu Norður-Atlantshafi. Um 85% af öllum eldislaxi í heiminum eru framleidd í Noregi, en nú verður vart æ meiri samkeppni um markaðinn frá öðrum löndum. Odd Berg sagði ennfremur, að ekki mætti einblína á fram- leiðslumagn, heldur yrði einnig að leggja mikla áherzlu á gæði eldisfisksins. Þá skipti eldi á öðr- um fisktegendum en laxi og sil- ungi miklu máli. því, að Bretar hygðust hætU aðild sinni að stofnuninni, ef ekki yrðu gerðar verulegar umbætur £ sUrf- semi hennar. Var því haldið fram, að allt of miklu af fjarmunum stofnun- arinnar væri eytt f óhóf og til veizlu- halda í aðalstöðvum stofnunarinnar í París. Þá vsri stofnunin orðin hlut- dræg og oft beinlínis andvíg vest- rænum ríkhim. í desember í fyrra tilkynntu Bandaríkjamenn, að þeir myndu hætta aðild sinni að UNESCO í lok þessa árs, ef engar umbætur færu fram á starfsemi stofnunar- innar. Allt virðist benda til þess nú, að Bandaríkjamenn fram- kvæmi þessa ákvörðun sína. Enda þótt langt sé siðan búizt var við þessari ákvörðun brezku stjórnarinnar, vakti hún mikla andstöðu í dag. Urðu margir þing- menn stjórnarandstöðunnar til þess að gagnrýna stjórnina harð- íega í umræðum í neðri deild brezka þingsins. Ýmsir stuðn- ingsmenn stjórnarinnar tóku einnig undir þessa gagnrýni. Þannig sagði Edward Heath, fyrr- um forsætisráðherra, að ákvörð- unina „bæri að harma" og að hún myndi draga stórlega úr áhrifum Breta í heiminum. Þá kom einnig fram mikil gagn- rýni af hálfu margra samveldis- ríkja og aðildarríkja Evrópu- bandalagsins. Var því haldið fram, að Bretar gætu frekar komið fram umbótum á starfsemi UNESCO með áframhaldandi aðild sinni þar. Stærsti maður heims Stm»mynd/AP. Bandaríkjamaðurinn Albert Jackson sést nér f farangursvagni á flug- velli í Flórída. Jackson, sem er 42 ára, er 436 kg á þyngd og tæpir tveir metrar á hæð. Hann var á leið til Nassau á Bahama-eyjum, er þessi mynd var tekin af honum. Hann heldur því fram, að hann sé „stærsti" maður beims. Nýjar afvopnunarviðræður milli stórveldanna í Genf Shultz og Gromyko koma saman til fundar snemma í janúar Wnéiiftm. 22. ¦íTember. AP. GEORGE P. Shultz, uUnríkisráð- berra Kandaríkjanna, og Andrei Gromyko, uUnríkisráðherra Sovét- ríkjanna, munu koma saman til fund- ar í Genf snemma á na-sU ári til vfðneðna um mörg ágreiningsefni, þar á meðal afvopnun. Var skýrt frá þessu ba*ði í Washington og Moskvu ídag. Aformað er, að fundurinn fari fram 7. til 8. janúar nk. og að þar verði fjallað um öll atriði, sem snerta kjarnorkuvopn og geim- ShuHz Gromyko Enn flýja 17 Pólverjar Ftauborg, VeflUir-Þýzkalawli, 22. dót. AP. ENN HAFA 17 Pólverjar ftúið frá borði, er skip þeirra kom til hafnar í Vestur-Þýzkalandi. Hafa nú yfir 300 Pólverjar yfirgefið skip sfn og fhíið í land í vestur þýzkum höfn- um i minna en einni viku. Er m/s Rogalin kom til hafnar í Travemunde nærri austur- þýzku landamærunum á leið til heimahafnar sinnar i Szczecin, hurfu 17 manns af skipinu. Aður höfðu 93 menn yfirgefið skipið. Yfirvöld í Hamborg hafa skýrt svo frá, að 192 Pólverjar hefðu flúið af farþegaskipinu Stefan Batory, er skipið kom til hafnar í Hamborg á mánudag. Hafa 134 þeirra beðið þar um pólitískt hæli nú þegar, en hinir munu hafa farið til vina og ættingja i nærliggjandi borgum. vopn. Gerði Robert McFarlane, ör- yggismálaráðgjafi Reagans for- seta, grein fyrir þessum fyrirhug- uðum viðræðum í dag og sagði, að þar yrði m.a. rætt um eftirlit með kjarnorkuvopnum, en um þessar niundir er ár liðið sfðan viðræður milli risaveldanna um þessi vopn sigldu í strand. Er Reagan forseta var skýrt frá samkomulaginu um þennan fyrir- hugaða fund þeirra Shultz og Gromykos, svaraði hann: „Þetta eru góðar fréttir. Þetta er fyrsta skrefið á langri og erfiðri leið." Samkomulag um að halda þenn- an fund náðist eftir að Konstantin Chernenko, forseti Sovétrikjanna sendi bandariska utanrikisráðu- neytinu orðsendingu um siðustu helgi, þar sem látinn var f ljós áhugi á slíkum viðræðum með þátt- töku háttsettra ráðamanna. I þess- ari orðsendingu var þess ekki kraf- izt, að meðaldrægar eldflaugar Bandaríkjamanna í Vestur-Evrópu yrðu fluttar burt né heldur sett nein skilyrði fyrir fundi þeirra Shultz og Gromykos. I fyrra slitnaði upp úr afvopnun- arviðræðum milli risaveldanna, sem fram höfðu farið i Genf, eftir að Bandaríkjastjórn neitaði að falla frá þeirri ákvörðun Atlants- hafsbandalagsins að setja upp nýj- ar bandarískar eldflaugar í Vest- ur-Evrópu. Vladimir Lomeiko, talsmaður so- vézku stjórnarinnar sagði í dag, að hér yrði um „alveg nýjar" viðræður að ræða. Sovétstjórnin liti ekki svo á, að viðræður þeirra Shultz og Gromykos yrðu framhald þeirra viðræðna, sem slitnaði upp úr f Genf i fyrra. Dollari lækkar Loodoi, 22. móiembrt. AP. GENGI Bandaríkjadollars lækkaðf f dag gagnvart ölhim helztu gjaldmiðl- um beims. Gerðist þetU f kjölfar til- kynningar bandaríska seðlabankans i miðvikudag um, að hann hefði lækkað forveiti um 0,5% eða úr 9% f 8^%. Þrír af helztu bönkunum í Lond- on lækkuðu vexti sfna í dag úr 10% í 9,5%. Þessir bankar voru Nation- al Westminster, Lloyd's og Mid- land. Fyrr í vikunni hafði Barclay's lækkaði vexti úr 10% í 9,75%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64