Morgunblaðið - 23.11.1984, Side 13

Morgunblaðið - 23.11.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 13 „Skugga-Sveinn er andóf við hvers konar kúgun“ — segir leikstjórinn, Brynja Benediktsdóttir „Þetta er ástsKÍasta leikverk samanlagðrar íslenskrar leikritun- ar og það er skylda okkar að sýna þau klassísku verk sem við eig- um,“ sagði leikstjórinn Brynja Benediktsdóttir, þegar blm. spurði hana hvers vegna verið væri að taka Skugga-Svein eða útileg- umennina til sýninga. „Við verðum þó að leita sam- svörunar við samtímann í hvert sinn sem við setjum klassísk verk á svið. Við höfum reynt að leita uppruna verksins, og leitast við að skerpa andstæður þess, gamanið á móti harminum, en það skiptir miklu máli í verkinu. Við Sigurjón höfum notað kafla úr Útilegumönnunum til þess að skerpa þessar andstæður, en við notum engan annan texta en þann sem kemur frá hendi Matthíasar. Við höfum líka farið þá leið að sviðsetja frekar en að nota langar atburðalýsingar eins og þegar Skugga-Sveinn stekkur í fossinn. Matthías timasetur verkið á öndverðri 17. öld, á tíma galdra- ofsókna, hungurs og mikilla náttúruhamfara. Leikritið er skemmtileg þjóðlífsmynd, með óteljandi skírskotanir í fornsög- urnar, þjóðsögurnar, rímur og rómantík, einmitt það sem fólk sótti til þegar harnðaði á daln- um. þjóðin hefur fagnað Skugga-Sveini sem andófi við hvers konar kúgun." En á þetta verk eitthvert er- indi við samtímann? „Vissulega á það erindi við samtímann. Við lifum á erfiðum timum í dag eins og oft áður. Ég er alveg hugfangin af Matthíasi og hefur þetta verið mjög skemmtileg vinna. Ég hef lesið allt sem ég hef fengið um Brynja Benediktsdóttir hann og eftir hann, auk þess sem ég hef verið að kíkja á langafa- börn hans svo sem okkar góðu leikkonu Sigríði Þorvaldsdóttur, Ragnar Arnalds, sem einu sinn varð yfirmaður leiklistar í land- inu, og skáldið Kristján Árnason sem þýddi Lýsiströtu snilldar- lega, en öll hafa þau verið vinnu- félagar mínir. Matthías er nefni- lega ekki eins langt frá okkur í tíma eins og við viljum stundum vera láta. Persónurnar eru mjög sterk- mótaðar frá hendi höfundar, og ég vona að við sjáum okkur sjálf í þessu fólki, t.d. Grasa-Guddu og Jóni sterka. Þetta er allt fólk sem er mjög lifandi meðal ís- lendinga, svo ég tali nú ekki um að annað hvert mannsbarn á ís- landi hefur leitast við að leika þessar persónur." FELAGI LESTRARHESTA Bókaorminn er auðvelt að festa við bókina. Bókaormurinn gengur fyrir rafmagni eða rafhlöðum - eftir hentugleika. Bókaorminn er hægt að brjóta saman og flytja með sér. Bókaormurinn er góður félagi lestrarhesta því jiann gerir þeim kleift að lesa í einrúmi þótt einhver sofi þeim við hlið. Rafkaup Suðurlandsbraut 4 - Sími 81518 Útsölustaðir: Stapafell hf. Keflavík - Raftækjaverslun Sigurðar Inavarssonar Garði - Kiami hf. Vestmannaeyjum - Kristall hf. Höfn Hornafirði - Verslun Sveins Guomundssonar Egilsstööum - Raforka hf. Akureyri - Póllinn hf. ísafirði - Ljósvakinn Bolungarvík - Húsið Stykkishólmi. Ölgeróin Fosshálsi 27 Break- sýning kl.6 markaöurinn st nr * opnar kl. 13.00 jólkurst • Video herbergi ... og við bjóðum upp á kaffi. • Fjoldi fyrirtækja • Mjög hagstætt verð • Gífurlegt vöruúrval • Allt til jólanna 3-18 13-19 . 10-16 Hjá okkur komast allir í jólaskap — krónan í fullu gildi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.