Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 14
MARTIN
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984
latilb
Jakkaföt, skyrta
04 bindi
fyríradeins6.595.-
Venjulegt Verð 6.950.-
Greiðsluskilmálar:
Þú greiðir helming út og
restina á 1—2 mánuðum.
Ath. Útborgunina er hægt að
greiða með greiðslukorti.
þetta eru góð kjör!
AUSTURSTRÆTIÍO
SIMI 27211
Meira en venjuleg verslun!
Sigurfari II SH:
Fékk 40 kr
meðalverð
fyrir kílóið
FJÖGUR íslenzk fiskiskip hafa selt
afla sinn erlendis það, sem af er
þessari viku, ýmist í Þýzkalandi eða
Englandi. Gott verð fékkst fyrir afl-
ann í báðum löndunum.
Þessi skip seldu á þriðjudag:
Ólafur Jónsson GK seldi 157,3
lestir í Cuxhaven. Heildarverð var
4.628.200 krónur, meðalverð 29,42.
Aflinn var að mestu karfi. Hólma-
tindur SU seldi 167,7 lestir, mest
karfa og ufsa, í Bremerhaven.
Heildarverð var 5.429.000 krónur,
meðalverð 31,86. Þorlákur helgi
ÁR seldi seldi 72,9 lestir, mest
þorsk, í Grimsby. Heildarverð var
2.269.000 krónur, meðalverð 31,13.
Loks seldi Sigurfari II SH 134,3
lestir, mest þorsk og kola, í Hull.
Heildarverð var 5.448.900 krónur,
meðalverð 40,56. Rauðinúpur ÞH
seldi í gær 124 lestir í Hull. Heild-
arverð var 4.924.400 krónur, með-
alverð 39,72.
Áætlað er að þrjú skip til við-
bótar selji afla sinn erlendis í
þessari viku.
Skothríð á Sel-
tjarnarnesi
ÍBÚAR á Seltjarnarnesi heyrðu
hlcypt af 15—20 skotum um eittleyt-
ið í fyrrinótt.
Lögreglunni á Seltjarnarnesi
bárust tvær tilkynningar með
skömmu millibili og taldi fólkið að
skotunum hefði verið hleypt af á
Hrólfsskálamelum, þar sem gamli
ísbjörninn var.
Lögreglan fór þegar á staðinn,
en varð byssumanna ekki var og
virðist sem þeir hafi þá verið
horfnir á braut.
Kirkjur
á lands-
byggðinni
KIRKJUHVOU3PRESTA-
KALL: Á sunnudaginn kemur
er sunnudagaskóli í Hábæjar-
kirkju kl. 10.30 og guðsþjón-
usta i kirkjunni kl. 14. Auður
Eir Vilhjálmsdóttir sóknar-
prestur.
ODDAKIRKJA: Guðsþjónusta
á sunnudaginn kl. 14. Sr. Stef-
án Lárusson.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA: Á
morgun, laugardag, kirkju-
skóli kl. 11. Kynningarsam-
koma Kristniboðsins kl. 20.30
um kvöldið. Kristniboðarnir
Skúli Svavarsson og Kjartan
Jónsson kynna. Guðsþjónusta
á sunnudag kl. 14. Skúli Svav-
arsson prédikar. Sr. Magnús
Björnsson.
snmylHHH
SÖLUBOÐ