Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984
Full langt gengið í
öreigapólitíkinni
Mikil umræða í Svíþjóð um gjaldþrotabú einnar ríkustu konu landsins
Eins og sagt var frá í Mbl. í g«r
var dánarbú einnar ríkustu konu í
Svíþjóð lýst gjaldþrota vegna þess,
að með erfðafjárskattinum vildi
ríkið taka til sín meira en nam
öllum eignunum. Var þó ekki um
neina smápeninga að ræða, rúman
milljarð ísl. kr., 230 millj. skr.
Raunar hafði skatturinn verið
miðaður við aðra upphæð, 311
millj. skr., en ekkert tillit tekið til
þess, að eignirnar, sem voru að
langmestu leyti í hlutabréfum,
höfðu rýrnað um rúmar 80 millj.
skr. Um þetta mál fer nú fram
mikil umræða í sænsku blöðunum.
Sally Kistner var ein af rík-
ustu konum í Svíþjóð þegar hún
lést 25. mars sl. 86 ára að aldri.
Hún var ekkja eftir stórkaup-
manninn Erik Kistner, sem
ásamt öðrum keypti Astra-fyrir-
tækið af ríkinu á þriðja tug ald-
arinnar. Þá var rekstur þess í
molum en Erik tókst að koma
undir það fótunum og síðan hef-
ur vegur þess lengst af farið vax-
Konkursbeslut
Oodsboet etter Sally Kistner,
970924 0866, frán Vendevagen 5
A, 182 61 DJU8SH0LM, har
den 15 november 1984 forsatts i
konkurs vid Sodra Roslags
tmgsratt Konkursen handlaggs
som mmdre konkurs
Tillsynsmyndighet ar
kronofogdemyndigheten i
Sollentuna distnkt, Box 910,
191 29 SOLLENTUNA 1
Kungorelser om konkursen
infors i Dagens Nyheter
Konkursdomarens postadress
ar Erik Dahlbergsgatan 60.
'15 32 STOCKHOLM
Auglýsingin um að dánarbú Sally
Kistner hefði verið lýst gjaldþrota.
andi. Oftast nær hafa hlutabréf
þess verið í háu verði en hafa þó
fallið allnokkuð að undanförnu.
Til þess tóku skattheimtumenn
ríkisins þó ekkert tillit þegar
þeir reiknuðu út erfðafjárskatt-
inn.
Erfingjar Sally Kistner eru
sonur hennar og barnabarn og
skattprósentan því eins lág og
hún getur verið lögum sam-
kvæmt. Ef erfingjarnir hefðu
verið fjarskyldari hefði hún orð-
ið enn hærri. Þrátt fyrir það
hrukku eigurnar ekki til, erf-
ingjarnir tóku gjaldþrot í arf og
20 millj. skr. skuld.
Sænsku blöðin gera þessu máli
mikil skil og velta því fyrir sér á
ýmsa lund. Á það er minnt, að
Erik Kistner tók við gjaldþrota
fyrirtæki af ríkinu og kom undir
það fótunum. Þegar eigéndurnir
falla frá kemur svo ríkið aftur til
skjalanna og hirðir allan af-
raksturinn og raunar meira til.
Svíar eru jafnréttissinnaðir í
eðli sínu og vilja stilla ríkidæmi
einstakra manna í hóf en mörg-
um finnst hér fulllangt gengið í
öreigapólitíkinni.
Folke Kistner, sonur ERiks og Sally Kistner. Hann er hér með mynd af
móður sinni, sem líklega hefur talið sig skilja honum annað eftir en
skuldasúpu.
Suðurnesjabúar
Stofnfundur Rauöakrossdeilda á Suður-
nesjum veröur haldinn í fundarsal Verka-
lýös- og sjómannafélags Keflavíkur, Hafn-
argötu 80, laugardaginn 24. nóvember kl.
14.00.
Rauöi kross íslands
Kína:
Segjast ekki eiga hern-
aðarsamstarf við ísrael
Peking, London, 22. nóvember. AP.
KÍNVERJAR vísuðu á bug frétt varn-
armálarits Jane’s um að þeir hefðu
samið við ísraela um kaup á vopnum
fyrir jafnviröi þriggja milljarða dollara
og að ísraelar hefðu sent hernaðarráð-
gjafa til Kína. Kínverjar eiga vingott
3 dagar, kr. 7.825.-
5 dagar, kr. 8.847.-
7 dagar, kr. 12.116.-
við mörg ríki Araba, sem eiga fjand-
skap við ísraela.
„Við höfum engin samskipti átt
við Israel. Fréttin er á sandi reist,“
sagði Qi Shuxue, talsmaður varn-
armálaráöuneytisins. Frétt Jane’s
er skrifuð frá Tel Aviv, og þótt hún
sé ómerkt, sögðu útgefendur ritsins
að hún væri byggð á upplýsingum
„vel upplýstra heimilda".
Jane’s segir samning ísraela og
Kínverja „marka þáttaskil í leyni-
legum samskiptum" ríkjanna, og
bætir því við að stjórnir beggja neiti
því að um samstarf þeirra sé að
ræða. Allir helztu vopnaframleið-
endur í ísrael eiga aðild að vopna-
sölusamkomulaginu.
Fyrsta vísbendingin um hernað-
arsamvinnu Kína og ísraels fékkst
þegar vestrænir sendifulltrúar tóku
eftir því að ísraelskar fallbyssur
voru í kínverskum skriðdrekum,
sem tóku þátt í hersýningunni á 35
ára byltingarafmælinu í fyrra mán-
uöi.
Kína og ísrael hafa engin stjórn-
málatengsl, en Jane’s fullyrðir að
hernaðarsamvinna ríkjanna hafi
hafist með leynilegum samningavið-
ræðum fyrir fimm árum, þrátt fyrir
stuöning Kínverja við samtök pal-
estínskra skæruliða.
Segir Jane’s að Kínverjar telji
nauðsynlegt að eiga hernaðarsam-
vinnu við ísraela þar sem þeir geti
notið góðs af vitneskju Ísraela um
sovézk hergögn, sem þeir hafa náð í
styrjöldum í Miðausturlöndum, við
endurnýjun Kínahers.
Þægindi
Flugleiöir bjóða þér aö velja á milli hótela í Glasgow
eða Edinborg. Þessi hótel eru öll fyrsta flokks, en ódýr
engu að síður. Við viljum sérstaklega vekja athygli þína
á splunkunýju og stórglæsilegu hóteli í Glasgow sem
heitir Skean Dhu. Gisting á þessu ágæta hóteli er
ótrúlega ódýr.
Skemmtun
Glasgow státar af afbragðs góðum veitingastöðum og
pöbbum í hefðbundnum skoskum stíl. Á fjölum leikhús-
anna er alltaf eitthvað spennandi. Einnig er iíklegt að
þú lendir á skemmtilegum hljómleikum.
Verð
Ofangreindar verðtölur fela í sér flug og gistingu í 2
manna herbergi á Skean Dhu. Morgunverður er innifal-
inn, en flugvallarskattur bætist við. Sérstakur afsláttur
er veittur fyrir börn.
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða,
umboðsmenn og ferðaskrifstofur
FLUGLEIÐIR
Gott fbtk hjá traustu félagi
Verðbólgan
0,4 prósent
Washington, 22. nóvember. AP.
VERÐ á vörum og þjónustu í Banda-
ríkjunum hækkaði um 0,4% í síðasta
mánuði, að því er stjórnvöld greindu
frá í gær. Munar þar mest um hækk-
un á eldsneyti og matvælum.
ÓSA
Verðbólga í Bandaríkjunum er nú
4,2%, nokkru lægri en efnahagssér-
fræðingar bjuggust við. Þeir höfðu
spáð því, að verðbólgan á þessu ári í
heild yrði 5%.