Morgunblaðið - 23.11.1984, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984
53
ROY
RISMOEN
„Áður fyrr var
þetta munaður“
Hér á landi er nú staddur Roy
Rismoen sem fjórum sinnum
hefur orðið Noregsmeistari í hár-
skurði, einu sinni Norðurlanda-
meistari og komist í fimmta og
sjöunda sæti í heimsmeistara-
keppni. Roy hefur einnig þrisvar
orðið Noregsmeistari í meðhöndl-
un á hártoppum og það er einmitt
þessvegna sem hann er staddur
hérlendis. Hann rekur ásamt fé-
laga sínum fjórtán rakarastofur
víðsvegar um Noreg ,og hefur
hann um 13 ára skeið sett hár-
toppa á fólk. Eiríkur Þorsteinsson
sem rekur rakarastofuna Greif-
ann, hyggst nú bjóða við-
skiptavinum sínum upp á hár-
toppa af öllum hugsanlegum litum
og mun auk þess gefa kost á því að
panta sérstaklega toppa fyrir
bæði karlmenn og konur sem
misst hafa hár vegna sjúkdóms,
slyss, aldurs o.s.frv. Roy er eins og
áður sagði staddur hérlendis til að
kynna þessa hártoppa, sýna
hvernig þeir eru settir á menn og
klipptir til. Blm. fór og ræddi
stuttlega við hann um toppana.
— Eru hártoppar mikið notaðir
af karlmönnum í Noregi?
„Já, það er óhætt að segja það
og skráðir seldir hártoppar eru
um 25.000. Þetta verður æ vin-
sælla með ári hverju og fólk er að
gera sér grein fyrir því að þetta er
í rauninni ekkert öðruvísi en t.d.
að vera með falskar tennur. Áður
fyrr var þetta stór munaður að
geta fengið sér hártopp, en í dag
er það ekki svo mikið mál. Fólk
var feimið við þetta og var að hafa
áhyggjur af hvað konan, börnin og
vinnufélagarnir myndu segja, en
þetta sést ekki svo glöggt og fólk
áttar sig oft ekki á því hvað það er
sem er breytt við manneskju sem
er komin með topp. Sumir eru
auðvitað feimnir ennþá og við
fáum t.d. inn viðskiptavini til
okkar sem koma eftir lokun
o.s.frv."
— Hvernig fer þetta svo fram?
„í samráði við viðskiptavininn
er litur valinn en við bjóðum upp á
um 40 grunnliti og síðan er hægt
að sérpanta, blanda saman o.s.frv.
Þegar iiturinn er ákveðinn er
toppurinn settur á með lími og
þarf að skipta um lím á fjórtán
daga fresti. Auðvitað þarf að
klippa toppinn til fyrst og það er í
rauninni mesta verkið. Þegar því
er einu sinni lokið er þetta komið."
— Má fara með toppana í sund?
„Toppana má fara með hvert
sem er eiginlega. Þeir mega gegn-
blotna og það er óhætt að stinga
sér til sunds með þá þessvegna.
Þessa toppa má taka af sér þegar
vill og nú er svo komið t.d. á stof-
unni hjá okkur að þegar viðskipta-
vinur kemur inn tekur hann topp-
inn af sér frammi og það er ekkert
feimnismál."
Victoria Principal
er ekki ófrisk
Hún Pamela í Dallas, öðru nafni Victoria Princ-
ipal hefur verið í fréttum heimspressunnar að
undanförnu og sagt hefur verið að hún eigi von á
barni. En svo er víst ekki. Hún segist ekki vera
ófrísk og það sé uppspuni af álíka gráðu og að Harry
Glassman núverandi elskhugi hennar hafi lagfært
ýmis lýti á henni. Victoria segir að hún hafi hitt
Harry hegar hún fékk slæma inflúensu og hann
gefið henni lyfseðil. Segist hún hafa sig alla við að
vera börnum hans góð sjtúpmóðir, þeim Brooke og
Andrew. Hún er ekki á þeim buxunum ennþá að
standa í barneignum og þar höfum við það svart á
hvítu.
Yl14 sendinq
FRÁ FRAKKLANDIOG HOLLANDI
QcdlabuxwiUl Boiir EH Skipúur CH
Buxun IZ] r)akkan D 'JakkafaýtO.I
XJítil en sérstök verslun
Qottúrvcd-Qott veró
ÞAÐ ER ÞESS VIRÐI AÐ LÍTAVIÐ
OPIÐ LAUGARDAGA
I kvöld verður víkingaskipið okkar í Blómasal
drekkhlaðiö villibráð. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja
prófa eitthvað nýtt.
Við bjóðum upp á:
Hrelndýr - vllllgæs - önd - rjúpu - sjófugla
- helðalamb - graflax - sllung o.fl.
Ameríski harmónikuhópurinn vestmont leikur
létta tónlist.
Borðapantanir í sima 22322 - 22321.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIOA HÓTEL
^PLASTAÐ BLAÐ I ER VATNSHELT OG ENDIST LENGUR 1 Idiskortí ^HJARÐARHAGA 27 322680^ V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! ptorgasttfrlatob