Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 Stúdentasigur! Stúd«ntar unnu sinn tyrsta sig- ur í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik er þeir lögöu ÍR aö velli í íþróttahúsi Kennaraskólans, aö viöstöddum 14 éhorfendum. Úr- slitin: 67.-Ö5 fyrir ÍS. Stúdentar voru yfir í leikhléi, 31:30, og unnu þar meö sinn fyrsta hálfleik í vetur, eins og þeir sögöu sjálfir. En þeir létu ekki þar viö sitja og unnu síöarl hálfleikinn einnig meö eins stigs mun. Staðan í 4. riðli HM FRAKKAR eru nú komnir á topp 4. riöils í HM eftir 1—0 sigurinn á Búlgörum i fyrra- kvöld og er staöan nú þannig: Frakkland 2 2 0 0 5K) 4 Júgóslavía 2 1 1 0 32 3 A-Þýskaland 2 1 0 1 7:3 2 Búlgaría 2 0 1 1 0:1 1 Lúxemborg 2 0 0 2 02 0 1. deild STAÐAN i 1. deild karla í handknattleik er þannig eftir leikina í fyrrakvöld: FH — KR 19:18 Þróttur — Valur 20:20 Stjaman — UBK 19:22 FH 3 3 0 0 72:60 6 Valur 2 1 1 0 5240 3 Stjarnan 3 111 6945 3 Víkingur 2 1 1 0 4440 3 KR 3 1 0 2 63:59 2 Þór Ve. 3 1 0 2 6048 2 UBK 3 1 0 2 60:74 2 Þróttur 3 0 1 2 5549 1 Nasstu leikir veröa eftir ferö landsliösins til Danmorkur og Noregs. Fyrsti leikurinn eftir hléiö er Víkingur — Valur í Höllinni miðvikudaginn 5. des- ember kl. 20. í kvöld TVEIR leíkir verða í 2. deild- inni f handbolta í kvöld. KA og Haukar leika á Akureyri og Fram og Ármann í Laugar- dalshöll. Báöir leikirnir hefjast kl. 20. Körfuknattleikurinn, sem liöin buöu upp á i gærkvöldi, var ekki alltaf upp á marga fiska þó hrósa megi leikmönnum fyrir geysilegan baráttuvilja og þá sérstaklega stúdentum. Þeir fara eins langt og þeir geta — reyna ekki hluti sem þeir vita aö eru þeim um megn og á þvi hagnast þeir. Valdimar Guö- laugsson stjórnar spili liösins vel og Guömundur Jóhannsson er geysisterkur í fráköstum. Vítahittni hans var ekki til fyrirmyndar en undir lokin skoraöi hann þó úr tveimur vítaskotum sem hafa líkast til tryggt ÍS sigurinn. Þá lék Árni Guömundsson mjög vel. Hjá ÍR voru þeir bræöur Gylfi og Hreinn Þorkelssynir ágætir aö vanda, einnig Ragnar Torfason, en aörir virtust eitthvaö miöur sín. Sigur stúdenta var sanngjarn, þeir voru yfir mest allan leikinn, en ÍR-ingar veröa aö taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla sér eitthvaö í úrvalsdeildinni. Stigin fyrir iS skoruöu eftirtaldir: Árni Guömundsson 21, Valdimar Guölaugsson 13, Guömundur Jó- hannsson 12, Þröstur Guö- mundsson 10, Eiríkur Jóhannes- son 4, Ágúst Jóhannesson 4 og Jón „Jóló“ Indriöason 3. Stig ÍR: Hreinn Þorkelsson 19, Ragnar Torfason 13, Hjörtur Oddsson 8, Gylfi Þorkelsson 8, Karl Guölaugsson 8, Kristinn Jör- undsson 4, Jón örn Guömundsson 4. — SH. • Myndin af Lárusi (til hægri meö knöttinn) sem birtist f Kicker. Heimskautastjörnur! — grein um íslendingana í Vestur-Þýskalandi í Kicker „Heimskautastjörnur" nefnist grein í nýjasta hefti vikuritsins Bjarni kannar aðstæður hjá Brann í Noregi BJARNI Sigurösson, markvöröur landsiiösins og íslandsmeistara Diego í bann DIEGO Maradona, argentfnski leikmaöurinn hjá Napoli á Ítalíu, hefur verið dæmdur f eins leiks bann eftir aö hann var rekinn af velli í leiknum gegn Ascoli á sunnudaginn var. Maradona mun missa af leik Napoli og Cremonese á sunnudag. Maradona slóst viö einn varnar- manna Ascoli í leiknum um siöustu helgi, Enrico Nicolini, og var sá dæmdur í tveggja leikja bann á þeirri forsendu aö hann heföi sleg- iö á undan! ÍA, mun einhvern næstu daga halda til Noregs til aö Ifta á aö- stasöur hjá Brann í Bergen. Brann er eitt af þekktari liöum Noregs. Liöiö hefur lengst af veriö í 1. deild en féll í 2. deild og vann sig aftur upp nú i haust. Brann þarf á góöum markveröí aö halda og hefur mikinn áhuga á aö fá Bjarna til liös viö sig. Ætlunin er aö Bjarni dvelji hjá liöinu í 5 til 7 daga og kynni sér aöstæöur og ræöi viö forráða- menn jæss. Knattspyrnuvertíöinni er nýlokiö í Noregi og frí hjá norsk- um knattspyrnumönnum fram yfir áramót. Möguleiki var á því aö Bjarni kannaöi aöstæöur hjá danska liö- inu B 1903 en hverfandi líkur eru á því aö hann fari til þess félags. Kicker í Vestur-Þýskalandi, þar sem fjallaö er um alla íslensku leíkmennína sem leika þar í landi, og birtar myndir af þeim. f greininni er rætt lítillega um knattspyrnuna hér á landi og haft er eftir Klaus Hilpert, sem þjálfaöi Akurnesinga sumariö 1979: „Gæöi knattspyrnunnar hjá ÍA eru svipuö og hjá áhugamannaliöum í „Ober- ligunni.“ En knattspyrnan hór er í mikilli framför og á næstu árum munum viö eiga eftir aö heyra mik- iö um íslendinga." Þetta sagöi Hilpert er hann var á fslandi, „og haföi á réttu aö standa. Viö heyr- um ætíö meira og meira um fs- lendinga á knattspyrnuvellinum — enda engin furöa: flestir bestu knattspyrnumenn landsins vinna nú sem atvinnumenn í Evrópu.“ Ásgeir Sigurvinsson segir í greininni að næstum ómögulegt sé aö leika knattspyrnu á íslandi — þaö só svo kalt þar og keppnis- tímabiliö stutt. Keppnistímabiliö sé aöeins frá maí til september, en engu aö síöur sé knattspyrnan langvinsælasta íþróttin í landinu. Frjálsíþréttafólk UMSE: Hljóp frá Reykja- vík til Akureyrar FÉLAGAR úr Ungmennasam- bandi Eyjafjarðar, UMSE, hlupu um helgina frá Reykjavík tii Akur- eyrar, í þeim tilgangi aö safna peningum — en þeir höföu safn- aö áheitum áöur en lagt var af staö. Lagt var af staö kl. 3 á föstudag frá Reykjavík og áætlaöur komu- „Áhorfendur geta komið liði Honved úr jafnvægi“ — spjallaö við leikmenn úr liði FH Eins og skýrt hefur veriö frá j>á leika FH-ingar síöari leik sinn í Evrópukeppni meistara- liöa næstkomandi sunnudag í Laugardalshöll. Blm. Mbl. spjallaöi viö nokkra leikmenn FH og innti þá eftir möguleikum liösins. Hans Guömundsson, ein af hinum kröftugu stórskyttum FH, sagöi aö leikurinn hér heima yröi erfiöur. „En viö erum samt fullir bjartsýni. Annaö þýöir ekki,“ sagöi Hans. — Viö vitum vel aö viö getum sigraö þetta liö ef okkur tekst vel upp og berjumst af krafti. Vonandi veröum viö Kristján ekki teknir úr umferð all- an leikinn eins og i Budapest þaö er alltaf leiöinlegt. Viö veröum aö komast áfram þegar svona góöir möguleikar eru fyrir hendi,“ sagöi Hans Haraldur Ragnarsson mark- lórður FH stóö sig mjög vel í Uuaapest og varöi ein 20 skot. Hann var spuröur aö því hvort miklar stórskyttur væru í liði Honved? — „Nei, ég læt þaö nú allt vera, en þeir eiga mjög góöa linumenn og skora mikiö úr hraöaupphlaupum. Þaö leynist jú ein verulega góö skytta í liöinu og hana þarf aö passa. Ég veit vel aö ungversku leikmennirnir eru sterkir og verða okkur erfiöir hér heima," sagöi Haraldur. „Þetta veröur hörkuleikur og viö veröum aö fá góöan stuöning hjá áhorfendum. Þeir geta hjálp- aö okkur áfram. Þeir hafa áöur veitt okkur mikilvægan stuðning og viö treystum á aö þeir bregö- ist ekki nú frekar en fyrri daginn. Honved-liöiö er tíltölulega ungt liö og óreynt þó svo aö innan um séu jaxlar. Áhorfendur geta kom- iö Honved úr jafnvægi og stutt viö bakið á okkur. Þá munum viö ekki bregöast þeim," sagði Kristján Arason sem leikur eitt aöalhlutverkiö í FH-liðinu. • Hans Guðmundsson var tekinn úr umfarö í Búdapest í fyrri leik liöanna en skoraöi þrátt fyrir þaö sjö mörk. Hvað skorar hann gegn Honved á sunnudagskvöldiö? tími til Akureyrar var kl. 11 á sunnudagsmorgni. En Eyfiröingar hafa heldur betur sprett úr spori því þeir voru komnir noröur á mið- nætti á laugardag — og voru því um 11 tímum á undan áætlun! Aö sögn Aöalsteins Bernharös- sonar, eins hlauparanna, tókst þetta uppátæki einstaklega vel. „Viö fengum gott veöur og færðin var góö. Tuttugu og þrír hlauparar tóku þátt í hlaupinu — og tveir bílstjórar sem fylgdu okkur alla leiö hlupu einnig! Hver þátttakandi hljóp 1—7 kílómetra," sagði Aöal- steinn. Yngsti þátttakandinn í hlaupinu var 7 ára en sá elsti um fimmtugt. Þaö stendur til aö frjálsíþróttafólk UMSE fari til Hollands um pásk- ana, „og því koma þessir peningar er viö söfnuðum sór vel,“ sagöi Aöalsteinn. UMSE safnaöi áheitum að verömæti 350.000 króna. Aðalfundur IK AÐALFUNDUR íþróttafélags Kópavogs og jafnframt aðalfund- ur knattspyrnudeildar veröur haldinn í Þinghóli, Hamraborg 11, á morgun, laugardaginn 24. nóv., og hefst kl. 14. Leiðrétting TVÆR prentvillur slæddust inn í frásögn af uppskeruhátíð knatt- spyrnudeildar KR í blaóinu í fyrradag. Sú fyrri varöaói marka- kóng KR, var hann sagóur Stein- ar Ingimarsson en er Ingimund- arson. Þá var Stefán Haraldsson sagóur formaöur deildarinnar en hann er varaformaóur. Gunnar Guömundsson er formaóur sem fyrr. Beðist er velviróingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.