Morgunblaðið - 05.12.1984, Page 1

Morgunblaðið - 05.12.1984, Page 1
72 SIÐUR STOFNAÐ 1913 240. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Harmleikurinn í Bhobal á Indlandi: Yfir þúsund dánir af völdum eitrunar Bhopal, Indlandi, 4. desember. AP. YFIR EITT þúsund manns höfðu í dag látið lífið af völdum gaseitrunar í borginni Bhopal í Mið-Indlandi og er óttazt, að sú tala eigi enn eftir að hækka. Um 20.000 manns liggja alvarlega veikir af gaseitruninni og er talið, að fæstir þeirra muni nokkru sinni ná sér að fullu. í hópi hinna látnu eru einkum gamalt fólk og börn, sem ekki gátu forðað sér í tíma undan eiturgasinu. Bhobal var í dag líkust drauga- borg með yfirgefnum húsum og mannvirkjum, en íbúar þar voru tæp ein milljón. Læknar og hjúkr- unarfólk leituðu að þeim fórnar- lömbum gaseitrunarinnar, sem enn kynnu að finnast ósjálfbjarga í borginni. Á götum borgarinnar var óhuganlegt umhorfs, en þær voru þaktar hræjum af dauðum naut- gripum, hundum og fuglum. Læknar telja mikla hættu á því, að margir þeirra, sem urðu fyrir eitruninni, muni missa sjónina og að margar konur muni ekki geta alið börn framar. Gert er ráð fyrir, að um 200.000 manns hafi orðið fyrir meiri eða minni gaseitrun og er útilokað að svo stöddu að gera sér grein fyrir heilsutjóni alls þessa fólks í framtíðinni. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, heimsótti Bhopal í dag og kynnti sér ástandið í borginni. Sagði hann, að stjórn sín hefði tek- ið þá ákvörðun að leyfa aldrei framar framleiðslu á hættulegum efnum í þéttbýli. Jafnframt hefði fyrirtækið Union Carbide Corp. verið skyldað til þess að greiða þeim skaðabætur, sem ættu um sárt að binda af völdum gaseitrun- arinnar, en Union Carbide er eig- andi verksmiðjunnar, sem eitur- gasið lak út frá. Fimm af yfirmönnum verksmiðj- unnar hafa verið handteknir fyrir vanrækslu í starfi. Kosningarnar á Grenada: Nýi þjóðarflokkurinn vann yfirburðasigur SL Georges, Grenada, 4. desember. AP. NÝI þjóóarflokkurinn undir forystu Herberts Blaize vann mikinn sigur í þingkosningunum, sem fram fóru á eynni Grenada á mánudag. Höföu frambjóöendur flokksins sigrað í öll- um þeim 11 kjördæmum, þar sem talningu var lokið í dag. Jafnframt voru allar horfur á því, aö flokkurinn Kjörstjóri í einu af kjördæmum Grenada sést hér halda á atkvæðaseðli við atkvæðatalningu eftir þingkosningarnar, sem þar fóru fram á mánudag. ynni sigur í þremur af þeim fjórum kjördæmum, þar sem endanleg úrslit voru enn ekki kunn. Fimmtán þing- menn eiga sæti á hinu nýja þjóðþingi Grenada. Kjörsókn í kosningunum var um 90%, en á kjörskrá voru 48.000 manns. „Kjósendur hafa gefið Nýja þjóðarflokknum afdráttarlaust um- boð til þess að koma Grenada á réttan kjöl aftur," sagði Blaize á fundi með stuðningsmönnum sínum í dag. Kvaðst hann nú myndu vinda að því bráðan bug að mynda nýja ríkisstjórn á Grenada. í Sovétríkjunum var Blaize í dag kallaður „skósveinn Bandaríkj- anna“ og því haldið fram, að þing- kosningarnar hefðu verið „sýning ein, haldnar í því skyni að gefa nýrri stjórn yfirbragð, sem væri hún löglega kjörin, enda þótt það hefðu verið ráðamenn í Washing- ton, sem komu henni til valda." Sjá nánar: „Leita alltaf að hinu jákvæða," á bls 33. (AP-símamynd) Fórnarlömb gaseitrunarinnar Hér sést hvar líkum er raðað upp við líkhús í indversku borginni Bhobal í gær. Talið er, að gaslekinn þar sé hörmulegasta slys sinnar tegundar, sem nokkru sinni hefur átt sér stað í heiminum til þessa. Gaslekinn varð úr verksmiðju, sem framleiðir skordýraeitur. Maimvirkjasjóður NATO: 40 % aukning á framlögum Brussel, 4. desember. AP. Varnarmálaráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag aö verja nærri átta milljörðum dollara á næstu sex árum í tækjabúnað og aðstöðu í Evrópu, sem notuö yrði af bandarískum liðsauka, sem sendur yröi til Evrópu á stríðstíma, að sögn brezkra heimildarmanna. Er hér um að ræða 40% aukningu miðað við núverandi framlög til Mannvirkjasjóðs bandalags- ins. Fjármagnið verður notað til endurnýja flugvelli, fjarskipta- Himgursneyðin í Eþíópíu: Borgarastríðið hindrar hjálp til fímm milljóna Nairobi, Kenýa, 4. desember. AP. AÐEINS ein milljón af þeim rösklega sex milljónum Eþíópíubúa, sem nú þjást af hungri vegna hallærisins í landinu, nýtur matvælasendinga, aö því er haft er eftir Anders Wijkman, framkvæmdastjóra sænska Rauða kross- íns. Wijkman, sem ferðaðist milli hjálparstöðva Rauða krossins í Eþíópíu í síðustu viku, segir að bardagar stjórnarhersins og skæruliða séu höfuðástæðan fyrir því að ekki reynist unnt að koma matvælum hjálparstofnana á áfangastaði. Slæmar samgöngur í norðurhluta landsins valdi einnig alvarlegum erfiðleikum á flutn- ingum matvæla. Hann sagði að hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna og fleiri aðilar hefðu hvatt marxísku herstjórnina í Addis Ababa til að koma á vopna- hléi svo hægt væri að hefjast handa um dreifingu matvæla til hinna bágstöddu. Þjóðfrelsishreyfing Erítreu- manna í norðurhluta Eþíópíu, sem er ein margra skæruliða- samtaka sem berjast gegn stjórn- inni í Addis Ababa, hefur lýst sig fylgjandi vopnahléi á meðan mat- vælum sé komið til hungraðra, en Mengistu Haile Nariam, leiðtogi herstjórnarinnar, hefur hafnað þeirri tillögu. Hann fullyrðir að stjórn sín geti tryggt, að þeir sem þurfa á matargjöfum að halda fái þær. neyðar- manna Framkvæmdastjóri sænska Rauða krossins kvaðst óttast að nú væri farið að draga úr fjár- hagsaðstoð og matargjöfum til Eþíópíu. Hann hvatti ríkisstjórn- ir og hjálparstofnanir til að halda neyðaraðstoðinni áfram, og sagði ennfremur nauðsynlegt, að skipu- leggja hjálparstarf I Eþíópíu og öðrum Afríkuríkjum í framtíð- inni, svo komast mætti hjá hörm- ungum eins og þeim sem heims- byggðin hefur orðið vitni að. búnað og til að reisa styrkt flug- skýli fyrir bandarískar orrustu- þotur sem sendar yrðu til Evrópu í mikium mæli í upphafi átaka. Bandarikin og Vestur-Þýzka- land munu borga helming fram- laganna í Mannvirkjasjóðinn, en önnur bandalagsríki það sem á vantar. Framlög til sjóðsins voru m.a. aukin vegna gagnrýni á Bandaríkjaþingi þess efnis að Evrópuríkin tækju ekki nógu mik- inn þátt í sameiginlegum vörnum bandalagsins. Búist er við að ráðherrarnir ákveði einnig að auka skotfæra- birgðir bandarisks liðsauka í Evr- ópu svo þær nægi í a.m.k. 30 daga í hefðbundnum átökum. Ráðherrarnir tilkynntu að Evr- ópuríkin myndu á næsta ári halda áfram endurnýjun eigin herafla og vopna og 1 því skyni taka í notkun samtals 740 nýja skrið- dreka, 850 ný stórskotavopn, 280 nýjar orrustuflugvélar og eitt flugmóðurskip.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.