Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 17 Samtök áhugamanna um tónlistarhús: • • Oskjuhlíð varð fyrir valinu Tónleikar Philharmóníunnar verða í febrúar Samtök um byggingu tónlistarhúss héldu framhaldsaðalfund um lóóamál sl. mánudag. Kosið var um þrjár lóðir sem komu til greina undir fyrirhugað tónlistarhús, í Laugardal, í Vatnsmýrinni skammt frá Norræna húsinu og í norðvestanverðri Öskjuhlíð. Var lóðin í Öskjuhlíðinni kosin með meirihluta atkvæða eða 41, Laugardalur fékk 18 og lóðin við Vatnsmýrina 11. Er gert ráð fyrir að fyrirhugðað tónlistarhús verði um 6000 fermetrar og verður væntanlega samkeppni um hönnun þess. Á fundinum afhenti Helga byggingu tónlistarhússins verða Snjóhjólbarðar Heilsólaðir snjóhjólbarðar á fólksbíla, vestur- þýskir, allar stærðir, bæði Radial og venjulegir, með mjög góöu gript. Einnig nýir snjóhjólbarðar á mjög lágu veröi. Allir bílar teknir inn ókeypis. Snöggar hjólbarðaskiptingar. Jafnvægisstillingar. Kaffisopi til hressingar, meðal staldrað er viö. Barðinn hf. Skútuvogi 2 (nálægt Miklagaröi). Símar: 30501 og 84844. Hauksdóttir 30 þúsund krónur í byggingarsjóð tónlistarhússins fyrir hönd starfsmannafélags Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Einnig kom fram að tónleikar Fíl- harmóníuhljómsveitar Lundúna sem fyrirhugaðir eru til styrktar ASÍ vill fella niöur yfirvinnu: Samningar verði lausir 1. sept. ’85 ASÍ-ÞINGIÐ, sem haldið var í lok nóvember, skoraði á aðildarfélög sín „að hlutast til um að gildandi kjara- samningar verði ekki framlengdir á næsta sumri, svo launaliðir verði lausir 1. september 1985,“ eins og segir í áskorun sem samþykkt var á þinginu. í ályktun, sem samþykkt var um málsmeðferð varðandi uppsögn samninga, segir að ef til framleng- ingar samningsins kemur, verði eftirfarandi háttur hafður á um ákvörðun skv. uppsagnarlið samn- ingsins frá 6. nóvember sl.: „1. Efnt verði til formanna— eða fulltrúafundar innan hvers landssambands og með félögum með beina aðild. Á þessum fundi verði formlega tekin afstaða til hugsanlegrar framlengingar samningsins. Atkvæðavægi á þessum fundum verði í samræmi við atkvæðamagn hvers félags á 35. þingi Alþýðusambandsins. 2. Á sérstökum fundi formanna landssambanda, forseta og einum fulltrúa félaga með beina aðild, skal greint frá niðurstöðum lands- sambandsfunda. Reynist þriðj- ungur innan einhvers landssam- bands andvígur framlengingu samningsins skal henni hafnað. Náist ekki samkomulag um sameiginlega framlengingu samn- ingsins er ljóst, að eftir 25. júní 1985 eru félögin með öllu óbundin og taka óháð öðrum afstöðu til nýrra samninga," segir í ályktun- inni. Þingið harmaði að ekki skuli hafa „tekist að rétta hlut lág- launafólks neitt verulega í nýgerð- um samningum". Þingið taldi það ranga stefnu, að auka frekar launamismun í samningum með prósentuhækkunum. Þingið skor- aði á aðildarfélögin að hafa þetta í huga í næstu samningum. X Alþýðusambandsþinginu var einnig ályktað, að það væri eitt af næstu verkefnum verkalýðshreyf- ingarinnar að vinna að niðurfell- ingu eftirvinnu, t.d. í áföngum, án skerðingar launa. haldnir í London þann 26. febrúar undir stjórn Vladimirs Ashken- azy. Hugmynda- samkeppni kUiínkn Imikans IXvlt merki mlt liíkn Mikil gróska er nú í starfsemi Iönaðarbankans. Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að búa hann enn betur undir það markmið, að vera nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess- ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum: a) Um nýtt merki, skrift og einkennislit, eða liti fyrir bankann._______________________________________ b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og kynningargögnum barikans. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin. Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar. a) Fyrir merki, skrift ogeinkennislit kr. 120.000.00 b) Fyrirtákn kr. 40.000.00 Tillögur um merki skulu vera 10 -15 cm í þvermál, í svörtuni lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi. Þátttakendum er heimilt aö senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni fylgja sér umslag með nafni höfundar. Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT., Rafn Hafnfjörð, prent- smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og Valur Valsson, bankastjóri. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan- um við Lækjargötu. Þátttakendur geta snúið sér til hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn- ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580. Skilafrestur tillagna er til 15. janúar 1985. Skal skila tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar- bankansmerktum: Iðnaðarbankinn Hugmyndasamkeppni b/t Jónínu Michaelsdóttur Lækjargötu 12 101 Reykjavík. Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað- ar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur- sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn- framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT. lónaðarbankinn -nútimabanki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.