Morgunblaðið - 05.12.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 05.12.1984, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Kynjakvistir og hversdagsfólk ekki alfaraleið og væri að ýmsu leyti skrítinn í háttum. Og kröft- uglega mótmælti Jakob því í kjarnyrtri blaðagrein að hann væri flakkari. Bókmenntir Erlendur Jónsson Ilannes Pétursson: MISSKIPT ER MANNA LÁNI. Heimildaþættir II. 152 bls. Iðunn, Rvík, 1984. Undirritaður hafði ekki meiri unun af öðru lesefni sem út kom fyrir jólin í hittífyrra en bókinni Misskipt er manna láni eftir Hannes Pétursson. Þar var á ferð- inni fyrra (eða fyrsta*) bindi heim- ildaþátta. Höfundur skilgreindi það form svo í eftírtnála: »Sögu- þáttur reistur á heitnildásöfnun, er íslenzkt ritform aá því;efr hejzt yerþúr séð, islenzkt 1 Jjldngu við i fímur 'til 'að ji)ynðá.« • 1 • • 5 • Margpr hefur oriðiðr til þess á J undanförnum árufn’ áði táka sam- •' án iog sendá frá sér'heimildaþætti af því tagi sem<Hariite8 Petursson i skilgreinir. En miijáfnt hefur það : eíní verið, sumt ágaetít,: arlnað lak- . ára.. Atð mínum dómi héfur fáum • tekist betur ,upp én. ffanripsi.* t fyrsta lagi béitir hann ströngum rannsóknaraðferðum. Og i öðru ; iafei skrifar hárjn svo.1<34immik:nn pg sérstæðan stíl aþ; skemmtun væri að lesa þættr hans þótt ekki væri annars vegna, en stíllinn er efninu samkvæmur og bregður auk þess notalega kómískum blæ yfir frásögurnar. Nú er annað bindi komið út með fjórum þáttum. Andlit augnalaust heitir hinn fyrsti. Þar segir frá Jóni Jónssyni, þeim sem uppi var á seinni hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. og kallaður var goddi, kenndur við prestssetrið Goðdali, en Hannes segir að áður hafi margir sagt og skrifað Goddalir. Næsta fátt er nú vitað með vissu um Jón godda þótt harts sé að tais- verðu getið í þjóðsögum, Sam- kvæmt þeirii iðkaði hamn *forn-; eskjú, eignaðist rúnaskræður .og' kauþslágaði' Við Andskotafin.V. Harnnes íeitast. við ;tð greina ,sat)t. frá -lognu í. sögujn þeirp; s$m sþunnuþt af Jóni godda.'Vfjrskrift- þáttarins ;vlsar til* þess; aé :Jón' goddi varð blíndur og yar*það fak-' ið til skipta hans við.ráyrjtraöflin.- Svó mikið rökkur’hvjliriyftr sögu ■ ' ~ t'dedini- i Jóris gorida að éftir standa nau ast meifa en slitur síq. En fróðlég-: ur ;er þessi þáttur. mfðal annars* vegna þess að þarna eVléitt getum að hvemig og hvers vegna maður . varð þjóðsagnapersóna og hverfð- ist þannig og, umbreyttisi. í ’þjóð- trúnní — og var þá jafnvel bland- að samari við aðra og annars kon- ar einstaklinga sem uppi voru um svipað leyti; eða jafnvel á öðrum tímum. Sögubrot frá Eyjólfum tveim heit- ir næsti þáttur. Eyjólfar þessir — bóndi og fóstursonur — áttu heima á Vindheimum í Skagafirði. Var bóndi svo skapbráður »að hann gaf sjálfum sér utan undir eitt sinn þegar hann braut torf- ljá.« Aðrir guldu þó verr skap- gerðar hans, og fóstursonurinn; verst. Af því er örlagaságan. Og ber nafn með réttu. En það er úrii síðasta kapítulann í œvisögu Eyj-: ólfs ýngr,a að segja að verifléikinri. Í getuf:orðið skáldskapnum ótrú- Jqgfi og drafn'átískari. . • • ; Jakohsa'vi myllusmiðs héitir . þþttuc af hagleiksmanni; sam- íipfndum. Sýo' sagði eitt sinn naáð- ■• : ur, sérii raark er tekið á,‘-að i^lensk ] Tnenning væri méstanpart sögur : af skrítnurii körlum og-.kérlingum.. . Jakoþ mýllusmiður, eð^ 'Mýllii-. Kobbi.eiúé og hann va^ oft kállað-, uf, og systir hans, sem fylgdi hón- öm eftir, töldust örugglega til þess konar fólks. Jakob lærði nokkuð . til járnsmíða en varð þó aldrei fullnuma 1 þeirri iðri. Eins. og Síðasti þátturinn, Þúfnakollar of bögur, segir frá manni sem hvork var kynjakvistur né áberanc leiksoppur örlaganna, Einari Sig urðssyni á Reykjarhóli. Hann va kominn, með konu sinni, austan yfir Öxnadalsheiði og settust þau þarna að til búsetu. Þangað kom svo þriðji maður og mun sveitung- unum hafa þótt hann fremri Ein- ari — og ekki aðeins sveitungun- um heldur líka konu Einars því hún hallaði sér upp frá því að þeim manni eins og þau væru hjón: Ogvár látið nokkurn veginn óátalið ;af • almenningsáliti — og Einari!. « * Én Eina‘r: —. þóti ekki- ákaraði hann frarii úr í bændastétt -j-; þjó ýfir 'oðrúm4 háefilejka serh' ekkS ’&áks&z í Há' ' ‘ ‘ yarð'síður metinn marpr hæfijeikaínenp.fyvri tíðar fékk þpnn ekki notið^ín nema (il hálfs: Matthías ‘þjóðminjpvörður kalláðf hann »hálfbrjálaöan flæk» ' ing: er gert hefur marga legstéina hér uVn $lóðir« (Jakob átti heima í Fljótum norður). Hánnes Péturs- son: lelur þessi orð hafa verið ómakleg — þó svo að Jakob færi 7*ir Kvæðasafn Ólafssonar ann var hagr ytðin^ur agætur. Því rpiður muhú rr(grgar visnr hahs ‘fjlataðar: én áðrar é{ til Vfll brenglaðar. Þegat Jiapn léstívoru eigúr hans, skrifað- ar tiþp éýis jogfvenja var: »Á Óðn- ■ um'þlákkngm eignir krónur 153, á ■ , hínum skjijchr króriur 153.« Meðal annarí smádóts lét Einar eftir sig • »yasakver gamalt« og telur Hann- es Pétirrsson hugsarilegt að það hyfi géymt kveðskaparsyrpu Eiri- ars; Kveiinu var fleygt og uþp frá því var vísna Einars ekJci anriare staðar að.leita en í mistraustu . minni fólks. ' ? Bókmenntir Sigurjón Björnsson Páll Olafsson: Kvæði I—II. Sigurborg Hilmarsdóttir gaf út. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins, 1984. 348 + 363 bls. Kvæðasafn það sem hér birtist er fyrsta útgáfan af kveðskap Páls Ólafssonar, sem nálgast það að geta kallast heildarútgáfa. Er það ekki vonum fyrr um jafn ástsælt skáld, þvi að nálega átta áratugir eru síðan Páll andaðist. Ljóð Páls Ólafssonar voru fyrst gefin út um síðustu aldamót í tveimur bindum (2. útg. 1944). Mikið vantaði þó á að þar væri allur skáldskapur Páls saman kominn. Enda kom út eitt bindi áður óbirtra ljóða árið 1955, og enn eitt árið 1971. Samt var sitt- hvað eftir í handritum. í þessari útgáfu er á einn staö saman komið megnið af áður birt- um ljóðmælum Páls Ólafssonar ásamt nokkrum túgum áður óbirtra kvæða og vísna. Útgefandi tekur fram í formálsorðum að ekki sé þetta heildarútgáfa í þeim skilningi, að þar sé allt, sem vitað er til að Páll hafi ort, en þar sé þó allt það sem ástæða sé til að birta. Eða með orðum útgefandans sjálfs: „Skáldi eins og Páli, sem orti mikið í dagsins önn og sjaldn- ast með birtingu í huga, er ekki greiði gerður með því að láta á þrykk út ganga allt sem einhvern tíma hefur komist á blað eða loft. Sjálfum var Páli þetta manna best ljóst.“ Þessi orð má skilja svo, að hér sé í raun komin endanleg út- gáfa af kvæðum Páls Ólafssonar og ekki líklegt að um verði bætt að sinni. Af þessum sökum skiptir að sjálfsögðu miklu máii að sá bún- ingur, sem gamli Páll er nú loks færður í, sé hinn sómasamlegasti og til nokkurrar frambúðar. Þar er þá fyrst til að taka, að í fyrri útgáfum eru samtals um hálft ellefta hundrað kvæða og vísna. f þessari útgáfu er fjöldinn tæpt þúsund. Þar af eru fjörutíu, sem ekki hafa áður birst. Mismun- Páll Olafsson. urinn er því um eitt hundrað og eitthvað til viðbótar, sem ekki hef- ur áður verið prentað. Sé það hins vegar rétt, sem engin ástæða er til að efa, að sá kveðskapur, sem und- an er felldur, auki ekki á skáld- hróður Páls, virðist mér vel mega við una. Og vissulega er þetta all- vænt safn kvæða, rúmar 700 bls. alls. Að útgáfu þessari er sérstaklega vel staðið. í upphafi fyrra bindis er ritgerð um ævi og verk Páls Ólafssonar eftir útefandann, Sig- urborgu Hilmarsdóttur. Sú rit- gerð, þó að ekki sé löng, er prýði- lega vel gerð, skýr, efnismikil og lýsir góðum skilningi á Páli bæði sem persónu og skáldi. Kvæðum er skipað í 12 efnisflokka. Skrá er yfir fyrirsagnir og upphaf allra kvæða og aftast i hvoru bindi eru nokkrar skýringar við einstök kvæði. Kvæðum er vel fyrir komið á blaðsiðum og ekki varð ég var við pfentvillur. Bækurnar eru prentaðar á góðan pappír. Brot er fremur lítið og band mjög smekk- legt. Þetta eru því einkar eigu- legar bækur og handhægar í með- förum, eins og mér finnst að hæfi um ljóðabækur, sem oft eru hand- leiknar. Það er því ljóst að mikil alúð hefur verið lögð við alla út- gerð þessa kvæðasafns og fyrir það veit ég að allir þeir sem yndi hafa af skáldskap Páls Ólafssonar eru þakklátir. Tvennt einkennir kveðskap Ein- i ars: í fyrsta lagi orti hann á dag- legu talmáli, ljóst og létt, en slíkt taldist fremur til undantekriinga. í öðru lagi var gamansemi hans alveg græskulaus, meiddi engan. Það fór líka á svig við venjuna. Og eins og títt er áttu vísur hans »allt sitt undir hnyttninni sem í þær er lögð og geðblæ hraðfleygrar stundar,* eins og Hannes Péturs- son kemst að orði. Einar Sigurðsson fæddist um svipað leyti og Jón goddi féll frá. Milli þeirra var því skemmra en öld. Þó er sem óratími skilji þá að i þessum þáttum. Annar reikar hálfgleymdur í forneskjunni, hinn lifði áratug af þessari öld og seild- ist í endurminningunni til þeirra sem nú muna lengst. Um þætti þessa sem heild er allt hið sama að segja sem þættina í hinu fyrra bindi. Misskipt er manna láni getur orðið hvatning og aðhald þeim sem setja saman heimildaþætti af þessu tagi. Það eru hinar séríslensku aðstæður: sagnamynd og áhugi á ættfræði, staðfræði og persónusögu — sem kalla á þessa bókmenntagrein. Hér gefur að líta dæmi hennar eins og hún gerist best. Skagfirskar æviskrár Bókmenntir Sigurjón Björnsson Skagfírskar Æviskrár. Tímabilið 1850-1890. II. Sögufélag Skagfirðinga. 1984. Á árunum 1964—1972 gaf Sögu- félag Skagfirðinga út fjögur bindi af Skagfirskum Æviskrám. Náði það til búenda í Skagafirði á árun- um 1890—1910. Voru alls 1000 æviskrár í bindunum fjórum. Árið 1981 hófst Sögufélagið á ný handa um útgáfu æviskráa og tók þá fyrir tímabilið 1850—1890. Það ár kom út fyrsta bindi í þeim flokki. Annað bindi sér nú dagsins ljós. Gert er ráð fyrir að bindin fyrir þetta tímabil verði alls 7—8 og innihaldi alls um 1300 ævi- skrár. í formálsorðum þessa síð- asta bindis er frá því skýrt að þeg- ar sé lokið efnissöfnun til þriðja. bindis og hluta af því fjórða. Telja útgefendur líklegt að öll bindin verði komin út fyrir lok þessa ára- tugar. Þegar haft er íhuga að Sögufélagið vinnur samtímis að útgáfu annarra rita. er lióst að mikill þróttur og athafnasemi ein- kennir Sögufélag Skagfirðinga um þessar mundir, enda er þar að verki dugmikill og áhugasamur flokkur ungra manna. í því bindi sem nú kemur út eru æviskrár 190 búenda eða 100 færri en í síðasta bindi. Ritið er hins vegar öllu lengra (eða 365 bls. I. b. er 320 bls.). Nafnaskrá er 46 bls. Greinilega hefur verið lögð áhersla á að æviskrárnar væru allar með sama sniði: Fæðingar- dagur og ár, dánardagur og ár og staður viðkomanda. Ætterni. Upp- vöxtur. Búskaparsaga. Persónu- lýsing. Sömu reglu fylgir æviskrá maka. Þá eru talin börn. Fd. og ár (og dd. þegar um það ræðir) og makar. Þar sem við verður komið er lýst atvikum og atburðum í ævi viðkomandi, einkum ef það varpar Ijósi á persónugerð eða sérkenni, og stundum er ein og ein staka látin fljóta með eftir eða um við- komandi. Á eftir hverjum þætti eru tilgreindar heimildir. Virðast æviskrárnar yfirleitt vera vand- virknislega unnar og þess kapp- kostað að láta hvern mann njóta sannmælis, án þess þó að oflofi sé á hann hlaðið eða breitt yfir bresti. Sumir munu e.t.v. ekki ávallt kunna við orðalag, eins og t.d. þegar maður er sagður „lið- tækur drykkjumaður". Þegar æviskrár þessa bindis eru bornar saman við þær sem er að finna í bókunum fjórum fyrir 1890—1910, leynir sér ekki að breytingar til bóta eru verulegar. Mun betra skipulag er á samningu þáttanna og meira heildarsam- ræmi. Heimildakönnun virðist vera vandaðri og rækilegri (og þeirra er nú ítarlegar getið). Ætt- ir manna eru mun meira raktar. Æviskrárnar eru talsvert lengri og efnismeiri. Þá er nú í þessum flokki nafnaskrá fyrir hvert bindi (og er nafnaskrá þess bindis mun lengri, en það stafar vafalaust af meiri ættfærslum). I fyrri flokkn- um var einungis ein nafnaskrá í lok IV. bindis fyrir allar bækurnar fjórar og hún ekki nema rífur hálfdrættingur við þetta bindi eitt. Það er því ljóst að þeir sem nú standa að verki kosti kapps um að bæta úr fyrri ágöllum og gera betur. Langflestar æviskrárnar eru ritaðar af sama manni, Guðmundi Sigurði Jóhannssyni, sem ráðinn hefur verið til þessa starfa. Hjalti Pálsson, sem sá um útgáfuna, hef- ur jafnframt ritað 30—40 ævi- skrár. Þá hafa nokkrir aðrir ritað fáeina þætti, annað hvort einir eða ásamt framangreindum. Vafalaust eru skiptar skoðanir um gildi eða nauðsyn rita sem þessara. Sumir láta sér eflaust fátt um finnast og telja að tíma og prentsvertu sé til annars betur varið. Þeirri skoðun hafnar sá al- farið, sem þetta ritar. Ræktarsemi íslendinga við liðna tíð, áhugi þeirra á uppruna sínum og ætt- erni, og það að reyna að láta eng- an þann gleymast, sem dvalist hefur á þessu landi — það er eitt með ánægjulegri sérkennum ís- lenskrar menningar. Og ef þessu fylgdi samsvarandi áhugi á mann- rækt — en þar sitjum við því mið- ur aftarlega á merinni — mættum við vera harla stoltir. En ef nú íslendingar hafa dá- læti á æviþáttum og ævisögum og líta á útgáfu þess sem mikilsvert sérkenni, hlýtur að fylgja því sú kvöð að standa vel og fagmann- lega að verki. Á því vill þó oft verða misbrestur, eins og stundum er bent á. Það fer ekki á milli mála — og það vita þeir gerst sem næst stóðu. að á fyrri flokki Skag- firskra Æviskráa voru allmiklar misfellur. Nú hefur allverulega verið bætt úr, og er augljóst að útgefendum og riturum er umhug- að um að gera sem best. Samt sem áður er einn grundvallargalli á þessu verki öllu, sem nefna verður, þó að nú sé orðið of seint úr að bæta. Hvert bindi er sjálfstæð heild og æviskrám hverrar bókar er raðað í stafrófsröð frá A—Ö og kemur nú í þessum síðari flokki sérstök nafnaskrá fyrir hvert bindi. Þegar öll bindin 7—8 eru komin út og fletta þarf upp á nafni, getur því þegar verst lætur þurft að fletta upp í öllum bókun- um, nema því aðeins að nafnaskrá allra binda verði prentuð í einu lagi að lokum. Það er þó óneitan- lega nokkuð önugt, úr því að sér- stök skrá er komin fyrir hvert bindi. Vissulega hefði verið hag- kvæmara að gera þegar í upphafi skrá yfir alla búendur tímabilsins og ganga á þá skrá frá upphafi til loka og enda síðan á nafna- skránni. Ég þykist vita að útgef- endur séu mér sammála að þetta hefði verið betra, en veit jafn- framt að þeir hafa ekki getað unn- ið þetta svo, fyrr en nú á allra seinustu árum, eftir að þeir fengu fastan starfsmann. En að sjálf- sögðu rýrir þetta einungis nota- gildi bókanna sem uppflettirits, en dregur ekkert úr gildi þeirra að öðru leyti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.