Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 27 - Egilsstaðir: Jólalegt um að litast KgiLsNtöAum, 2. desember. ÞAÐ ER jólalegt um að litast hér á Egilsstöðum fyrsta sunnudag í jólafostu. Nýfallinn snjór prýðir þorpið og aðventuljós má sjá í velflest- um húsagluggum. í haust hefur jörð verið nær auð að kalla — en er menn tygj- uðu sig til vinnu síðastliðinn föstudagsmorgun var jörð orðin alhvít, jólasnjórinn var kominn. Verslanir eru nú sem óðast að taka upp jólavarninginn — en jólatrén úr Hallormsstaðarskógi eru þó enn ókomin á markað. Að sögn starfsmanns Skógræktar- innar hefst skógarhögg í Hall- ormsstaðárskógi nú eftir helg- ina. Líklega verða felld um 1.000 jólatré í skóginum að þessu sinni — velflest til heimilisskrauts — en nokkur til skreytinga utan dyra. Stærsta tréð sem fellt verður er um 10—12 m að hæð og verður reist við KHB á Egiis- stöðum venju samkvæmt. Maur- inn sem hrjáði trjágróður í Hall- ormsstaðarskógi í sumar mun ekki draga úr framboði jólatrjáa þaðan nú. í grunnskólanum er farið að hugsa til jóla — og verður efnt til sérstaks föndurdags fyrir nemendur og foreldra laugar- daginn 15. desember. — Olafur Morgunblaðid/Bj arni Frá blaðamannafundinum, talið f.v.: Gestur Ólafsson formaöur Lífs og lands, Þórdís Bachmann, Hulda Ólafsdóttir og Helga Edwald, félagskonur. Líf og land býdur ráðgjöf á sviði umhverfismála LÍF OG LAND, landssamtök um umhverfismál hafa ákveðið að taka að sér að veita sveitarfélögum, öðr- um opinberum aðilum og félags- samtökum ókeypis ráðgjöf á sviði umhverfismála, með það að mark- miði að auka gæði umhverfis á ís- landi. Gestur Ólafsson, formaður fé- lagsins sagði á fundi sem haldinn var með blaðamönnum á dögun- um, að í gegnum árin hefði ýmis- legt verið rætt og ritað um um- hverfismál en nú vildu samtökin taka upp annan hátt og láta verkin tala meira. Sagði hann að í kjölfar hinnar miklu byltingar sem hefði átt sér stað á þessari öld í búsetu hér á landi, fylgdu margs- konar vandamál bæði til sjávar og sveita. Bæði hefði það umhverfi sem byggt hefur verið ekki þjónað fólki sem skyldi né heldur hefðum við farið nógu varfærnum höndum um náttúru landsins. Fjölmargir sérfræðingar sem framarlega standa hver á sínu sviði, hafa ákveðið að taka þátt í umhverfisráðgjöf Lífs og lands og gefa vinnu sína til þess að stuðla að betra umhverfi hér á landi. Er þar um að ræða arkitekta, verk- fræðinga, skipulagsfræðinga, landslagsarkitekta, hagfræðinga o.fl. Að sögn Gests er fyrirhugað að ráðgjöfin fari í meginatriðum þannig fram að í upphafi snúi við- komandi aðili sér til Lífs og lands og óski eftir ráðgjöf. Félagið mun síðan velja starfshóp til að fjalla um viðkomandi verkefni, sem fara mun á staðinn og dvelja þar í nokkra daga við athuganir og við- ræður við hlutaðeigandi aðila. Að þeim tíma loknum er gert ráð fyrir að vinnuhópurinn kynni til- lögur sínar á almennum fundi. Sagði Gestur að það væri von félagsmanna Lífs og lands að um- hverfisráðgjöfin vekti nýjar hugmyndir og stuðlaði að betra umhverfi. Mun Skagaströnd nú þegar hafa óskað eftir vinnuhóp á staðinn til að bæta umhverfið þar. Jólaföndur Jólaföndurspakkningar (sjá mynd), snjókarl, jólapar, jólastelpa, flöskusveinn, sérvíettuhringir, diskamottur o.fl. Stimplar meö jólamunstri fyrir tauþrykk A Vattkúlur, vattbjöllur, pípuhattar, jólasveinabúkar, filtefní, málmbjöllur, strigi, pípuhreinsarar, náttúrubast, plastbast, glimmer, könglar, föndurkarton, kreppappír, álfolía, trókúlur, blómavír, aöventukransar, skreytingaleir, óróajárn, silkiboröar, gærubútar, þekjulitir, plastperlur, jólamunstur, föndurlím, málmhringir, keramín-styttur brúðuandlit, áteikn. jóladúkar, áteikn. svuntur, áteíkn. póstpokar, þvottaekta DEKA-litir til taumálunar, glerlitir, DEKA. ------- Skólavöröustíg 15, 101 Reykjavík, sími 21412. Glæsilegt úrval af fallegum ullarefnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.