Morgunblaðið - 05.12.1984, Side 33

Morgunblaðið - 05.12.1984, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 33 Herbert Blaize hinn nýkjörmi forsætisráðherra Grenada: „Leita alltaf að hinu jákvæða“ jafnan í gistihúsi en ekki í hóteli. Hann er fyrrverandi opinber starfsmaður og nam lög við bréfaskóla í Englandi. Námið tók hann 12 ár þar sem hann varð samtímis að sjá fjölskyldu sinni farborða, en þau hjónin eiga sex börn, sem nú eru á aldr- inum 25 til 37 ára. Á fimmta áratugnum fluttist Blaize til nágrannaeynnar Ar- uba er olía fannst þar. Á sama tíma varð Gairy verkalýðsleið- togi á Áruba og eiginkona kaup sýslumannsins Rupert Bishop á Grenada 61 sveininn Maurice 1944 er þau hjónin dvöldust á Aruba í upphafi olíuævintýrisins þar. Á Aruba slasaðist Blaize á reiðhjóli og hlaut tímabundna lömun. Náði hann sér en fyrir 11 árum gerði liðagigt vart við sig, sem rakin er til slyssins. Blaize kveðst ekki fylgja ákveðnum stjórnmálastefnum eða kenningum eða taka aðra stjórnmálamenn sér til fyrir- myndar. Þó kveðst hann hafa dáðst að Sir Winston Churchill og Franklin D. Roosevelt. En helzt kveðst hann hafa orðið fjrrir áhrifum frá heimspeking- um og vitringum sem haldið hafa því fram „að í sérhverjum manni sé eitthvað gott. Ég leita alltaf að hinu jákvæða," segir Blaize. ueorgen, iireniQi, ■». ae»emoer. IIERBERT Blaize leiðtogi Nýja þjóðarflokksins á Grenada hefur eignast fáa andstæðinga á 33 ára stjórnmálaferli sínum, sumpart vegna þess að hann hefur löngum verið í skugganum af öðrum, fyrst hinum skrautlega Sir Eric Gairy og síðan hinum töfrandi vinstrimanni, Maurice Bishop. Blaize tók við starfi forsætis- ráðherra í dag í kjölfar yfir- burða sigurs Nýja þjóðarflokks- ins í kosningum á Grenada í gær. Var hann forsætisráðherra Grenada 1962—67, en þá var ey- ríkið nýlenda. í kosningunum á mánudag vann flokkur hans óyggjandi sigur á flokki Gairy, sem sneri heim úr útlegö í janú- ar, og flokki vinstrimanna. Skömmu fyrir kosningar sagði Blaize að eitt helzta verkefni stjórnarinnar yrði að sameina þjóðina og fá menn til að gleyma sorgaratburðum síðasta árs, sem leiddu til innrásar á Grenada. Kvaðst hann mundu leggja áherzlu á þátt einkaframtaksins við endurreisn efnahagslífsins, en stjórnin myndi þó hlutast til um að engir hópar yrðu afskipt- ir. { kosningabaráttunni var það helzt fundið gegn Blaize að hann væri of gamall til að stjórna landinu og ekki nógu heilsu- hraustur. Blaize svaraði þvi til að þrátt fyrir aldurinn, en hann Herbert Blaize er 66 ára, væri hann við hesta- heilsu enda þótt liðagigt neyddi hann til að ganga við staf. Honum var einnig fundið þaö til foráttu að hafa nánast látið sig hverfa af sjónarsviðinu í þau fimm ár, sem Bishop var við völd, en hann lét fangelsa hundr- uð pólitískra andstæðinga sína. „Þetta segja þeir af því mér var ekki varpað í fangelsi. En það er lítið gagn af fanga," svar- aði Blaize. A valdatíma Bishops hélt flokkur Blaize lokaða fundi en hætti útifundum vegna ofsókna stjórnarinnar. Blaize er lögfræðingur og heimili hans er á úteynni Carri- acou norður af Grenada. Flaug hann jafnan vikulega þar á milli vegna starfs síns og dvaldist Veður víöa um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín Brussel Chicago Dublin Feneyjar Frankfurl Gent Hetsinki Hong Kong Jerúsalem Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Luxemburg Malaga Mallorca Miami Montreal Moskva NewYork Osló Paris Peking Reykjavik Rio de Janeiro Rómaborg Stokkhólmur Sydney Tókfó Vínarborg Þórshöfn I skýjaó 7 heióskirt 13 skýjaó 15 lóltskýjaó 4 skýjaó 11 skýjaó +4 heiðskfrt 12 heióskírt 8 léttskýjaó 5 skýjaó 8 skýjað 3 skýjaó 24 heíóskírt 14 skýjaó 4 skýjað 21 hálfskýjaó 18 skýjaó 13 skýjaó 16 heiðskirt 1 þoka 21 skýjaó 17 skýjaó 26 skýjaó +2 snjókoma +5 skýjað II heióskirt 2 skýjaó 10 skýjaö 4 heiöskirt 2 skýjað 30 skýjað 15 skýjaó 5 skýjað 25 heióskírt 14 heióskírt 5 heióskírt 5 skýjaó Ólæti við opnun óperuhússins Ztírich, 3. denember. Frá Önnu Bjarnadóttur, Tréttaritara Mbl. BRYNVARÐAR bifreiðir og mjög mikill lögregluvörður voru til staðar við Óperuhúsið í Ziirich á sunnudagskvöld þegar prúðbúnir góðborgarar fóru aftur í óperuna eftir að byggingin var hreinsuö og gerð upp fyrir 61 milljón svissneskra franka. Ekki kom til óláta en mikil ólæti brutust út á laugardag þegar óperuhúsið var formlega opnað á ný og lögreglan var ekki viðbúin. Bfl var velt, ferð sporvagna var tafin og rúður voru brotnar áður en lögreglan gat stillt til friðar. Borgarbúar í Zurich ákváðu fyrir tæpum fimm árum að kosta viðgerð og hreinsun á óperuhúsi borgarinnar en það hefur verið kallaö „eitt besta annars flokks óperuhús heims“. Ungmenni i borginni voru mjög óánægð með hlutskipti sitt á þessum tíma og til mikilla óeirða kom þegar ákveðið var að endurnýja óperuhúsið. Þessar minningar rifjuðust upp nú þegar óperuhúsið var nú endur- opnað með pomp og prakt. „Meistersinger von Nurnberg" eftir Wagner var fyrsta verk óper- unnar að þessu sinni. Peter Hof- mann átti að syngja aðalhlut- verkið en gat það ekki vegna meiðsla á fæti og tenórinn René Kello kom í hans stað. Claus Helmut Drese stjórnaði. Sýning- unni var útvarpað og sjónvarpað beint. Grikkir hóta neitunarvaldi gegn aðild Spánar og Portúgals að EB Dyflinni, 4. nóvember. AP. LEIÐTOGAR Evrópubandalagsins (EB) komust að samkomulagi í dag um að draga úr vínframleiðslu aðildarríkjanna og á þetta að greiða fyrir inn- göngu Spánar og Portúgals í bandalagið. Grikkir hótuðu hins vegar að beita neitunarvaldi við aðild þessara tveggja ríkja. Garret FitzGerald, forsætis- ráðherra írska lýðveldisins, skýrði frá þessu á fundi með frétta- mönnum í dag, en hann er í for- sæti á þessum fundi EB nú, sem fram fer í Dyflinni. Leiðtogar allra 10 aðildarríkja EB sitja fundinn og eru gífurlega ráðstaf- anir gerðar til þess að gæta örygg- is þeirra. Grikkir eru ekki andvígir sjálfri stækkun Evrópubandalagsins. Hótun þeirra um að beita neitun- arvaldi gegn aðild Spánar og Port- úgals á rót sína að rekja til þess, að hin aðildarríkin 9 hafa neitað að verða við kröfum Grikkja um fjárhagsaðstoð. Hafa Grikkir krafizt þess, að búið verði að leysa þetta mál í marz nk., en þá er fyrirhugað að halda næsta leið- togafund EB. íslensk málverk eftir Gunnlaug Blöndal, Erró, Ásgrím Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson og Júlíönnu Sveinsdóttur Á UPPBOÐI í KAUPMANNAHÖFN 11.—14. desember. Til sýnis 6.—10. desember. Myndaskrá. ARNE BRUUN RASMUSSEN, Listauppboðsgerð, Bredgade 33, 1260 Kaupmannahöfn K. sími (01)136911. Júlíus. norska metsölubókin í þýðingu Guðna Kolbeinssonar, er heillandi saga með hrífandi myndum. Móðir simpansans Júlíusar yfirgaf hann fimm 'vikna gamlan og Júlíus var alinn upp meðal manna. Hann varð eftirlæti allra en frá upphafi var ætlunin að fá hann viðurkenndan aftur af öpunum í dýragarðinum í Kristiansand... Sjónvarpsþættirnir um Júlíus eru nú sýndir víða um heim við gífurlegar vinsældir. Júlíus — úrvalsbók fyrir börnin! ÆSKAN Laugavegi 56 Sími 17336 Urvalsbók fyrir börnin flöf ^yndir-'Pl Kljngsht Arild wkobst yöin uoni Koib on Umenna auglysingaslolan hf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.