Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Hungursneyð í NA-Brasilíu Rw de Jaoeiro. 4. desember. AP. ÞURRKAR og hungur ríkir á stórum svæóum í noróausturhluta Brasilíu og hefur ástandið þar varað í sex ár. Þúsundir manna hafa dáið úr hungri og sjúkdómum, tugþúsundir hafa flosnað upp af heimilum sínum og stuðla mjög að 40 prósenta atvinnuleysinu í landinu. I dag fylltust torg og matvöru- búðir í bænum Sao Raimundo Nonato á þessum slóðum af sár- svöngu fólki. Alls voru á ferðinni yfir 1.000 manns sem mætt voru þar eð út spurðist um 100 atvinnutilboð. „Fólkið er um allan bæ betlandi, sníkjandi og hnuplandi. Þetta er að verða ófremdarástand og mest óttumst við að það fari að láta greipar sópa í matvörubúðum. Þetta er slíkur fjöldi að það gæti haft alvarlegar afleiðingar," var haft eftir lögreglustjóra bæjarins. Gaspar Ferreira, borgarstjóri, sagði að bærinn hefði reglulega dreift hrísgrjónum, baunum og kornvöru sem bæjarbúar og bænd- ur í kring höfðu gefið, en betur mætti ef duga skyldi, því hér væri um alvarlegt flóttamannavanda- mál að ræða, þetta fólk væri kom- ið á vonarvöl vegna hungurs og vonleysis. Bandaríkin: Argentína semur um lánamál sín New York, 4. desember. AP. ARGENTÍNU, sem er þriðji stærsti skuldarinn meðal þróunarlandanna, hefur verið veitt 18 milljarða dollara lán með samningi sem tekist hefur við bandarísk stjórnvöld og 11 alþjóðlegar bankastofnanir, að því er sagði í bandaríska blaðinu New York Times í gær. Verði samningur þessi sam- þykktur af meirihluta hinna 350 banka um heim allan, sem Arg- entína skuldar peninga, gæti hann orðið til að auka verulega á stöð- ugleika í alþjóðlegum peningamál- um og styrkt nokkra af stærstu bönkum Bandaríkjanna, að sögn blaðsins. Manufacurers Hanover Trust Co er stærsti lánardrottinn Argentínu, sagði blaðið enn frem- ur. „Þetta er vissulega jákvæð þróun, og hennar hefur verið beðið lengi,“ hefur Times eftir ótiltekn- um bankamanni í New York. Og hann bætti við: „Þetta er ekkert fullnaðarskref, heldur mikilvægur áfangi á þeirri leið að koma í veg fyrir kreppu.“ Samkvæmt samkomulaginu eiga bankarnir að veita Argentínu 4,2 milljarða dollara ný lán og Bandaríkjastjórn leggur fram 500 milljóna dollara skammtímalán, að sögn Times. Að auki létta bankarnir á greiðslum afborgana og vaxta með því að lengja greiðslutíma á 13,4 milljarða dollara skuldum, sem falla í gjalddaga á þessu og næsta ári. írakar löskuðu risaolíuskip Vfanama. Bahrain. 4. desember. AP. ÍRASKAR sprengjuþotur gerðu í gær árás á risaolíuskip frá Kýpur, skammt frá Kharg-eyju í Fersaflóa þar sem helstu olíuhöfn írana er að finna. Skipið stóð í Ijósum logum síðast er fréttist og reyndu skip- verjar og íranskir hermenn að ráða niðurlögum eldsins. Lengi var óttast um þrjá skipverja sem fund- ust ekki, eftir að slökkviliðið hafði ráðið niðurlögum eldsins að mestu fundust þeir lifandi á bak við eld- trausta hurð. Þótti það kraftaverki líkast að þeir skyldu hafa sloppið óskrámaðir. Skipið, 336.000 tonna og ber nafnið Minotaur, er fyrsta olíu- skipið sem verður fyrir árás í Persaflóa í 6 vikur. Varð það fyrir exocet-skeyti sem írösk þota af Super Etendard-gerð skaut, en bæði þota og skeyti eru frönsk smíði og var mikið veður gert út af þeirri vopnasölu á sín- um tíma. Hótuðu íranir þá Frökkum grimmilega ef þeir létu verða af því að selja írökum gripina. Bandaríkin: 11 þúsund ára gamall kjötkælir Wilsou Mills, M»in. 4. deaember. AP. Fornleifafræðingar í Main hafa fjarlægt af vatnsbotni til geymslu grjóthrúgu sem þá grunar að hafi verið kjötkælir indíána fyrir 11.000 árum. í þá daga var loftslag í Main mun kaldara en nú og indíánar notuðu sérstakar grjóthleðslur til að geyma kjöt. Fomleifafræð- ingarnir hafa engar sannanir fyrir því að hér sé um slíka „kæligeymslu“ að ræða en á hinn bóginn líkist hleðslan ákaflega sams konar fyrirbærum sem eskimóar nota enn þann dag i dag. Talsmaður sérfræðinganna, Bruce Bourgh, sagði að það væri einnig til í dæminu að hér væri um fornan haug að ræða, en persónulega teldi hann það hæp- ið þar sem ekkert fannst í hleðsl- unni, engir persónulegir munir svo sem örvaroddar eða verk- færi. Grjóthrúga sú sem um ræðir kom í leitirnar á vatnsbotninum, er verið var að gera við stíflu. Var þá skrúfað fyrir írennsli vatnsins og borð þess lækkaði. Um þennan stiga fóru a.m.k. tveir af fóngunum sem struku úr svæðis- fangelsi Oslóborgar, til þess að komast yfir múrinn sem umlykur það. Á myndinni sést lögreglan stöðva einn fanganna á flóttanum. Noregur: 18 hafa strokið úr fangelsum í Osló ('Mó, 4. desember. Fri J»n Erik Lnure, frélUriUr* Mbl. UPPÞOT hafa verið meðal fanga í fangelsum Öslóar og á síðustu dögum hefur um 18 fóngum tekist að flýja. Aðfaranótt laugardags var mikill hamagangur í svæðis- fangelsinu í Ósló. í ólátunum tókst 9 föngum að hverfa á braut. Hluti ólátaseggjanna var fluttur yfir í aðallögreglustöðina í Ósló, m.a. af því að 15 af klef- um svæðisfangelsisins voru svo illa famir eftir atganginn, að þeir töldust óíbúðarhæfir. Seinna þessa sömu nótt tókst 9 af föngunum, sem fluttir höfðu verið á lögreglustöðina, að flýja. Notuðu þeir rúmfjalir og ryk- sugurör til þess að yfirbuga lög- regluþjónana fimm sem voru á vakt í deildinni. Hvorki háir múrar né sjálf- virkar sjónvarpsgæsluvélar gátu stöðvað strokumennina, en lög- reglustöðin á að vera öruggasti fangagæslustaður landsins. Fangarnir segja ástæður upp- þotanna vera slæmt ástand í fangelsum, auk þess sem fangar séu settir allt of oft í einangrun og oftsinnis að tilefnislausu. Fáheyrt í Rúmeníu: Jórdanskur stjórnar- erindreki myrtur Búkarest, 4. desember. AP. HÁTTSETTUR jórdanskur stjórnar- erindreki var myrtur í Búkarest, höf- uðborg Rúmeníu, í morgun, er hann gekk til bifreiðar sinnar fyrir utan gistihús í miðborginni. Þetta er I fyrsta skipti sem slíkt gerist í Rúm- eníu þar sem hryðjuverk þekkjast varla. Maður sem enginn veit deili á var handtekinn sl ammt frá morðstaðnum, en honum hafði ekki verið sleppt síðdegis. Hinn myrti, Asmi A1 Mufti, var fertug- ur og einn af hæst settu stjórnar- erindrekum Jórdaníu í Rúmeníu. í för með honum er tilræðið var framið var 5 ára gamall sonur hans sem sakaði ekki. Þó að Mufti hafi verið drepinn snemma morg- uns hafði hin ríkisrekna út- varpsstöð ekki greint frá morðinu síðdegis. Verðbólga í Brasilíu: Minnkandi en samt 3 stafa Rio de Janeiro. 4. september. AP. ERNANE Galvaras, fjármála- ráðherra Brasilíu, sagði í samtali við sjónvarpsstöð þar í landi í dag, að hann ætti von á 170 prósent verð- bólgu í landinu á næsta ári. Sjónvarpsmenn svifu á Galvar- as eftir að hann hafði átt tvo fundi með fulltrúum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins sem fóru til Brasilíu gagngert til að kynna sér hver efnahagsstaða landsins væri í raun og veru. Ef spá ráðherrans stenst, er það bærilegur árangur miðað við að verðbólgan hefur á þessu ári verið 220 prósent. Bras- ilía skuldar 100 milljarða dollara í erlendum lánum, en það er mesta skuld þróunarríkis. Vísindamenn undirbúa förina til Mars: Vilja finna út hvað varð um allt vatnið Saa Franrioco. 4. desember. AP. Vísindamenn sem eru að leggja drög að ómönnuðum leiðangri til Mars árið 1990 brjóta einkum heil- ann þessa dagana yfir því hvað orð- ið hafi af vatninu sem var á plánet- unni eftir að það myndaði hina miklu farvegi sem á reiki- stjörnunni eru. Það mun vera sam- dóma álit vtsindamanna að hin miklu gljúfur og farvegir á yfir- borði Mars séu mynúaðir af mikl- um elfum og rigningu. Talsmaður sérfræðinganna, Ronald Greeley, sagði að þetta væri algert forgangsmál, því vatn væri stórmál þar sem hugs- anlegir mannabústaðir væru annars vegar. Greeley sagði á fréttamannafundi nýlega, að andstæðurnar vatnsleysi en samt árfarvegir og gljúfur, bentu til þess að miklar loftslagsbreyt- ingar hafi orðið á Mars einhvern tímann í fyrndinni, þar hafi áður verið rakt og milt, en nú sé þar ægikalt loftslag. Bruce Jakosky, vísindamaður og sérfræðingur um Mars, sem starfar við háskólann í Colorado, sagði, að ef vísindamönnum tæk- ist að skilja vatnshringrásina á Mars, mætti hugsanlega átta sig á því hvernig loftslagsbreyting- una bar að, hvað hún tók langan tíma og svo framvegis. Einnig væri þannig hægt að gera sér grein fyrir hugsanlegum breyt- Noregur: Órió, 4. deaember. Frá Jan Erik Uure, fréUaríUra Mbl. ÞAÐ urðu svo sem engir fagnaðar- fundir, þegar norsku og sovésku samningafulltrúarnir hittust í gær í áttunda sinn til þess að ræða skipt- ingu Barentshafs. Þó að um tíu ár séu síðan um- ræðufundir þessir hófust, ber jafnmikið á milli nú og þegar byrjað var. Ekkert bendir til að Sovétmenn séu á þeim buxunum að ganga að málamiðlunarlausn i málinu. Norðmenn halda sig við kröfuna um skiptingu eftir miðlínu, sam- kvæmt úrslitum hafréttarráð- stefnunnar, en Sovétmenn vilja að skipt sé samkvæmt svonefndri svæðaskiptingu frá 1926. Munar ingum á loftslagi á móður Jörð. „Með því að skoða vel Mars, skilj- um við betur Jörðina," sagði Jak- osky. þar 60.000 fermílum, eftir því hvernig skipt er. í seinni tíð hefur tíminn aðal- lega verið notaður til þess að kom- ast að niðurstöðum f einstökum deilumálum. Hefur þar flest geng- ið Sovétmönnum á móti skapi. Þingað um skipt- ingu Barentshafs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.