Morgunblaðið - 05.12.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984
35
Kimni sér
ekki hóf
Melbourne. 4. desember. AP.
A meðfyigjandi mynd má sjá
páfagaukinn „Cocky“ og svo sem
sjá má enn fremur er eins gott að
loftslag í Ástralíu er milt. Það fór
illa fyrir Cocky er hann fékk um
daginn uppáhaldsmat sinn, sól-
blómafræ. Réðist hann á mat
sinn af slíkri áfergju, að líkaminn
mótmælti. Fékk Cocky slíkt
ofnæmi, að hver fjöður hrundi úr
ham hans.
En Cocky jafnaði sig og hefði
mátt ætla að honum líkaði lífið
illa svo fáklæddur, en það var
eitthvað annað! Þvert á móti
líkaði fuglinum svo mjög hin
nýja ásjóna, að hann kroppaði
miskunnarlaust úr sér alla
fjaðra- og dúnbrúska sem kíktu
úr hamnum og er ekkert eftir
nema „kanínuskott" sem Cocky
nær ekki með sterku nefi sínu.
Hafa gárungarnir stungið upp
á því að Cocky fái sér vinnu í
„Playboy-klúbbinum" í Mel-
bourne! Annars er það helst af
Cocky að frétta, að hann hefur
skipt um mataræði eftir áfallið,
uppáhaldið er nú ofbrennt
ristabrauð, kexmylsna og bjór
öðru hvoru til að skola niður
þurrmetinu.
Belgrano-dagbókin:
Höfundurinn
nafngreindur
London, 4. des. AP.
SKÝRT var frá því í brezka viku-
blaóinu Observer um helgina hver
væri höfundurinn að dagbók þeirri,
sem blaðið hefur birt úrdrátt úr um
þann atburð, er argentínska herskip-
inu Belgrano var sökkt í Falklands-
eyjastríðinu 1982. Höfundurinn heit-
ir Nyenra Sethia. Hann er 27 ára
gamall, fyrrverandi sjóliðsforingi,
sem nú rekur siglingaklúbb á
Bermúdaeyjum..
Samkvæmt brezkum herrétti
varðar það fangelsisvist að halda
dagbók um það, sem gerizt í her-
þjónstu og er ástæðan ótti við, að
óvinir geti komizt yfir mikilvægar
hernaðarupplýsingar.
Óður mannfjöldi:
Hengdi
grunaða
morðingja
Rio de Janeiro. 4. deoember. AP.
ÓÐIJR mannfjöldi réðst á lögreglu-
bifreið f bænum Vitoria f Espirito
Santo í dag, dró út úr honum fimm
menn grunaða um bankarán í borg-
inni og morð á lögreglumanni sem
reyndi að koma í veg fyrir það. Voru
fimmmenningarnir gersamlega
ofurliði bornir, dregnir til bankans
og hengdir þar án dótns og laga á
skyndigálga sem fólkið snaraði upp.
Mennirnir fimm voru í hópi sjö
sem lögreglan hafði handtekið og
var lögreglan á leið með þá til
bankans þar sem stóð til að yfir-
heyra þá um atburðarásina.
Komst fólkið á snoðir um það og
varð brjálað af reiði. Lögreglan
rannsakar nú aftökurnar og reyn-
ir að hafa hendur f hári hvata-
manna þeirra ef einhverjir eru.
Bandaríkja-
menn átelja
Dani fyrir
barnaklám
Kaupmannahöfn, 3. desember. AP.
Yfírfýsingar bandarískrar öld-
ungadeildaar, þess efnis, að 90 pró-
sent barnakláms í Bandaríkjunum
eigi rætur að rekja til Danmerkur og
Hollands, urðu til þess að danska
lögreglan barði upp á hjá Ifffræði-
kennara nokkrum, David Clayre, en
heimilsfang hans mátti lesa utan á
klámriti sem heimilisfang útgáfufyr-
irtækisins.
Danskir embættismenn lýstu
undrun sinni á þessu, því ekkert
misjafnt fannst á heimili kennar-
ans og sjálfur vissi hann framan
af ekki einu sinni um hvað málið
snerist. Clayre þessi er formaður
hóps í Danmörku sem rekur
nokkrar nektarnýlendur og hafði
hópurinn sent frá sér nokkra
bæklinga þar sem sjá mátti fólk á
öllum aldri sveipað húð sinni
einni. En ekkert kynferðislegt var
þar á sveimi, þaðan af sfður klám,
enda hefur hópurinn gefið út
kynningarbæklinga sína að ein-
hverju leyti fyrir ríkisstyrki.
Fyrr á árinu ásökuðu Banda-
ríkjamenn Dani fyrir að stöðva
ekki útgáfu barnaklámrita. Þá
hétu Danir því að uppræta það og
hafa síðan fjórir menn verið góm-
aðir fyrir að dreifa slíku efni, en
enn sefn kpmið er hafa ritstjór-
amir ekki náðst. Útgáfa af þessu
.tagi fr refsivert áthæfi í • Dan-
mðrku. ýmist háar sektir eða
fangeJsjsvist. aílt affir eðli af-
brotirns. ' . • . "■ . .Si'
« búkfem. Sio,
húsáaðveíonhUmS,etóhSmL 9luI!aT^rhús
—l«t