Morgunblaðið - 05.12.1984, Side 37

Morgunblaðið - 05.12.1984, Side 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 37 Útgefandi tfrlflKfeÍfe hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoóarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Fjárlaga- dæmið að er samdóma álit þeirra sem náið fylgjast með þróun stjórnmála, að farið hafi að halla undan fæti hjá ríkisstjórninni á fyrstu mán- uðum þessa árs, þegar í ljós kom að verulegur halli yrði á rekstri ríkissjóðs 1984 þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða við gerð fjárlaga fyrir réttu ári og heitstreng- ingar þá um að betur væri um hnúta búið við fjárlagagerð en oftast áður. Fjárlagagatið sem tók margar vikur að fylla á útmánuðum varð til þess að rýra traust manna á stjórn- inni og hitt bætti ekki úr skák hve það tók langan tíma fyrir stjórnarflokkana að finna málamiðlunarlausn. Því er þetta rifjað upp hér og nú, að þessa dagana eru stjórnmálamennirnir að fást við svipaðan vanda og í vor, það vantar nokkur hundruð milljónir til að endar nái sam- an í fjárlagadæminu, svo að unnt sé að afgreiða fjárlaga- frumvarpið, hvað svo sem verður eftir að það er orðið að lögum. Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, segir í Morgun- blaðinu í gær, að hann hafi ætíð verið á móti skattahækk- unum en aftur á móti kynni til þeirra að koma nú. Aðrir við- mælendur Morgunblaðsins vísa til fjármálaráðherra þeg- ar þeir eru spurðir um þær hugmyndir sem eru uppi um tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Ólafur G. Einarsson, formað- ur þingflokks sjálfstæð- ismanna, segir að fjármála- ráðherra hafi lagt til að sölu- skattur verði hækkaður um 0,5%. Sú tillaga ráðherrans hefur verið samþykkt í þing- flokki framsóknarmanna en mætir harðri andstöðu ein- stakra þingmanna í Sjálf- stæðisflokknum. í Morgun- blaðinu í gær neitar Albert Guðmundsson því svo að hafa lagt fram nokkra tillögu um 0,5% söluskattshækkun. Flest bendir til þess að sag- an frá því á útmánuðum sé að endurtaka sig. Það er ekki nægilega markvisst tekið á því að ná endum saman í fjár- lagadæminu. Tíminn líður án þess að skýrar tillögur liggi fyrir sem fjármálaráðherra vill að nái fram að ganga. Eðlilegt er að það taki nokk- urn tíma fyrir menn að ná áttum eftir kollsteypuna í kjaramálunum nú í haust, sem raskar markmiðinu sem stjórnarflokkarnir höfðu sett sér í september um hallalaus fjárlög á næsta ári. Frá þessu markmiði hefur nú verið horf- ið. í stefnuræðu sinni 22. nóv- ember komst Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, þannig að orði að nauð- synlegt væri að stefna „að því að ríkisbúskapur verði sem næst hallalaus á næsta ári.“ Albert Guðmundssyni, fjár- málaráðherra, er mikill vandi á höndum nú þegar lögð er síðasta hönd á fjárlagagerð- ina fyrir næsta ár. Greinilegt er að menn bíða þess nú með vaxandi óþreyju á Alþingi að hann taki afdráttarlaust af skarið um það, hvernig hann vill að staðið verði að tekjuöfl- uninni. Reynslan af fjárlaga- gatinu á fyrstu mánuðum þessa árs hlýtur að vera víti til að varast. Glæsilegur árangur í handbolta Könnunin á gildismati ís- lendinga leiðir í ljós, að fáar þjóðir segjast stoltari af þjóðerni sinu en íslendingar og þeir skera sig greinilega úr öðrum Norðurlandaþjóðum um þetta. í sjálfu sér getur það verið breytilegt af hverju Islendingar eru stoltastir hverju sinni, þótt rík þjóðern- iskennd búi þar jafnan að baki. Frábær árangur íslenska landsliðsins í sex landsleikj- um að undanförnu, þar sem liðið sigraði í fjórum, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einum leik eflir þjóðarstolt mikið nú um stundir, og ekki af ástæðulausu. „Þetta var góð keppnisferð hjá okkur en því ber ekki að neita að hún var hræðilega erfið," sagði Þorbjörn Jens- son, fyrirliði landsliðsins, í Morgunblaðsviðtali í gær og bætti við: „Við lékum vel í þessari ferð og ég tel að árangur okkar sé mjög góður. Við getum þó ekki ofmetnast því að við eigum langt í land ennþá." Eins og af þessum orðum má ráða ætla lands- liðsmennirnir okkar sér enn stærri hlut. Víst er að með þeim verður fylgst og hugur stoltrar þjóðar fylgir þeim með góðum óskum. ítarleg skýrsla um ratsjármálið: í þágu varna, flug- umferðar og siglinga íslendingar sjái um rekstur og viðhald allra ratsjárstöðva í landinu „Einn meginþátturinn í starfí varnarliðsins hér á ís- landi hefur verið eftirlit með ferðum herflugvéla, skipa og kafbáta, er nálgast landið. Þörfín fyrir a efla síkt eftirlit hefur aukist mjög undanfarin ár. Þetta á eink- um við um flugið, þar eð flug sovéskra herflugvéla í námunda við Island hefur aukist jafnt og þétt. Var tala þeirra, er komu inn á loftvarnasvæði varnarliðs- ins árið 1983, sú hæsta sem skráð hefur verið fram að þessu. Fjöldi útkalla orr- ustuflugvéla varnarliðsins hefur tæplega tvöfaldast á 7 ára tímabili, voru alls 290 á árunum 1982—1983, en aöeins 148 á árunum 1975—1976.“ Með þessum orðum hefst skýrsla um endurnýjun á ratsjárkerfi varnarliðsins, sem samin hefur verið af ratsjárnefnd varnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins og Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra kynnti á blaðamannafundi í gær. Dr. Þorgeir Pálsson, dósent við Háskóla íslands, var með ráð- herranum á fundinum, en hann á setu í ratsjárnefndinni ásamt þeim Hauki Haukssyni varaflugmála- stjóra, fulltrúa flugmálastjórnar, Berent Sveinssyni yfirloftskeyta- manni, fulltrúa landhelgisgæslu, Olafi Tómassyni yfirverkfræðingi, fulltrúa Pósts og síma, og Sverri Hauki Gunnlaugssyni sendifull- trúa, deildarstjóra varnarmála- deildar. ítarleg athugun í inngangi skýrslunnar segir ennfremur: „Núverandi ratsjárkerfi varnar- liðsins á suðvestur- og suðaustur- hornum Iandsins megna ekki að fylgjast með flugi þessara her- flugvéla nema að takmörkuðu leyti. Loftsvæði út frá Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi eru því „opin svæði“, sem einungis eru undir eftirliti þegar AWACS- ratsjárvélarnar eru á lofti. Mörg tilfelli hafa komið upp, þar sem sovéskri flugvél hefur tekist að fljúga undir ratsjárgeisla núver- andi stöðva í því skyni að gera til- raun til þess að nálgast landið óséð. Tryggja verður, að vitneskja um nærveru sovéskra herflugvéla ber- ist varnarliðinu nægilega snemma til að hægt sé að bægja þeim frá landinu. Umferð sovéskra herflugvéla veldur einnig áhyggjum vegna hættu, sem annarri flugumferð stafar af þeim. Þessar flugvélar senda ekki flugáætlanir til né fá flugheimild frá íslensku flugstjórn- armiðstöðinni, sem er andstætt hefðbundnum alþjóðavenjum. Þær fljúga því iðulega inn á leið far- þegaflugvéla, án þess að flugstjórn verði vör við þær. Ratsjárstöðvar á NV- og NA-landi gerðu það hins vegar mögulegt að fylgjast mun betur og fyrr með ferðum þessara sovésku flugvéla og þar með Þannig sér teiknari fyrir sér stöðvarhús og önnur mannvirki ratsjárstöðvar á fjallstoppi. Stöðvarhúsið yrði um 1200 m2 að flatarmáli og er þá gert ráð fyrir vistarverum fyrir starfsmenn tækjaskála, viðhalds- og viðgerðaraðstöðu, auk bifreiðageymslu. Ratsjárhvelfingin nær allt að 27 metrum upp yfir jafnslétt- una. tryKKÍa öryggi almenns farþega- flugs. Vegna áhuga íslenskra og banda- rískra stjórnvalda og Atlantshafs- bandalagsins á að bæta úr þessu ófremdarástandi var í nóvember sl. hafin ítarleg athugun á því með hvaða hætti og hve fljótt unnt sé að koma upp nýjum ratsjárstöðvum vestan og norðaustanlands, auk þess að endurnýja þær tvær rat- sjárstöðvar, sem nú eru fyrir hendi. Markmið þessarar athugunar hefur verið að fá fram, hvers konar ratsjártækni kæmi helst til greina og hvar heppilegast sé að staðsetja ratsjárstöðvar með tilliti til rekstr- arþátta, nauðsynlegrar upplýsinga- öflunar og reynslu af rekstri eldri stöðva. Einnig hefur verið athugað á hvern hátt íslendingar gætu tek- ið að sér rekstur og viðhald nýrra ratsjárstöðva og hvaða not við gæt- um haft af upplýsingum ratsjár- stöðva fyrir flugumferðarstjórn og siglingar á sjó. 1 þessu sambandi hefur verið haft samráð við Norð- menn, sem nú vinna að víðtækum endurbótum á loftvarnaratsjár- kerfum sínum, m.a. byggingu þriggja nýrra ratsjárstöðva. Verði ákveðið að hefjast handa um byggingu ratsjárstöðva mun mannvirkjasjóður Atlantshafs- bandalagsins (NATO Infrastruc- ture Programme) kosta fram- kvæmdirnar að mestu leyti og Bandaríkin greiða rekstrarkostnað, en íslendingar annast reksturinn." Hlutverk ratsjár- kerfisins í skýrslunni segir, að varnar- hlutverk núverandi ratsjárkerfis sé tvíþætt: 1) að finna, fylgjast með og auðkenna allar flugvélar í nánd við og innan loftvarnasvæðisins við fsland og 2) leiðbeina orrustuflug- vélum að flugvélum, sem ekki hafa verið auðkenndar. Hugsanleg við- bót tveggja ratsjárstöðva á Norð- vestur- og Norðausturlandi mundi á engan hátt breyta þessu hlut- verki kerfisins, heldur eingöngu gera því kleift að gegna því á full- komnari hátt en nú er gert. Varnarhlutverkið er forsendan fyrir því að ratsjárnar eru starf- ræktar en í skýrslunni er gerð ít- arleg grein fyrir því, að þær megi nota 1) til almennrar flugumferð- arstjórnar, 2) við eftirlit með skip- aumferð og 3) til áð fylgjast með veðri og ef til vill hafís. Ratsjár af þeirri gerð, sem um er rætt í skýrslunni, „eru mjög vel fallnar til þess að veita upplýsingar um flug- umferð fyrir almenna flugumferð- arstjórn", segir í skýrslunni. Segir nefndin að AN/FPS-117- ratsjárkerfið sé gott dæmi um þann ratsjárbúnað, sem kæmi til greina að nota í hinum nýju og endurnýjuðu ratsjárstöðvum, en reiknað er með alþjóðlegu útboði á smíði tæknibúnaðar meðal aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins. Þetta kerfi hefur bæði frumratsjá og svarratsjá, svo sem venja er í ratsjárkerfum, sem eru notuð við eftirlit með flugumferð. f skýrslunni segir, að ratsjár- gögn frá fjórum ratsjárstöðvum hér á landi gerðu kleift að veita sambærilega þjónustu í flugum- ferðarstjórn héðan og best gerist í nágrannalöndum. Eigi þetta bæði við um aiþjóðaflugið, sem fengi betri þjónustu með greiðari að- gangi að hagkvæmustu flughæðum, og innanlandsflugið, þar sem rat- sjáreftirlit mundi auka flugöryggi og greiða fyrir flugumferð bæði í leiðarflugi og aðflugi að ýmsum flugvöllum. „Ratsjárnar stuðluðu þannig að áframhaldandi þjónustu við alþjóðaflugið, sem rekið er á vegum Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar, og að auknu flug- öryggi bæði í innanlands- og milli- landaflugi." Endurbætur og nýjungar f lok skýrslunnar, sem er 34 blað- síður með margvíslegum teikning- um og afstöðumyndum, eru helstu þættir hennar dregnir saman með þessum hætti: „Þessi skýrsla fjallar um endur- bætur á ratsjáreftirlitskerfi varn- arliðsins, sem hefur verið starf- rækt hér á landi allt frá árinu 1958. Þessum endurbótum má skipta í eftirfarandi þætti: — Byggingu tveggja nýrra ratsjár- stöðva á NV-landi á Stigahlíð- arfjalli við ísafjarðardjúp og á NA-landi, annaðhvort á Hroll- laugsstaðafjalli eða Gunnólfs- víkurfjalli. — Endurnýjun á búnaði núverandi ratsjárstöðva á Miðnesheiði og Stokksnesi. — Uppsetningu sameinaðrar eftir- litsstöðvar á Keflavíkurflug- velli, sem kæmi í stað núver- andi eftirlitsstöðva á Miðnes- heiði og Stokksnesi. Vaxandi umferð sovéskra her- flugvéla í nágrenni fslands veldur því, að nauðsynlegt er að efla rat- sjáreftirlit með flugumferð hér á landi. Þetta á einkum við um svæð- ið norður og austur af landinu, sem ekki er undir eftirliti nú, nema þeg- ar AWACS-flugvélar eru á þessum slóðum." Bráðabirgðastöðvar „Á myndinni eru sýnd ytri mörk þess svæðis, sem nýjar ratsjár á NV- og NA-landi, ásamt núverandi ratsjám á Miðnesheiði og Stokks- nesi, næðu til miðað við 13.000 feta flughæð. Stærð þessa svæðis minnkar í lægri flughæðum, en stækkar þegar hærra dregur. Markmiðið með byggingu nýju stöðvanna er því eingöngu að stækka eftirlitssvæðið. Hlutverk þeirra er að öllu leyti hið sama og eldri stöðvanna, þ.e. að fylgjast með og auðkenna alla flugumferð í nágrenni landsins, og aðstoða við að leiðbeina flugvélum varnarliðs- ins, sem fara til móts við óþekktar flugvélar. Uppbygging nýju rat- sjárstöðvanna gæti orðið með þeim hætti, að rekstur þeirra yrði hafinn árið 1987 með bráðabirgðaratsjám af sömu gerð og notaðar eru í nú- verandi stöðvum. Mannvirki væru þó öll endanlega frágengin. Ratsjár af nýjustu gerð yrðu síðan teknar í notkun árið 1989, og þá yrði sams konar búnaði komið fyrir í eldri stöðvunum á Miðnesheiði og Stokk- snesi. Ef þessi bráðabirgðalausn er ekki valin, gæti rekstur stöðvanna á NV- og NA-landi ekki hafist fyrr en árið 1989.“ Reksturinn í höndum íslendinga „íslendingar sæju um rekstur og viðhald nýju ratsjárstöðvanna og tækju jafnframt við rekstri núver- andi stöðva. Jafnhliða ofangreindum endur- bótum á ratsjárstöðvunum yrði eft- irlitið með flugumferðinni samein- að í einni eftirlitsstöð á Keflavík- urflugvelli. Þetta eftirlit fer nú fram á tveim stöðum, þ.e. í rat- sjárstöðvunum á Miðnesheiði og Stokksnesi. Þessi sameining bygg- ist á því að senda ratsjárgögnin á stafrænu formi frá ratsjárstöðvun- um um fjarskiptakerfi Pósts og síma til eftirlitsstöðvarinnar. Starfsliði í núverandi eftirlits- stöðvum fækkaði því verulega. Starfsliði í Stokksnesstöðinni fækkaði þannig úr 110 manns niður í 30. Auk varnarhlutverksins gætu Is- lendingar haft ýmis not af rat- sjánum og þá sérstaklega til: — Flugumferðarstjórnar í innan- lands- og alþjóðaflugi; — eftirlits með skipaumferð í grennd við ratsjárstöðvarnar, og til að afla veðurupplýsinga. Flugmálastjórn hefur um tólf ára skeið notað gögn frá svarratsjá stöðvarinnar á Miðnesheiði til eft- irlits með flugumferð allt að 200 sjómílur frá Keflavíkurflugvelli með mjög góðum árangri. Sú stækkun, sem yrði á þessu svæði, ef flugstjórnarmiðstöðin fengi gögn frá fjórum ratsjám á öllum horn- um landsins, ylli byltingu í stjórn flugumferðar bæði í innanlands- og alþjóðaflugi. Hagsbæturnar fælust í auknu flugöryggi og hagkvæmni, m.a. í lægri eldsneytiskostnaði flugvéla. Fylgjast mætti með flug- vélum í innanlandsflugi yfir öllu landinu yfir 13.000 feta flughæð og ratsjárnar kæmu jafnframt að gagni við eftirlit með aðflugi að flugvöllum, t.d. á ísafirði, Þórs- höfn, Raufarhöfn, Kópaskeri og Húsavík. Óhætt er að fullyrða, að þjónustan við alþjóðaflugið, sem veitt er samkvæmt samningi við Alþjóðaflugmálastofnunina, treystist mjög til frambúðar með tiikomu fullkominnar ratsjárþjón- ustu, en framfarir í fjarskiptum með gervitunglum valda nú nokkr- um áhyggjum um framtíð þessarar starfsemi." Skiparatsjár „Komið yrði upp sérstökum ratsjám til að fylgjast með skipa- umferð í grennd við ratsjárstöðv- arnar. Eftirlit með skipum gæti náð allt að 55—59 sjómílur til hafs, þar sem best lætur. Með sérstakri útfærslu á búnaðinum yrði jafn- framt mögulegt að fylgjast með úr- komusvæðum, sem getur komið að gagni við siglingar í lofti og á sjó. Augljóst er, að umræddar endur- bætur á ratsjáreftirlitskerfinu eru stórt verkefni, sem krefst mikils undirbúnings og tæknivinnu. Gengið er út frá því, að íslensk stjórnvöld og íslenskir tæknimenn tækju virkan þátt í þessari vinnu á öllum stigum. Tekið yrði mið af að- stæðum hér á landi og notaðir ís- lenskir staðlar varðandi hönnun mannvirkja og búnaðar." AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Stjórnmálasamband íraka og Bandaríkjamanna kann að marka þáttaskil í Miðausturlöndum SAMKOMULAG Bandaríkjanna og íraka um að taka upp stjórnmála samband á ný, eftir sautján ára hlé á því bendir til þess að Bandaríkin telji ástæðu og nauðsyn til að auka áhrif sín í Arabaheiminum. Það þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart, en á hinn bóginn munu Bandaríkja- menn þurfa að halda vel og skynsamlega á spilunum, svo að ísraelar túlki þetta ekki sem einhvers konar aðgerð gegn sér. Mjög mikil heift ríkir milli íraka og ísraela eins og allir vita sem fylgjast með málefnum þessa heimshluta. Israelar hafa gert árásir, all umdeildar, á írak, vegna þess þeir álitu að írakar væru að vígbúast til að geta ráðist á ísrael og vildu vera fyrri til. Nú er ekki sennilegt að ísraleum verði stætt á þvílíku, að minnsta kosti eru írakar án efa þeirrar skoðunar, að þeim sé að nokkru vernd i því að taka upp samskipti við Bandaríkin opinberlega aftur. R: eagan stjórnin lét fylgja mjög adráttarlausa yfirlýs- ingu um, að Bandaríkin myndu ekki aðhafast neitt það sem styrkti íraka á hernaðarsviðinu og sú ákvörðun að taka upp stjórnmálasamband breytti engu um ævarandi stuðning og vináttu við Ísraelsríki. írakskir embættismenn segja að þetta muni leiða til þess að Sovétmenn fari að hugsa sitt ráð. Áhrif þeirra í írak hafa ekki verið jafn augljós og í Sýrlandi og svo virðist sem úr þeim hafi raunar dregið í báðum löndun- um, meðal annars vegna ákefðar Bandaríkjamanna að bæta sam- skipti við Arabaríkin. Það er Irakar munu binda mestar vonir við nú er að þetta kunni að verða þeim til fram- dráttar og hálfgildings bjargar í fran-írak stríðinu. Svo mjög hef- ur það ljóta stríð og langa dregið máttinn úr frökum, að þeir hafa haft tiltölulega litla sinnu á þvi að hafa uppi yfirlýsingar gegn ísrael. Nema hvað það snertir, að ísraelar hafa látið frönum í té vopn, að minnsta kosti lengst af stríðinu. Það sýnir betur en ým- islegt annað þann margfalda hráskinnsleik sem stríð eru: samtímis því að gyðingar eru hundeltir og ofsóttir í íran, láta ísraelar þeim í té vopn, svo að þeir geti barið á Arabaþjóð, sem er í þeirra augum enn verri kost- ur að bæri sigur úr býtum en að íranska byltingin flæddi yfir Miðausturlönd. Samtimis þessu hafa Banda- ríkjamenn svo látið líklega við frani, sagt að alls ekki væri úti- lokað að reyna að ná samkomu- lagi um „eðileg samskipti" svo fremi sem stjórnin í Teheran hætti að styðja alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Svar hef- ur ekki heyrzt frá frönum, en auðvitað er það opinbert leynd- armál, að Bandaríkjamenn og ýmsar Vesturlandaþjóðir hafa stutt frani og fraka á víxl í stríð- inu, ýmist með vopnasendingum, sem ekki hafa alltaf farið hátt eða á óbeinan hátt, meðal annars með því að senda til landsins hernaðarráðgjafa og sérfræð- inga. En hvað sem þessu nú líður hafa viðbrögð fraka við stjórn- málasambandi á ný við Banda- ríkin verið heldur jákvæð. I grein sem AP-fréttastofan sendi frá sér nýlega hafði verið rætt við ýmsa borgara í Bagdad, sem allir létu í ljós ánægju með þessa ákvörðun. „Þetta eru beztu frétt- ir sem ég hef heyrt í fjögur ár,“ sagði kaupmaður nokkur, Subhi að nafni, sem að öðru leyti vildi ekki láta gera fyrir sér nánari grein. Subhi þessi sagði, að styrjöldin, sem hefur nú staðið í fjögur ár og tveimur mánuðum betur, væri raunar að nokkru sök Bandaríkjanna. Að hluta til vegna þess að Washington- stjórninni hefði ekki á sfnum tíma tekizt að halda franskeis- ara við völd og sýnt alltof mikla undanlátssemi við þá sem börð- ust gegn stjórnarfarinu á síð- ustu mánuðum keisaratímans. Þetta hefði svo aftur haft í för með sér að völdin hefðu hrifsað öfgasinnaðir stjórnleysingjar, sem stjórnuðu með harðræði og ógn, sem væri ekki til neins jafn- að. Saddam Hussein forseti íraks W 't W* 'SmA Stríð íraka og frana hefur kostað óheyrilegar fórnir. Sama virtist upp á teningnum hjá ýmsum öðrum, sem AP fréttamenn ræddu við og voru sumir svo bjartsýnir, að þeir staðhæfðu fullum fetum, að „Bandaríkjamenn myndu stöðva stríðið við írani“. Eins og komið hefur fram slitu Bandaríkjamenn stjórnmála- sambandi við frak i Sex daga stríðinu 1967. frakar hafa tekið þátt í öllum þeim hernaðarað- gerðum gegn Israel sem Araba- ríkin hafa á einhvern máta stað- ið að sameiginlega. Grimmd þeirra í stríðinu 1948, eftir að Israel lýsti yfir sjálfstæði er enn í minnum höfð og ekki farið dult með það að frakar séu ásamt Sýrlendingum eðlisgrimmari öðrum Aröbum. Á síðasta sumri beindi stjórn Saddam Husseins í frak þeim tilmælum til Banda- ríkjamanna að þeir tryggðu það og ábyrgðust að fsraelar myndu ekki gera loftárásir á olíulínu sem átti að fara að leggja og liggja um Jórdaníu. Verkið við lögn þessa hefur að nokkru leyti legið niðri vegna þess að frakar hafa ekki viljað hætta á neitt. Nú segja embættismenn i frak, að Saddam Hussein líti ekki svo á að írak sé í fremstu víglínu þeirra Arabalanda sem deili við Israela. Svo kann því að fara að olíuleiðslan verði lögð með friði og spekt. Jórdanir gerast æ áfjáðari í að ná einhvers konar samningi við fsraela eins og kunnugt er. Jórd- anir og frakar hafa um árabil haft með sér nána samvinnu á öllum mögulegum sviðum. Nú er því ekki talið fjarri sanni, að Jórdaníumenn eigi sinn þátt i því að draga úr fjandskap fraka í garð fsraels. Það kemur varla til að Jórdanía geri árás á ísrael. Eins og málin standa nú er raun- ar ekkert útlit fyrir að hernaðar- átök verði milli ísraela og Ar- abaþjóða þótt kuldi sé mikill þarna á milli. óopinberlega hafa flestar Arabaþjóðanna á þeim 36 árum sem eru liðin frá stofnun Ísralesríkis sætt sig við að því verði ekki breytt héðan af. Sú ákvörðun fraka að taka upp stjórnmálasamband við Banda- ríkin, dyggustu stuðningsmenn ísraela, er því ekki aðeins vegna eiginhagsmuna og vegna þess að þeir vilja minnka áhrif Sovét- manna. f ákvörðun fraka felst einnig óbein viðurkenning á því að Ísraelsríki skuli standa. Og það er hreint ekki svo lítið. (Heimildir AP-Jenu>lem Post oO.) Jóbaana Kristjónsdóttir er blm. í erl. fréttadeild Mbl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.