Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Verðkönnun á dilka- og nautakjöti: V erömismunur allt að 420% HINN 1. mars sl. hætti Sexmannanefnd að skrá heildsölu- og smásöluverö á dilka- og nautakjöti nema því sem selt er í skrokkum, skipt að ósk kaupenda. Þeir sem selja kjötið í heildsölu og smásölu ákveða nú verðið á einstökum hlutum skrokksins. Til þess að benda neytendum á að verð á einstökum hlutum kjöts er mishátt eftir verslunum eftir fyrrnefnda breytingu, kannaði Verðlagsstofnun verð á dilka- og nautakjöti dagana 21. og 22. nóv- ember sl. Var verðið kannað í 43 verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessarar könnunar eru birtar í 10. tbl. Verðkynningar Verðlagsstofnunar og er í opnu blaðsins birt verð á 13 tegundum dilkakjöts og 9 tegundum nauta- kjöts í verslununum 43. Auk þess er í neðstu línunum getið um með- alverð, hæsta og lægsta verð og mismun í prósentum þar á. A baksíðu er tekið saman í fremri dálki hvað nokkrar tegundir dilka- og nautakjöts kosta samtals i hverri verslun, en í þeim aftari er gerður hlutfallslegur samanburður og lægsta verð sett sem 100. Helstu niðurstöður eru eftirfar- andi: 1) f fjórum tilvikum er hæsta verð meira en helmingi hærra en lægsta verð. Mestu munaði á dilka-slögum eða 420%, á nauta T-bonesteik munaði 154%, á nautabógsteik 105% og á lamba- gúllasi 102%. 2) Ef dilkakjöt er keypt í hlutum (frampörtum, hryggjum, lærum, slögum) og þeim gefið vægi eftir hlutfalli þeirra af meðalskrokki, var lægsta verð 128,04 kr./kg í ódýrustu versluninni, en hæst 169,50 kr./kg í þeirri dýrustu, eða 32,4% hærra. Ef keypt er hins veg- ar dilkakjöt í heilum skrokkum í smásölu skipt að ósk kaupenda er verðið eins og það er ákveðið af Sexmannanefnd 147,90 kr./kg. 3) Ef mynduð er innkaupakarfa með nautahakki (6 kg), gúllasi (1 kg), buffi (1 kg) og hryggvöðva (filé) (0,5 kg), var karfan í dýrustu versluninni 68% dýrari en í þeirri ódýrustu. Þess skal getið að i öllum tilvik- um var kannað verð á kjöti í sama verðflokki. í dilkakjötinu var mið- að við 1. verðflokk D I (af nýslátr- uðu) og í nautakjötinu 2. verðflokk UNI. Frá því könnunin var gerð hefur Sexmannanefnd ákveðið nýtt verð á landbúnaðarvörum. Verðkönn- unin sem hér er birt heldur þó gildi sínu að því leyti að hún sýnir neytendum að verð á einstökum hlutum kjöts er mjög breytilegt milli verslana en það er einmitt aðaltilgangur könnunarinnar. Einnig er það algengt að verslanir eigi birgðir af kjöti, svo ætla má að verðið verði óbreytt í mörgum verslananna fyrst í stað. Verðkannanir Verðlagsstofnun- ar liggja frammi fyrir almenning hjá Verðlagsstofnun, Borgartúni 7, og hjá fulltrúum stofnunarinnar úti á landi. Þeir sem þess óska geta gerst áskrifendur að Verðkynn- ingu Verðlagsstofnunar sér að kostnaðarlausu. (FrétUtilkynning frá Verðlagsstofnun.) Dilkakjöt Skrokkur L»gsta Nautakjöt Nautakjöt samaanlagt verft2' L»gsta stykkjaöur pr. kg.1’ verft = 100 verft = 100 Kostakaup 128,04 100,0 Kostakaup 1917,00 100,0 Fjarðarkaup 133,79 104,5 Kjötbær 1986,00 103,6 Vörumarkaðurinn 138,46 108,1 Fjarðarkaup 2010,00 104,9 Kjörbúð Hraunbæjar 142,43 111,2 Straumnes 2185,00 114,0 Hólagarður 146,19 114,2 Víðir, Starmýri 2305,00 120,2 Kjötmiðstöðin 146,83 114,7 Kjötmiðstöðin 2340,00 122,1 £ Nóatún 147,31 115,0 Hólagarður 2416,00 126,0 Kaupgarður 149,95 117,1 Nóatún 2440,50 127,3 Kjötbær 149,98 117,1 Kjötbur Péturs 2455,00 128,1 Mikligarður 150,64 117,7 Kjörbúðin Laugarás 2465,50 128,6 Viðir, Starmyri 151,20 118,1 Kaupgarður 2478,00 129,3 Grensáskjör 151,55 118,4 Hvammsel 2483,50 129,6 JL húsið 151,81 118,6 Árbæjarkjör 2535,00 132,2 Melabúðin 153,84 120,1 Víðir, Austurstræti 2615,00 136,4 Straumnes 153,98 120,3 Melabúðin 2645,00 138,0 Kópavogur 154,24 120,5 Árbæjarmarkaðurinn 2662,50 138,9 Kjörbuð Garðabæjar 154,44 120,6 Vörðufell 2672,50 139,4 Kjötbúð Suðurvers 154,85 120,9 Kaupfélag Hafnfirðinga 2683,75 140,0 Víðir, Austurstræti 154,98 121,0 Vörumarkaðurinn 2689,20 140,3 Meðalverð 155,06 121,1 Meðalverð 2697,62 140,7 Kjörbúðin Laugarás 155,60 121,5 Hagkaup 2705,00 141,1 Hagkaup 155,70 121,6 Stórmarkaðurinn 2718,00 141,8 Árbæjarmarkaðurinn 156,07 121,9 Kaupfélag Kjalarnesþings 2786,15 145,3 Kjöthöllin 156,39 122,1 Kjörval 2821,50 147,2 Hagabúðin 156,54 122,3 Grensáskjör 2835,00 147,9 SS, Hafnarstræti 5 157,23 122,8 Mikligarður 2881,83 150,3 Árbæjarkjör 157,72 123,2 Kjöt og fiskur 2896,00 151,1 KRON, Eddufelli 157,97 123,4 SS, Haaleitisbraut 2897,00 151,1 Kaupfelag Hafnfirðinga 157,97 123,4 Kópavogur 2911,80 151,9 Stórmarkaðurinn 157,97 123,4 SS, Hafnarstræti 2924,10 152,5 SS, Háaleitisbraut 159,12 124,3 Kjötbúð Suðurvers 2940,00 153,4 Álfaskeið 159,44 124,5 Kjöthúsið 3016,00 157,3 Hvammsel 159,44 124,5 Kjöthöllin 3050,00 159,1 Vörðufell 159,81 124,8 Kjörbúð Garðabæjar 3067,00 160,0 Kjötbúr Péturs 160,66 124,5 Álfaskeíð 3068,50 160,1 Kjörval 161,35 126,0 Matvörubuðin 3079,50 160,6 Kjöthusið 161,38 126,0 Ásgeir 3112,50 162,4 Kaupfélag Kjalarnesþings 162,16 126,6 JL húsið 3120,15 162,8 Kjöt og flskur 164,39 128,4 Arnarhraun 3163,70 165,0 Ásgelr 165,54 129,3 Hagabuðin 3229,00 168,4 Arnarhraun 165,97 129,6 2) Hakk 6 kg Breiðholtskjör 166,60 130,1 gullas 1 kg Valgarður 168,44 131,6 buff 1 kg Matvörubúðin 169,50 132,4 flle 0,5 kg 1) Frampartur 38,02% hryggur 14,45% l»ri 32,08% slög 12,42% rýmun 3,03% Hátt í 100 manns vantar til fiskvinnslu: ísaður fiskur frá ísafirði í gámum Hátt verð á ísfiski í Bretlandi um þessar mundir ísafirði, 2. desember. AÐ SÖGN Gísla Jónssonar verk- stjóra hjá Hraófrystihúsinu Norður- tanga hf. á Ísafírði hefur verið veru- legur skortur á fólki til fiskvinnslu í haust og taldi hann eina ástæðuna vera ummæli bæjarstjórans á ísafirði við fjölmiðla í haust um neyðarástand í fiskvinnslunni, vegna þess að ís- firsku fiskiskipin væru að klára kvóla sinn. Staðreyndin er sú að afli í haustvertíð hefur aldrei verið meiri og útvegsmenn hér hafa aldrei verið í vanda vegna kvótaskiptingarinnar. Til þess að létta á fiskiðjuverun- um og vegna góðs verðs á ísfiski í Bretlandi var gripið til þess ráðs að senda tæpar 200 lestir af ísuðum fiski í gær, laugardag, til Reykja- víkur með Mánafossi. Aflanum var landað í gáma í gær úr togurunum Guðbjörgu og Júlíusi Geirmunds- syni frá ísafirði og Gylli frá Flat- eyri auk afla úr línubátunum sem leggja upp hjá Norðurtanganurn. Févesk (Félag vestfirskra skreið- arframleiðenda) sendi um 130 tonn í 10 gámum og Gunnvör hf. 45 tonn i 4 gámum. Þetta er þriðji farmur- inn sem Gunnvör hf. sendir svona, og að sögn Kristjáns Jóhannssonar útgerðarstjóra er verðið hátt og sölurnar útgerðinni mjög hag- Mortíunblaðið/Clfar MánafosN lestar um 400 lestir af ísuðum og frystum fiski í gámum og Ljósafoss um 150 lestir af freðfiski. Öilum fiskinum er svo umskipað í Reykjavík til fiutnings á markaði í Evrópu og Japan. kvæmar. Févesk byrjaði skömmu seinna og er nú komið í samband við aðila í fjórum höfnum erlendis, tveim í Bretlandi og tveim í Þýska- landi. Fiskflutningarnir falla vel að nýju skipulagi Eimskips með gámaskipum. Fiskurinn fer um borð á Isafirði á laugardögum, er umskipað í annað skip í Reykjavík eftir helgina og er seldur á markaði erlendis 9 dögum eftir að hann fer héðan. Þessi útflutningur hefur valdið nokkrum áhyggjum hjá fisk- vinnslufólki, en að sögn forráða- manna fiskiðjuveranna á ísafirði veldur þessi breyting eingöngu því, að hægt er að vinna þann fisk, sem í land kemur, í verðmeiri pakkn- ingar og þarf þá ekki að koma til vinnsla á fljótunnum vörum á markaði, sem halli er af að vinna á. Þá kom það fram að nú vantar 80—100 manns til að fiskiðjuverin geti unnið með fullum afköstum og sagði Gisli Jónsson verkstjóri hjá Norðurtanganum að umtalsverðar breytingar hefðu orðið eftir um- mæli bæjarstjórans í haust um neyðarástand í fiskvinnslunni. Fólk hefði m.a. hætt störfum til að tryggja sér vinnu í öðrum starfs- greinum ef til stöðvunar kæmi í fiskvinnslunni. Úlfar raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Kópavogur — Kópavogur Aðalfundur AOaltundur Sjálfstæöisfélags Kópavogs veröur haldinn fimmtudaginn 6. desember nk. i SjálfstæOishúsinu. Hamraborg 1, og hefst stundvís- lega kl 20.30. Oagskrá: Venjuleg aOalfundarstörf. önnur mál. Þingmenn SjálfstæOisflokksins i Reykjaneskjördæmi mæta á fundinn og ræOa stjórnmálaviöhorfiO og svara fyrirspurnum fundarmanna. Féiagsmann eru hvattir til aö mæta. Kaffiveitingar. St/órn Sjáltstæöísfólags Kópavogs. Kópavogur Sjálfstæóisfélagiö Baldur heldur aöalfund sinn i SjálfstæOishusinu Kópavogi, Hamraborg 1. þriöjudaginn 11. desember 1984 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Ávarp bæjarfulltrúi Richard Björgvinsson um bæjarmál. Stjórnin. Heimdallur Maöur er nefndur: Framkvæmdastjóri Almenna Bókafé- lagsins ræöir um stööu, stefnu og þróun í útgáfustarfsemi föstudaginn 8. des. 1984. kl. 20.30 í Valhöll. Heimdellingar hvattir til aö fjölmenna og aö taka meö sé gesti. Njardvík Sjálfstæöisfélagiö Njarövíkingur heldur aöalfund sunnudaginn 9. des- ember kl. 15 í húsi félagsins. 1. AOalfundarstörf. 2. Kynning á nýjum prófkjörsreglum. Stjórnln. Kópavogur— Kópavogur Jólafundur, sjálfstaaöisfélagsins Eddu. veröur laugardaginn 8. desem- ber, kl. 20.00, aö Hamraborg 1, 3. hæö. Dagskrá: 1. Kvöldveröur. 2. Óvænt uppákoma. 3. ? 4. Hugvekja. TilkynniO þátttöku fyrir miövikudaginn 5. desember til Hönnu i síma 40421, Steinunnar i sima 42365 og Erlu i sima 41707. Stjórnln. Krístján Jóhannston
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.