Morgunblaðið - 05.12.1984, Page 49

Morgunblaðið - 05.12.1984, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 49 úr nýtingu hverfisverzlana og svo koll af kolli. Slíkar röksemdir um hagræði og hagkvæmni ráða ekki ferðinni. Kaupmenn ráða ekki lengur í borgarstjórn, þegar nýting lands undir verzlanir er skipulögð. Al- menningur sem skynjar gildi hverfisverzlananna fyrir þá sem lítið komast og fyrir hversdagslíf- ið í hverfunum, hefur ekki áhrif, heldur ræður stríðið milli verzlun- arjötnanna ferðinni. Kaupfélags- fólkið, sem hefur dregið sig út úr rekstri almennra hverfisverzlana, spennti bogann og kom upp Mikla- garði til samkeppni við stórverzl- anir í einkaeign og naut til þess fyrirgreiðslu borgarstjórnar um lóð. Svo tók ný borgarstjórn við og hjálpaði Hagkaupum að spenna bogann gegn Miklagarði með því að úthluta þeim lóð gegn vilja samtaka kaupmanna og ráðum Borgarskipulags vegna hagsmuna alls almennings. Málið liggur þannig fyrir, rétt eins og í sjávarútvegi, að almennir hagsmunir eru dreifðir og þeir sem vilja gæta þeirra hafa ekki afl á móti þeim sem eiga sterkra sérhagsmuna að gæta. Veilur í skipulagi atkvæðagreiöslu Offjárfestingu á ábyrgð stjórn- valda má rekja til veilu í lýðræð- isskipulaginú. í borgarstjórn koma til álita rök um vöruverð í stórverzlunum og rök samtaka kaupmanna og Borgarskipulags um gildi hverfisverzlana og um hvernig stórverzlanir bitna á þeim og um hæfilegt verzlunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Þegar til kastanna kemur og úthluta á verzlunarjötnunum, Miklagarði og Hagkaupum, hvorum um sig lóð, reynir fyrst og fremst á það hvort meirihlutinn heldur saman um að styrkja stöðu þess eignarforms sem lóðin er ætluð. Atkvæðið sem umsókninni er greitt er eitt og óskipt, hvort sem stuðningurinn er með hálfum hug eða heilum. Hugsum okkur í stað þess sem nú er, að fólk (skipulagsnefnd, byggingarnefnd, borgarfulltrúar) hafi atkvæðasjóð til ráðstöfunar á mál sem koma á dagskrá og gæti lagt fram atkvæði eftir því sem hver metur málið miðað við önnur mál, leggi fram fáein atkvæði með máli sem maður metur lítils, en mörg atkvæði með máli sem mað- ur leggur kapp á, og eins sé með mótatkvæði. Við lóðaúthlutun til verzlunarjötnanna geta kjörnir fulltrúar fyrst metið vikomandi verzlunarform. Sá sem styður verzlunarformið getur síðan gert upp við sig hversu mikið er gef- andi fyrir stuðning við umsóknina með tilliti til áhrifa nýrrar stór- verzlunar á aðrar verzlanir í borg- inni og viðskiptakjör og mannlíf í hverfunum. Með þessu fyrirkomulagi hafa menn hag af því að spara atkvæði á mál sem síðar koma á dagskrá, og geta þannig afsakað slakan stuðning við almennan málstað, til að mynda málstað flokksins, meirihlutans eða minnihlutans. Hér er aðeins tæpt á viðamiklu máli, sem ég hef fjallað um ítar- legar í fræðiritum. Það er veru- lega róttæk breyting á lýðræðis- skipulaginu að gefa fólki tækifæri til að láta missterkan stuðning eða andstöðu koma fram í at- kvæðagreiðslu. Ég hef lengi von- azt til að geta komið á tilraunum með atkvæðasjóð, eins og þörf er á til að gera sér fyllri grein fyrir aðferðinni, en til þess hefur ekki gefizt tækifæri. Hér á landi eru takmörkuð tækifæri til að stunda frumleg félagsvísindi, eins og hér er um að ræða, en sæmilega góð skilyrði til að stunda ófrumleg fé- lagsvísindi, eins og kunnugt er. ★ Ýmsir vænta þess, að hlutfalls- leg fjölgun þingmanna á höfuð- borgarsvæðinu muni hafa afdrifa- rík áhrif á byggðastefnu. Ég á samt von á því að hvers konar fyrirgreiðsla muni halda áfram á Alþingi líkt og verið hefur, á sama hátt og hún hefur þrifizt í Reykja- vík. Á Alþingi hafa menn áhrif með því að leita bandalags við aðra og vinna þannig meirihluta til stuðnings við takmarkaða hagsmuni. Einstökum útgerðar- fyrirtækjum er fleytt áfram með opinberri fyrirgreiðslu, þ.e. með stuðningi meirihlutans, þótt örlög þeirra varði beint aðeins lítinn hluta þjóðarinnar og þjóðinni í heild sé talinn ávinningur að því að fiskiskipum fækki og þá eðli- lega þeim fyrst sem eru háð opin- berri fyrirgreiðslu. Líku máli gegnir um fyrirgreiðslu við fram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, sem þrengja að almenningssvæð- um, að framkvæmdaaðilar með þrönga hagsmuni njóti bandalags við flokkana sem ráða, þótt fram- kvæmdin gangi gegn dreifðum hagsmunum almennings. Þarna er sýnd gagnkvæm til- litssemi, eins og í hverjum öðrum félagsskap. Þar með er ekki víst, að niðurstaðan sé í þágu heildar- hagsmuna, eins og dæmin um fjárfestingu í sjávarútvegi og um nýtingu lands og skipulag verzlun- ar í Reykjavík benda til, þar sem veilur í skipulagi atkvæðagreiðslu geta mótað niðurstöðuna. Næst verður fjallað um forsend- ur landbúnaðar hér á landi og um nauðsyn þess að marka stefnu í fóðuröflun, og verður það síðasta greinin. Björn S. Stefánsson í tuskunum Laugavegi 28, 2. hæö. Berðu höfl’ðið hátt mrártL* nmm Það er fleira en þig grunar á 2. hæð við LAUGAVEG Þær eru komnar Feikivinsælu Marokkó klementínurnar Starmýri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.