Morgunblaðið - 05.12.1984, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984
59
Minning:
Jónína Þórðardóttir
frá Þingholti
Fædd 2. mars 1909
Dáin 6. september 1984
Fyrsta minningin, sem kemur í
huga minn er ég nú kveð góða
vinkonu Jónínu á Þingholti er
mjög skír og fögur, ég var telpu-
hnokki, sem hún bauð að sjá ný-
fædda drenginn sinn. Þá var hún
glæsileg ung kona og andlitið
ljómaði af móðurgleði.
Sannarlega virtist hamingjan
blasa við, hún bjó við góð efni og
þrek hennar var mikið og virtist
óbilandi. Hún var afbragðs mat-
reiðslukona hver man ekki kjöt-
súpuna og þá ekki síður lúðusúp-
una hennar? Bóndi hennar lét ekki
sitt eftir liggja og verkaði það
besta saltkjöt, sem ég hef smakk-
að.
Þegar ég minnist æskuáranna
finnst mér að ailtaf hafi verið
veislumatur á borðum hjá henni,
sem mjög margir nutu góðs af.
Jónína Þórðardóttir var fædd 2.
mars 1909 næst elst sjö barna
hjónanna Guðrúnar Jónasdóttur
og Þórðar Gunnarssonar, sem
lengi bjuggu með rausn að Víkur-
gerði í Fáskrúðsfirði. Jónína ólst
upp í stórum systkinahópi, auk
systkinanna höfðu foreldrar henn-
ar tvo stálpaða drengi, er þau tóku
í fóstur, voru þeir elstir barnanna.
Tók Jónína miklu ástfóstri við þá,
og bera tvö börn hennar nöfn
þeirra. Strax og systkinin uxu úr
grasi komu þau til hjálpar á þessu
stóra heimili því auk hjónanna og
barnanna voru alltaf 2—3 gamal-
menni, sem voru börnunum gleði-
gjafi með sögum sínum og ekki
síður kvæðum. Því hugur Jóninu
og Jósafínu systur hennar, stóðu
mjög til ljóðagerðar og var það
Jónínu ómetanlegt hvað hún gat
oft stytt sér stundir við ljóðagerð
er hún háði sitt langa sjúk-
dómsstríð.
Unglingsár Jónínu voru enginn
værðartími, því á þessum árum
fylltist fjörðurinn oft af fiski og
sagði hún að ausa hefði mátt fisk-
inum með háf upp í bátinn rétt við
landsteinana, var þá lögð nótt við
dag til að draga sem mesta björg í
bú.
Fjölskyldan var mjög samhent
og er systkinin voru fermd fóru
þau i vinnu utan heimilis, og létu
kaup sitt að mestu óskert ganga í
heimilið. Jónína var mjög eftirsótt
til vinnu vegna dugnaðar og verk-
lagni. Á þessum árum fór hún
vetrarstúlka til Vestmannaeyja og
var þar á myndarheimilum, sá
margt og lærði og eignaðist marga
góða vini sem héldu tryggð við
hana ævilangt. Rúmlega tvítug
gekk hún að eiga ágætismann,
Arni Þórðarson
fv. skólastjóri
Fæddur 3. júní 1906
Dáinn 10. október 1984
Á kreppuárunum um og eftir
1930 voru merkilegir hlutir að ger-
ast í íslenskum skólamálum. Ungl-
ingar sveitanna fengu tækifærit
til náms eftir farskólann í nýreist-
um héraðsskólum og heim komu
forframaðir skólamenn sem settu
nýjan svip á skólastarf. Ýmislegt
af því sem nú er talað um sem
nýjungar í skólastarfi mátti þá
finna hjá mönnum eins og
Steingrími Arasyni og Sigurði
Thorlacius, svo nöfn séu nefnd.
Þá komu líka fram á sjónarsvið-
ið kennarar frá Kennaraskólanum
sem áttu eftir að vera í farar-
broddi stéttar sinnar um áraraðir.
Einn þeirra var Árni Þórðarson
sem nú er nýlega látinn á sjötug-
asta og níunda aldursári. Náms-
ferill hans er dæmigerður fyrir þá
úr sveitum landsins á þeim tíma
sem stóð hugur til náms en áttu
ógreiðan aðgang að því: héraðs-
skóli, erlendur lýðskóli, bænda-
skóli, kennaraskóli. Það var ekki
fyrr en með landsprófinu 1946 sem
unglingar í dreifbýli fengu sæmi-
lega möguleika á að komast í
menntaskóla, og það er e.t.v. ekki
viðeigandi að velta fyrir sér hve
marga hæfa menn kennarastéttin
fékk fyrir það að leið langskóla-
náms var lokið.
Að loknu kennaraprófi árið 1932
helgaði Árni sig kennslu og skóla-
stjórn uns hann lét af störfum ár-
ið 1967. Hann var þá búinn að vera
skólastjóri Gagnfræðaskólans við
Hringbraut, sem síðar varð Haga-
skóli, frá stofnun hans árið 1949,
og það var í því embætti sem ég
kynntist honum. Samvinna okkar
varð löng og náin, einkum við
margt varðandi skólastjórn. Árni
var mikill reglumaður, jafnt í sínu
embætti sem á öðrum sviðum,
kröfuharður við kennara og nem-
endur, áhugasamur um allt er
skólann varðaði og úrvalskennari í
sinni kennslugrein, íslensku, svo
rómað var.
Árni varð skólastjóri í kjölfar
fræðslulaganna 1946 þegar skóla-
skylda var lengd um ár og efsti
bekkur barnaskólans, 7. bekkur,
færður á gagnfræðastig. Þá var
m.a. komið á fót unglingaskólum
með 7. og 8. bekk og var Gagn-
fræðaskólinn við Hringbraut einn
þeirra. Nemendur sem kvöddu
skólann áttu um þrjár leiðir að
velja ef þeir héldu áfram í gagn-
fræðaskóla: landspróf eða almenn-
ar gagnfræðadeildir bóknáms eða
verknáms. Árni varð oft var við
óánægju með þessa valmöguleika
og að nemendur skyldu þurfa að
yfirgefa skólann eftir 8. bekk.
Hann barðist fyrir nýrri leið að
gagnfræðaprófi, verslunardeild,
sem eftir hikandi byrjun dafnaði
vel og varð eftirsótt og síðan tekin
upp við fleiri skóla. Það er hins
vegar tákn þess tíma að hún var
eingöngu fyrir stúlkur og þótti
eðlilegt. Eftir að skólinn flutti í
nýtt húsnæði, Hagaskóla, varð
hann almennur gagnfræðaskóli
með allar deildir og um tíma
stærsti gagnfræðaskóli iandsins,
rúmlega tvísetinn, með öllum
þeim þrengslum og óþægindum
sem því fylgdu.
Það var aldrei lognmolla kring-
um Árna Þórðarson. Hann var
skörulegur málflytjandi í samtök-
um kennara og skólastjóra og bar-
áttumaður um kjör og aðbúnað.
Hann mun hafa verið fyrstur
skólastjóra til að fella niður
kennslu eftir hádegi á laugardög-
um og lét eins og vind um eyrun
þjóta þótt að væri fundið.
Mörg voru þau haustin og vorin
sem við Árni unnum saman í skól-
anum áður en kennsla hófst og
eftir að henni lauk. Þá var aldrei
um annað að ræða en að ég færi
með honum heim í mat og kaffi og
þýddi ekki að mótmæla. Þannig
kynntist ég vel hinu ágæta heimili
hans og Ingibjargar Einarsdóttur,
konu hans, og hef átt þar margar
notalegar stundir. Þau hjón voru
ræðin og skemmtileg heim að
sækja og sérlega alúðlegir gest-
gjafar. Tvö börn eignuðust þau,
Steinunni og Einar, og er nú vík
milli vina þar sem hann býr á Isa-
firði en hún sem stendur í Kenýa í
Afríku. Ég sendi þeim öllum ein-
lægar samúðarkveðjur.
Þótt Árni væri nokkuð við aldur
var hann enn ern vel og kunni að
njóta áranna eftir að föstu starfi
lauk. Hann settist aldrei í helgan
stein, vann við prófarkalestur og
ritstörf, stundaði útiíþróttir, eink-
um hestamennsku, og var rétt
Sigurð Jónsson vélstjóra, sem í
mörg ár var vélamaður á Komp-
aníisbátunum. Hann hélt heimili
með foreldrum sínum og yngri
bræðrum á Þingholti í Búðakaup-
túni. Er Jónína kom inn á heimilið
kynntist hún annarri þeirri konu
sem mest og best hjálpuðu henni í
þeim veikindaerfiðleikum sem
hennar biðu. Það var tengdamóðir
hennar Elísabet Guðnadóttir, ein
af þessum góðu konum, sem lifðu
fyrst og fremst öðrum, en sjálfum
sér.
Lét Elísabet með ljúfu geði öll
völd á heimilinu í hendur tengda-
dótturinni og hjálpaði henni síðan
með ráðum og dáð á meðan líf og
heilsa entust. Skömmu eftir að
annað barn þeirra hjóna fæddist
1932 fór að bera á veikindum þeim
er hún barðist við í hálfa öld,
Parkinson-veikinni, sem þá var
lítið þekkt og ekki komin þau lyf,
ófarinn af stað í langa ferð á hest-
um þegar hann veiktist. Veikindin
komu óvænt og fóru geyst. Ég
hygg að honum hafi verið meira
að skapi að kveðja í fullu fjöri eins
og hann gerði en berjast hinni
löngu baráttu við hrörnun og elli
sem svo margir þurfa nú að gera.
Ég er þakklát fyrir okkar löngu og
góðu kynni.
Þuríður J. Kristjánsdóttir
sem nú þekkjast til að halda sjúk-
dómnum í skefjum. Smám saman
braut sjúkdómurinn niður líkama
hennar, en andlega þrekinu hélt
hún til hinstu stundar og undruð-
ust það allir, sem kynntust henni
hvað hún var hörð við sjálfa sig og
kvartaði aldrei. Sagði hún „að Guð
legði ekki meira á neinn, en hann
gæti borið“, og sannaði þessi orð
með 50 ára vonlausri baráttu þar
sem hún bognaði aldrei andlega á
hverju sem gekk. Þrátt fyrir alla
sjúkdómserfiðleika, taldi hún sig
gæfumanneskju, hún átti gott
æskuheimili sem hún minntist
ætíð með gleði, kynntist mörgu
ágætisfólki, eignaðist góöan mann
og heimili, fjögur myndarleg börn,
Óskar, kvæntur Sonju Andrés-
dóttur, eiga fjögur börn; Sigrún
Elísabet, gift Halldóri Þorbergs-
syni er lést sl. vor, eiga 5 börn;
Nanna Sigurbjörg, gift Sveini Sig-
urðssyni, eiga 4 börn og Jóhannes,
kona hans er Guðlaug Arnþórs-
dóttir, eiga 3 börn. Tengdabörnin
var hún mjög þakklát forsjóninni
fyrir og sagðist ekki hefði getað
fengið þau betri svó og barnabörn-
in.
Tengdamóðirin reyndist henni
eins og besta móðir og síðast en
ekki síst önnur sú kona sem hún
átti svo mikið að þakka, tengda-
dóttirin Sonja, sem var henni svo
framúrskarandi góð og eftirláts-
söm að hún gat dvalið á heimilinu
eftir að Óskar giftist og ráðið í
eldhúsinu eins og hún hafði gert
alla tíð frá því fyrsta. Komu
mannkostir Sonju vel fram í yfir
20 ára sambúð við tengdamóður-
ina og munu fáar hliðstæður nú til
dags. Allir sem hlut eiga að máli
munu vera þeim hjónum Óskari og
Sonju ævinlega þakklátir fyrir
fórnfýsi þeirra. Alfarin frá Þing-
holti fór hún fyrir 5 árum þá farin
að líkamlegum kröftum, var hún
hjá dætrum sínum þar til hún
fékk pláss á hjúkrunardeild
Hrafnistu. Þar beið hún svo með
þakklætishug til allra, þessa dags
sem sameinaði hana ástvinum og
öðrum sem á undan voru farnir.
Hún trúði „að þar bíða vinir í
varpa, sem von er á gesti".
Guð blessi Jónínu Þórðardóttur
og alla hennar niðja.
Bella
Sœvar Valdimars-
son - Minning
Fæddur 14. júní 1967.
Dáinn 19. nóvember 1984.
Það var eins og myrkur skylli á
þegar við fréttum að vinur okkar
Sævar Valdimarsson væri dáinn.
Af hverju hann, aðeins 17 ára
gamall, var það fyrsta sem maður
hugsaði. En hver skilur helgiletur
lífs og dauða.
Sævar fæddist 14. júní 1967 á
Húsavík. Hann var sonur hjón-
anna Valdimars Ingólfssonar og
Erlu Sigurjónsdóttur. Hann var
yngstur af 4 systkinum.
Við nutum samfylgdar Sævars
frá því við vorum krakkar. Þangað
til hann hvarf frá okkur í ný
heimkynni. Sævar var vinamargur
enda var hann öllum góður sem
þekktu hann, alltaf svo hress og
vitum við að margir syrgja góðan
dreng. Það var sama hvernig á
okkur lá þegar við hittum hann.
Alltaf kom hann okkur til að
brosa. En það var ekki bara brosið
hans, það var svo gott að tala við
Sæsa. Við gátum trúað honum
fyrir öllu sem okkur langaði til,
sem við hefðum ekki talað um við
aðra stráka, jafnvel ekki við vin-
konur. Hann var vinur vina sinna.
Við vottum hans elskulegu for-
eldrum og systkinum okkar
dýpstu samúð svo og öðrum að-
standendum. Megi guð styrkja þau
í hinni miklu sorg. Við vonum að
honum líði vel í sínum nýju heim-
kynnum og biðjum Guð að blessa
þennan góða dreng. Við þökkum
Sævari fyrir allar þær góðu stund-
ir sem við áttum með honum,
stundir sem við munum aldrei
gleyma.
„f söknuði við signum þig
sorg þótt tíminn jafni
ljúfi faðir lífsins stig
þig leiði í Jesú nafni.“
Dísa Braga og Helga Björg.
Minning:
Jóhann Halldór
Jóhannsson, Alberta
Fæddur 4. aprfl 1906
Dáinn 21. nóvember 1984
Nýlátinn er Jóhann H. Jó-
hannsson fyrrum bondi í Mark-
erville-héraði í Alberta, Kanada.
Jóhann var maður í meðallagi hár
en vegna þess hve margir hávaxn-
ir menn báru sama ættarnafn í
byggðarlaginu var hann oft kall-
aður „Little Joe“ og lét hann sér
það vel líka.
Hann var vinmargur í byggðar-
laginu og beitti sér fyrir margs-
konar framfaramálum í því.
Búmaður var hann góður og rak
lengst af myndarlegt bú sem eldri
sonur hans, Fred, hefir tekið við
fyrir nokkru. Hinn sonur hans,
Les, býr einnig góðu búi og ræktar
holdanaut.
Eitt af þeim málum, sem Jó-
hann hafði mikinn áhuga á og
beitti sér fyrir, var að viðhalda
minningunni um Stephan G.
Stephansson, skáld. Var hann for-
ystumaður í hópi áhugamanna um
það mál, sem stofnuðu Stephan G.
Stephansson Memorial Society í
Markerville og tók það upp við-
ræður við Albertastjórn um að
fylkið hefði forgöngu um að varð-
veita og gera við hús það sem
skáldið reisti sér og fjölskyldu
sinni á erfðafestulandi sínu um
sjö km fyrir norðan Markerville.
Hefir Albertastjórn gert það af
myndarskap og er staðurinn fjöl-
sóttur af ferðafólki.
Ekki lét Jóhann þar við sitja
heldur vann hann ötullega að því
að fá Albertastjórn til þess að
varðveita rjómabú í Markerville,
sem landnemarnir komu sér upp
til þess að framieiða afurðir sem
hægt var að koma á markað t.d. í
Calgary. Er það mál komið á góð-
an rekspöl og eru framkvæmdir
komnar af stað í þá átt og er nú
skarð fyrir skildi þegar ekki leng-
ur nýtur Jóhanns við til þess að
fylgja því máli eftir.
Jóhann kom nokkrum sinnum
til íslands, fyrst árið 1967 með
Lilyan Johnson, konu sinni af ís-
lenskum ættum, en hún dó fyrir
aldur fram árið 1973. Fór hann á
æskustöðvar foreldra sinna í
Húnavatnssýslu og prýðir fallegt
málverk af Svartárdalnum einn
vegg á heimili hans. Auk þess
ferðaðist hann víða um landið og
eignaðist þar marga vini og kunn-
ingja. Eina ferð fór hann til ís-
lands í boði Þjóðræknifélags ís-
lendinga ásamt fleiri Vestur-
íslendingum og hafði hann mikla
ánægju af. Síðast kom hann til ís-
lands fyrir nokkrum árum og þá '
voru með honum dætur hans tvær,
Shirley og Bernice og fóru þær í
„safarí“-hringferð í kringum land-
ið.
Þegar íslenskir ferðahópar hafa
komið á þessar slóðir hafði Jó-
hann jafnan forgöngu um móttöku
þeirra og ráðstafaði gestunum á
bóndabæina í byggðinni og eins í
nærliggjandi bæjum.
Jóhann átti yfirleitt við góða
heilsu að búa þangað til fyrir
stuttu og dó hann á sjúkrahúsi í
Innisfail.
Með Jóhanni er genginn sér-
kennilegur og vinsæll leiðtogi
hinnar fámennu sveitar hér, sem
viðheldur íslenskri arfleifð í hin-
um nýja heimi. Er hann minnis-
stæður öllum sem honum kynnt-
ust fyrir ljúfmennsku sakir, glað-
værðar og myndarskapar.
Sveinn Þórðarson