Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 fclk í fréttum Morgunblaftift/Árni Sæberg. Vernol John Bretlandsmeiatari í diskódansi, Heióar Ástvaldsson danskennari og sigurvegarinn í íslenska diskódansinum, Rúrik V. Vatnarsson. RÚRIK V. VATNARSSON íslandsmeistari f diskódansi Síðastliðinn föstudag fór fram diskókeppni í Klúbbnum. Þar fór með sigur af hólmi Rúrik Viðar Vatnarsson 19 ára nemi úr MH. Hann hefur að sögn Heiðars Ástvaldssonar danskennara dansað frá því hann var fjögurra ára gamall og verið viðloðandi í sýningarflokki í nokkur ár. Rúrik mun halda til Bretlands nú í desember þar sem keppt verður um heimsmeistaratitilinn í „disco freestyle" og hlýtur sá sigurvegari bíl og ferðalög í verðlaun. Þess er vert að geta að íslendingur komst í fjórða sæti í þessari keppni í fyrra, Ástrós Gunnarsdóttir. Dómnefndina á föstudaginn skipuðu Heiðar Ástvaldsson, Bretlands- meistarinn í diskódansi, Vernol John, Sigríður Hallgrímsdóttir, Þor- steinn Vilhjálmsson blaðamaður DV og Lára Stefánsdóttir. Samdi lagið fyrir sjö árum Það hefur ekki verið fjallað mikið um Stevie Wonder í Fólki í fréttum að undanförnu. Lagið „I just called to say I love you“ hafa margir íslend- ingar raulað fyrir munni sér uppá síðkastið og ný- lega rakst blm. á grein þar sem Stevie var spurður að því hvernig lagið hefði orðið til. Sagðist hann hafa samið lagið fyrir sjö árum, en bara beðið eftir rétta augnablikinu að syngja það opinberlega. Aðspurður sagði hann að í hvert skipti sem hann hringdi til fjölskyldunnar byrjaði hann á að segja: „I just called to say I love you“ (Ég hringdi bara til að segja þér að ég elska þig). Þetta hefði hann alltaf gert og myndi gera því fjölskyldan væri honum allt fyrir utan tónlistina. og lagasmióurinn STEVIE WONDER. »i • Meistarar meistaranna að er alkunna að ekkert íþróttafélag getur náð langt ef það hefur ekki trausta stuðningsmenn. Akurnesingar hafa náð frábærum árangri sl. tvö ár í knattspyrnu, hafa orðið íslands- og bikarmeistarar bæði árin. Þessi fríði hópur sem hér má sjá telur með réttu að hann eigi þar stóran hlut að máli. Og því til sannindamerkis tóku þær sig saman, eiginkonur leik- manna og stjórnarmanna ÍA, tóku búninga eiginmanna sinna traustataki og létu smella af sér þessari mynd í ágúst sl. Svo leynt fór þetta að karlarnir vissu ekkert af tiltækinu fyrr en þeir fengu myndina að gjöf á uppskeruhátíð knattspyrnuráðs Akraness sl. laugardagskvöld! Vakti myndin að vonum mikla lukku. Meistarana bak við meistarana kalla þær sig en al- veg eins má kalla þær „meistara meistaranna". Meistarahópinn skipa eftir- taldar konur, nöfn eiginmanna, leikmanna og stjórnarmanna í sviga: Fremri röð frá vinstri: Lovísa Jónsdóttir (Sigurður Halldórsson), Valdís Þorvalds- dóttir (Sigurður Lárusson), Bjarney Jóhannesdóttir (Guðjón Þórðarson), Guðrún Þorsteins- dóttir (Árni Sveinsson), Sigríð- ur Sigurðardóttir, Guðlaug Sverrisdóttir (Smári Guðjóns- son) og Sóley Kjartansdóttir (Jón Leó Rikharðsson). Aftari röð frá vinstri: Ásrún Bald- vinsdóttir (Gunnar Sigurðsson), Brynja Jónsdóttir (Hallgrímur Jónsson), Sigrún Sigurðardóttir (Hörður Helgason), Bryndís Guðjónsdóttir (Júlíus P. Ing- ólfsson), Erna Haraldsdóttir (Karl Þórðarson), Harpa Dav- íðsdóttir (Birgir Skúlason), Ingibjörg Björnsdóttir (Hörður Jóhannesson), Friðmey Bark- ardóttir (Ólafur Þórðarson), Björg Þorvaldsdóttir (Magnús Brandsson), Sigrún Karlsdóttir (Kristján Sveinsson) og Dóra Guðmundsdóttir (Ólafur Grétar Ólafsson). Nokkrar meistaraflokkskonur voru fjarverandi úr bænum þeg- ar myndin var tekin, þar á með- al sjálfur formaður hópsins, Ingibjörg Pálmadóttir (Harald- ur Sturlaugsson). Nemendur úr Flensborg dimittera Nemendur úr Flensborg voru að „dimittera" á dög- unum og RAX tók þessa mynd af nokkrum hress- um ungmennum fyrir utan Morgunblaðshúsið. Það er ekki seinna vænna fyrir blessaða nemend- urna að sletta úr klaufun- um áður en próflesturinn byrjar. Traustustu stuðningsmenn íslands- og bikarmeistaranna Þessi föngulegi kvennahópur tekur sig ekki síöur vel út í búningunum en eiginmennirnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.