Morgunblaðið - 10.01.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.01.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 31 Limafjörður er um margt farinn að minna í fyrrum nýlendu Dana í norðri, Grænland. Eru þar mikil hafþök en sums staðar speglast jakarnir í auðri vök. Það þykir lán í óláni í kuldakast- inu, að nú er hægt að stunda skautahlaup á vötnunum í Kaup- mannahöfn og víðar. Þessi mynd er tekin á „Peblinges«en“, þar sem ísinn er um 17 sm þykkur. Hafnir að lokast um alla Danmörku vegna kuldanna Kaupmannmhörn, 9. jnnúar. EKKERT lát er á kuldunum I Evr- ópu og útlitið allt annað en gott. Á morgun, fimmtudag, er búist við, að nokkuð dragi úr kuldunum með mikilli snjókomu en síðan munu Síberíuvindarnir aftur læsa kulda- tönnunum sínum um gervalla Norðurálfu að íslandi undan- skildu. Hér á eftir verður sagt stuttlega frá ástandinu í Dan- mörku en þar hefur fólk þau orð um ástandið, að búið sé að pakka landinu inn í ís. í fyrrinótt mældist metkuldi í Danmörku á nokkrum stöðum en þá fór hitastigið niður í mínus 27 stig. Þarf að leita langt aftur til að finna eitthvað, sem kemst í hálfkvisti við slíkan heljarkulda í þessu veðurlitla landi. í Lima- firði á Jótlandi er útlit fyrir að siglingaleiðir lokist brátt ef ekki verður gripið til öflugri ísbrjóta en þar er nú aðeins einn lítill að störfum. Er isinn á firðinum víða orðinn einn til tveir metrar á þykkt og sums staðar á grynn- ingum er fjörðurinn botnfrosinn. Eins og fyrr segir er líklegt, að frostið minnki nokkuð samfara mikilli snjókomu á morgun og fram á föstudag en þá er því spáð, að Síberíukuldinn færist allur í aukana á ný. Ef frostin standa aðeins í viku enn munu Þessi mynd er tekin i lystibátahöfninni í San Sebastian á Spáni og eins og sjá má eru mennirnir ekki á sjóskíðum. þau verða farin að hafa veruleg áhrif á líf fólks í Danmörku og víðar á Vesturlöndum. Eitt er það, að hafnir eru teknar að lok- ast og fiskimenn eru nú sem óðast að taka upp netin til að komast í höfn áður en allt frýs aftur. Má því búast við fiskskorti áður en langt um liður. Kuldarnir og snjórinn hafa valdið mörgum slysum, einkum í umferðinni, en fólk hefur líka orðið úti eða látist af svokölluðu kuldalosti. Þannig fór fyrir tveimur dönskum tollvörðum, sem voru við vinnu sina á landa- mærunum við Vestur-Þýska- land. Þeir voru báðir á nætur- vakt í nistingskulda og mikið að gera, mikil umferð og aðstæður erfiðar vegna ófærðar. Þeir þurftu ýmist að vera við vinnu sina inni f 17 stiga hita eða úti i 20 stiga frosti og þessi miklu og tíðu umskipti urðu líkama þeirra að lokum ofraun. Ljósu hliðarnar á kuldakast- inu eru þær, að nú geta Danir dregið fram skautana eða orðið sér úti um slík verkfæri því að tjarnirnar eða vötnin í Kaup- mannahöfn og annars staðar eru isi lögð. Hafa margir orðið til að notfæra sér það og skemmt sér vel, betur en svanirnir, sem fros- ið hafa fastir unnvörpum. Var það lika vegna þess, að það gleymdist að opna fyrir heita vatnið, sem á halda opinni vök fyrir þá, en nú hefur verið bætt úr því. Áhöfnin á henni „Önnu“ frá Rönbjerg í Limafirði ætlaði að taka hana f naust en urðu of seinir. ísinn hafði lukist um hana og þótt skipverjarnir reyndu að brjóta hann fraus hann bara saman aftur. Höfnin í Borginni við sundið er að fyllast af ís eins og þessi mynd sýnir. Það eru ferjurnar til Óslóar og Borgundarhólms sem sjást á myndinni, en þær eru með kraftmiklar vélar og komast enn í gegnum nærri 20 sm þykkan ísinn. FALCONCREST DREIFING: Myndbönd hf. Skeifan 8. Símar 686545 — 687310. Nýir þœttir í hveni mku 18 þættir komnir 2 þættir á spólu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.