Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 47 komst á föst verkaskipting milli þeirra hjóna. Hrefna annaðist all- ar fjárreiður, aðdrætti og annan erindrekstur fyrir heimilið svo og uppeldi barnanna, eftir að þau komu í heiminn, en með hagsýni og ráðdeild tókst henni alltaf jið láta endana ná saman. En einkum var hlutskipti sjómannskvenna erfitt og vandasamt á stríðsárun- um, þegar menn þeirra voru á veiðum við landið og í siglingum til Bretlands, þar sem allur sjór var morandi af vítisvélum og hver för gat orðið hin síðasta. Þá lagð- ist kvíði að mörgum heimilum sjó- manna og af ærinni ástæðu, því að margur vaskur drengur átti þá ekki afturkvæmt. Haraldur, mað- ur Hrefnu, sigldi öll stríðsárin, samfleytt 30 ferðir með bv. Baldri fyrstu stríðsárin, er hættan var sem mest, og síðan skyldutúrana, sem voru þriðja til fjórða hver sigling. Við þessar válegu aðstæð- ur lét Hrefna aldrei nein æðruorð falla, enda gefin stilling og kjark- ur til þess að taka öilu, sem að höndum bar. Það var sárt að kveðja, en líka mikill fögnuður í húsi hvert sinn, er bóndinn kom af sjónum herill á húfi. Enginn fer í grafgötur um það, hversu mikilvægt það er hverjum manni að eiga góðan samastað að vinnudegi ioknum, en engum er það Ijósara en sjómönnum, sem dveljast langdvölum fjarri heimil- um sínum. Slíkt athvarf bjó Hrefna manni sínum, enda voru þau samrýnd, þótt sjálfstæð væru hvort í lund og sínum verkahring. Þegar Haraldur hætti á togurum eftir þriggja áratuga starf, réðst hann á oiíuskip, sem sigldu á Faxaflóahafnir. Þá gáfust fjöl- skyldunni fleiri og lengri stundir til samvista en áður og efnahagur var góður, enda tekið að hægjast um, er börnin fluttust að heiman og stofnuðu eigin heimili. Verkaskiptingunni, sem komist hafði á í upphafi hjúskapar, var haldið við, en jafnframt tók Hrefna að vinna utan heimilis hálfan daginn í þvottahúsi Land- spítalans og vann þar til dauða- dags. Þau Hrefna og Haraidur eign- uðust fjóra syni, sem allir eru uppkomnir. Þeir eru ölafur Rafn flugumferðarstjóri, fæddur 5. október 1937, kvæntur Ásgerði Höskuldsdóttur hönnuði og eiga þau 5 börn og 2 barnabörn; Hörð- ur framreiðslumaður, fæddur 15. mars 1944 og á hann 3 börn; Har- aldur kaupmaður, fæddur 1. júní 1948, kvæntur Ragnheiði Sturlu- dóttur hjúkrunarkonu og eiga þau 3 börn, og Rafn tvíburabróðir hans, kennari og bóndi, kvæntur Sigurbjörgu Jónsdóttur hjúkrun- arkonu og eiga þau 4 börn. Hrefna bar mikia umhyggju fyrir sonum sínum, tengdadætrum og afkom- endum þeirra, fylgdist grannt með velferð þeirra ailra og var ævin- lega reiðubúin að rétta hjálpar- hönd, ef á þurfti að halda. Virtu þau hana líka mikils að verðleik- um, og leið vart sá dagur, að eitthvert þeirra liti ekki inn til hennar á Sjafnargötu. Manni hennar var það gleðiefni, hversu hún laðaði að sér sonarfjölskyld- urnar og átti við þær traust og hlýleg samskipti. Hrefna var gervileg kona, greind og heilsteypt, skapgerðin styrk og rósöm. Hún var fróð- leiksfús og ias mikið, en mesta yndi hennar var að ferðast og kynnast löndum og þjóðum. Síð- asta áratuginn, sem hún lifði, fór hún árlega í hópferðir til útlanda, og var henni einkum eftirminnileg för, sem þau hjónin fóru með fjöl- mennum hópi bænda vestur til Kanada sumarið 1975, er Vestur- íslendingar héldu upp á aldaraf- mæli landnáms síns í Vestur- heimi. Rómaði hún mjög gestrisni þeirra og viðtökur allar. Þegar við kveðjum Hrefnu við leiðarlok, eru okkur efst í huga mannkostir hennar og farsælt ævistarf. Að henni er mikil eftir- sjá ástvinum og öllum sem hana þekktu, ekki síst eiginmanni henn- ar og förunaut í hálfa öld. En minningarnar geymast hlýjar og bjartar. Jón Guðnason Minning: María Jensdóttir Fædd 15. ágúst 1920 Dáin 3. janúar 1985 Hún María systir mín er látin. Fregnin kom sem reiðarslag, þótt vitað væri hvert stefndi. Lát- in, kistulagning, jarðarför. Á svipstundu fá þessi orð nýja merkingu í vitund mér, þá merkingu, sem þeim er ætlað að skila. Mig setur hljóða mjög. Sem áður, sannast hve íslenskt mál er ríkt, sterkt, myndauðugt og fag- urt, og því vel þess virði að hug- leiða gildi þess að það fái að halda þeirri reisn sem það ber og því ber, í stað einföldunar í takt við tímann, að ekki þurfi að staldra við svo eflist sá hugur sem um það fjallar. „Af jörðu ertu komin af jörðu skaltu aftur verða ... “ Til jarðar liggur för okkar allra, þótt fram- haldið sé og verði óljóst þessa heims börnum — sannleikans leit- að á djúp mið. María er horfin. Eftir stendur hrikalegt tómið. Minningarnar hrannast upp um hljóðláta konu, sem sjaldan opnaði hug sinn allan, en bar sitt með sér, um konu, sem var bautryðjandi án þess að flíka því, konu, sem var skapandi og listræn. Einnig það fór ekki hátt. I hljóðleik á hljóðlátu vetrar- kvöldi kvaddi hún jarðvist sína. Á beði var hún umvafin hámarki is- lenskrar veðurblíðu og íslenskrar náttúru sem hún hafði unnað svo mjög. Til ísl. fjalla og fjarða í góð- um félagsskap, sótti hún styrk og gleði, þangað lágu spor hennar á lögum sumarnóttum. Hólmfríður María Fanney, eins og hún hét fullu nafni, fæddist 15. ágúst 1920 í Smiðjuvík á Horn- ströndum. Foreldrar hennar voru hjónin Jens Jónsson og Jóhanna Jónsdóttir, sem lifir í hárri elli. María ólst upp með foreldrum sín- um í Smiðjuvík til tveggja ára ald- urs en þá fluttu þau að Kollsá á Jökulfjörðum. Eftir þriggja ára setu þar lá leiðin til Hnífsdals, en þar sleit María sínum barns- og unglingsskóm. Árið 1945 fékk María sveinsbréf í matreiðslu, varð kokkur eins og það var kallað þá. Þetta sama ár var fagið sam- þykkt sem iðnfag. í þessum fyrsta hópi sem útskrifaðist voru tvær konur, og þótti það marka spor á sínum tíma, þ.e. þetta fag hafði fram að því verið dæmigert karl- mannastarf. Árið 1951 lauk María meistara- prófi í matreiðslu og hefur æ síðan starfað sem slík, nú síðast, um tuttugu ára skeið hjá Borgarverk- fræðingi í Reykjavík, Skúlatúni 2. María var flinkur matreiðslu- meistari, mjög vel metin í starfi. Dugleg og sterk, trú og staðföst, þótt á ýmsu gengi. Sá eiginleiki sýndi sig gleggst nú á sóttarsæng. Þar heyrðist aldri æðruorð þótt hún vissi hvert stefndi. Eftirlifandi maður Maríu er Jónatan Ölafsson tónlistarmaður. Þau áttu saman eina dóttur barna, Gígju, yndislega stúlku, sem María fór um mörgum fögrum orðum á sóttarsæng. Ég vil um leið minnast með hlýju og hlut- tekningu systur Gígju, Erlu, dótt- ur Jónatans frá fyrra hjónabandi, sem María elskaði sem sína. Við horfum hnípin í tómið, það brestur í sál okkar allra, um leið og þar inni er þakklæti fyrir það sem við áttum með henni síðustu stundirnar. Þar ríkti hlýja og auð- mýkt. Hún var hún sjálf, breið- andi faðminn, umvefjandi ástvini sína, segjandi þeim margt, sem hún svo oft áður hafði viljað segja. Sandra þakkar ógleymanlega stund við hvílu hennar á aðfanga- dagskvöld þar sem hún fékk að syngja fyrir hana um vininn sinn besta, hvers hátíð var að ganga 1 garð. Blessuð sé minning Maríu. Gígja, Jonni, Erla, Guð blessi ykkur og styrki. Guð blessi alla, sem í dag syrgja, hann veiti styrk af náð sinni og nærveru. „Leiðina hér treð ég aðeins einu sinni. Hjálpa mér því að fram- kvæma sérhvert góðverk og sýna sérhverja þá vinsemd sem mér er auðið nú. Lát mig ei fresta né van- rækja, þar eð leið mín liggur ekki hér um aftur." (Lauslega þýtt.) H. Jensdóttir. „Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þokk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut.” (Sb. 1886 — V. Briem) Eg mun sakna minnar elsku frænku. Heiðrún Sigríður Karls- dóttir - Minning Fædd 21. júlí 1906 Dáin 1. janúar 1985 í dag er til moldar borin mág- kona mín Sigríður Karlsdóttir er andaðist á Borgarspítalanum skömmu eftir að nýja árið var gengið í garð. Sú lega varð ekki ýkja löng þar, en afar erfið bæði fyrir hana og börnin hennar. Ég er þess fullviss að þetta var sú bezta nýársgjöf, sem hún hefði óskað sér, að vera laus við þær kvalir og þrautir sem liðagigtin hafði valdið henni í gegnum áratugi, bundið hana við rúm og hjólastól og þá ekki síður að þurfa að vera upp á aðra komin um margra ára skeið. En einu hélt hún fram yfir marga aðra, stálminni, og gædd miklum frásagnarhæfileikum, enda las hún mikið og fylgdist með öllu í útvarpi og sjónvarpi. Síminn var lífæð hennar, eins og hún komst sjálf að orði, ég vissi alltaf að meira en lítið var að, ef hún ekki hringdi fyrir 10 á morgnana. Oft á dag töluðum við saman ekki síst eftir að Hrefna systir hennar dó fyrir rúmu ári, en þá missti Sigga mikið. Fyrir nokkrum vikum fékk Sigga áfall, sem lamaði hana svo að röddin þagnaði þó full meðvit- und væri, þá hætti síminn minn Ifka að hringja á þessum tima. Mikið hef ég oft saknað þess því þessi hressilegi talsmáti hennar kom manni oft í gott skap. Sigríður Fríða fæddist 21. júlí 1906, dóttir Karls Lárussonar kaupmanns og Maríu Thjelle, sem bæði eru látin fyrir mörgum ár- um. Sigga, en svo var hún ætíð kölluð, var elzt níu systkina og er hún sú sjöunda af þeim sem hverf- ur yfir móðuna miklu. Eftirlifandi bræður hennar eru tveir. 17 ára gömul deyr móðir hennar frá sín- um stóra barnahóp og kom það þá í hennar hlut og Hrefnu að sjá um heimilið. Sigga gifti sig 20 ára gömul Bjarna Finnbogasyni frá Búðum á Snæfellsnesi. Þangað fluttist hún um hávetur með son sinn 3—4 mánaða í vonzku veðri. Verður sú saga manni minnis- stæð, eins og hún sagði frá henni, því aldrei hafði hún komið á hestbak fyrr og vissi reyndar ekk- ert hvað hún var að fara útí, en klakklaust komst hún alla leið þrátt fyrir margar byltur af hest- inum. Þau hjón bjuggu um tíma á Búðum, en byggðu sér síðan nýbýli austan megin við ósinn og kölluðu það Tjaldbúðir. Sú nafngift kom ekki til af góðu, því efnin voru af skornum skammti svo þau tjöld- uðu bara inni i hússkrokknum, til þess að halda á sér hita, en seinna meir lagaðist þetta. Nú voru Tjaldbúðir komnar í þjóðbraut og gestagangur mikill, allir þurftu að fá flutning yfir Ósinn. Fólkið beið inni hjá Siggu og Bjarna eftir sjávarföllum oft svona 2—3 tíma, hvað maður gat ekki annað en gef- ið því kaffi, sagði Sigga og aldrei var tekinn eyrir fyrir þessa þjón- ustu. Sigríður og Bjarni eignuðust tvö börn, Finnboga, giftur Málmfríði Jóhannesdóttur og áttu þau einn son, Rögnvald, sem lézt af slysför- um fyrir tveim árum, og dótturina Maríu sem gift er Jóni Pálssyni og eiga þau 7 börn sem flest eru gift. Barnabarnabörnin eru 13. Bjarni dó 1956 og höfðu þau þá búið fyrir vestan í 30 ár. Eftir lát Bjarna, og hún orðin ein, var hún hér fyrir sunnan á veturna hjá Dúdú dóttur sinni, en fór vestur á sumrin unz hún flutti alkomin 1960. Fyrstu árin bjó hún á Mánagötu, svo í 10 ár í Hátúni, húsi Oryrkjabanda- .lagsins, en hin síðustu ár dvaldi hún á Droplaugarstöðum, þá farin að kröftum og naut hún þar góðr- ar umönnunar. Beztu stundir Siggu voru að vera með börnum sínum og barna- börnum, sjá þau vaxa og dafna og síðan að gifta sig góðum mökum. Síðan komu litlu börnin þeirra og sá hún ekki sólina fyrir þeim, enda reyndust þau öll ömmu sinni afar vel. Ég hefi oft hugsað um það, hversu dásamlegt það er að geta glatt og hlúð að mömmu eða ömmu í þungbærum veikindum og það gerðu þau sannarlega öll og ekki sízt Jón tengdasonur hennar. Nú er Sigga horfin okkur og eftir lifa góðar endurminningar. Hún hafði oft orð á því að ekki yrði langt á milli þeirra systra Hrefnu og sín og sú varð raunin, þvf svo vill til að þær eru jarðaðar sama mánaðardag með árs millibili. Að lokum vil ég þakka þeim sem glöddu mágkonu mína f gegnum árin, ekki sízt Lillu Jóns, sem ávallt reyndist henni góð frænka. Aðstandendum hinnar látnu sendi ég samúðarkveðjur. Ég kveð hana með söknuði, hafi hún kærar þakkir fyrir allt. Hrafnhildur Þorbergsdóttir Rannsóknarstofnun sænska hersins: Rússar gerðu flestar neðanjarðartilraunir með kjarnorkuvopn á síðasta ári Stokkhólmi, 7. jnn. AP. SÖVETRÍKIN gerðu helming þeirra tilrauna með kjarnorku- vopn, sem fram fóru neöanjarðar í hciminum á síðasta ári. Skýrði sænska hernaðarrannsóknastofn- unin frá þessu í dag. Nils-Olov Bergkvist, talsmað- ur stofnunarinnar, sem sænski herinn rekur, skýrði svo frá, að þar hefðu mælzt 53 slikar til- raunir á árinu 1984, en það er um það bil sami fjöldi og mælzt hefur á hverju ári frá 1980. I Sovétríkjunum voru gerðar 27 kjarnorkutilraunir neðanjarðar á síðasta ári samkvæmt mæling- um stofnunarinnar og er talið, að af þeim hafi 10 verið gerðar í friðsamlegum tilgangi en hinar í þágu hernaðar. Bandarikjamenn komu næstir með 16 tilraunir í þágu hernaðar og var því ekki mikill munur á þeim og Rússum í þessu tilliti. Bergkvist hélt því fram, að yf- irleitt væri unnt að greina kjarnorkutilraunir, sem gerðar væru í tæknilegum tilgangi, á því, að sprengimáttur þeirra væri miklu minni en þegar til- raunir væru gerðar í þágu hern- aðar. Þá sagði Bergkvist, að Kína hefði gert tvær kjarnorkutil- raunir neðanjarðar í hernaðar- skyni á siðasta ári, Frakkland sjö og Bretland eina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.