Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
Af ást og
vináttu
Persónulega finnast mér ítölsku
miðvikudagssjónvarpsþættirnir:
Saga af ást og vináttu hin ágætasta
skemmtan, þótt þar sé tekið á svo
alvarlegum þjóðfélagsmeinum, að
oft fer kaldur straumur um
hryggjarsúluna. En ítalir hafa lag
á því að vefja alvarlegheitin inní
huggulegar umbúðir, þannig að
glettnin skín ætíð í gegnum tárin.
Gætum vér Norðurlandabúar ým-
islegt lært af suðurálfubúunum í
þessu efni, en hér er vart svo film-
uð einstæð móðir upp í Breiðholti,
að ekki fylgi slíkir kveinstafir, að
áhorfandinn sé fyrr en varir far-
inn að draga ýsur, eða skoða inn-
búið hjá hinni ógæfusömu mann-
eskju. Þessarar grafhvelfingar-
stemmningar er tekið að gæta í
amerískum sjónvarpsþáttum, þar
sem Súellen grætur nánast við-
stöðulaust oní viskíið. í Sögu af ást
og vináttu er ekki verið að fjalia
um vandamál blokkarbúa eða
nautnasjúkra milla. Þar er lýst
vanda minnihlutahópa á tíma fas-
isma. Annarsvegar er lýst hvernig
ítalskir fasistar, fóru með komm-
únista og hinsvegar hvernig þeir
meðhöndluðu gyðinga. Það er
kannske rangnefni að nefna
kommúnista minnihlutahópi í ít-
ölsku samfélagi, en svo sannarlega
eru gyðingar minnihlutahópur er
ætíð verður fyrir ofsóknum á
spennutímum.
Ofsóknarœði
Starfsmenn ítalska sjónvarps-
ins hafa ekki valið hér þá klass-
ísku leið til að sýna ógn gyðinga-
ofsókna að hella yfir ítalska gyð-
inga blýi og stáli úr byssuhólkum
fasista. Þeir velja enn áhrifaríkari
leið, sum sé þá, að sýna inní
hversdagsheim gyðingafjölskyldu,
hvernig nálægð fasismans eitrar
þar andrúmsloftið og bitnar jafnt
á börnunum, sem fullorðna fólk-
inu. Þannig sjáum við í raun í
þessum myndaflokki líkt og í
hnotskurn hvernig hið pólitíska
vald getur ef vilji er fyrir hendi
þrengt sér inná gafl hjá fólki og
breytt hversdagslífi þess í píslar-
göngu. Sé friðhelgi einkalifsins
rofin með þessum hætti, er fátt til
bjargar nema trúarvissan og sam-
félagið við þjáningarbræður og
systur. í Sögu af ást og vináttu sjá-
um við hvert gildi trúfestan og
fastheldnin við forna siði hefir
fyrir gyðinga, þeir áttu ekki annað
lífakkeri, þegar blóðhundarnir
fóru á stjá.
Sívökulir blóðhundar
Myndaflokkur á borð við Sögu af
ást og vináttu, á fullt erindi við
okkur í dag ekki síður en sögur af
óhamingjusömum peningafurst-
um og einmana blokkarfólki, því
allt í kringum okkur er verið að
níðast á hversdagsfólki, slíku sem
lýst er í ítalska myndaflokknum.
Þannig hefir verið leitt í lög í íran
og írak, að pynta megi og lífláta
börn niður að tólf ára aldri. í Sov-
étríkjunum sprauta hámenntaðir
geðlæknar andófsmenn með of-
skynjunarlyfjum, slíkum er
glæpamenn dreifa á Vesturlönd-
um. I Uruguay verða þeir, er
dvelja í pyntingarklefum fangels-
anna, að borga fyrir vistina, líkt
og fyrir hóteldvöl. Ég hef af ásettu
ráði valið hér ankannaleg dæmi
um framferði blóðhundanna á því
herrans ári 1984. Lesendur tækju
vafalítið ekki eftir því, ef sagt
væri frá, hinum hversdagslegri
pyntingar- og aftökuaðferðum,
sem beitt er á kerfísbundinn hátt í
90 aðildarríkjum Sameinuðu þjóð-
anna. Undirritaður hefði að
minnsta kosti flett framhjá slíku
lesefni.
ólafur M.
Jóhannesson.
ÚTVARP/SJÓNVARP
Léttir sprettir
■I Jón Ólafsson er
00 með þátt sinn
“ Léttir sprettir
á rás 2 í dag.
Að þessu sinni bregður
Jón sér í eina af lfkams-
ræktarstöðvum borgar-
innar og tekur tali áhuga-
samt líkamsræktarfólk á
öllum aldri.
Þá koma tveir góðkunn-
ir landsliðsmenn í körfu-
knattleik í heimsókn, þeir
Ólafur Rafnsson og Pálm-
ar Sigurðarson, en þeir
leika báðir með Haukum.
Sem kunnugt er verður
haldin í Reykjavík innan
skamms Alþjóðleg dans-
keppni á íslandi 1985.
Mun Jón spjalla við annað
íslensku paranna sem þar
Jón Ólafsson
keppa en auk þeirra taka
fjögur erlend pör þátt í
keppninni.
Á milli dagskrárliða
verður síðan leikin ýmiss
konar tónlist, bæði gömul
ogný.
Skonrokk
Nýir umsjónarmenn
■I í kvöld er þátt-
10 urinn Skonrokk
' á dagskrá sjón-
varps. Þær Anna Hin-
riksdóttir og Anna Krist-
ín Hjartardóttir eru nú
hættar sem umsjónar-
menn þáttarins en í stað
þeirra taka við tveir ungir
piltar, Tómas Bjarnason
og Haraldur Þorsteinsson
að nafni. Er þetta þeirra
fyrsti þáttur.
Að sögn þeirra félaga
kennir ýmissa grasa í
þættinum í kvöld sem
endranær. Fyrsta ber að
nefna bandarísku rokk-
söngkonuna Pat Benatar
sem syngur lag sitt We
Belong. Þá syngur bresk-
nígeríska blökkusöngkon-
an Sade lag sitt Hang on
Haraldur Þorsteinsson
to Your Love, en Sade hef-
ur rokið upp hvern vin-
sældalistann af öðrum
bæði hér heima og erlend-
is.
Big Country leika lagið
East of Eden og hinn
glysgjarni Elton John
syngur og leikur nýtt lag
að nafni Who Wears
These Shoes?
Rokkkóngurinn Elvis
Presley hefur verið kall-
aður ódauðlegur og í til-
efni af því að nú eru 50 ár
liðin frá fæðingu hans er
ekki úr vegi að hann syngi
fyrir okkur lag sitt Blue
Suede Shoes. Að lokum
leikur hljómsveitin Deep
Purple lagið Perfect
Strangers.
Tómas Bjarnason
Marilyn Monroe fer meó sitt fyrsta stórhlutverk í myndinni.
Niagara
bandarfsk mynd frá 1952
■I Föstudags-
10 myndin er
“ bandarísk frá
árinu 1952 og nefnist Ni-
agara. í henni fer kyn-
táknið Marilyn Monroe
með sitt fyrsta stórhlut-
verk.
Myndin gerist við Nia-
gara-fossana. Fögur en
viðsjál kona situr á svik-
ráðum við eiginmann sinn
og vill hann feigan. Felur
hún elskhuga sínum aö
myrða eiginmanninn en
hann hefur fylgt þeim
hjónum í humátt um foss-
ana. En margt fer öðru-
vísi en ætlað er. Ung hjón
á brúðkaupsferð við foss-
ana dragast inn í erjurnar
sem eiga eftir að kosta
mannslíf og fær myndin
óvæntan endi.
Auk Monroe fara með
stórhlutverk í myndinni
Joseph Cotten, Jean Pet-
ers og Don Wilson.
ÚTVARP
FÖSTUDAGUR
18. janúar
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn.
A virkum degi. 7.25 Leiktimi.
7.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Sigurðar G. Tómas-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veðurfregnir.
Morgunorð: — Hafdls Hann-
esdóttir talar
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Tviburarnir I skóginum“
Guðrún Snæbjðrnsdóttir les
smásðgu eftir Ragnar Þor-
steinsson.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöur-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
10.45 .Þaö er svo margt að
minnast á“ Torfi Jónsson sér
um þáttinn.
11.15 Morguntónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
122» Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
14.00 .Þættir af kristniboöum
um vlða verðld" eftir Clar-
ence Hall. .Vinur klnversku
flóttamannanna". Starf Gus
Borgeest I Hong Kong. Ast-
ráöur Sigursteindórsson les
þýöingu sina (13).
14J0 A léttu nótunum. Tónlist
úr ýmsum áttum.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
1620 Slðdegistónleikar.
a. Sellókonsert I e-moll op.
58 eftir Sergej Prokofjeff.
Christine Walevska og Óp-
eruhljómsveitin i Monte
Carlo leika: Eliahu Inbal stj.
b. Hornakonsert I a-moll op.
28 eftir Kurt Atterberg. Al-
bert Linder og Sinfónlu-
hljómsveitin I Gautaborg
leika; Gérard Oskamp stj.
19.15 A döfinni.
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson.
Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
19.25 Krakkarnir I hverfinu.
5. Forslðufréttin.
Kanadlskur myndaflokkur I
þrettán þáttum, um atvik I llfi
nokkurra borgarbarna
Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
2020 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Kastljós.
17.10 Slðdegisútvarp
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Valdimar
Gunnarsson flytur þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra
Björg Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka
a. Frá safnamönnum. Tvö
hundruö og áttatiu þúsund
pör af vettlingum. Elsa E.
Guöjónsson textil-safnvðröur
segir frá.
b. Af sakamanninum Arna
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Sigrún Stef-
ánsdóttir.
21.10 Skonrokk.
Umsjónarmenn: Haraldur
Þorsteinsson og Tómas
Bjarnason.
21.40 Hláturinn lengir llfið.
Tiundi þáttur.
Breskur myndaflokkur I
þrettán þáttum um gaman-
semi og gamanleikara I fjöl-
miölum fyrr og slðar.
Þýðandi Guöni Kolbeinsson.
22.10 Niagara.
Grimssyni. Benedikt Sig-
urösson flytur fyrsta frásögu-
þátt sinn af fjórum.
c. Dóri gamli. Helga Einars-
dóttir les þjóðllfstengda
smásðgu eftir Harald Glsla-
son. Umsjón: Helga Agústs-
dóttir.
21.30 Hljómbotn. Tónlistarþátt-
ur I umsjón Páls Hannesson-
. ar og Vals Pálssonar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
2225 .Óöur Amerlku". Stiklaö
á stóru I sögu bandarlskrar
Bandarlsk blómynd frá
1952.
Leikstjóri Henry Hathaway.
Aðalhlutverk: Joseph Cott-
en, Jean Peters, Marilyn
Monroe og Don Wilson.
Myndin gerist við Niagara-
fossa. Fögur en viösjál kona
situr á svikráöum við eigin-
mann sinn. Ung hjón á ferð
viö fossana dragast inn I erj-
ur þeirra sem eiga eftir aö
kosta mannsllf.
Þýðandi Jón O. Edwald.
23.35 Fréttir I dagskrárlok.
þjóölagatónlistar. Slðari
þáttur. Umsjón: Asta Ragn-
heiöur Jóhannesdóttir og
Askell Þórisson.
23.15 A sveitalinunni: Umsjón:
Hilda Torfadóttir. (RÚVAK).
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
FÖSTUDAGUR
16. janúar
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Páll Þorsteins-
son og Sigurður Sverrisson.
14.00—16.00 Pósthólfið
Stjórnandi: Valdls Gunnars-
dóttir.
16.00—17.00 Listapopp
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
17.00—18.00 Léttir sprettir
Stjórnandi: Jón Ölafsson.
Hlé
23.15—03.00 Næturvaktin
Stjórnendur: Vignir Sveins-
son og Þorgeir Astvaldsson.
(Rásirnar samtengdar að
lokinni dagskrá rásar 1.)
SJÓNVARP
FÖSTUDAGUR
18. janúar