Morgunblaðið - 18.01.1985, Page 15
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1986
15
Blokkflautu- og orgeltónleikar:
Flutt verk eftir frönsk og
ítölsk tónskáld barokktímans
Blokkflautu- og orgeltónleikar
verða haldnir í Kristskirkju i Reykja-
vík næstkomandi laugardag. Flytjend-
ur eru þau Camilla Söderberg blokk-
flautuleikari og Hörður Áskelsson
organisti Hallgrímskirkju. Tónleikar
þessir, sem hefjast klukkan 17 á laug-
ardag, eru haldnir á vegum músík-
hóps er kallast Musica Antiqua. Að
undanfornu hafa tónlistarmennirnir
verið við sfingar i Kristskirkju og þar
hitti blaðamaður Mbl. þau stuttlega
að máli.
En hvaða hópur er Musica Antiqua?
Damilla Söderberg svarar því:
— Þessi hópur hefur það
markmið að flytja gamla tónlist og
hefur haldið nokkra tónleika. Þess-
ir tónleikar eru aðrir tónleikar
vetrarins og gerum við ráð fyrir að
tvennir til viðbótar verði haldnir
síðar í vetur. f þessum hópi eru auk
mín Snorri örn Snorrason lútuleik-
ari, Helga Ingólfsdóttir semballeik-
ari og ólöf Sesselia Óskarsdóttir
sem leikur á viola da gamba. Oftast
höfum við, sem erum meðlimir
hópsins, sjálf komið fram á tónleik-
unum, en stundum fáum við einnig
aðra tónlistarmenn til liðs við
okkur eins og á þessum tónleikum.
Hvaða tónlist er á efnisskrá ykkar?
— Þetta er aðallega barokktón-
list eða frá lokum renaiss-
ance-timabilsins og yfir í barokk-
tímann, eftir ítölsk og frönsk tón-
skáld. Þau itölsku eru Frescobaldi,
Castello og Mancini og þau frönsku
Boismortier, Clérambault og Dorn-
el, en hann er eitt af mörgum af-
mælisbörnum ársins meðal tón-
skálda, var fæddur 1685.
Og þú notar mismunandi flautur í
þessum verkum?
— Já, ég verð með fjórar flautur.
Það er renaissance-sópran-blokk-
flauta, renaissance-tenór-blokk-
flauta, barokk-altblokkflauta og
síðan flauta er nefnist barok flute
de voix, en hún er eiginlega tenór-
flauta í d. Venjulega eru tenórflaut-
ur í c.
Camilla Söderberg og Hörður Áskelsson flytja gamla tónlist á tónleikum I
Kristskirkju á laugardaginn.
tónleikum vil ég gjarnan spila verk
sem þurfa mismunandi flautur
enda er það tilbreyting bæði fyrir
áheyrendur og mig.
Annars þarf ekki að leika Fresco-
baldi og Castello á blokkflautu, þau
eru stundum leikin á fiðlu eða jafn-
vel cornet eða trompet. Undirleik-
urinn getur einnig verið breyti-
legur, ýmist orgel eða sembal, en
stundum lúta.
Hvað með hljóðfærin sjálf, eru
þetta nýjar flautur?
— Þessar blokkflautur eru eftir-
líkingar af hljóðfærum þessa tíma
og eru þær ekki svo mjög gamlar.
Eina þeirra er ég að nota í fyrsta
sinn á tónleikum, ég fékk hana fyrir
aðeins rúmri viku. Það er sú sem
heitir flute de voix, en hana smíðaði
Adrian Brown og hefur hann einnig
smíðað aðra flautu sem ég nota,
sópranflautuna, og er hún ársgöm-
ul.
Það er kannski dálitið snemmt að
spila á svona nýja blokkflautu á
tónleikum, því venjulega þarf mað-
ur talsverðan tíma til að kynnast
ingu fyrir henni.
Færðu allar þínar blokkflautur
smíðaðar sérstaklega fyrir þig?
— Venjulega pantar
blokkflautuleikari sérstaklega sín-
ar flautur og það getur tekið langan
tíma að fá þær afgreiddar. Ég spila
nokkuð mikið og þarf að endurnýja
þær öðru hverju, þvi með tímanum
minnkar hljómur þeirra og þá þarf
að huga að því að fá ný hljóðfæri.
Blokkflautuleikari þarf líka að
kunna á hinar ýmsu gerðir og verð-
ur að geta notað margs konar
blokkflautur.
Nú eru blokkflaututónleikar ekki
algengir, hefur blokkflautuleikari á
íslandi nóg að gera?
— Það er nú erfitt að lifa af
blokkflautuleik og þess vegna kenni
ég bæði i Tónlistarskólanum i
Reykjavík og Kennaraháskólanum.
Blokkflautuleikur hefur heldur ekki
verið kenndur í skólum hér sem sér-
stakt fag fyrr en ég kom hingað
fyrir fimm árum. Annars liggur við
að ég sé feimin við að segja að ég
spili á blokkftautu, því stundum
finnst mér bera á því að mönnum
finnist þetta hálfómerkileg iðja.
Það er stundum sagt að börnin læri
á blokkflautu áður en þau læri á
hljóðfæri — og það lýsir kannski
viðhorfi margra til blokkflautunn-
ar.
Camilla Söderberg nam blokk-
flautuleik í Vin í Austurríki og tók
þaðan einleikarapróf. Sfðan hélt
hún til Basel í Sviss og stundaði þar
framhaldsnám þar sem hún lagði
einkum stund á gamla tónlist.
Hörður Áskelsson nam orgelleik
Camilla með þrjár af fjórum flautum
sem hún notar á tónleikunum. Sú
stærsta er renaissance-tenórflauta.
hérlendis og síðan í Þýskalandi og
tók kantorspróf frá tónlistarhá-
skólanum í Dtisseldorf. Hann er nú
organisti við Hallgrfmskirkju f
Reykjavík.
Auk verkanna sem Camilla Söd-
erberg og Hörður Áskelsson leika
saman á tónleikunum leikur hann
tvö orgelverk. Eru þau eftir Fresco-
baldi og Clérambault, tvær svftur
sem samsvara sér vel f formi, en eru
þó mjög ólíkar. Sem fyrr segir eru
þessir tónleikar Musica Antiqua á
laugardaginn i Kirstskirkju og
hefjast þeir klukkan 17.
Þegar ég vel verk til flutnings á stillingu flautunnar og fá tilfinn-
ísraelar vara PLO við að
fara inn í Suður-Líbanon
Bílasýning á morgun
Genf, 1S. janúar. AP.
ÍSRAELAR sögðust ( dag „áskilja sér
rétt“ til að koma f veg fyrir ögrunar-
aðgerðir skæruliða PLO frá suður-
hluta Líbanon eftir að ísraelar hverfa
þaðan með heri sína.
Er litið á þessa yfirlýsingu sem
svo að hún tákni að ísraelar muni
fara inn f suðurhluta Líbanon og
uppræta starfsemi skæruliða frels-
isfylkingar Palestfnumanna komi
þeir sér þar fyrir.
Binda ísraelar vonir við að
stjórnarherinn f Líbanon og gæzlu-
sveitir Sameinuðu þjóðanna (Uni-
fil) taki sér stöðu i suðurhlutanum
og komi f veg fyrir að skæruliðar
PLO hreiðri um sig þar.
Ráðuneytisstjóri f utanrfkisráðu-
neytinu segist efins um að Sýr-
lendingar fari inn í suðurhluta Líb-
anon er fsraelar hverfa þaðan, þvf
þeir vissu mætavel að slíkt yrði að-
eins til að auka á spennuna.
„Hvorki þeir né við hafa áhuga á að
auka á hættuna," sagði hann, en
ísraelar hafa þó enga tryggingu
fengið frá Sýrlendingum um að þeir
haldi sig fjarri landshlutanum.
Áætlun um brottflutning ís-
raelshers frá Lfbanon er á lokastigi
og er jafnvel við því búist að
brottflutningurinn hefjist í janú-
arlok. ísraelar og Líbanir náðu
samkomulagi f dag um að hefja að
nýju viðræður um öryggismál í suð-
urhluta Lfbanon eftir brotthvarf
ísraela þaðan. Verður haldinn
fundur f næstu viku f Naqoura.
frá kl. 1—4
Nýir og notaöir
bílar til
sýnis og
sölu
Lada Sport
frá kr. 408.000,
árviss viðburður. f febrúar s.l.
sóttu Selfyssingar Suðurnesja-
menn heim og sigruðu gestirnir
naumlega, enda sjálfsögð kurt-
eisi af hálfu gestgjafa. Keppt var
í fyrsta skipti um farandbikar,
er Keflavíkurbær gaf til keppn-
innar. Áður höfðu Suðurnesja-
menn unnið til eignar bikar, er
fyrr var keppt um og gefinn var
af Bridgefélagi Suðurnesja.
Eitt er það framtak sem vert
er að minnst sé á, en það er
bridgekennsla, sem Einar Jóns-
son hefur séð um að öllu leyti og
á hann heiður skilinn fyrir.
Haldin hafa verið nokkur nám-
skeið undanfarin ár og þátttaka
verið allgóð. í haust hélt Einar
tvö námskeið fyrir byrjendur,
eitt almennt og annað fyrir
starfsmenn á fjölmennum
vinnustað, er félög starfsmanna
stóðu að. Mættu fleiri starfs-
mannafélög taka upp þessa ný-
breytni, þar sem bridge er víða
spilað á vinnustöðum, en kunn-
áttu þátttakenda er oft ábóta-
vant. Einar hyggst halda áfram
á sömu braut og hefjast vænt-
anlega byrjenda- og framhalds-
námskeið í næstu viku, ef næg
þátttaka fæst. Námskeiðsgjaldi
er mjög f hóf stillt. Er allt
áhugafólk um bridge hvatt til að
notfæra sér þetta tækifæri.
Að lokum er skorað á alla
bridgespilara á Suðurnesjum að
taka þátt f starfsemi félagsins.
Spilað er i samkomuhúsinu i
Sandgerði hvert mánudagskvöld
og hefst spilamennska kl. 20.
■ K
r f
■ r
Góðir
greiðsluskilmálar
Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf
Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600