Morgunblaðið - 18.01.1985, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
Nýmaveikin f Kollaf jarðarstöðinni:
„Mögulegt að losna við veikina
án þess að slátra öllum fiskiu
— Segir Guðmundur Pétursson,
nefndarmaður í fisksjúkdómanefnd
„ÞEGAR er búið að setja stöðina í
einangrun. Síðan þarf að fá betri
upplýsingar um útbreiðslu veikinn-
ar sem ekki hefur unnist tími til að
ada og á grundvelli þeirra verður
tekin ákvörðun um hvernig stöðv-
arnar verða hreinsaðar,“ sagði
Guðmundur Pétursson, forstöðu-
maður Tilraunastöðvar Háskólans
í meinafræði á Keldum og nefnd-
armaður í fisksjúkdómanefnd,
þegar rætt var við hann um nýrna-
veikina sem upp hefur komið í
Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði
og víðar að undanförnu.
Guðmundur sagði að mögulegt
ætti að vera að losna við veikina
úr stöðinni án þess að slátra þar
öllum fiski. Það væri hægt að
gera með því að rannsaka
gaumgæfilega þann fisk sem al-
inn yrði upp af sótthreinsuðum
hrognum. „Það verður að meta
það hversu afdrifarík aðgerðin
er og vega það á móti líklegum
árangri aðgerðanna," sagði Guð-
mundur. Sagði hann að erfitt
væri að hreinsa hafbeitarstöð
eins og Kollafjarðarstöðina af
sjúkdómnum, því þó öllum fiski
yrði slátrað væri alltaf fiskur
þaðan í hafinu sem kæmi til
baka.
„Við getum ekki treyst því að
losna við veikina úr landinu með
skyndiaðgerðum, hún er í nátt-
Morgunbladið/ Július
Sigurður Helgason, fisksjúkdómafræðingur á Keldum, að störfum við að
rannsaka nýrnaveikisýkt seiði frá Sjóeldi.
MorgunDiaoið/ RAX.
Eiður Friðriksson með klaklax í stöðinni, en af 115 klaklöxum sem
slátrað var, reyndust 13% vera með venileg nýrnaveikiseinkenni.
úrunni, þannig að við verðum að
læra að lifa með henni, þó þann-
ig að hún komist ekki inn í
stöðvarnar þar sem hún gerir
mest tjón. Því verðum við að
leggja alla áherslu á að stórauka
sjúkdómaeftirlitið," sagði Guð-
mundur.
í Kollafjarðarstöðinni eru um
170 þúsund gönguseiði, 500 þús-
und nýklakin seiði og um 2 millj-
ónir hrogna. Um helmingur
hrognanna var pantaður af nýju
fiskeldisfyrirtæki en vegna
nýrnasjúkdómsins er ljóst að
það frestast að fyrirtækið geti
hafið rekstur. Seiði frá stöðinni
hafa farið til tveggja eldis-
stöðva. Önnur er Sjóeldi í Höfn-
um þar sem nýrnaveikin fannst
um áramótin eins og kunnugt er.
Hrogn hafa farið á 4 til 5 staði
úti um land og eitthvað af seið-
um í ár. Guðmundur sagði að
hætta gæti verið á smiti út frá
hrognunum og óráðlegt fyrir
fiskeldisstöðvarnar að treysta á
þau. Taldi hann ráðlegast að
eyða þeim, en tók fram að ekki
hefði verið tekin um það formleg
ákvörðun af fisksjúkdómanefnd-
inni.
Hrogn í Kollafirði, sem líklega
verður öllum eytt.
„Vissulega áfall, en
ekki 6bætanlegt“
— segir Jón Kr. Sveinsson, formaður Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva
„JÍJ, ÞETTA er vissulega áfall fyrir okkur sem í
þessu stöndum. En ég vil leggja áberslu á að þetta er
mál sem er viðráðanlegt, ekki óbætanlegt, og verður
að leysa,“ sagði Jón Kr. Sveinsson, formaður Lands-
sambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, þegar álits
hans var leitað á nýrnaveiki sem upp befur komið í
að minnsta kosti tveimur laxeldisstöðvum á síðustu
dögum.
Jón sagði að stjórn landssambandsins væri
með þessi mál til umfjöllunar. Hefðu stjórnar-
menn verið boðaðir á fund landbúnaðarráðherra
í gær og næstu daga myndu fiskeldismenn skoða
málið í Ijósi álits fisksjúkdómanefndar sem
væntanlegt væri næstu daga. Sagði Jón að verst
væri þessi uppákoma fyrir Kollafjarðarstöðina
og þær stöðvar sem fengið hefðu seiði og hrogn
þaðan.
Jón sagði að landssambandið legði á það höfuð-
áherslu að sjúkdómaeftirlit yrði aukið svo og
fyrirbyggjandi rannsóknir í fiskeldisstöðvunum.
Sagði hann að ráðherra hefði tekið þeirri mála-
leitan vel og vonaðist hann þvi til að þau mál
kæmust í lag á næstunni.
Morgunblaðið/ RAX.
Eiður Friðriksson, starfsmaður í Kollafjarðarstöðinni, með seiði í keri við
stöðina.
Gosflaska inn um bflrúðu:
Var gosflöskunni
kastað úr rútunni?
ERJUR fólks taka á sig margvíslegar myndir. Þrír ungir menn kærðu
bílstjóra langferðabifreiðar fyrir að kasta gosflösku inn um afturrúðu bifreið-
ar sinnar sunnudaginn 6. janúar síðastliðinn. Atvik eru þau, að ungu menn-
irnir óku bifreið sinni eftir nýja Bláfjallaveginum áleiðis til Hafnarfjarðar.
Langferðabifreiðin ók á undan þeim og gramdist mönnunum að komast ekki
framúr. Töldu þeir að langferðabifreiðin gæfi þeim ekki kost á því.
Mönnunum tókst að komast
framúr rútinni á Krísuvíkurvegin-
um og hægðu að þvi loknu mjög
ferð bifreiðar sinnar og héldu
langferðabifreiðinni fyrir aftan
sig. Gekk svo um hríð og skipti
engum togum að flösku var kastað
út úr rútunni, að sögn ungu mann-
anna, og brotnaði afturrúðan. Við
þetta juku þeir ferðina, óku sem
leið lá til lögreglunnar í Hafnar-
firði og kærðu. Rútubílstjórinn
var síðar tekinn til yfirheyrslu, en
neitar staðfastlega atburðinum.
Lögreglan í Hafnarfirði biður þá,
sem í rútunni voru sunnudags-
kvöldið 6. janúar um klukkan 19,
vinsamlega að gefa sig fram.
Morgunblaðid/Júlíus
Vinna yið þak
Hallgrímskirkju
á lokastigi
ÞESSI mynd var tekin nú í vikunni
af blikksmiðum við vinnu sína á
þaki Hallgrfmskirkju. Snemma i
október hófst vinna við að setja
kopar á þak kirkjunnar og hefur sú
vinna gengið vel að sögn Hermanns
Þorsteinssonar formanns bygg-
ingarnefndar Hallgrímskirkju.
Hann sagði að ef veðrið héldist
svona gott áfram yrði lokið við
verkið á næstu dögum. Einnig er
verið að ljúka við að steypa hvelf-
ingar undir þaki kirkjuskipsins og
sagði Hermann að þegar því væri
lokið væri stórum áfanga náð. ( vet-
ur hefst vinna við innri byggingu
kirkjusalarins og verður sérstök
áhersla lögð á góðan hljómburð. í
desember 1985 verða liðin 40 ár frá
því að fyrsta skóflustungan var tek-
in og er vonast til að kirkjan verði
tilbúin í ágúst 1986 á 200 ára af-
mæli Reykjavíkur.