Morgunblaðið - 18.01.1985, Síða 33
33
góðar samverustundir eftir að þær
fluttu hingað til Reykjavíkur.
1929 flytja þau Dísa og Þor-
steinn til Flateyrar, þar stundaði
Þorsteinn vinnu bæði til sjós og
lands eins og heilsa hans leyfði, en
hann bar sjúkdóm sinn með hörku
um árabil, enda maðurinn stór og
stæðilegur, en svo fór að sjúkdóm-
urinn yfirbugaði hann. Þorsteinn
var afburða sjómaður og var orð-
lagður hversu góður siglingamað-
ur hann var og hafði næma til-
finningu fyrir bát og sjó. Hjalti
sonur hans stundaði mest sjó þau
ár sem hann var á Flateyri, en
hann flutti hingað til Reykjavíkur
fyrir um það bil tveimur áratug-
um og starfaði síðast í Lands-
banka íslands.
Árið 1944 flytur Dísa svo til
Reykjavíkur ásamt fóstursyninum
Viggó. Hér stundaði Dísa öll
venjuleg hússtörf. Hún vann og
talsvert við saumaskap, enda mjög
fær á því sviði. Dísa var lengi í
húsinu nr. 37 við Klapparstíg hér í
Reykjavík og þau Viggó. Það voru
margir ættingjarnir og kunningj-
arnir sem heimsóttu hana þangað
og þáðu hjá henni mat og drykk og
fengu að sofa þar, sem á því
þurftu að halda. Húsrýmið var að
vísu ekki mikið en hjartarýmið
var þeim mun meira hjá húsráð-
andanum og það var fyrir mestu.
Það var eins og maður gleddi Dísu
mest, ef hún þurfti að hafa fyrir
manni. Hún hafði svo mikla þörf
fyrir að hjálpa öðrum og gleðja
aðra. Bróðir hennar, Höskuldur,
sem er löngu látinn virtist hafa
þekkt systur sína vel, því einu
sinni sendi hann henni þessa vísu:
Elsku systir auðnuveginn — al-
valdshöndin leiði þig — að gleðja
alla gjör þú fegin — gleður það að
frétta mig.
Þegar Dísa var 80 ára fékk hún
þessa vísu:
Áttatíu ár að baki — alla gleður
Dísa hér — Drottinn blessi Drott-
inn vaki — daga og nætur yfir þér.
Svana Fells sendi Disu eftirfar-
andi vísu sem er á þessa leið:
Mjög þú tengir mildi og þrótt —
megirðu lengi prýða, — mann-
kynsengi, hreyfa hljótt — hjarta
strengi þýða.
Ekki fer á milli mála að höfund-
ar þessara erinda hafi vitað hvern
sannan mann Dísa hafði að bera.
Dísa var mjög trúuð kona og ég
er þess viss að hún var ekki ein-
ungis trúuð í orði heldur leitaðist
hún við af fremsta megni að
starfa í anda Jesú Krists, eða eins
og hún taldi hann vera. Hún hafði
ákveðnar trúarskoðanir sem hún
fékk strax i bernsku. Það duldist
engum sem komu til Dísu hin síð-
ari ár að trú hennar var henni
stoð og stytta og gaf henni
ákveðni, ró og frið, þó stundum
syrti í álinn. Á 75 ára afmæli Dísu
fékk hún eftirfarandi vísu:
Þó að veður gerist grá — grúfi
þoka á heiðum. — Eigðu vor og
æskuþrá — enn á þínum leiðum.
Ég held að lengst af hafi Disa
frænka séð ljósið f glugganum en
en það hefur bjargað mörgum
bæði í eiginlegum og óeiginlegum
skilningi.
Þegar Viggó fóstursonur Dísu
gifti sig og fór að heiman réðst
Dísa til Einars Þórðarsonar
skálds og bónda frá Skeljabrekku.
Dísa vildi ekki vera ein, hún vildi
hafa félagsskap. Hún hafði frá
fyrstu tíð verið á fjölmennum
heimilum og hún kunni vel við sig
innan um annað fólk. Einar var
skáld gott eins og kunnugt er og
hafði yndi af ljóðum, rímum og
öllu er að skáldskap laut. Vísan
var því hvíldarlítið á lofti á Njarð-
argötu 7 þau árin sem Dísa var
þar. Einar sá að Dísa kunni að
meta kvæði og ljóð og kunni mikið
af þeim. Á þessum tíma mun Dísa
hafa gengið í Kvæðamannafélagið
Iðunni og sótti þangað fundi á
meðan hún hafði möguleika á því.
Sá tími, sem Dísa var hjá Einari
Þórðarsyni, var því nokkur upp-
rifjun frá bernskuárunum. Einar
andaðist 3. okt. 1963 og var Dísa
þá aftur orðin ein einu sinni enn.
Það mun hafa verið ári síðar eða
svo að Dísa réð sig til Ásgeirs Sig-
urðssonar, vélsm. Langholtsvegi
186 í Reykjavík. Hjá Ásgeiri var
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
Dísa í um 14 ár, en hann reyndist
Dísu mjög vel, bæði á meðan hún
var hjá honum og svo eftir að hún
fór á Hrafnistu. Hann rétti henni
hjálparhönd á ýmsan hátt. Vil ég
færa honum þakkir fyrir það. Síð-
asta árið sem Dísa var hjá Ásgeiri
veiktist hún og var flutt á sjúkra-
hús, þar sem hún fékk að dvelja
þar til hún fékk heilsuna aftur.
Þegar hún kom af sjúkrahúsinu
fór hún heim til fóstursonar síns,
Hjalta Þorsteinssonar og konu
hans, Massibil Bernharðsdóttur,
og dvaldi hjá þeim þar til fyrri-
hluta árs 1980, en þá fór hún að
Hrafnistu í Reykjavík. Á Hrafn-
istu eignaðist Dísa marga kunn-
ingja og var gaman að sjá hana
sitja og spila við jafnaldra sína
þar. Þar var ekki viðhaft neitt slen
á hlutunum. Þar flugu og oft vísur
á milli manna.
Ég þekkti Dísu lítið nema af af-
spurn fyrr en ég kom hingað til
Reykjavíkur, en hennar fyrstu af-
skipti af mér munu hafa verið þau
að þegar ég var að koma í þennan
heim var systur minni, sem þá var
fjögurra ára, komið fyrir hjá Dísu,
sem bjó þá á næsta bæ og þá að-
stoðaði hún systur mína við að
prjóna eða hekla tátiljur, sem ég
átti að fá sem mína fyrstu gjöf. Þó
hefur mér alla tíð fundist að ég
hafi þekkt Dísu alltaf, þannig var
hún í mínum huga og hún um-
gekkst mig eins og mina aðra
móður. Hún var alltaf að biðja
mann um að fara varlega allt
fram á hinn síðasta dag, að hugsa
um aðra hvarf aldrei úr huga
hennar.
Gata frænku minnar í gegnum
lífið hefur eflaust stundum verið
erfið yfirferðar, en hún hrasaði
aldrei. Ég sá miða hjá henni fyrir
nokkru sem á stóð þessi heilræði:
Guð gefi mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt ... kjark til að breyta því
sem ég get breytt ... o g vit til að
greina þar á milli. Ég held að ég
geti fullyrt að Dísa hafi tileinkað
sér og fylgt því er í setningum
þessum stendur. Því miður geta
ekki allir státað af því þó lærðir
séu.
Dísa var búin að vera nokkuð
lasburða síðasta mánuðinn fyrir
jól og þurfti greinilega að fara á
sjúkrahús, þar sem mjög léleg að-
staða er til að veita læknishjálp á
Hrafnistu og heilsugæsla í lág-
marki. Það kom þó að því með að-
stoð góðs starfsfólks á Hrafnistu
að fengið var pláss fyrir hana á
Borgarspítalanum. Þar fékk hún
góða hjúkrun og virtist vera að
hressast. Á Þorláksmessu vissum
við ekki annað en Dísa fengi lækn-
ishjlp fram yfir jól og taldi hún
sig hafa fengið loforð um það. Á
aðfangadag jóla um miðjan dag er
komið var í heimsókn á sjúkrahús-
ið var okkur tjáð að búið væri að
flytja Dísu á Hrafnistu. Þegar
komið var inn á Hrafnistu var bú-
ið að setja Dísu í rúmið sitt og þá
var það fyrsta sem hún sagði við
mig og var ákveðin í málrómnum:
„Ég hef alltaf vanist því að töluð
orð væru látin standa. Það var bú-
ið að lofa mér því að ég fengi að
liggja á sjúkrahúsinu fram yfir
jól.“ Ef til vill finnst mönnum ekki
hlýða að koma með þetta í minn-
ingargrein en því ekki það. Er ekki
verið að rekja lífshlaup einnar
manneskju. Hún heitir Vigdís
Jónsdóttir í dag, en hver verður
fyrir þessari reynslu á morgun. Ég
veit að frænka mín hefði ekkert
haft á móti því að láta þetta koma
fram, því hún hafði „kjark til að
breyta því sem hún gat breytt".
Hún var hreinskiptin og dettur
mér þá í hug erindi úr Passíu-
sálmunum, sem var prentað á úr-
klippu úr blaði og lá inni í Passíu-
sálmunum hennar en það er
svona:
Þá þú gengur í guðshús inn, —
gæt þess vel, sál mín fróma, —
hæð þar ekki Herrann þinn —
með hegðun líkams tóma. —
Beygðu holdsins og hjartans kné
— heit bæn þín ástarkveðja sé —
hræsnin mun síst þér sóma.
Ég hef ekki getað sætt mig við
að það sé í samræmi við kristilegt
siðgæði að ryðja fólki út af sjúkra-
húsum fyrir stórhátíðir aðeins
vegna þess að það eru að koma jól
eða það eru að koma páskar og að
starfsfólkið geti haldið heilög jól
heima hjá sér eða með því að fara
í kirkju. Mér sýnist vera orðin
þörf á að stöðva þetta og kemur
mér þá í hug hvort þetta geti ekki
verið verkefni fyrir okkar presta
og guðfræðinga úr því að verald-
lega valdið er á annarri skoðun.
Ég hef grun um að gamalmenni
verði hér frekar fyrir barðinu á
þessu heldur en þeir yngri.
Fyrir 70 árum, eða 19. desember
1914, sat Dísa frænka mín við dán-
arbeð föður síns, Jóns Egilssonar,
sem þá bjó í Hraunsdal við ísa-
fjarðardjúp. Hann hafði ofkælt
sig með því að fara út fáklæddur
til að leiðbeina sonum sínum sem
voru á heimleið til að dvelja hjá
foreldrum sínum um jólin. Það var
dimm kafalds mugga í logni þann-
ig að ekki sást eitt skref frá sér.
Leiðbeiningin fór þannig fram að
hann hóaði og þeir gengu á hljóð-
ið. Dísa hafði tekið við af móður
sinni að sitja yfir föður sinum, en
móðir hennar var orðin mjög
þreytt og ósofin við að hjúkra
manni sínum. Það var hljótt í
baðstofunni og Dísa hélt í höndina
á föður sínum. Dísa sagði að sér
hefði sennilega runnið aðeins í
brjóst en þegar hún kom til sjálfs
sín aftur var faðir hennar dáinn,
en hélt samt fast í höndina á þess-
ari dóttur sinni, 19 ára gamalli.
Hann mun nú eflaust endurnýja
þetta handtak er þau hittast í
æðra heimi.
Frænka mín óskaði eftir því og
var búin að ákveða að hún og vin-
kona hennar, Halla Hannesdóttir,
vildu hvíla saman hlið við hlið í
Fossvogskirkjugarði. Þær höfðu
talað um þetta eins og þær væru
að fá sér íbúð. Þar verður frænka
mín kvödd í dag. Ég vil þakka syni
Höllu, Halldóri Guðmundssyni,
fyrir alla þá vinsemd og alúð sem
hann sýndi henni sérstaklega eftir
að mamma hans veiktist og gat
ekki heimsótt Dísu á Hrafnistu.
Hann var ólatur að heimsækja
hana og var hún honum mjög
þakklát fyrir það.
Hér við skiljum — og hittast
munum — á fegins degi fira. —
Drottinn minn gef þú dauðum ró
— en hinum líkn er lifa.
Jóhann Þórðarson
Jarðarfarar-
skreytingar
Blóm, kransar, krossar.
Græna höndin
Gróðrastöð við Hagkaup,
sími 82895.
Kransar; kistuskreytingar
BORGARBLÓMlÐ
SKÍPHOLTÍ 35 SÍMh 32213
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför
IDU JENSSON,
Baldursgötu 12.
Fyrir hönd aöstandenda.
Ingibjörg Kristófersdóttir.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug viö andlát og útför
ÓLAFSJÓNSSONAR,
Hagamel 6.
Sólveig Magnúsdóttir,
Ingunn Ólafsdóttir, Pétur Þorgilsson,
Auður Ólafsdóttir, Stefón Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega vinsemd og hluttekningu viö andlát og útför eigin-
manns mins, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
SIGURBJARNA TÓMASSONAR,
bifreiöastjóra,
Hólmgarói 14.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landakotsspitala,
þökkum ykkur hlýjar móttökur.
Gislína Guömundsdóttir,
Sigurbjörn Hreiöar Sigurbjarnason,
Guömundur Vignir Sigurbjarnason, Aöalbjörg Jónsdóttir,
Siguröur Tómas Sigurbjarnason,
Hafsteinn Sigurbjarnason, Bergrós Björnsdóttir,
Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir, Jón Hrólfur Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
fööur okkar, tengdafööur og afa,
JÓNS GÍSLASONAR
fró Baldurshaga,
Gríndavlk.
Erla Jónsdóttir, Þorleifur Guömundsson,
Sæmundur Jónsson, Steinunn Ingvadóttir,
Gfsli Jónsson, Margrét Brynjólfsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösynda samúö og vinsemd viö andlát og útför
móður okkar og tengdamóður,
SIGRÍÐAR KARLSDÓTTUR
fró Tjaldbúöum,
Staöarsveit.
María Bjarnadóttir, Jón Pólsson,
Fínnbogí Bjarnason, Mólmfriöur Jóhannsdóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
EMILÍU BORG.
Fjölskyldan Borg.
t
Innilegustu þakkir sendum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö
og vinsemd viö andlát og útför
RAGNHEIÐAR LÁRU SIGURÐARDÓTTUR,
Kleppsvegi 16. Reykjavfk.
Trausti Friðbertsson,
Sunneva Traustadóttir, Dagur S. Ásgeirsson,
Gylfi Traustason, Sigrföur Kr. Davfösdóttir,
Ragnar M. Traustason, Hulda M. Gunnarsdóttir,
Frióbert Traustason, Sigrún Ó. Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.