Morgunblaðið - 18.01.1985, Side 35
___________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
Ingibjörg Jóns-
dóttir - Minning
Fædd 1. desember 1908
Dáin 9. janúar 1985
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
í dag, föstudaginn 18. janúar, kl.
3 verður móðir vinkonu minnar
kvödd í Laugarneskirkju. Hún
Imba, eins og hún var kölluð af
vinum og frændum, varð líka
vinkona mín. Ingibjörg var fædd
að Syðstu-Mörk, V-Eyjafjallahr.,
dóttir hjónanna Guðbjargar
Jónsdóttur af Víkingslækjarætt
og Jóns Jónssonar er þar bjuggu.
Systkini hennar voru: Guðjón,
kvæntur Margréti Þórðardóttur,
þau eiga þrjú börn, Ólafía, látin
fyrir mörgum árum frá fjórum
bömum, Guðmundur, látinn 1981,
og Björgvin, yngstur, tvíburi við
hann dó í fæðingu og móðir þeirra
af barnsburðinum. Það var jarð-
skjálftaárið 1912, hrundu þá bæir
víða á Suðurlandi og varð ekki
Syðsta-Mörk undanskilin. Leyfi ég
mér að vitna í erfiljóð um móður
Ingibjargar eftir frænda hennar,
Þorstein Erlingsson.
En landskjálftinn kom þar og bæ þeirra braut,
það böl var svo geigvæn, svo sligandi þraut;
þá verða’ eins og vikur úr stundum.
En þá fannst þó föðurnum birt upp í bráð,
er börnunum hafði' hann og móðurinni náð
og bar þau úr húsunum hrundum.
Það var, þegar móðirin bjargráða beið
að barninu sjðtta í hörmungar neyð,
þá settist hann bleikur hjá beði.
Hann hætti’ ekki við uns þau hvíldu þar fðl
við hlið sínum vin eftir grátlega kvöl.
Með þeim var svo grafm hans gleði.
Og hann sýndist einsamall, hvar sem hann er.
En horfði 'hann á barnið, sem kvakandi fer
í fangið á föður og móður,
þá losnar um tárin, þau læðast á kinn,
þá lítur hann tvistraða hópinn sinn,
og þurkar af hvörmunum hljóður.
Ekki var um margt að velja
fyrir einstæðan föður í þá daga
með fimm lítil börn, það þótti líka
svo til sjálfsagt að koma bðrnum í
fóstur og fór Ingibjörg til barn-
lausra hjóna í Stóru-Mörk: Maríu
Jónsdóttur og Bjarna Björnsson-
ar, sem þar bjuggu góðu búi. Virti
hún fósturforeldra sína alla tíð.
Það tók á lítið þriggja ára barn að
fara í fóstur. En það var fjölbýlt í
Stóru-Mörk og eignaðist hún mörg
góð leiksystkin og gaman var að
leika sér í barnahópi á grænum
bala í fallegri sveit. — En þegar
Ingibjörg er tíu ára flytja fóstur-
foreldrar hennar út yfir vötn og
sanda að Geldingalæk á Rangár-
völlum og saknaði hún þá vina í
stað, sérstaklega leiksystranna.
Árin líða, þar til ungur maður
ræðst að Geldingalæk, að nafni
Sigurður Sigurðsson, ættaður úr
Fljótshlíð. Felldu þau hugi saman,
giftu sig árið 1932 og hófu búskap
að Efri-Þverá í Fljótshlíð. Þá var
ekki sími eða bíll, svo það var oft
verk barna að koma skilaboðum
milli bæja, það sagði mér einn
sendillinn að hún Imba á Þverá
hefði ekki látið barnslófann fara
tóman frá sér, flatkaka með kæfu
var nú venjan, en það gat hrokkið
með tertusneið eða smákaka. Ingi-
björg og Sigurður bjuggu á Efri-
Þverá í þrettán ár, en fluttu þá til
Reykjavíkur. Fljótlega fór Sigurð-
ur að vinna á BSÍ sem afgreiðslu-
maður og vann þar sína starfsævi,
en Imba hélt heimilið og vann þó
oft á öðrum heimilum, sem hjálp-
ar þurftu vegna veikinda eða ein-
hverra annarra hluta. Með elju og
dugnaði eignuðust þau góða nú-
tímalega íbúð með öllum þægind-
um, mikill ávinningur fyrir Ingi-
björgu er naut alls sem var snyrti-
legt, húslegt og heimilisiegt, í rík-
um mæli, enda sérstakt hreinlæti í
blóð borið. Það var reisn yfir Imbu
minni þegar hún var komin í upp-
hlutinn sinn, þykkt hárið niður á
bak fléttað í tvær stórar fléttur,
bylgjur í vöngum og vart grátt hár
á höfði til hinstu stundar.
Börn Ingibjargar og Sigurðar
urðu tvö, Guðbjörg Jóna býr í
Reykjavík, gift Jóni Þóri Einars-
syni, skipverja á ms. Hofsjökli, en
hann er á leið til Ameríku og get-
ur því miður ekki fylgt tengda-
móður sinni, og Leifur, kvæntur
Særúnu Æsu Karlsdóttur, búandi
á Kvígsstöðum, Borgarfirði. Þau
eiga fjögur mannvænleg börn:
Sigurð Inga og Sigurþór, nemend-
ur í iönskóla, Karl Dúa, að Ijúka
unglingaprófi, og elst er Svala,
gift Jóhanni Elíassyni stýrimanni,
búsett í Hafnarfirði. Eiga þau sex
mánaða dreng, Elías Halldór,
„augasteininn“. Það voru unaðs-
stundir þegar lítill drengur kom í
heimsókn í sjúkrahúsið og var
lagður í hálsakot langömmu. Við
þreyttumst aldrei á að ræða þær
stundir eða skoða mynd af litlum
dreng.
Ingibjörg hafði yndi af ferðalög-
um utanlands og innan og þar sem
hún var í Kvennadeild Slysa-
varnafélagsins og í kvenfélagi
kirkju sinnar, átti hún oftar kost á
ferðalögum en ella. Seinni árin
naut hún sérstaklega félagsskapar
í kvenfélaginu sínu og viknanna í
húsmæðraorlofinu á sumrin, það
var henni til sannrar gleði sam-
veran við þessar kátu og hressu
konur.
Hún Imba mín var vinföst og
eignaðist því marga góða vini og
vinkonur. Tryggð þeirra sýndi sig
_____________________________35^
á heimsóknum, kveðjum og fyrir-
bænum í hennar ströngu veikind-
um. Hún bað mig, ef ég hripaði
línu að henni genginni, þar sem
hún hafði grun um að ég stingi
stundum niður penna við slík
tækifæri, að færa þakkir til dótt-
urinnar eða eins og hún sagði:
„Megi Guð launa Jónu minni fyrir
síðastliðið ár, því það leið aldrei sá
dagur að hún ekki kæmi eða hefði
samband við mig, einnig til sér-
stakrar vinkonu minnar, Guðnýj-
ar Berndsen, og Guðlaug, ná-
grannakona mín, megi hún bless-
unar njóta fyrir hjálpina."
Ingibjörg verður flutt á morgun,
19. janúar, austur í Fljótshlíð í
fylgd barna og nánustu frænda og
lögð til hinstu hvílu í kirkjugarð-
inn á Breiðabólstað við hlið manns
síns, en hann lést 6. júlí 1977.
Af systkinahópnum eru nú að-
eins tveir bræður hennar eftir hér
á jörð, báðir farnir að heilsu og
geta ekki fylgt systur sinni síöasta
spölinn. Munum við sakna Björg-
vins, sem við slík tækifæri stóð á
kirkjutröppum og hringdi klukk-
um, enda heimilisfastur á prest-
setrinu um fjölda ára.
Hún Ingibjörg var þess alveg
fullviss að okkar biði annað og
meira en lífið hér á jörð og að hún
hitti þá sem á undan væru gengn-
ir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig aö þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Veri elsku Imba mín kært kvödd
og Guði á hendur falin. Hafi hún
hjartanS þökk fyrir allt og allt.
Vinarkveöja
Jónína Björnsdóttir
Minning:
Sigríður Jónsdótt-
ir frá Loftsstöðum
Fædd 14. júní 1900
Dáin 8. janúar 1985
Árið 1800 fæddist þeim sæmd-
arhjónum, Guðríði og Jóni ríka í
Móhúsum, dóttir, sem var látin
heita Sigríður. Er það eftir Jóni
haft, að ætti hann tíu dætur, léti
hann þær allar heita Sigríði. Dæt-
ur átti hann þrjár og hétu allar
Sigríður, svo miklar mætur hafði
hann á nafninu.
Jón í Móhúsum var mikill for-
ystumaður sveitar sinnar í flest-
um hlutum, og þrátt fyrir mikia
sparsemi og ráðdeild, hafði hann á
sér meira höfðingjasnið en þá
tíðkaðist. Mjög þótti sópa að Mó-
húsafjölskyldunni þá er hún gekk
til kirkju á helgum dögum. Gekk
Jón þá í svörtum klæðisfrakka og
var innanundir í rauðu flauels-
vesti með silfurhnöppum. Kona
hans var í þremur pilsum með lit-
uðum bekkjum, rauðum, bláum og
grænum, og var sídd þeirra hagað
þannig, að öll pilsin mættu sjást.
Bæði áttu þau hjón föst virð-
ingarsæti í kirkjunni, hann við
altarishorn, hún fremst á kvenna-
bekk. Var til þess tekið hversu Jón
var mikill á svip og kempulegur og
báru allir hina mestu virðingu
fyrir honum.
Eitt hundrað árum síðar, þann
14. júní árið 1900, fæðist sonarsyni
einnar Sigríðar þeirra hjóna dótt-
ir, sem ákveðið var að heita skyldi
Sigríður. Átti hún eftir að bera
sterkt svipmót forfeðra sinna.
Hún var ein af sex systkinum, sem
upp komust af þrettán. Æsku-
heimili Sigríðar að Vestri-Lofts-
stöðum í Flóa bar greinilega svip
þeirrar menningar og reisnar, sem
forfeðurnir lögðu grundvöll að.
Hún var alin upp við ríkt tón-
listarlíf og mikið athafnalíf og
miðaði hún líf sitt aldrei við hið
smáa.
Um tvítugt kvaddi Sigríður
æskuheimilið og lá leið hennar til
Reykjavíkur. Þar hóf hún nám í
matreiðslu og öðrum heimilis-
fræðum á Hótel Skjaldbreið.
Kennari hennar og yfirmaður var
Elín Egilsdóttir, alltaf nefnd frök-
en Elín. Hún var stórbrotin hæfi-
leikakona og féll þeim Sigríði
samstarfið svo vel, að eftir stuttan
námstíma var Sigríður farin að
aðstoða Elínu við kennslu og
stjórn í eldhúsi hótelsins. Vinátta
þeirra hélzt meðan Elín lifði.
Örlög höfðu ofið Sigrfði annan
vef en hún ætlaði sjálf, og áður en
varði var hún komin með þann
sjúkdóm, sem fylgdi henni í einni
eða annarri mynd fram eftir ævi.
En Sigríður var ekki auðunnin
bráð, það áttu örlögin eftir að
leiða í ljós.
Um þetta leyti kynntist hún eig-
inmanni sínum, Vernharði Jóns-
syni, og þann 12. október 1928
gengu þau í hjónaband. Vernharð-
ur var Verzlunarskólagenginn og
vann við verzlunarstörf alla tið.
Var hann ættaðúr úr Bárðardal og
kenndi sig við Jarlsstaði. Hann
var einstakt prúðmenni, sást aldr-
ei skipta skapi, greindur vel og
hafði yndi af tónlist. Þegar á unga
aldri tók heilsa hans að gefa sig.
Nú mundi margur ætla að saga
þessara hjóna væri að mestu sögð,
en það er öðru nær. Sameiginlega
og hönd í hönd lögðu þau á bratt-
ann og horfðu upp mót sólu. Sam-
líf þeirra var svo mótað af þeirri
virðingu, sem þau báru hvort til
annars, að þar virtist ríkja ein
hugsun.
Þau hjón eignuðust eina dóttur,
Rannveigu Hrund. Hún var að
sjálfsögðu mikið yndi og eftirlæti
foreldranna. Hrund fór til náms í
Danmörku og settist þar það.
Giftist hún dönskum manni og
eignaðist með honum þrjú börn,
tvo drengi og eina stúlku. Son átti
hún fyrir hjónaband með unnusta
sínum.
Árið 1953 lézt Vernharður.
Réðst Sigrfður þá til starfa hjá
Sambandi íslenskra samvinnufé-
laga og vann þar í 18 ár, eða með-
an aldur leyfði. Hér verður ekki
rakin ævi Sigríðar í einstökum at-
riðum enda þótt hún hafi á engan
hátt verið venjuleg. Það má geta
þess, að það hefur oft verið til um-
ræðu meðal vina og vandamanna,
hverju þessi stórhuga kona hefði
áorkað hefði hún notið heilsu. Alla
tíð var hún sérlega glaður gest-
gjafi og samkvæmi hennar báru
listilegt yfirbragð fagurkerans og
heimskonunnar. Heimili Sigríðar
var ólíkt öllu, sem ég hef kynnzt.
Þar átti hver hlutur sinn virð-
ingarstað og naut sin sem væri
hann gersemi í helgidómi. En
þrátt fyrir hátíðleik heimilisins
ríkti mikil kátína þar sem Sigríð-
ur var. Hún hafði næmi fyrir því
spaugilega, hermdi vel eftir og var
hrókur alls fagnaðar.
Siðustu tíu árin var Sigríður
sjúklingur á Hrafnistu og ellina
bar hún af sannri reisn. Kunni
hún vel að meta alla þá umhyggju,
sem hún naut þar. Fyrir hönd Sig-
ríðar eru hér færðar þakkir öllu
því góða fólki, sem annaðist hana
til hinztu stundar.
Sigríður var vinamörg og vina-
föst, og þegar samtíðarfólkið
hvarf á braut, þá reyndust afkom-
endur vina hennar henni sannir
vinir og misstu aldrei sjónar á
henni. Þessir vinir kveðja hana í
dag og eru hér færðar þakkir fyrir
þeirra tryggu vináttu.
Þegar ég nú kveð Sigríði frænku
mína verður mér hugsað til há-
tíðastunda fjölskyldu minnar á
mínum uppvaxtarárum. Við
frændsystkinin töldum óhugsandi
að halda hátíð án þess að Sigga
frænka væri með til halds og
trausts. Hún kunni öðru fólki bet-
ur að gera veizlu að hátíð og var
líkt og samofin hugmyndum okkur
um hátíð og veizlugleði. Reisn
hennar og kátína gerði stundina
að hátíð.
Sigríður var litrík kona og skil-
ur eftir sig ánægjulegar minn-
ingar í hugum okkar frændsystk-
inanna. Við vottum dóttur hennar
og eftirlifandi systkinum samúð
okkar.
Ingibjörg Björnsdóttir
50 ára reynsla'//////
í bílamnflutningi og þjónustu
HEKIAHF
HEKLA HF
HEKLArl
13.28
[3 MT*««UA» |
yj* nictmc |
I.OOttfViAU
ttENWOOD l
1'i^>
Vidgerdaverkstædi-Smurstöð-Hiölbardaverl
Varahlutir-Notaðir bilar
Íiúk*
Hvergi meira úrval bfla. □ Frá þrem gjaldeyrissvædum.
Frá þrem gjörólíkum framleiðendum.
Fólksbflar: bensínvél / díselvél / turbo / f ramdrif / aldrif.
Sendíbflar: opnir/lokaöir /þriggja manna hús/sex
manna hús / eindrif / aldríf / bensínvél / díselvél / turbo
Burdarþol: 450-2900 kg.
Jeppar: bensínvél/díselvél/turbo/5 manna/7 manna/
stuttir / langir / vinnubflar / f erðabílar.
HF
Laugavegi 170 -172 Simi 21240