Morgunblaðið - 02.02.1985, Page 14

Morgunblaðið - 02.02.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 Heimsþekktur píanóleikari leikur á Kjarvalsstöðum — Ruth Slenczynska, sem vakti mikla athygli fyrr á öldinni sem undrabarn — eftir Halldór Haraldsson Ruth Slenczynska, sem verður sextug á þessu ári, hélt sína fyrstu tónleika þriggja ára göm- ul. Næstu árin stundaði hún nám hjá öllum þekktustu píanó- snillingum heims, svo sem Arth- ur Schnabel, Josef Hofmann, Egon Petri, Alfred Cortot og Sergei Rachmaninoff. Sex ára lék hún fyrst píanókonsert á sinfóníutónleikum i París og næstu árin verður hún með eftir- sóttustu píanóleikurum heims. Það er dálítið einkennileg stað- reynd, að á þessum árum (1930—40) var þessi litla telpa, innan við tíu ára aldur, í hópi fimm hæstlaunuðu píanóleikara heims og eins hátt launuð og í sumum tilfellum hærra launuð en kennarar hennar, sem allir gáfu henni kennslu sina. En bakhjarl þessa glæsilega ferils var nokkuð á annan veg en fólk almennt hafði hugmynd um. Faðir þessa unga píanósnillings, Hr. Slenczynski, sem var fiðlu- leikari, hafði ákveðið að fyrsta barnið sem hann eignaðist yrði heimsþekktur tónsnillingur! Þetta og annað fleira kemur fram í ævisögu Ruth, „Forbidden Childhood", sem út kom árið 1957. Bók þessi er nú ófáanleg, en mun bráðlega koma aftur út í Bandaríkjunum. Lýsir hún þar æsku sinni og uppvaxtarárum, sem eru mjög óvenjuleg svo vægt sé til orða tekið. Þegar Ruth var þriggja ára upphófst tímabil mikilla æfinga á píanóið, sem í mörg ár var eftirfarandi: Ruth var vakin kl. 6 f.h. og án nokkurs morgunverðar látin æfa sig til kl. 12 á hádegi. Þá fékk hún há- degisverð. Faðir hennar hvíldi sig frá kl. 12—3 e.h. Þá var aftur æft til kl. 6. Stundum þurfti Ruth að sýna fjölskyldunni á kvöldin, hvað hún hafði lært fyrr um daginn. Hr. Slenczynski beitti dóttur sína hörðum aga, sló hana t.d. alltaf á vangann, þegar hún sló feilnótu og síðar er hún náði 10—12 ára aldri barði hann hana bókstaflega, jafnvel með barefli, ef hún lék ekki eftir hans höfði. Að því kom að Ruth gerði uppreisn. Það gerðist er hún var 15 ára. Hún hætti alveg að leika á hljóðfærið sitt í nokkur ár, fór í háskólan- ám, sem hún stundaði með prýði. Svo var það er hún var 26 ára, að hún hélt aftur tónleika, þá gift kona. Síðan hefur hún haldið tónleika og kennt við tónlistard- eild háskólans i Suður-Ulinois. Er við horfum aftur til þess tíma, er hún hélt tónleika í öll- um helstu tónleikasölum heims 6—10 ára gömul, vakti hún slíka undrun og aðdáun, að t.d. gagn- rýnandi New York Times, Olin Downes, sagði, að hún væri „merkasta undrabarn eftir daga Mozarts". í Svíþjóð trúðu menn því ekki, sem heyrðu og sáu, og létu tannlækni skoða tennur hennar til að ganga úr skugga um aidur hennar, að hún væri í raun og veru aðeins átta ára gömul. Auk verkanna, sem hún lék af glæsibrag, gat hún leyst erfiðar þrautir, sem píanóleikar- ar lögðu fyrir hana. En hvað varð svo um undrið? Lifði það áfram? Þetta eru hinar sígildu spurningar, þegar undra- börn eru annars vegar. Ruth Slenczynska hefur aukið tón- leikahald með aldrinum og af gagnrýni að dæma hefur leikur hennar þroskast og fengið meiri dýpt. Nú segist hún reyna að uppgötva, hvað fyrir tónskáldinu vakti í hverju verki, sem hún túlkar. Nú er löngu liðinn sá „En bakhjarl þessa glæsilega ferils var nokkuö á annan veg en fólk almennt haföi hugmynd um. FaÖir þessa unga píanósnill- ings, hr. Slenczynski, sem var fiöluleikari, haföi ákveöiö að fyrsta barnið sem hann eign- aðist yrði heimsþekkt- ur tónsnillingur! Þetta og annaö fleira kemur fram í ævisögu Ruth, „Forbidden Child- hood“, sem kom út ár- iö 1957.“ tími, er hún varð að hlýða skoð- unum föður síns i einu og öllu. Nú er hún frjáls og getur mótað sínar eigin skoðanir. Lífsreynsla hennar birist á sínum tíma í heimsblöðunum og fjölda tíma- rita, auk ævisögu hennar sjálfr- ar. Hún hefur skrifað um tónlist, leikið yfir eitt hundrað tónverk inn á hljómplötur og haldið yfir þrjú þúsund tónleika viða um heim. Þá hefur henni verið sýnd ýmis viðurkenning, svo sem heiðursmerkið „Pólski gullkross- inn“ (faðir hennar var pólskur gyðingur) og nýlega, í lok tón- leika hennar i Bandaríkjunum, var henni afhent sérstakt heið- ursskjal frá Reagan forseta. Nú er Ruth Slenczynska að Ruth Slenczynska hefja tónleikahald um heiminn i tilefni af 50 ára starfsferli sin- um sem píanóleikari. Fyrrver- andi nemandi hennar hér á landi, Kristinn örn Kristinsson pianóleikari, sem kennir við Tónlistarskólann á Akureyri, frétti um reisu hennar og mögu- leika á að hún kæmi hér við. Var of seint að fá inni fyrir hana hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík og öðrum konsertaðilum hér. En með hjálp Tónlistarskólans í Reykjavík og á Akureyri gefst fólki nú tækifæri á að hlusta á þessa frægu listakonu, en Tón- verk mun sjá um framkvæmd tónlejka hennar á Kjarvalsstöðum. Verða þeir haldnir mánudaginn 4. febrúar kl. 21.00. Aðgöngu- miðar verða seldir við inngang- inn. Á efnisskrá hennar verða: Tilbrigði um stef eftir Paganini í a-moll eftir Liszt, Sónata op. 10 nr. 3 eftir Beethoven, Etýða op. 25 nr. 6, Vals op. 64 nr. 3 og Sónata nr. 3 eftir Chopin. Eftir hlé leikur hún Sónötu nr. 4 eftir Virgil Thomson, tvær sónötur eftir Scarlatti, sex prelúdíur eft- ir Rachmaninoff og að lokum Tokkötu op. 11 eftir Prókofíeff. Halldór Haraldsson er þjóðkunnur píanóleikari. Píanóleikarinn á yngrí ánim. Rós er rós er rós Leíklíst Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: GERTRUDE STEIN GERTRUDE STEIN GERTRUDE STEIN eftir Marty Martin. Þýðandi: Elísabet Snorradóttir. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Tónlist: Guðni Franzson. Lýsing: Sveinn Benediktsson. Leikmynd og búningar: Guðrún Erla Geirsdóttir. Aðstoðarmaður leikstjóra: Ingi- björg Björnsdóttir. Gertrude Stein (1874—1946) er kunnust fyrir eina setningu um rós sem er endurtekin nokkrum sinnum. Hún gerði tilraunir með málið, vildi skapa eitthvað nýtt í skáldskap í lík- ingu við það sem kúbistar gerðu í málaralist. En líklega náði hún lengst í Sjálfsævisögu Al- ice B. Toklas (1934). í Veislu í farángrinum eftir Ernest Hemingway er fjallað um Gertrude Stein, hlutverk hennar sem leiðbeinanda og fé- laga skálda og listamanna í París, en þar bjó hún að mestu frá 1903. Lifandi frásögn Hem- ingways er ekki laus við ill- kvittni, einkum hvað varðar Al- ice B. Toklas, sambýliskonu Gertrude. Hvað sem annars má um Gertrude Stein segja verður hennar lengi minnst sem verndara skálda og listamanna. Á heimili hennar, Rue de Fle- urs 27 í París, áttu nútímabók- menntir og nútímalist athvarf, þar hittust skáld og málarar frá ýmsum löndum. Þeir voru velkomnir sem þær Gertrude og Alice gátu sætt sig við. Leikrit Marty Martins um Gertrude Stein gerist á Rue de Fleurs 27 í París. Gertrude hef- ur verið sagt upp íbúðinni og hún þarf að fara að pakka þótt henni sé það leitt. Álice sefur og á meðan rifjar Gertrude upp ýmislegt sem á daga hennar hefur drifið. Um íbúðina segir hún: „Við gerðum þennan stað að alþjóðlegum helgidómi nú- tímalistar, í þessum herbergj- um bárum við gömlu öldina út og fluttum nýja inn.“ Marty Martin hefur skrifað mörg leikrit um frægðarfólk og er síður en svo lakur höfundur. Gertrude Stein er ekki mikill skáldskapur, en á margan hátt laglegt verk. Það er víða komið við í eintali Gertrude Stein, við fáum innsýn í sögu nútímalist- ar og fáum að skyggnast inn í hugarfylgsni merkrar konu. Það er til dæmis ómaksins vert að kynnast þeirri baráttu sem á sér stað milli systkina, Ger- trude og Leos bróður hennar, en þau voru á margan hátt ólík. Gertrude elskaði nýjungar og byltingu, Leo var maður stað- festu, tortrygginn að eðlisfari og hneigður fyrir kerfi. Átökin milli systkinanna eru rauður þráður verksins. Þegar Leo dregur í efa að Gertrude hafi rithöfundarhæfileika er öllu lokið milli þeirra. Hann segir að hún hafi alltaf þráð upphefð og sakar hana um hé- gómagirnd, en hún verst fim- lega. Leo sem einu sinni var áhugamaður um listir verður að lúta í lægra haldi fyrir Ger- trude sem boðar nýja tíma. Viðskilnaður þeirra systkina er ekki sársaukalaus og það Helga Bachmann í hlutverki Gertnide Stein í samnefndu leikriti. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.